Segir ólíklegt að Brexit náist á réttum tíma verði samningur May ekki samþykktur Vésteinn Örn Pétursson skrifar 30. desember 2018 16:29 Liam Fox, ráðherra alþjóðaviðskipta. Jack Taylor/Getty Liam Fox, alþjóðaviðskiptaráðherra Bretlands, segir helmingslíkur á því að Bretland yfirgefi ekki Evrópusambandið í lok mars næstkomandi, verði drög Theresu May forsætisráðherra að útgöngusamningi Bretlands við Evrópusambandið ekki samþykkt af þinginu. Í frétt BBC er haft eftir Fox að útganga Breta úr ESB væri aðeins „hundrað prósent tryggð“ ef þingmenn samþykki samninginn í núverandi mynd. Þá sagði hann að ef til þess kæmi að samningnum yrði hafnað, myndi það „mölbrjóta traustið sem ríkir milli kjósenda og þingsins.“ Upphaflega átti neðri deild þingsins (e. House of Commons) að greiða atkvæði um samninginn þann 11. desember en atkvæðagreiðslunni var slegið á frest þegar forsætisráðherranum varð ljóst að samningurinn yrði felldur á sannfærandi hátt í þinginu. Neðri deild þingsins kemur næst saman 7. janúar eftir jólafrí. Áætlað er að atkvæðagreiðsla um Brexit-samninginn fari fram á fyrstu dögum þingstarfa næsta árs. Jeremy Corbyn, leiðtogi Verkamannaflokksins hefur hvatt May til þess að stytta jólafrí þingsins, í því skyni að flýta fyrir atkvæðagreiðslunni um samninginn. Fox varaði þingmenn við því að greiða atkvæði gegn samningnum og sagði meðal annars að þingmenn ættu að sjá sóma sinn í því að styðja forsætisráðherrann. „Við getum verið alveg viss um það að ef við kjósum með samningi forsætisráðherrans þá eru hundrað prósent líkur á því að við göngum út [úr ESB] þann 29. mars. Ef ekki, þá held ég að ég geti ekki gefið þessu meira en helmingslíkur. Þá sagði Fox að í hans augum væru það svik við kjósendur ef Bretland yfirgæfi ekki Evrópusambandið á tilsettum tíma. Bretland Brexit Evrópusambandið Tengdar fréttir Ríkisstjórn May býr sig undir að ganga úr ESB án samnings Talsmaður breska forsætisráðherrann segir hann tilbúinn að ganga úr ESB í lok mars án útgöngusamnings. 17. desember 2018 12:35 Þjóðaratkvæðagreiðsla heldur ekki í boði hjá Corbyn Leiðtogi Verkamannaflokksins vill að þingið fái að greiða atkvæði um Brexit-sáttmála Theresu May – sem hann veit að breska þingið mun kolfella – og boða sem fyrst til þingkosninga og freista þess í kjölfarið að fá hagstæðari samning við Evrópusambandið. 22. desember 2018 15:15 Pólitískt samkomulag jafnvel ef Brexit-samningur verður felldur Ísland, Noregur og Liechtenstein hafa náð samningi við Bretland vegna Brexit. Frá þessu var greint á vef utanríkisráðuneytisins í gær. 21. desember 2018 08:15 Mest lesið Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent Epstein-skjölin birt Erlent Pútín sagður hafa valið Witkoff Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa Innlent Fleiri fréttir Vilja dauðarefsingu af borðinu vegna hagsmunaáreksturs ráðherra Pútín sagður hafa valið Witkoff Gerðu umfangsmiklar árásir gegn ISIS í Sýrlandi Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Epstein-skjölin birt Draga tilvist neðanjarðarhafs á Títan í efa Réðust á skip úr skuggaflotanum þúsundir kílómetra frá Úkraínu Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Trump vill til tunglsins fyrir 2028 Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Beita dómara ICC refsiaðgerðum vegna Ísrael Taka á kvenfyrirlitningu með sérstöku námskeiði fyrir drengi Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Frú Macron í klandri eftir ósmekkleg ummæli um femínista „Dr. Dauði“ í lífstíðarfangelsi fyrir að myrða tólf Ekki hafi verið rétt að benda á Skandia-manninn sem morðingja Palme Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Sjá meira
Liam Fox, alþjóðaviðskiptaráðherra Bretlands, segir helmingslíkur á því að Bretland yfirgefi ekki Evrópusambandið í lok mars næstkomandi, verði drög Theresu May forsætisráðherra að útgöngusamningi Bretlands við Evrópusambandið ekki samþykkt af þinginu. Í frétt BBC er haft eftir Fox að útganga Breta úr ESB væri aðeins „hundrað prósent tryggð“ ef þingmenn samþykki samninginn í núverandi mynd. Þá sagði hann að ef til þess kæmi að samningnum yrði hafnað, myndi það „mölbrjóta traustið sem ríkir milli kjósenda og þingsins.“ Upphaflega átti neðri deild þingsins (e. House of Commons) að greiða atkvæði um samninginn þann 11. desember en atkvæðagreiðslunni var slegið á frest þegar forsætisráðherranum varð ljóst að samningurinn yrði felldur á sannfærandi hátt í þinginu. Neðri deild þingsins kemur næst saman 7. janúar eftir jólafrí. Áætlað er að atkvæðagreiðsla um Brexit-samninginn fari fram á fyrstu dögum þingstarfa næsta árs. Jeremy Corbyn, leiðtogi Verkamannaflokksins hefur hvatt May til þess að stytta jólafrí þingsins, í því skyni að flýta fyrir atkvæðagreiðslunni um samninginn. Fox varaði þingmenn við því að greiða atkvæði gegn samningnum og sagði meðal annars að þingmenn ættu að sjá sóma sinn í því að styðja forsætisráðherrann. „Við getum verið alveg viss um það að ef við kjósum með samningi forsætisráðherrans þá eru hundrað prósent líkur á því að við göngum út [úr ESB] þann 29. mars. Ef ekki, þá held ég að ég geti ekki gefið þessu meira en helmingslíkur. Þá sagði Fox að í hans augum væru það svik við kjósendur ef Bretland yfirgæfi ekki Evrópusambandið á tilsettum tíma.
Bretland Brexit Evrópusambandið Tengdar fréttir Ríkisstjórn May býr sig undir að ganga úr ESB án samnings Talsmaður breska forsætisráðherrann segir hann tilbúinn að ganga úr ESB í lok mars án útgöngusamnings. 17. desember 2018 12:35 Þjóðaratkvæðagreiðsla heldur ekki í boði hjá Corbyn Leiðtogi Verkamannaflokksins vill að þingið fái að greiða atkvæði um Brexit-sáttmála Theresu May – sem hann veit að breska þingið mun kolfella – og boða sem fyrst til þingkosninga og freista þess í kjölfarið að fá hagstæðari samning við Evrópusambandið. 22. desember 2018 15:15 Pólitískt samkomulag jafnvel ef Brexit-samningur verður felldur Ísland, Noregur og Liechtenstein hafa náð samningi við Bretland vegna Brexit. Frá þessu var greint á vef utanríkisráðuneytisins í gær. 21. desember 2018 08:15 Mest lesið Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent Epstein-skjölin birt Erlent Pútín sagður hafa valið Witkoff Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa Innlent Fleiri fréttir Vilja dauðarefsingu af borðinu vegna hagsmunaáreksturs ráðherra Pútín sagður hafa valið Witkoff Gerðu umfangsmiklar árásir gegn ISIS í Sýrlandi Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Epstein-skjölin birt Draga tilvist neðanjarðarhafs á Títan í efa Réðust á skip úr skuggaflotanum þúsundir kílómetra frá Úkraínu Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Trump vill til tunglsins fyrir 2028 Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Beita dómara ICC refsiaðgerðum vegna Ísrael Taka á kvenfyrirlitningu með sérstöku námskeiði fyrir drengi Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Frú Macron í klandri eftir ósmekkleg ummæli um femínista „Dr. Dauði“ í lífstíðarfangelsi fyrir að myrða tólf Ekki hafi verið rétt að benda á Skandia-manninn sem morðingja Palme Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Sjá meira
Ríkisstjórn May býr sig undir að ganga úr ESB án samnings Talsmaður breska forsætisráðherrann segir hann tilbúinn að ganga úr ESB í lok mars án útgöngusamnings. 17. desember 2018 12:35
Þjóðaratkvæðagreiðsla heldur ekki í boði hjá Corbyn Leiðtogi Verkamannaflokksins vill að þingið fái að greiða atkvæði um Brexit-sáttmála Theresu May – sem hann veit að breska þingið mun kolfella – og boða sem fyrst til þingkosninga og freista þess í kjölfarið að fá hagstæðari samning við Evrópusambandið. 22. desember 2018 15:15
Pólitískt samkomulag jafnvel ef Brexit-samningur verður felldur Ísland, Noregur og Liechtenstein hafa náð samningi við Bretland vegna Brexit. Frá þessu var greint á vef utanríkisráðuneytisins í gær. 21. desember 2018 08:15