Hætti að vera partur af teymi og stóð ein Stefán Árni Pálsson skrifar 9. janúar 2019 14:30 Kolbrún Pálína opnar sig í forsíðuviðtali Vikunnar. vísir/vilhelm. Fjölmiðlakonan Kolbrún Pálína Helgadóttir segir í forsíðuviðtali Vikunnar að fótunum hafi verið kippt undan henni þegar hún gekk í gegnum skilnað við barnsföður sinn fyrir þremur árum. Nú vinnur hún að þáttum um skilnaði í samstarfi við Sjónvarp Símans og Saga Film. Kolbrún hefur komið víða við en hún ritstýrði til að mynda Nýju Lífi og fylgitímariti Fréttablaðsins, Lífinu, á sínum tíma en einnig vann hún í töluverðan tíma á DV. Kolbrún hefur töluvert unnið í fjölmiðlum og núna er komið að sjónvarpinu. Örlögin teymdu hana í áttina að fjölmiðlaumhverfinu eins og hún segir sjálf í samtal við Vikuna. „Ég vann í tískuvöruverslun þegar sú ágæta keppni, Ungfrú Ísland.is, var haldin í annað sinn. Ég ætlaði mér aldrei að taka þátt í fegurðarsamkeppni en þátttakendurnir í keppninni komu til mín í verslunina og ég aðstoðaði þær konur við að finna föt fyrir fyrstu myndatökuna í undirbúningnum. Þá kom upp sú staða að ein stelpnanna sagði sig úr keppni og mér var boðið að taka þátt,“ segir Kolbrún í Vikunni en hún vann síðan keppnina og fylgdi titlinum ábyrgð að skrifa vikulega pistla um lífið og tilveruna á strik.is sem og hún gerði. Þarna var hún komin í fjölmiðlana. Kolbrún hefur gengið í gegnum margt undanfarin ár og eitt af því var skilnaðurinn við Þröst Jón Sigurðsson.Kolbrún er á forsíðu Vikunnar í fyrsta tölublaði ársins 2019.„Það breyttist allt í lífinu og fótunum var gjörsamlega kippt undan mér. Ég þurfti að enduruppgötva sjálfa mig frá a-ö. Ég hætti að vera partur af teymi og stóð ein,“ segir Kolbrún í Vikunni og bætir við að skilnaðurinn hafi verið gríðarlegt áfall. „Það er alveg sama hvernig skilnaður er kominn til, hver biður um hann eða hvað veldur. Hann er alltaf mikið áfall og ekki bara fyrir mann sjálfan heldur alla sem koma að fjölskyldunni. Maður syrgir ákveðna framtíð sem maður sá fyrir sér. Það leggur auðvitað enginn upp með að fara í samband með það að leiðarljósi að skilja. Auðvitað fór ég í gegnum sorg og gremju eins og fylgir því þegar hlutirnir ganga ekki upp. En ég ætla að leyfa mér að vera stolt líka. Við fylgdum hjartanu og lifum lífinu fyrir okkur sjálf í dag.“ Hún segist einnig hafa litið á skilnaðinn sem nýtt tækifæri. „Ég þekki til dæmis engan sem segist hafa skilið geggjað vel. Okkur er kennt allskonar um lífið og við fáum ráð, ákveðin gildi og fróðleik um eitt og annað þegar við hefjum lífsins vegferð en það segir okkur enginn hvernig við eigum að skilja enda var ekki jafnmikið um skilnaði hér áður fyrr.“ Kolbrún er í dag komin í nýtt samband og heitir maðurinn Jón Haukur Baldvinsson. Fjölskyldumál Tímamót Mest lesið Plaströrum um að kenna, ekki litlum typpum Lífið „Svo gaman að ég steingleymdi að ég væri með annan kjól“ Lífið Fokk Laxness! Sjáðu allt hitt sem þú ert að missa Lífið Musk æstur í Reðasafnið Lífið „Verið ekki að sjúga lítil typpi því þið verðið hrukkóttar“ Lífið Kosning hafin um sjónvarpsefni ársins Lífið „Ég hef ekki trú á öðru en að við lifum þetta af“ Bíó og sjónvarp Komin með nýjan rappara í sigtið Lífið „Táknmynd ítalskrar matargerðar“ Matur Líf, fjör og einmanaleiki Lífið Fleiri fréttir Fyndnustu dýralífsmyndir ársins Komin með nýjan rappara í sigtið Kosning hafin um sjónvarpsefni ársins Fokk Laxness! Sjáðu allt hitt sem þú ert að missa „Svo gaman að ég steingleymdi að ég væri með annan kjól“ Líf, fjör og einmanaleiki Plaströrum um að kenna, ekki litlum typpum Bleikir og hollir molar að hætti Jönu Musk æstur í Reðasafnið Ása og Leo héldu tvöfalda skírnarveislu Tróð matnum upp í sig til að reyna fá andstæðinga sína til að hlæja „Verið ekki að sjúga lítil typpi því þið verðið hrukkóttar“ „Pylsusala“ á Lækjartorgi á kvennafrídaginn Lovísa Rós er Ungfrú Ísland Teen Gerðið verði besti staðurinn nálægt borginni til að skoða stjörnur Heitasta listapar landsins á djamminu „Er ekki hrædd við að vera ég sjálf“ Sveinn Andri og María Sigrún mættu á frumsýninguna „Sextán ára stelpa hefur lítið að gera við svona háa upphæð“ Sýna(r)brjóstin, sýna stuðning Brjánn ávarpaði alla áhorfendur leiksins rétt fyrir upphafsflautið Innlit í þriggja hæða veitingastaðinn Bryggjuhúsið sem er í húsi frá 1863 Björgvin Franz kaupir 36 fermetra íbúð í miðbænum Innlit: „Ég bý í draumahúsinu“ „Gerði grín að líkamanum mínum og sagði að ég ætti að tala minna“ Óttast að hann sé fyrsta fórnarlamb flugunnar Fögnuðu fallegri og óvæntri vináttu Svikarar höfðu fjórar milljónir af Aroni Can „Setti sjálfa mig í fyrsta sæti og hef aldrei verið hamingjusamari“ Hvetur hávaxnar stelpur til að vera stoltar af hæð sinni Sjá meira
Fjölmiðlakonan Kolbrún Pálína Helgadóttir segir í forsíðuviðtali Vikunnar að fótunum hafi verið kippt undan henni þegar hún gekk í gegnum skilnað við barnsföður sinn fyrir þremur árum. Nú vinnur hún að þáttum um skilnaði í samstarfi við Sjónvarp Símans og Saga Film. Kolbrún hefur komið víða við en hún ritstýrði til að mynda Nýju Lífi og fylgitímariti Fréttablaðsins, Lífinu, á sínum tíma en einnig vann hún í töluverðan tíma á DV. Kolbrún hefur töluvert unnið í fjölmiðlum og núna er komið að sjónvarpinu. Örlögin teymdu hana í áttina að fjölmiðlaumhverfinu eins og hún segir sjálf í samtal við Vikuna. „Ég vann í tískuvöruverslun þegar sú ágæta keppni, Ungfrú Ísland.is, var haldin í annað sinn. Ég ætlaði mér aldrei að taka þátt í fegurðarsamkeppni en þátttakendurnir í keppninni komu til mín í verslunina og ég aðstoðaði þær konur við að finna föt fyrir fyrstu myndatökuna í undirbúningnum. Þá kom upp sú staða að ein stelpnanna sagði sig úr keppni og mér var boðið að taka þátt,“ segir Kolbrún í Vikunni en hún vann síðan keppnina og fylgdi titlinum ábyrgð að skrifa vikulega pistla um lífið og tilveruna á strik.is sem og hún gerði. Þarna var hún komin í fjölmiðlana. Kolbrún hefur gengið í gegnum margt undanfarin ár og eitt af því var skilnaðurinn við Þröst Jón Sigurðsson.Kolbrún er á forsíðu Vikunnar í fyrsta tölublaði ársins 2019.„Það breyttist allt í lífinu og fótunum var gjörsamlega kippt undan mér. Ég þurfti að enduruppgötva sjálfa mig frá a-ö. Ég hætti að vera partur af teymi og stóð ein,“ segir Kolbrún í Vikunni og bætir við að skilnaðurinn hafi verið gríðarlegt áfall. „Það er alveg sama hvernig skilnaður er kominn til, hver biður um hann eða hvað veldur. Hann er alltaf mikið áfall og ekki bara fyrir mann sjálfan heldur alla sem koma að fjölskyldunni. Maður syrgir ákveðna framtíð sem maður sá fyrir sér. Það leggur auðvitað enginn upp með að fara í samband með það að leiðarljósi að skilja. Auðvitað fór ég í gegnum sorg og gremju eins og fylgir því þegar hlutirnir ganga ekki upp. En ég ætla að leyfa mér að vera stolt líka. Við fylgdum hjartanu og lifum lífinu fyrir okkur sjálf í dag.“ Hún segist einnig hafa litið á skilnaðinn sem nýtt tækifæri. „Ég þekki til dæmis engan sem segist hafa skilið geggjað vel. Okkur er kennt allskonar um lífið og við fáum ráð, ákveðin gildi og fróðleik um eitt og annað þegar við hefjum lífsins vegferð en það segir okkur enginn hvernig við eigum að skilja enda var ekki jafnmikið um skilnaði hér áður fyrr.“ Kolbrún er í dag komin í nýtt samband og heitir maðurinn Jón Haukur Baldvinsson.
Fjölskyldumál Tímamót Mest lesið Plaströrum um að kenna, ekki litlum typpum Lífið „Svo gaman að ég steingleymdi að ég væri með annan kjól“ Lífið Fokk Laxness! Sjáðu allt hitt sem þú ert að missa Lífið Musk æstur í Reðasafnið Lífið „Verið ekki að sjúga lítil typpi því þið verðið hrukkóttar“ Lífið Kosning hafin um sjónvarpsefni ársins Lífið „Ég hef ekki trú á öðru en að við lifum þetta af“ Bíó og sjónvarp Komin með nýjan rappara í sigtið Lífið „Táknmynd ítalskrar matargerðar“ Matur Líf, fjör og einmanaleiki Lífið Fleiri fréttir Fyndnustu dýralífsmyndir ársins Komin með nýjan rappara í sigtið Kosning hafin um sjónvarpsefni ársins Fokk Laxness! Sjáðu allt hitt sem þú ert að missa „Svo gaman að ég steingleymdi að ég væri með annan kjól“ Líf, fjör og einmanaleiki Plaströrum um að kenna, ekki litlum typpum Bleikir og hollir molar að hætti Jönu Musk æstur í Reðasafnið Ása og Leo héldu tvöfalda skírnarveislu Tróð matnum upp í sig til að reyna fá andstæðinga sína til að hlæja „Verið ekki að sjúga lítil typpi því þið verðið hrukkóttar“ „Pylsusala“ á Lækjartorgi á kvennafrídaginn Lovísa Rós er Ungfrú Ísland Teen Gerðið verði besti staðurinn nálægt borginni til að skoða stjörnur Heitasta listapar landsins á djamminu „Er ekki hrædd við að vera ég sjálf“ Sveinn Andri og María Sigrún mættu á frumsýninguna „Sextán ára stelpa hefur lítið að gera við svona háa upphæð“ Sýna(r)brjóstin, sýna stuðning Brjánn ávarpaði alla áhorfendur leiksins rétt fyrir upphafsflautið Innlit í þriggja hæða veitingastaðinn Bryggjuhúsið sem er í húsi frá 1863 Björgvin Franz kaupir 36 fermetra íbúð í miðbænum Innlit: „Ég bý í draumahúsinu“ „Gerði grín að líkamanum mínum og sagði að ég ætti að tala minna“ Óttast að hann sé fyrsta fórnarlamb flugunnar Fögnuðu fallegri og óvæntri vináttu Svikarar höfðu fjórar milljónir af Aroni Can „Setti sjálfa mig í fyrsta sæti og hef aldrei verið hamingjusamari“ Hvetur hávaxnar stelpur til að vera stoltar af hæð sinni Sjá meira