Duterte segist hafa brotið gegn vinnukonu sem táningur Samúel Karl Ólason skrifar 30. desember 2018 14:55 Rodrigo Duterte, forseti Filippseyja. EPA/FRANCIS R. MALASIG Hinn umdeildi forseti Filippseyja, Rodrigo Duterte, hefur enn á ný ollið usla heima fyrir og í þetta sinn þegar hann sagðist hafa „snert“ vinnukonu sem starfaði á heimili hans þegar hann var táningur. Samkvæmt AFP fréttaveitunni sagðist Duterte hafa farið inn í herbergi konunnar þar sem hún svaf og snert á henni kynfærin.Þetta sagði forsetinn í nótt þar sem hann var að rifja upp játningu hans við prest á árum áður. Hann sagðist hafa farið aftur inn í herbergi konunnar seinna og reynt að snerta hana aftur. Í sömu ræðu gagnrýndi Duterte kaþólsku kirkjuna vegna kynferðisbrota presta. Hann hefur áður haldið því fram að prestur hafi káfað á honum. Kirkjan hefur reglulega gagnrýnt Duterte fyrir „stríð“ hans gegn fíkniefnum en minnst fimm þúsund manns hafa dáið vegna þess, samkvæmt opinberu tölum.Ummæli forsetans hafa verið harðlega gagnrýnd en forsetaembættið segir að einungis hafi verið um hlægilega skrýtlu að ræða og sagan hafi bæði verið tilbúin og að Duterte hafi kryddað hana verulega. Stjórnarandstæðingar í Filippseyjum segja að Duterte ætti að segja af sér. Hann hafi í raun viðurkennt að hafa reynt að nauðga konu. Þingmaðurinn France Castro, lýsti Duterte sem sjúkum, samkvæmt Philippine Star. Forsvarsmenn kvennaflokksins Gabriela gáfu frá sér yfirlýsingu þar sem Duterte er kallaður vitfirringur.Duterte hefur margsinnis valdið reiði með ummælum sínum og hegðun varðandi konur. Hann hefur til dæmis sagt hermönnum að skjóta konur í píkuna, til að gera þær gagnslausar. Hann hefur einnig sagt að hann hefði viljað nauðga sendiboða frá Ástralíu en hún var myrt í óeirðum í fangelsi í Filippseyjum árið 2016. Þá var hann gagnrýndur fyrr á árinu fyrir að kyssa konu á munninn á fjöldafundi. Asía Ástralía Filippseyjar Mest lesið Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Erlent Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Erlent Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Innlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Erlent Tímamót og bylting í nýju Konukoti Innlent Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Innlent Fleiri fréttir Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Vellinum í Edinborg lokað um stund og seinkanir mögulegar Norðmenn kaupa langdræg vopn og kafbáta fyrir milljarða Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Færeyingar rýmka verulega lög um þungunarrof Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Ógnaði öryggi hermanna með Signal-spjalli Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Telja Pútín siðferðislega ábyrgan fyrir dauða breskrar konu Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Rússneskur geimfari sakaður um njósnir Náðar Demókrata sakaðan um mútuþægni Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Stöðva afgreiðslu umsókna innflytjenda frá nítján ríkjum Hefja aftur leit að MH370 Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Sjá meira
Hinn umdeildi forseti Filippseyja, Rodrigo Duterte, hefur enn á ný ollið usla heima fyrir og í þetta sinn þegar hann sagðist hafa „snert“ vinnukonu sem starfaði á heimili hans þegar hann var táningur. Samkvæmt AFP fréttaveitunni sagðist Duterte hafa farið inn í herbergi konunnar þar sem hún svaf og snert á henni kynfærin.Þetta sagði forsetinn í nótt þar sem hann var að rifja upp játningu hans við prest á árum áður. Hann sagðist hafa farið aftur inn í herbergi konunnar seinna og reynt að snerta hana aftur. Í sömu ræðu gagnrýndi Duterte kaþólsku kirkjuna vegna kynferðisbrota presta. Hann hefur áður haldið því fram að prestur hafi káfað á honum. Kirkjan hefur reglulega gagnrýnt Duterte fyrir „stríð“ hans gegn fíkniefnum en minnst fimm þúsund manns hafa dáið vegna þess, samkvæmt opinberu tölum.Ummæli forsetans hafa verið harðlega gagnrýnd en forsetaembættið segir að einungis hafi verið um hlægilega skrýtlu að ræða og sagan hafi bæði verið tilbúin og að Duterte hafi kryddað hana verulega. Stjórnarandstæðingar í Filippseyjum segja að Duterte ætti að segja af sér. Hann hafi í raun viðurkennt að hafa reynt að nauðga konu. Þingmaðurinn France Castro, lýsti Duterte sem sjúkum, samkvæmt Philippine Star. Forsvarsmenn kvennaflokksins Gabriela gáfu frá sér yfirlýsingu þar sem Duterte er kallaður vitfirringur.Duterte hefur margsinnis valdið reiði með ummælum sínum og hegðun varðandi konur. Hann hefur til dæmis sagt hermönnum að skjóta konur í píkuna, til að gera þær gagnslausar. Hann hefur einnig sagt að hann hefði viljað nauðga sendiboða frá Ástralíu en hún var myrt í óeirðum í fangelsi í Filippseyjum árið 2016. Þá var hann gagnrýndur fyrr á árinu fyrir að kyssa konu á munninn á fjöldafundi.
Asía Ástralía Filippseyjar Mest lesið Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Erlent Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Erlent Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Innlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Erlent Tímamót og bylting í nýju Konukoti Innlent Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Innlent Fleiri fréttir Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Vellinum í Edinborg lokað um stund og seinkanir mögulegar Norðmenn kaupa langdræg vopn og kafbáta fyrir milljarða Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Færeyingar rýmka verulega lög um þungunarrof Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Ógnaði öryggi hermanna með Signal-spjalli Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Telja Pútín siðferðislega ábyrgan fyrir dauða breskrar konu Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Rússneskur geimfari sakaður um njósnir Náðar Demókrata sakaðan um mútuþægni Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Stöðva afgreiðslu umsókna innflytjenda frá nítján ríkjum Hefja aftur leit að MH370 Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Sjá meira