Duterte gagnrýndur fyrir koss Stefán Ó. Jónsson skrifar 4. júní 2018 08:37 Forsetinn sést hér kyssa konuna, fyrir framan fagnandi fileppeyska verkamenn. Skjáskot Rodrigo Duterte, forseti Filippseyja, hefur sætt gagnrýni eftir að hann kyssti konu á munninn á fjöldafundi. Duterte kallaði konuna upp á svið til sín og, að loknum orðaskiptum og látbragði, sannfærði hana um að gefa sér koss. Forsetinn var staddur í Suður-Kóreu þar sem hann ávarpaði filippeyska verkamenn sem starfa í landinu. Ef marka má upptökur af fundinum virðast flestir þeirra hafa fagnað þegar Duterte og konan, sem var á sviðinu til að veita bók viðtöku, kysstust. Þó eru ekki allir jafn ánægðir með uppátæki forsetans. Filippeysk mannréttindasamtök telja kossinn vera til marks um „ógeðslega tilgerð kvenhatandi forseta,“ sem áður hefur gerst sekur um óviðeigandi hegðun í garð kvenna. Atvikið umrædda má sjá hér að neðan. Breska ríkisútvarpið telur nokkuð ljóst að konan sem um ræðir hafi verið stjörnustjörf í návist Duterte. Þannig hafi hann náð, með þrálátum beiðnum sínum, að misnota sér aðdáun konunnar.Þegar Duterte var borgarstjóri í Davao sagðist hann hafa orðið reiður þegar áströlskum trúboða var nauðgað í borginni. Engu að síður sagði Duterte að konan hafi verið svo falleg að hann sem borgarstjóri „hefði átt að vera fyrstur.“ Fyrr á þessu ári sagði hann jafnframt filippeyskum hermönnum að skjóta ætti kvenkyns uppreisnarmenn í píkurnar. Bæði ummælin ollu mikilli reiði á samfélagsmiðlum. Tengdar fréttir Duterte vill rjúfa Rómarsamþykktina Rodrigo Duterte skar upp herör gegn fíkniefnum á Filippseyjum. 18. mars 2018 18:42 Filippseyjar ætla að segja skilið við Alþjóðaglæpadómstólinn Forseti Filippseyja er afar ósáttur við skoðum dómstólsins á kvörtun gegn honum sem varðar glæpi gagn mannkyninu. 14. mars 2018 10:17 Duterte segir hermönnum að skjóta konur í píkuna Forseti Filippseyja segir að séu konur ekki lengur með píku séu þær gagnslausar. 12. febrúar 2018 13:13 Mest lesið „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Erlent Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Innlent „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Innlent Ný þrjátíu milljarða króna álma bætist við Leifsstöð Innlent Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Innlent Spyr sig hvort eftirlitsnefnd hafi unnið hratt í „þágu tiltekinnar niðurstöðu“ Innlent „Við þurfum einhvers staðar að draga saman á móti“ Innlent Óbólusett barn lést vegna mislinga Erlent Bein útsending: Gera aðra atlögu að tunglinu Erlent Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Gera aðra atlögu að tunglinu „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Óbólusett barn lést vegna mislinga Sturluðu myndskeiði af „Nýja-Gasa“ deilt á samfélagsmiðlum Trump Sér fyrir sér að selja 10 milljónir „gullkorta“ til erlendra auðjöfra Merz segir viðræður hafnar við Sósíaldemókrata Yfir 50 látist af völdum óþekktra veikinda í Austur-Kongó Ætla sjálf að velja blaðamenn í Hvíta húsið Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Litlu mátti muna á flugbrautinni Eykur fjárútlát í herinn til muna vegna „hættulegra nýrra tíma“ Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Nær útilokað að smástirni sem fylgst var með rekist á jörðina Fjórir látnir eftir að brú hrundi í Suður-Kóreu Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Valdi dauða með aftökusveit Segir Selenskí á leið til Washington Höktir í stuðningi til Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum Franskur skurðlæknir játar svívirðileg brot á börnum Sakaður um að þiggja mútur fyrir að tala máli Rússa á Evrópuþinginu Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Formaður sænska Miðflokksins hættir Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Sjá meira
Rodrigo Duterte, forseti Filippseyja, hefur sætt gagnrýni eftir að hann kyssti konu á munninn á fjöldafundi. Duterte kallaði konuna upp á svið til sín og, að loknum orðaskiptum og látbragði, sannfærði hana um að gefa sér koss. Forsetinn var staddur í Suður-Kóreu þar sem hann ávarpaði filippeyska verkamenn sem starfa í landinu. Ef marka má upptökur af fundinum virðast flestir þeirra hafa fagnað þegar Duterte og konan, sem var á sviðinu til að veita bók viðtöku, kysstust. Þó eru ekki allir jafn ánægðir með uppátæki forsetans. Filippeysk mannréttindasamtök telja kossinn vera til marks um „ógeðslega tilgerð kvenhatandi forseta,“ sem áður hefur gerst sekur um óviðeigandi hegðun í garð kvenna. Atvikið umrædda má sjá hér að neðan. Breska ríkisútvarpið telur nokkuð ljóst að konan sem um ræðir hafi verið stjörnustjörf í návist Duterte. Þannig hafi hann náð, með þrálátum beiðnum sínum, að misnota sér aðdáun konunnar.Þegar Duterte var borgarstjóri í Davao sagðist hann hafa orðið reiður þegar áströlskum trúboða var nauðgað í borginni. Engu að síður sagði Duterte að konan hafi verið svo falleg að hann sem borgarstjóri „hefði átt að vera fyrstur.“ Fyrr á þessu ári sagði hann jafnframt filippeyskum hermönnum að skjóta ætti kvenkyns uppreisnarmenn í píkurnar. Bæði ummælin ollu mikilli reiði á samfélagsmiðlum.
Tengdar fréttir Duterte vill rjúfa Rómarsamþykktina Rodrigo Duterte skar upp herör gegn fíkniefnum á Filippseyjum. 18. mars 2018 18:42 Filippseyjar ætla að segja skilið við Alþjóðaglæpadómstólinn Forseti Filippseyja er afar ósáttur við skoðum dómstólsins á kvörtun gegn honum sem varðar glæpi gagn mannkyninu. 14. mars 2018 10:17 Duterte segir hermönnum að skjóta konur í píkuna Forseti Filippseyja segir að séu konur ekki lengur með píku séu þær gagnslausar. 12. febrúar 2018 13:13 Mest lesið „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Erlent Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Innlent „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Innlent Ný þrjátíu milljarða króna álma bætist við Leifsstöð Innlent Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Innlent Spyr sig hvort eftirlitsnefnd hafi unnið hratt í „þágu tiltekinnar niðurstöðu“ Innlent „Við þurfum einhvers staðar að draga saman á móti“ Innlent Óbólusett barn lést vegna mislinga Erlent Bein útsending: Gera aðra atlögu að tunglinu Erlent Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Gera aðra atlögu að tunglinu „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Óbólusett barn lést vegna mislinga Sturluðu myndskeiði af „Nýja-Gasa“ deilt á samfélagsmiðlum Trump Sér fyrir sér að selja 10 milljónir „gullkorta“ til erlendra auðjöfra Merz segir viðræður hafnar við Sósíaldemókrata Yfir 50 látist af völdum óþekktra veikinda í Austur-Kongó Ætla sjálf að velja blaðamenn í Hvíta húsið Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Litlu mátti muna á flugbrautinni Eykur fjárútlát í herinn til muna vegna „hættulegra nýrra tíma“ Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Nær útilokað að smástirni sem fylgst var með rekist á jörðina Fjórir látnir eftir að brú hrundi í Suður-Kóreu Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Valdi dauða með aftökusveit Segir Selenskí á leið til Washington Höktir í stuðningi til Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum Franskur skurðlæknir játar svívirðileg brot á börnum Sakaður um að þiggja mútur fyrir að tala máli Rússa á Evrópuþinginu Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Formaður sænska Miðflokksins hættir Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Sjá meira
Duterte vill rjúfa Rómarsamþykktina Rodrigo Duterte skar upp herör gegn fíkniefnum á Filippseyjum. 18. mars 2018 18:42
Filippseyjar ætla að segja skilið við Alþjóðaglæpadómstólinn Forseti Filippseyja er afar ósáttur við skoðum dómstólsins á kvörtun gegn honum sem varðar glæpi gagn mannkyninu. 14. mars 2018 10:17
Duterte segir hermönnum að skjóta konur í píkuna Forseti Filippseyja segir að séu konur ekki lengur með píku séu þær gagnslausar. 12. febrúar 2018 13:13
Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Innlent
Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Innlent