Hótar því að stöðva fjárveitingar vegna skógarelda Samúel Karl Ólason skrifar 9. janúar 2019 16:15 Donald Trump ásamt Gavin Newsom, ríkisstjóra Kaliforníu (til vinstri), Bock Long frá FEMA, Jody Jones, borgarstjóra Paradise og Jerry Brown, þáverandi og nú fyrrverandi ríkisstjóra Kaliforníu. AP/Evan Vucci Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur hótað því að stöðva fjárveitingar til Kaliforníu vegna skógar- og kjarrelda. Í tísti sagði forsetinn að milljarðar dala af alríkisfé hefðu verið sendir til Kaliforníu vegna skógarelda, sem hefðu aldrei orðið ef rétt hefði verið haldið á spöðunum í skógarmálum Kaliforníu. Hann sagðist hafa skipað Almannavörnum Bandaríkjanna, FEMA, að útvega Kaliforníu ekki meira fé úr neyðarsjóðum vegna skógarelda, taki forsvarsmenn Kaliforníu sig ekki saman í andlitinu. „Þetta er skammarlegt ástand í lífum og peningum,“ skrifaði forsetinn og sagðist hann telja ólíklegt að ástandið myndi skána í Kaliforníu. Upprunalega skrifaði Trump „forrest“ tvisvar sinnum en hann eyddi því tísti og birti nýtt.Billions of dollars are sent to the State of California for Forest fires that, with proper Forest Management, would never happen. Unless they get their act together, which is unlikely, I have ordered FEMA to send no more money. It is a disgraceful situation in lives & money! — Donald J. Trump (@realDonaldTrump) January 9, 2019 FEMA hefur ekki svarað fyrirspurnum Washington Post vegna þess að stofnunin er ein þeirra alríkisstofnanna sem eru ekki starfræktar að fullu vegna deilunnar um múr á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó.Þetta er alls ekki í fyrsta sinn sem Trump sendir Kaliforníu tóninn vegna elda. Þá er vert að taka fram að alríkisstjórn Bandaríkjanna hefur umsjón með flestum skógum Kaliforníu og verstu eldar síðasta árs voru að mestu leyti ekki skógareldar. Embættismenn í Kaliforníu hafa sakað forsetann um að láta neyðarástand snúa um stjórnmál og segja hann ekki skilja hvað felist í því að berjast gegn skógar- og kjarreldum.The federal government controls more of California’s forests than the state - and big recent wildfires there were not forest fires. There’s a lot of legit criticism of both fed and state under-maintenance (https://t.co/fOHK7ioOej), but experts say Trump is wildly misinformed. pic.twitter.com/byXc7rGA01 — Daniel Dale (@ddale8) January 9, 2019 Trump heimsótti Kaliforníu í nóvember og þá sérstaklega bæinn Paradise, sem brann nánast allur til kaldra kola. Eftir þá heimsókn hét hann því að ríkið myndi styðja þá sem misstu allt sitt í eldunum en í senn gagnrýndi hann Kaliforníu fyrir að sjá ekki nægilega vel um skóga ríkisins. Hann sagði jafnvel að forseti Finnlands hefði eitt sinn sagt honum að skógareldar væru fátíðir þar í landi þar sem Finnar rökuðu skógana sína. Forseti Finnlands kannaðist þó ekki við þá frásögn og Finnar gerðu óspart grín að Trump vegna ummælanna.Sjá einnig: Forseti Finnlands furðar sig á ummælum Trump um rakstur skógaGavin Newsom, nýr ríkisstjóri Kaliforníu, hefur gagnrýnt tíst Trump. Á fyrstu tveimur dögum sínum í starfi hafði hann skipað fyrir um aukin viðbúnað gegn skógar- og kjarreldum. Þá tilkynnti hann samstarf Kaliforníu, Oregon og Washington gegn eldum en þeir eru tíðir í öllum ríkjunum þremur. Ríkisstjórar ríkjanna kölluðu eftir því að ríkisstjórn Trump legði meira fé til hliðar vegna skógar- og kjarrelda en þar hefur þó nokkuð verið skorið niður á undanförnum tveimur árum.Disasters and recovery are no time for politics. I’m already taking action to modernize and manage our forests and emergency responses. The people of CA -- folks in Paradise -- should not be victims to partisan bickering. — Gavin Newsom (@GavinNewsom) January 9, 2019 Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Fleiri fréttir Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Sjá meira
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur hótað því að stöðva fjárveitingar til Kaliforníu vegna skógar- og kjarrelda. Í tísti sagði forsetinn að milljarðar dala af alríkisfé hefðu verið sendir til Kaliforníu vegna skógarelda, sem hefðu aldrei orðið ef rétt hefði verið haldið á spöðunum í skógarmálum Kaliforníu. Hann sagðist hafa skipað Almannavörnum Bandaríkjanna, FEMA, að útvega Kaliforníu ekki meira fé úr neyðarsjóðum vegna skógarelda, taki forsvarsmenn Kaliforníu sig ekki saman í andlitinu. „Þetta er skammarlegt ástand í lífum og peningum,“ skrifaði forsetinn og sagðist hann telja ólíklegt að ástandið myndi skána í Kaliforníu. Upprunalega skrifaði Trump „forrest“ tvisvar sinnum en hann eyddi því tísti og birti nýtt.Billions of dollars are sent to the State of California for Forest fires that, with proper Forest Management, would never happen. Unless they get their act together, which is unlikely, I have ordered FEMA to send no more money. It is a disgraceful situation in lives & money! — Donald J. Trump (@realDonaldTrump) January 9, 2019 FEMA hefur ekki svarað fyrirspurnum Washington Post vegna þess að stofnunin er ein þeirra alríkisstofnanna sem eru ekki starfræktar að fullu vegna deilunnar um múr á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó.Þetta er alls ekki í fyrsta sinn sem Trump sendir Kaliforníu tóninn vegna elda. Þá er vert að taka fram að alríkisstjórn Bandaríkjanna hefur umsjón með flestum skógum Kaliforníu og verstu eldar síðasta árs voru að mestu leyti ekki skógareldar. Embættismenn í Kaliforníu hafa sakað forsetann um að láta neyðarástand snúa um stjórnmál og segja hann ekki skilja hvað felist í því að berjast gegn skógar- og kjarreldum.The federal government controls more of California’s forests than the state - and big recent wildfires there were not forest fires. There’s a lot of legit criticism of both fed and state under-maintenance (https://t.co/fOHK7ioOej), but experts say Trump is wildly misinformed. pic.twitter.com/byXc7rGA01 — Daniel Dale (@ddale8) January 9, 2019 Trump heimsótti Kaliforníu í nóvember og þá sérstaklega bæinn Paradise, sem brann nánast allur til kaldra kola. Eftir þá heimsókn hét hann því að ríkið myndi styðja þá sem misstu allt sitt í eldunum en í senn gagnrýndi hann Kaliforníu fyrir að sjá ekki nægilega vel um skóga ríkisins. Hann sagði jafnvel að forseti Finnlands hefði eitt sinn sagt honum að skógareldar væru fátíðir þar í landi þar sem Finnar rökuðu skógana sína. Forseti Finnlands kannaðist þó ekki við þá frásögn og Finnar gerðu óspart grín að Trump vegna ummælanna.Sjá einnig: Forseti Finnlands furðar sig á ummælum Trump um rakstur skógaGavin Newsom, nýr ríkisstjóri Kaliforníu, hefur gagnrýnt tíst Trump. Á fyrstu tveimur dögum sínum í starfi hafði hann skipað fyrir um aukin viðbúnað gegn skógar- og kjarreldum. Þá tilkynnti hann samstarf Kaliforníu, Oregon og Washington gegn eldum en þeir eru tíðir í öllum ríkjunum þremur. Ríkisstjórar ríkjanna kölluðu eftir því að ríkisstjórn Trump legði meira fé til hliðar vegna skógar- og kjarrelda en þar hefur þó nokkuð verið skorið niður á undanförnum tveimur árum.Disasters and recovery are no time for politics. I’m already taking action to modernize and manage our forests and emergency responses. The people of CA -- folks in Paradise -- should not be victims to partisan bickering. — Gavin Newsom (@GavinNewsom) January 9, 2019
Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Fleiri fréttir Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Sjá meira