Heldur sig á Twitter og aðstoðarmenn telja það jákvætt Samúel Karl Ólason skrifar 30. desember 2018 09:36 Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, heldur sig við Twitter þessa dagana í stað þess að ræða við Demókrata. AP/Evan Vucci Ekkert útlit er fyrir að lausn náist í fjárlagadeilu í Bandaríkjunum sem leitt hefur til þess að hluta ríkisstofnana hefur verið lokað og hundruð þúsunda opinberra starfsmanna séu án launa. Deilan snýst um múr sem Donald Trump, forseti, vill byggja á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó. Hann krefst þess að fá fimm milljarða dala til verksins en Demókratar standa í vegi þess og heita því að veita ekki opinberu fé til byggingu múrsins. Forsetinn hætti við að fara í frí í einkaklúbb sinn í Flórída um hátíðirnar og er þess í stað í Hvíta húsinu. Trump hefur þó ekki rætt við leiðtoga Demókrataflokksins frá því hann hitti þau Nancy Pelosi og Chuck Schumer á fundi í Hvíta húsinu þann ellefta desember. Sá fundur þótti ekki góður fyrir forsetann þar sem hann sagðist fagna því að loka hluta alríkisstofnanna Bandaríkjanna og sagðist ætla að taka sökina fyrir slíkt. Nú hefur hann þó skipt um skoðun og í tístum kennir hann Demókrötum ítrekað um deiluna. Hann sagði í gær að Demókratar hefðu meiri áhuga á því að rannsaka sig en að leysa deiluna. Aðstoðarmenn Trump telja það þó jákvætt að hann sé einungis að tjá sig um deiluna á Twitter. Það stafi minni hætta af því en blaðamannafundum og annars konar yfirlýsingum. Í millitíðinni hafa einhverjir starfsmenn Trump rætt við Demókrata.Fyrir rúmri viku sögðu Demókratar að Mike Pence, varaforseti Bandaríkjanna, hefði lagt til að 2,5 milljörðum yrði varið til byggingar múrsins en því var hafnað. Chuck Schumer sagði það óásættanlegt og að á sama tíma væri alfarið óljóst að Trump sjálfur myndi samþykkja það.Undir þrýstingi frá stuðningsmönnum Trump er undir miklum þrýstingi frá sínum dyggustu stuðningsmönnum um að standa við kosningaloforð sitt og reisa múrinn, þó hann hafi upprunalega heitið því að Mexíkó myndi borga fyrir múrinn. Repúblikanar og Demókratar höfðu fyrir jól komist að samkomulagi um fjárlög til 8. febrúar og voru þau samþykkt í öldungadeildinni. Trump skipti þó um skoðun eftir að hann ræddi við stuðningsmenn sína á fulltrúadeildinni og neitaði að skrifa undir fjárlögin.Þar var engu fé veitt til byggingu múrsins og var markmiðið einungis að koma í veg fyrir lokun ríkisstofnana. Undanfarin tvö ár hafa Repúblikanar þó stjórnað báðum deildum Bandaríkjaþings en án þess þó að vera með nægjanlegan meirihluta á öldungadeildinni til að koma fjárlögum þar í gegn einhliða. Nú eru einungis nokkrir dagar í að Demókratar taki við stjórn á fulltrúadeildinni og því mun Trump vera í mun verri stöðu en áður varðandi byggingu múrsins og fjárveitingar til þessa. Talsmaður Nancy Pelosi segir Demókrata sameinaða gegn byggingu múrsins og að þau muni ekki svo mikið sem íhuga tilboð frá Repúblikönum, án þess að Trump lýsi opinberlega yfir stuðningi við það. Hann hafi svo oft skipt um skoðun.Sjálf hefur Pelosi heitið því að leggja fram frumvarp um leið og hún tekur við stjórn fulltrúadeildarinnar í næstu viku og því verði ætlað að tryggja opnun alríkisstofnanna sem hefur verið lokað. Bandaríkin Þingkosningar í Bandaríkjunum Donald Trump Samfélagsmiðlar Tengdar fréttir Lokun bandarískra alríkisstofnana varir fram á nýtt ár Ekki er útlit fyrir að Bandaríkjaþing reyni að samþykkja nýtt útgjaldafrumvarp þar til nýtt þing kemur saman í næstu viku. 27. desember 2018 23:42 Ríkisstofnanir lokaðar þar til Trump fær múrinn sinn Óljóst er hvenær ríkisstofnanirnar verða opnaðar á ný en í gær sagði hann að starfsemi þeirra myndu ekki hefjast fyrr en hann hefur fengið fimm milljarða Bandaríkjadala fyrir byggingu múrsins. 26. desember 2018 11:02 Lokun alríkisstofnana truflar ekki tímamótaheimsókn NASA Aðrir vísindamenn alríkisstjórnarinnar mega hins vegar ekki gera athuganir eða huga að tilraunum á meðan lokunin dregst á langinn. 28. desember 2018 23:00 Buðu innflytjanda að búa hjá sér eftir að Trump notaði morð dóttur þeirra í pólitískum tilgangi Fjölskylda hinnar tvítugu Mollie Tibbetts buðu innflytjanda að búa hjá sér eftir að dóttir þeirra var stungin til bana af ólöglegum innflytjanda. 29. desember 2018 18:00 Segir dauðsföll barna við landamærin vera Demókrötum að kenna Donald Trump Bandaríkjaforseti segir það vera Demókrötum að kenna að börn skuli deyja við landamæri Bandaríkjanna og Mexíkó. Þetta fullyrti forsetinn í Twitter-færslu fyrr í kvöld. 29. desember 2018 21:51 Mest lesið Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Innlent Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Innlent Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn Innlent Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Erlent Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Erlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent „Túnin eru bara hvít“ Innlent Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Fleiri fréttir Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Vinstrikona gegn ESB og NATO líklegur næsti forseti Írlands Ætlar að flýta hernaðaruppbyggingu í Japan Musk kallar ráðherra heimskan og homma „Við ætlum að drepa þá. Þeir verða, sko, dauðir“ Kvennaverkfall að hefjast og breytingar á lánum Landsbankans Náðaði rafmyntamógúl sem hefur hjálpað rafmyntaveldi Trump Vilja að þunguðum konum verði líka heimilt að deyja Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Sjá meira
Ekkert útlit er fyrir að lausn náist í fjárlagadeilu í Bandaríkjunum sem leitt hefur til þess að hluta ríkisstofnana hefur verið lokað og hundruð þúsunda opinberra starfsmanna séu án launa. Deilan snýst um múr sem Donald Trump, forseti, vill byggja á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó. Hann krefst þess að fá fimm milljarða dala til verksins en Demókratar standa í vegi þess og heita því að veita ekki opinberu fé til byggingu múrsins. Forsetinn hætti við að fara í frí í einkaklúbb sinn í Flórída um hátíðirnar og er þess í stað í Hvíta húsinu. Trump hefur þó ekki rætt við leiðtoga Demókrataflokksins frá því hann hitti þau Nancy Pelosi og Chuck Schumer á fundi í Hvíta húsinu þann ellefta desember. Sá fundur þótti ekki góður fyrir forsetann þar sem hann sagðist fagna því að loka hluta alríkisstofnanna Bandaríkjanna og sagðist ætla að taka sökina fyrir slíkt. Nú hefur hann þó skipt um skoðun og í tístum kennir hann Demókrötum ítrekað um deiluna. Hann sagði í gær að Demókratar hefðu meiri áhuga á því að rannsaka sig en að leysa deiluna. Aðstoðarmenn Trump telja það þó jákvætt að hann sé einungis að tjá sig um deiluna á Twitter. Það stafi minni hætta af því en blaðamannafundum og annars konar yfirlýsingum. Í millitíðinni hafa einhverjir starfsmenn Trump rætt við Demókrata.Fyrir rúmri viku sögðu Demókratar að Mike Pence, varaforseti Bandaríkjanna, hefði lagt til að 2,5 milljörðum yrði varið til byggingar múrsins en því var hafnað. Chuck Schumer sagði það óásættanlegt og að á sama tíma væri alfarið óljóst að Trump sjálfur myndi samþykkja það.Undir þrýstingi frá stuðningsmönnum Trump er undir miklum þrýstingi frá sínum dyggustu stuðningsmönnum um að standa við kosningaloforð sitt og reisa múrinn, þó hann hafi upprunalega heitið því að Mexíkó myndi borga fyrir múrinn. Repúblikanar og Demókratar höfðu fyrir jól komist að samkomulagi um fjárlög til 8. febrúar og voru þau samþykkt í öldungadeildinni. Trump skipti þó um skoðun eftir að hann ræddi við stuðningsmenn sína á fulltrúadeildinni og neitaði að skrifa undir fjárlögin.Þar var engu fé veitt til byggingu múrsins og var markmiðið einungis að koma í veg fyrir lokun ríkisstofnana. Undanfarin tvö ár hafa Repúblikanar þó stjórnað báðum deildum Bandaríkjaþings en án þess þó að vera með nægjanlegan meirihluta á öldungadeildinni til að koma fjárlögum þar í gegn einhliða. Nú eru einungis nokkrir dagar í að Demókratar taki við stjórn á fulltrúadeildinni og því mun Trump vera í mun verri stöðu en áður varðandi byggingu múrsins og fjárveitingar til þessa. Talsmaður Nancy Pelosi segir Demókrata sameinaða gegn byggingu múrsins og að þau muni ekki svo mikið sem íhuga tilboð frá Repúblikönum, án þess að Trump lýsi opinberlega yfir stuðningi við það. Hann hafi svo oft skipt um skoðun.Sjálf hefur Pelosi heitið því að leggja fram frumvarp um leið og hún tekur við stjórn fulltrúadeildarinnar í næstu viku og því verði ætlað að tryggja opnun alríkisstofnanna sem hefur verið lokað.
Bandaríkin Þingkosningar í Bandaríkjunum Donald Trump Samfélagsmiðlar Tengdar fréttir Lokun bandarískra alríkisstofnana varir fram á nýtt ár Ekki er útlit fyrir að Bandaríkjaþing reyni að samþykkja nýtt útgjaldafrumvarp þar til nýtt þing kemur saman í næstu viku. 27. desember 2018 23:42 Ríkisstofnanir lokaðar þar til Trump fær múrinn sinn Óljóst er hvenær ríkisstofnanirnar verða opnaðar á ný en í gær sagði hann að starfsemi þeirra myndu ekki hefjast fyrr en hann hefur fengið fimm milljarða Bandaríkjadala fyrir byggingu múrsins. 26. desember 2018 11:02 Lokun alríkisstofnana truflar ekki tímamótaheimsókn NASA Aðrir vísindamenn alríkisstjórnarinnar mega hins vegar ekki gera athuganir eða huga að tilraunum á meðan lokunin dregst á langinn. 28. desember 2018 23:00 Buðu innflytjanda að búa hjá sér eftir að Trump notaði morð dóttur þeirra í pólitískum tilgangi Fjölskylda hinnar tvítugu Mollie Tibbetts buðu innflytjanda að búa hjá sér eftir að dóttir þeirra var stungin til bana af ólöglegum innflytjanda. 29. desember 2018 18:00 Segir dauðsföll barna við landamærin vera Demókrötum að kenna Donald Trump Bandaríkjaforseti segir það vera Demókrötum að kenna að börn skuli deyja við landamæri Bandaríkjanna og Mexíkó. Þetta fullyrti forsetinn í Twitter-færslu fyrr í kvöld. 29. desember 2018 21:51 Mest lesið Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Innlent Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Innlent Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn Innlent Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Erlent Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Erlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent „Túnin eru bara hvít“ Innlent Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Fleiri fréttir Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Vinstrikona gegn ESB og NATO líklegur næsti forseti Írlands Ætlar að flýta hernaðaruppbyggingu í Japan Musk kallar ráðherra heimskan og homma „Við ætlum að drepa þá. Þeir verða, sko, dauðir“ Kvennaverkfall að hefjast og breytingar á lánum Landsbankans Náðaði rafmyntamógúl sem hefur hjálpað rafmyntaveldi Trump Vilja að þunguðum konum verði líka heimilt að deyja Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Sjá meira
Lokun bandarískra alríkisstofnana varir fram á nýtt ár Ekki er útlit fyrir að Bandaríkjaþing reyni að samþykkja nýtt útgjaldafrumvarp þar til nýtt þing kemur saman í næstu viku. 27. desember 2018 23:42
Ríkisstofnanir lokaðar þar til Trump fær múrinn sinn Óljóst er hvenær ríkisstofnanirnar verða opnaðar á ný en í gær sagði hann að starfsemi þeirra myndu ekki hefjast fyrr en hann hefur fengið fimm milljarða Bandaríkjadala fyrir byggingu múrsins. 26. desember 2018 11:02
Lokun alríkisstofnana truflar ekki tímamótaheimsókn NASA Aðrir vísindamenn alríkisstjórnarinnar mega hins vegar ekki gera athuganir eða huga að tilraunum á meðan lokunin dregst á langinn. 28. desember 2018 23:00
Buðu innflytjanda að búa hjá sér eftir að Trump notaði morð dóttur þeirra í pólitískum tilgangi Fjölskylda hinnar tvítugu Mollie Tibbetts buðu innflytjanda að búa hjá sér eftir að dóttir þeirra var stungin til bana af ólöglegum innflytjanda. 29. desember 2018 18:00
Segir dauðsföll barna við landamærin vera Demókrötum að kenna Donald Trump Bandaríkjaforseti segir það vera Demókrötum að kenna að börn skuli deyja við landamæri Bandaríkjanna og Mexíkó. Þetta fullyrti forsetinn í Twitter-færslu fyrr í kvöld. 29. desember 2018 21:51