Bretar eru nokkuð rólegir þrátt fyrir að staðan sé nú uggvænleg Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 20. desember 2018 07:00 Þessir Bretar virðast þó allt annað en rólegir yfir stöðunni. Nordicphotos/AFP Þrátt fyrir að yfirvöld í Bretlandi séu farin að undirbúa sig á fullu fyrir samningslausa útgöngu úr Evrópusambandinu er breskur almenningur nokkuð rólegur vegna málsins. Þetta segir Sif Sigmarsdóttir rithöfundur en hún er búsett í Bretlandi. Ekki er útlit fyrir að samningur ríkisstjórnar Theresu May við ESB um útgönguna verði samþykktur á breska þinginu. Atkvæðagreiðsla fer fram í janúar. Hún átti að fara fram fyrr í þessum mánuði en það var deginum ljósara að þingið hefði kolfellt plaggið. Eins og fjallað var um í Fréttablaðinu í gær felur þessi undirbúningur meðal annars í sér að á fjórða þúsund hermanna hafa verið settir í viðbragðsstöðu. Þá hefur pláss verið tekið frá í ferjum fyrir nauðsynjaflutninga svo fátt eitt sé nefnt. „Þegar kveikt er á fréttum mætti ætla að Bretar töluðu ekki um annað en Brexit. Það eru hins vegar aðallega stjórnmálamenn og fjölmiðlafólk sem er í einhvers konar móðursýkiskasti. Þótt málið virðist hálfpartinn siglt í strand og allt stefni í óefni er hinn almenni Breti furðu rólegur,“ segir Sif.Sif SigmarsdóttirEftir kosningar segir Sif að fólki hafi verið heitt í hamsi. Rifist var um niðurstöðuna úti á götu og fólk brast jafnvel í grát. Nú er hins vegar haldið í eiginleg einkunnarorð Breta: „Keep calm and carry on.“ Að mati Sifjar eru margar ástæður fyrir „þessu skeytingarleysi“. Mögulega hafa Bretar fengið sig fullsadda af þeirri miklu umfjöllun sem haldið er uppi í fjölmiðlum. „Einnig hefur dómsdagsspám rignt yfir almenning í tengslum við Brexit svo kannski má kalla ástandið „hörmunga-þreytu“. Loks held ég að fólk sé farið að tortryggja stjórnmálastéttina alveg ofsalega mikið vegna þess hvernig Brexit hefur verið meðhöndlað; stjórnmálamenn hafa ekki sparað stóru orðin og fólki finnst eins og verið sé að bera í það áróður, eins og verið sé að spila með það. Það veit enginn hverjum hann á að trúa. Hvað er satt? Hvað eru ýkjur? Enginn veit.“ Þá bendir Sif á að tvö ár eru liðin frá atkvæðagreiðslu en áhrifa Brexit sé ekki enn farið að gæta með áþreifanlegum hætti. „Þetta gæti þó breyst á næstunni, því nýlega láku út fréttir af fundi ríkisstjórnarinnar þar sem meðal annars var rætt um að hvetja fólk til að kaupa sér ekki frí í útlöndum eftir 29. mars ef engir samningar nást – ef samningar nást ekki vitum við ekki hversu auðvelt verður að fljúga frá Bretlandi til annarra landa.“ Að lokum segir hún að fólk virðist eiga erfitt með að gera upp hug sinn um samning May og ESB. „Hvort sem fólk var með eða á móti Brexit virðist það ekkert vita hvað því á að finnast um samninginn.“ May hefur ekki gefist upp á samningi sínum. Í gær biðlaði hún til stjórnvalda í Skotlandi, Wales og á Norður-Írlandi um að hlusta á atvinnulífið og lýsa yfir stuðningi við samning sinn. Birtist í Fréttablaðinu Bretland Brexit Evrópusambandið Mest lesið Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir Innlent Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Innlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Brestir í MAGA-múrnum Erlent „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Innlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Hækka hitann í Breiðholtslaug Innlent Fleiri fréttir Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Sjá meira
Þrátt fyrir að yfirvöld í Bretlandi séu farin að undirbúa sig á fullu fyrir samningslausa útgöngu úr Evrópusambandinu er breskur almenningur nokkuð rólegur vegna málsins. Þetta segir Sif Sigmarsdóttir rithöfundur en hún er búsett í Bretlandi. Ekki er útlit fyrir að samningur ríkisstjórnar Theresu May við ESB um útgönguna verði samþykktur á breska þinginu. Atkvæðagreiðsla fer fram í janúar. Hún átti að fara fram fyrr í þessum mánuði en það var deginum ljósara að þingið hefði kolfellt plaggið. Eins og fjallað var um í Fréttablaðinu í gær felur þessi undirbúningur meðal annars í sér að á fjórða þúsund hermanna hafa verið settir í viðbragðsstöðu. Þá hefur pláss verið tekið frá í ferjum fyrir nauðsynjaflutninga svo fátt eitt sé nefnt. „Þegar kveikt er á fréttum mætti ætla að Bretar töluðu ekki um annað en Brexit. Það eru hins vegar aðallega stjórnmálamenn og fjölmiðlafólk sem er í einhvers konar móðursýkiskasti. Þótt málið virðist hálfpartinn siglt í strand og allt stefni í óefni er hinn almenni Breti furðu rólegur,“ segir Sif.Sif SigmarsdóttirEftir kosningar segir Sif að fólki hafi verið heitt í hamsi. Rifist var um niðurstöðuna úti á götu og fólk brast jafnvel í grát. Nú er hins vegar haldið í eiginleg einkunnarorð Breta: „Keep calm and carry on.“ Að mati Sifjar eru margar ástæður fyrir „þessu skeytingarleysi“. Mögulega hafa Bretar fengið sig fullsadda af þeirri miklu umfjöllun sem haldið er uppi í fjölmiðlum. „Einnig hefur dómsdagsspám rignt yfir almenning í tengslum við Brexit svo kannski má kalla ástandið „hörmunga-þreytu“. Loks held ég að fólk sé farið að tortryggja stjórnmálastéttina alveg ofsalega mikið vegna þess hvernig Brexit hefur verið meðhöndlað; stjórnmálamenn hafa ekki sparað stóru orðin og fólki finnst eins og verið sé að bera í það áróður, eins og verið sé að spila með það. Það veit enginn hverjum hann á að trúa. Hvað er satt? Hvað eru ýkjur? Enginn veit.“ Þá bendir Sif á að tvö ár eru liðin frá atkvæðagreiðslu en áhrifa Brexit sé ekki enn farið að gæta með áþreifanlegum hætti. „Þetta gæti þó breyst á næstunni, því nýlega láku út fréttir af fundi ríkisstjórnarinnar þar sem meðal annars var rætt um að hvetja fólk til að kaupa sér ekki frí í útlöndum eftir 29. mars ef engir samningar nást – ef samningar nást ekki vitum við ekki hversu auðvelt verður að fljúga frá Bretlandi til annarra landa.“ Að lokum segir hún að fólk virðist eiga erfitt með að gera upp hug sinn um samning May og ESB. „Hvort sem fólk var með eða á móti Brexit virðist það ekkert vita hvað því á að finnast um samninginn.“ May hefur ekki gefist upp á samningi sínum. Í gær biðlaði hún til stjórnvalda í Skotlandi, Wales og á Norður-Írlandi um að hlusta á atvinnulífið og lýsa yfir stuðningi við samning sinn.
Birtist í Fréttablaðinu Bretland Brexit Evrópusambandið Mest lesið Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir Innlent Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Innlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Brestir í MAGA-múrnum Erlent „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Innlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Hækka hitann í Breiðholtslaug Innlent Fleiri fréttir Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Sjá meira