Prins Póló pollrólegur þó að jörð hans hafi margfaldast í verði Stefán Árni Pálsson skrifar 9. janúar 2019 12:30 Þau hjónin hafi búið á Karlsstöðum síðan 2014 með börnum sínum þremur. „Það er svo sem voðalega lítið að fara breytast og við erum bara að undirbúa sumarið og halda áfram með þennan rekstur,“ segir Svavars Pétur Eysteinsson, betur þekktur sem tónlistarmaðurinn Prins Póló en hann og eiginkona hans Berglind Häsler hafa sett Karlsstaði í Berufirði á sölu. Þau hjónin hafa undanfarin fimm ár verið með allskyns rekstur á bænum. Fasteignaauglýsingin hefur vakið verulega athygli en verðið á jörðinni hefur margfaldast. Nú eru settar á hana 220 milljónir króna en, Karlsstaðir höfðu áður gengið kaupum og sölum og var hún keypt á 24 milljónir árið 2005. Hún hefur sem sagt hækkað um tæpar 200 milljónir á aðeins 14 árum. DV greindi meðal annarra frá því en sú staðreynd truflar hinn pollrólega Svavar Pétur ekki hið minnsta. „Við erum að sinna ýmsum verkefnum bæði í tónlist og ferðamannabransanum og erum ekkert að flýta okkur neitt. Þetta er bara komið á sölu eins og mörg önnur fyrirtæki í landinu. Bara ef einhver hefur áhuga á að taka þátt í þessu með okkur eða hvernig sem það er. Okkur liggur ekkert á að selja og þurfum ekkert að losna við þennan rekstur.“ Svavar segir að vel gangi og þau hjónin séu á fullu að undirbúa næstu mánuði. „Það er bara vel bókað hjá okkur og við erum strax byrjuð að bóka hljómsveitir fyrir tónleikaseríuna í sumar og bara allt á fullu,“ segir Svavar en undanfarin sumur hafa verið tónleikar einu sinni í viku í sal á Karlsstöðum og hafa þeir oft vakið mikla athygli.Hér má sjá Svavar rétt eftir að þó hjónin fjárfestu í eigninni. Mikið vatn runnið til sjávar síðan þá.Svavar segir að þau hjónin hafi komið að Karlsstöðum sem hálfgerðu eyðibýli árið 2014. „Við byggðum þetta upp sem ferðaþjónustu og erum búin að eyða í þetta ansi miklu vöðvaafli og tíma. Þetta er búið að vera mjög skemmtilegt en við ákváðum að skoða það hvort einhver hafi áhuga á eigninni.“ Jörðin Karlsstaðir liggur milli fjalls og fjöru á útströnd Berufjarðar í Djúpavogshreppi. Hún er 530 hektarar að stærð og þar af 25 hektarar af ræktuðu túni og matjurtagarði. Gistirými eru fyrir 42 í tveimur byggingum, uppgerðu húsi og nýlega endurbyggðu húsi, veislusalur með veitingaleyfi fyrir hundrað manns. Auk þess er nýleg aðstaða fyrir matvælaframleiðslu eins og segir í fasteignalýsingu eignarinnar á fasteignavef Vísis. Húsin sjálf eru um þúsund fermetrar og voru þau byggð upphaflega árið 1976. Hér að neðan má sjá myndir af eigninni sem er nú komin á sölu.Karlsstaðir stendur á einstaklega fallegu landi.Húsin eru nokkur og hefur verið gert töluvert fyrir þau.Hér má sjá nýja viðbyggingu sem kölluð er Havarí og er það fallegur veislu og tónleikasalur.Hér má sjá inn í veislusalinn sjálfan.Gistirými eru fyrir 42 manns.Þau hjónin hafa tekið stóran hluta af eigninni í gegn.Hér má sjá eitt af húsunum sem fylgir Karlsstöðum. Djúpivogur Hús og heimili Mest lesið Víðir hrasaði á þingi: Frjálsíþróttirnar björguðu Lífið Fleetwood Mac: Þegar eftirlíkingin verður betri en raunveruleikinn Gagnrýni Kosning hafin fyrir Hlustendaverðlaunin Lífið Sleikurinn við Collin Farrell ógleymanlegur Lífið Hugsi yfir bílastæðamálum sem eru til skoðunar Lífið Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Menning Peaky Blinders stjarna lét sig ekki vanta á The Damned Lífið Sundlaugastarfsmenn skemmtu sér á þurru landi Lífið Uppistandarar, ráðherrar og kempur á þorrablóti Vals Lífið Tískan við þingsetningu: Snjórinn stoppaði ekki flottheitin Tíska og hönnun Fleiri fréttir Sleikurinn við Collin Farrell ógleymanlegur Hugsi yfir bílastæðamálum sem eru til skoðunar Peaky Blinders stjarna lét sig ekki vanta á The Damned Víðir hrasaði á þingi: Frjálsíþróttirnar björguðu Gulli Helga tók yfir og Sindri beið á kantinum Kosning hafin fyrir Hlustendaverðlaunin Uppistandarar, ráðherrar og kempur á þorrablóti Vals „Dorrit var eiginlega Séð og heyrt stúlkan“ Drengurinn skal heita Ezra Sundlaugastarfsmenn skemmtu sér á þurru landi Syngur Cha Cha Cha á Söngvakeppninni Séð og heyrt gæti átt framhaldslíf Hvers vegna karpa menn í þartilgerðu húsi? Seldist upp á einni mínútu Var tilbúinn með tapræðu í matarboðinu Frumsýning á Vísi: Stórbrotinn sigurvilji Sigurbjörns á hvíta tjaldið Iðjuþjálfi á Nesinu fer sínar eigin leiðir í skólamat Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Stjörnulífið: Fáklæddar, í hátísku og Palli rúmliggjandi Mætti svo gott sem nakin á rauða dregilinn Víkingur Heiðar vann til Grammy-verðlauna Beyoncé loksins verðlaunuð fyrir bestu plötuna Biðu í tvo tíma eftir „McDonalds“ borgurum sem strönduðu í tollinum „Þetta er engin þrautaganga fyrir mig“ „Á svona tímapunkti vantar mann að geta tengt við einhvern“ Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar „Mig langaði að segja þessar sögur“ Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Sjá meira
„Það er svo sem voðalega lítið að fara breytast og við erum bara að undirbúa sumarið og halda áfram með þennan rekstur,“ segir Svavars Pétur Eysteinsson, betur þekktur sem tónlistarmaðurinn Prins Póló en hann og eiginkona hans Berglind Häsler hafa sett Karlsstaði í Berufirði á sölu. Þau hjónin hafa undanfarin fimm ár verið með allskyns rekstur á bænum. Fasteignaauglýsingin hefur vakið verulega athygli en verðið á jörðinni hefur margfaldast. Nú eru settar á hana 220 milljónir króna en, Karlsstaðir höfðu áður gengið kaupum og sölum og var hún keypt á 24 milljónir árið 2005. Hún hefur sem sagt hækkað um tæpar 200 milljónir á aðeins 14 árum. DV greindi meðal annarra frá því en sú staðreynd truflar hinn pollrólega Svavar Pétur ekki hið minnsta. „Við erum að sinna ýmsum verkefnum bæði í tónlist og ferðamannabransanum og erum ekkert að flýta okkur neitt. Þetta er bara komið á sölu eins og mörg önnur fyrirtæki í landinu. Bara ef einhver hefur áhuga á að taka þátt í þessu með okkur eða hvernig sem það er. Okkur liggur ekkert á að selja og þurfum ekkert að losna við þennan rekstur.“ Svavar segir að vel gangi og þau hjónin séu á fullu að undirbúa næstu mánuði. „Það er bara vel bókað hjá okkur og við erum strax byrjuð að bóka hljómsveitir fyrir tónleikaseríuna í sumar og bara allt á fullu,“ segir Svavar en undanfarin sumur hafa verið tónleikar einu sinni í viku í sal á Karlsstöðum og hafa þeir oft vakið mikla athygli.Hér má sjá Svavar rétt eftir að þó hjónin fjárfestu í eigninni. Mikið vatn runnið til sjávar síðan þá.Svavar segir að þau hjónin hafi komið að Karlsstöðum sem hálfgerðu eyðibýli árið 2014. „Við byggðum þetta upp sem ferðaþjónustu og erum búin að eyða í þetta ansi miklu vöðvaafli og tíma. Þetta er búið að vera mjög skemmtilegt en við ákváðum að skoða það hvort einhver hafi áhuga á eigninni.“ Jörðin Karlsstaðir liggur milli fjalls og fjöru á útströnd Berufjarðar í Djúpavogshreppi. Hún er 530 hektarar að stærð og þar af 25 hektarar af ræktuðu túni og matjurtagarði. Gistirými eru fyrir 42 í tveimur byggingum, uppgerðu húsi og nýlega endurbyggðu húsi, veislusalur með veitingaleyfi fyrir hundrað manns. Auk þess er nýleg aðstaða fyrir matvælaframleiðslu eins og segir í fasteignalýsingu eignarinnar á fasteignavef Vísis. Húsin sjálf eru um þúsund fermetrar og voru þau byggð upphaflega árið 1976. Hér að neðan má sjá myndir af eigninni sem er nú komin á sölu.Karlsstaðir stendur á einstaklega fallegu landi.Húsin eru nokkur og hefur verið gert töluvert fyrir þau.Hér má sjá nýja viðbyggingu sem kölluð er Havarí og er það fallegur veislu og tónleikasalur.Hér má sjá inn í veislusalinn sjálfan.Gistirými eru fyrir 42 manns.Þau hjónin hafa tekið stóran hluta af eigninni í gegn.Hér má sjá eitt af húsunum sem fylgir Karlsstöðum.
Djúpivogur Hús og heimili Mest lesið Víðir hrasaði á þingi: Frjálsíþróttirnar björguðu Lífið Fleetwood Mac: Þegar eftirlíkingin verður betri en raunveruleikinn Gagnrýni Kosning hafin fyrir Hlustendaverðlaunin Lífið Sleikurinn við Collin Farrell ógleymanlegur Lífið Hugsi yfir bílastæðamálum sem eru til skoðunar Lífið Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Menning Peaky Blinders stjarna lét sig ekki vanta á The Damned Lífið Sundlaugastarfsmenn skemmtu sér á þurru landi Lífið Uppistandarar, ráðherrar og kempur á þorrablóti Vals Lífið Tískan við þingsetningu: Snjórinn stoppaði ekki flottheitin Tíska og hönnun Fleiri fréttir Sleikurinn við Collin Farrell ógleymanlegur Hugsi yfir bílastæðamálum sem eru til skoðunar Peaky Blinders stjarna lét sig ekki vanta á The Damned Víðir hrasaði á þingi: Frjálsíþróttirnar björguðu Gulli Helga tók yfir og Sindri beið á kantinum Kosning hafin fyrir Hlustendaverðlaunin Uppistandarar, ráðherrar og kempur á þorrablóti Vals „Dorrit var eiginlega Séð og heyrt stúlkan“ Drengurinn skal heita Ezra Sundlaugastarfsmenn skemmtu sér á þurru landi Syngur Cha Cha Cha á Söngvakeppninni Séð og heyrt gæti átt framhaldslíf Hvers vegna karpa menn í þartilgerðu húsi? Seldist upp á einni mínútu Var tilbúinn með tapræðu í matarboðinu Frumsýning á Vísi: Stórbrotinn sigurvilji Sigurbjörns á hvíta tjaldið Iðjuþjálfi á Nesinu fer sínar eigin leiðir í skólamat Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Stjörnulífið: Fáklæddar, í hátísku og Palli rúmliggjandi Mætti svo gott sem nakin á rauða dregilinn Víkingur Heiðar vann til Grammy-verðlauna Beyoncé loksins verðlaunuð fyrir bestu plötuna Biðu í tvo tíma eftir „McDonalds“ borgurum sem strönduðu í tollinum „Þetta er engin þrautaganga fyrir mig“ „Á svona tímapunkti vantar mann að geta tengt við einhvern“ Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar „Mig langaði að segja þessar sögur“ Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Sjá meira