Segir ólíklegt að Brexit náist á réttum tíma verði samningur May ekki samþykktur Vésteinn Örn Pétursson skrifar 30. desember 2018 16:29 Liam Fox, ráðherra alþjóðaviðskipta. Jack Taylor/Getty Liam Fox, alþjóðaviðskiptaráðherra Bretlands, segir helmingslíkur á því að Bretland yfirgefi ekki Evrópusambandið í lok mars næstkomandi, verði drög Theresu May forsætisráðherra að útgöngusamningi Bretlands við Evrópusambandið ekki samþykkt af þinginu. Í frétt BBC er haft eftir Fox að útganga Breta úr ESB væri aðeins „hundrað prósent tryggð“ ef þingmenn samþykki samninginn í núverandi mynd. Þá sagði hann að ef til þess kæmi að samningnum yrði hafnað, myndi það „mölbrjóta traustið sem ríkir milli kjósenda og þingsins.“ Upphaflega átti neðri deild þingsins (e. House of Commons) að greiða atkvæði um samninginn þann 11. desember en atkvæðagreiðslunni var slegið á frest þegar forsætisráðherranum varð ljóst að samningurinn yrði felldur á sannfærandi hátt í þinginu. Neðri deild þingsins kemur næst saman 7. janúar eftir jólafrí. Áætlað er að atkvæðagreiðsla um Brexit-samninginn fari fram á fyrstu dögum þingstarfa næsta árs. Jeremy Corbyn, leiðtogi Verkamannaflokksins hefur hvatt May til þess að stytta jólafrí þingsins, í því skyni að flýta fyrir atkvæðagreiðslunni um samninginn. Fox varaði þingmenn við því að greiða atkvæði gegn samningnum og sagði meðal annars að þingmenn ættu að sjá sóma sinn í því að styðja forsætisráðherrann. „Við getum verið alveg viss um það að ef við kjósum með samningi forsætisráðherrans þá eru hundrað prósent líkur á því að við göngum út [úr ESB] þann 29. mars. Ef ekki, þá held ég að ég geti ekki gefið þessu meira en helmingslíkur. Þá sagði Fox að í hans augum væru það svik við kjósendur ef Bretland yfirgæfi ekki Evrópusambandið á tilsettum tíma. Bretland Brexit Evrópusambandið Tengdar fréttir Ríkisstjórn May býr sig undir að ganga úr ESB án samnings Talsmaður breska forsætisráðherrann segir hann tilbúinn að ganga úr ESB í lok mars án útgöngusamnings. 17. desember 2018 12:35 Þjóðaratkvæðagreiðsla heldur ekki í boði hjá Corbyn Leiðtogi Verkamannaflokksins vill að þingið fái að greiða atkvæði um Brexit-sáttmála Theresu May – sem hann veit að breska þingið mun kolfella – og boða sem fyrst til þingkosninga og freista þess í kjölfarið að fá hagstæðari samning við Evrópusambandið. 22. desember 2018 15:15 Pólitískt samkomulag jafnvel ef Brexit-samningur verður felldur Ísland, Noregur og Liechtenstein hafa náð samningi við Bretland vegna Brexit. Frá þessu var greint á vef utanríkisráðuneytisins í gær. 21. desember 2018 08:15 Mest lesið Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Innlent Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Innlent Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Innlent „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Innlent „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ Innlent Sýrlendingar og Bosníumaður meðal látinna Erlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Átta ára fangelsisvist staðfest Innlent Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Innlent Fleiri fréttir Sýrlendingar og Bosníumaður meðal látinna „Pabbi, bjargaði ég systur minni?“ Skotflaugar frá Norður-Kóreu orðnar nákvæmari Sendu nöfn allra nýrra starfsmanna CIA í tölvupósti Skipa hernum að undirbúa brottflutning Palestínumanna Var vopnaður þremur byssum Þúsundir yfirgefa Santorini vegna skjálfta Ekkert eðlilegt við tillögur Bandaríkjaforseta Bannar trans konum að taka þátt í kvennaíþróttum Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Nafngreina árásarmanninn í Örebro Rivíerutal Trumps megi kalla etníska hreinsun Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Blátt bann við erlendum fjárframlögum Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Starfsmenn DOGE tóku yfir USAID og læstu starfsmenn úti Sjá meira
Liam Fox, alþjóðaviðskiptaráðherra Bretlands, segir helmingslíkur á því að Bretland yfirgefi ekki Evrópusambandið í lok mars næstkomandi, verði drög Theresu May forsætisráðherra að útgöngusamningi Bretlands við Evrópusambandið ekki samþykkt af þinginu. Í frétt BBC er haft eftir Fox að útganga Breta úr ESB væri aðeins „hundrað prósent tryggð“ ef þingmenn samþykki samninginn í núverandi mynd. Þá sagði hann að ef til þess kæmi að samningnum yrði hafnað, myndi það „mölbrjóta traustið sem ríkir milli kjósenda og þingsins.“ Upphaflega átti neðri deild þingsins (e. House of Commons) að greiða atkvæði um samninginn þann 11. desember en atkvæðagreiðslunni var slegið á frest þegar forsætisráðherranum varð ljóst að samningurinn yrði felldur á sannfærandi hátt í þinginu. Neðri deild þingsins kemur næst saman 7. janúar eftir jólafrí. Áætlað er að atkvæðagreiðsla um Brexit-samninginn fari fram á fyrstu dögum þingstarfa næsta árs. Jeremy Corbyn, leiðtogi Verkamannaflokksins hefur hvatt May til þess að stytta jólafrí þingsins, í því skyni að flýta fyrir atkvæðagreiðslunni um samninginn. Fox varaði þingmenn við því að greiða atkvæði gegn samningnum og sagði meðal annars að þingmenn ættu að sjá sóma sinn í því að styðja forsætisráðherrann. „Við getum verið alveg viss um það að ef við kjósum með samningi forsætisráðherrans þá eru hundrað prósent líkur á því að við göngum út [úr ESB] þann 29. mars. Ef ekki, þá held ég að ég geti ekki gefið þessu meira en helmingslíkur. Þá sagði Fox að í hans augum væru það svik við kjósendur ef Bretland yfirgæfi ekki Evrópusambandið á tilsettum tíma.
Bretland Brexit Evrópusambandið Tengdar fréttir Ríkisstjórn May býr sig undir að ganga úr ESB án samnings Talsmaður breska forsætisráðherrann segir hann tilbúinn að ganga úr ESB í lok mars án útgöngusamnings. 17. desember 2018 12:35 Þjóðaratkvæðagreiðsla heldur ekki í boði hjá Corbyn Leiðtogi Verkamannaflokksins vill að þingið fái að greiða atkvæði um Brexit-sáttmála Theresu May – sem hann veit að breska þingið mun kolfella – og boða sem fyrst til þingkosninga og freista þess í kjölfarið að fá hagstæðari samning við Evrópusambandið. 22. desember 2018 15:15 Pólitískt samkomulag jafnvel ef Brexit-samningur verður felldur Ísland, Noregur og Liechtenstein hafa náð samningi við Bretland vegna Brexit. Frá þessu var greint á vef utanríkisráðuneytisins í gær. 21. desember 2018 08:15 Mest lesið Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Innlent Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Innlent Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Innlent „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Innlent „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ Innlent Sýrlendingar og Bosníumaður meðal látinna Erlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Átta ára fangelsisvist staðfest Innlent Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Innlent Fleiri fréttir Sýrlendingar og Bosníumaður meðal látinna „Pabbi, bjargaði ég systur minni?“ Skotflaugar frá Norður-Kóreu orðnar nákvæmari Sendu nöfn allra nýrra starfsmanna CIA í tölvupósti Skipa hernum að undirbúa brottflutning Palestínumanna Var vopnaður þremur byssum Þúsundir yfirgefa Santorini vegna skjálfta Ekkert eðlilegt við tillögur Bandaríkjaforseta Bannar trans konum að taka þátt í kvennaíþróttum Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Nafngreina árásarmanninn í Örebro Rivíerutal Trumps megi kalla etníska hreinsun Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Blátt bann við erlendum fjárframlögum Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Starfsmenn DOGE tóku yfir USAID og læstu starfsmenn úti Sjá meira
Ríkisstjórn May býr sig undir að ganga úr ESB án samnings Talsmaður breska forsætisráðherrann segir hann tilbúinn að ganga úr ESB í lok mars án útgöngusamnings. 17. desember 2018 12:35
Þjóðaratkvæðagreiðsla heldur ekki í boði hjá Corbyn Leiðtogi Verkamannaflokksins vill að þingið fái að greiða atkvæði um Brexit-sáttmála Theresu May – sem hann veit að breska þingið mun kolfella – og boða sem fyrst til þingkosninga og freista þess í kjölfarið að fá hagstæðari samning við Evrópusambandið. 22. desember 2018 15:15
Pólitískt samkomulag jafnvel ef Brexit-samningur verður felldur Ísland, Noregur og Liechtenstein hafa náð samningi við Bretland vegna Brexit. Frá þessu var greint á vef utanríkisráðuneytisins í gær. 21. desember 2018 08:15