Indigo eignast hið minnsta 49 prósent í WOW Stefán Ó. Jónsson skrifar 9. janúar 2019 15:43 Bill Franke stofnandi og aðaleigandi Indigo Partners og Skúli Mogensen stofnandi og forstjóri WOW air. Vísir/samsett mynd Gangi kaup Indigo Partners í WOW Air eftir mun bandaríska fjárfestingafélagið eignast 49 prósent hlut í flugfélaginu. Fjárfesting Indigo er í formi láns til tíu ára með breytirétti í hlutafé, hafi fjárfestingafélagið í hyggju að nýta sér þann rétt gæti hlutur Indigo í WOW aukist. Þetta er meðal þess sem kemur fram í bréfi sem Skúli Mogensen, stofnandi WOW, sendi skuldabréfaeigendum í dag og nálgast má á tilkynningarsíðu flugfélagsins.Þar kemur jafnframt fram að „nákvæm upphæð fjárfestingarinnar“ muni ráðast af fjárþörf WOW meðan verið er að snúa rekstri flugfélagsins við. Það sé einbeittur vilji Indigo Partners að fjármagna WOW með fullnægjandi hætti meðan á þessu ferli stendur - „eins og þau hafa gert áður í öðrum árangursríkum fjárfestingum þeirra í fluggeiranum,“ áður en vísað er til flugfélaganna Wizz Air, Volaris og Frontier Airlines í þessu samhengi.Farsælast fyrir framtíðina Víkur Skúli þá sögunni að fyrrnefndu tíu ára láni og segir hann að vextir af láninu verði greiddir árlega, annað hvort peningum eða gegn PIK-skilmálum. (Payment In Kind). Höfuðstóll og áunnir vextir verði greiddir í lok lánstímans. Upphaflegur hlutur Indigo Partners í WOW verði 49 prósent, nema félagið hyggist nýta sér fyrrnefndan breytirétt. Þá gæti eignarhluturinn orðið meiri, en það ráðist af reglum um alþjóðlegt eignarhald. Þá standi enn yfir viðræður um hver staða skuldabréfaeiganda WOW skuli verða eftir endurskipulagninguna. Þannig komi til greina að breyta kröfum þeirra í hlutabréf í flugfélaginu, áður en Indigo ræðst í fjárfestingu sína. Skúli hnykkir að sama skapi á því sem fram kom í fyrri tilkyningunum. Ef af fjárfestingu Indigo á að verða þurfi skuldabréfaeigendur að samþykkja skilmálabreytingar á þeim bréfum sem þeir hafa keypt, auk þess sem þeir verða að falla frá gjaldfellingarákvæðum. Þá þurfa þeir einnig að gefa eftir tryggingar í formi hlutabréfa í WOW Air. Atkvæðagreiðsla skuldabréfaeiganda um tillögurnar lýkur 17. janúar og vinna við áreiðanleikakönnun stendur enn yfir. Að þessu sögðu er það mat Skúla og annarra hjá WOW að þetta sé besta leiðin til að tryggja hagsmuni flugfélagsins og aðstandenda þess til lengri tíma. Fréttir af flugi WOW Air Tengdar fréttir WOW hverfur aftur til fortíðar Um 350 manns var sagt upp störfum hjá WOW air í dag. Forstjóri segir aðgerðina hafa verið nauðsynlega til að einfalda reksturinn og hverfa aftur til sama rekstrarmódels og var notað árið 2016. Það þýðir engar breiðþotur, færri flugvélar og færri áfangastaðir. Skúli Mogensen segist hafa gert mistök og ætlað sér of mikið. 13. desember 2018 19:30 Indigo kemur með allt að 9,3 milljarða inn í WOW Air Indigo Partners LLC og WOW Air hafa komist að samkomulagi um það að fyrrnefnda félagið muni fjárfesta í flugfélaginu. 14. desember 2018 14:43 Taka lokahnykkinn í endurskipulagningu WOW air Við erum í miklum samskiptum við skuldabréfaeigendurna um þessar mundir og vinnum sameiginlega að ná því marki, segir Skúli Mogensen. 21. desember 2018 13:30 Mest lesið Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Viðskipti innlent Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Viðskipti innlent Gefur eftir í tollastríði við Kína Viðskipti erlent Ætlar að einbeita sér að Tesla eftir slæmt uppgjör Viðskipti erlent Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Viðskipti innlent Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Viðskipti innlent Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Viðskipti innlent Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Viðskipti erlent ESB sektar Apple og Meta um rúma hundrað milljarða Viðskipti erlent Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Viðskipti innlent Fleiri fréttir Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Sjá meira
Gangi kaup Indigo Partners í WOW Air eftir mun bandaríska fjárfestingafélagið eignast 49 prósent hlut í flugfélaginu. Fjárfesting Indigo er í formi láns til tíu ára með breytirétti í hlutafé, hafi fjárfestingafélagið í hyggju að nýta sér þann rétt gæti hlutur Indigo í WOW aukist. Þetta er meðal þess sem kemur fram í bréfi sem Skúli Mogensen, stofnandi WOW, sendi skuldabréfaeigendum í dag og nálgast má á tilkynningarsíðu flugfélagsins.Þar kemur jafnframt fram að „nákvæm upphæð fjárfestingarinnar“ muni ráðast af fjárþörf WOW meðan verið er að snúa rekstri flugfélagsins við. Það sé einbeittur vilji Indigo Partners að fjármagna WOW með fullnægjandi hætti meðan á þessu ferli stendur - „eins og þau hafa gert áður í öðrum árangursríkum fjárfestingum þeirra í fluggeiranum,“ áður en vísað er til flugfélaganna Wizz Air, Volaris og Frontier Airlines í þessu samhengi.Farsælast fyrir framtíðina Víkur Skúli þá sögunni að fyrrnefndu tíu ára láni og segir hann að vextir af láninu verði greiddir árlega, annað hvort peningum eða gegn PIK-skilmálum. (Payment In Kind). Höfuðstóll og áunnir vextir verði greiddir í lok lánstímans. Upphaflegur hlutur Indigo Partners í WOW verði 49 prósent, nema félagið hyggist nýta sér fyrrnefndan breytirétt. Þá gæti eignarhluturinn orðið meiri, en það ráðist af reglum um alþjóðlegt eignarhald. Þá standi enn yfir viðræður um hver staða skuldabréfaeiganda WOW skuli verða eftir endurskipulagninguna. Þannig komi til greina að breyta kröfum þeirra í hlutabréf í flugfélaginu, áður en Indigo ræðst í fjárfestingu sína. Skúli hnykkir að sama skapi á því sem fram kom í fyrri tilkyningunum. Ef af fjárfestingu Indigo á að verða þurfi skuldabréfaeigendur að samþykkja skilmálabreytingar á þeim bréfum sem þeir hafa keypt, auk þess sem þeir verða að falla frá gjaldfellingarákvæðum. Þá þurfa þeir einnig að gefa eftir tryggingar í formi hlutabréfa í WOW Air. Atkvæðagreiðsla skuldabréfaeiganda um tillögurnar lýkur 17. janúar og vinna við áreiðanleikakönnun stendur enn yfir. Að þessu sögðu er það mat Skúla og annarra hjá WOW að þetta sé besta leiðin til að tryggja hagsmuni flugfélagsins og aðstandenda þess til lengri tíma.
Fréttir af flugi WOW Air Tengdar fréttir WOW hverfur aftur til fortíðar Um 350 manns var sagt upp störfum hjá WOW air í dag. Forstjóri segir aðgerðina hafa verið nauðsynlega til að einfalda reksturinn og hverfa aftur til sama rekstrarmódels og var notað árið 2016. Það þýðir engar breiðþotur, færri flugvélar og færri áfangastaðir. Skúli Mogensen segist hafa gert mistök og ætlað sér of mikið. 13. desember 2018 19:30 Indigo kemur með allt að 9,3 milljarða inn í WOW Air Indigo Partners LLC og WOW Air hafa komist að samkomulagi um það að fyrrnefnda félagið muni fjárfesta í flugfélaginu. 14. desember 2018 14:43 Taka lokahnykkinn í endurskipulagningu WOW air Við erum í miklum samskiptum við skuldabréfaeigendurna um þessar mundir og vinnum sameiginlega að ná því marki, segir Skúli Mogensen. 21. desember 2018 13:30 Mest lesið Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Viðskipti innlent Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Viðskipti innlent Gefur eftir í tollastríði við Kína Viðskipti erlent Ætlar að einbeita sér að Tesla eftir slæmt uppgjör Viðskipti erlent Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Viðskipti innlent Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Viðskipti innlent Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Viðskipti innlent Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Viðskipti erlent ESB sektar Apple og Meta um rúma hundrað milljarða Viðskipti erlent Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Viðskipti innlent Fleiri fréttir Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Sjá meira
WOW hverfur aftur til fortíðar Um 350 manns var sagt upp störfum hjá WOW air í dag. Forstjóri segir aðgerðina hafa verið nauðsynlega til að einfalda reksturinn og hverfa aftur til sama rekstrarmódels og var notað árið 2016. Það þýðir engar breiðþotur, færri flugvélar og færri áfangastaðir. Skúli Mogensen segist hafa gert mistök og ætlað sér of mikið. 13. desember 2018 19:30
Indigo kemur með allt að 9,3 milljarða inn í WOW Air Indigo Partners LLC og WOW Air hafa komist að samkomulagi um það að fyrrnefnda félagið muni fjárfesta í flugfélaginu. 14. desember 2018 14:43
Taka lokahnykkinn í endurskipulagningu WOW air Við erum í miklum samskiptum við skuldabréfaeigendurna um þessar mundir og vinnum sameiginlega að ná því marki, segir Skúli Mogensen. 21. desember 2018 13:30