Há gildi mældust á Grensásvegi en þegar loftið er fremur rakt eins og raunin var í gær hvetja niturtegundir til þéttingar áður en rakamettun loftsins er náð.
Einar bendir á í færslu á Facebook að ekki hafi verið þoka á Kjalarnesi og í Straumsvík á sama tíma en mjög nærri rakamettun.
„Í stað þokunnar þéttist rakinn á yfirborði og myndaði hrím. Þar sem NO2 var til staðar í nægjanlegum mæli þéttist hins vegar í mengunarþoku sem hvarf síðan þegar dró úr umferð og styrkurinn lækkaði. Áfram hélst hins vegar rakt í nótt og svo er enn. Spurning hvað gerist í logninu í dag þegar umferðin nær hámarki,“ skrifar Einar en spáð er hægviðri aftur í dag og köldu veðri.
Einar bendir á að svipaðar aðstæður hafi myndast fyrir rúmum tuttugu árum í borginni en þá var það rakið til iðnaðarmengunar sem var sögð hafa borist til borgarinnar með loftstraumum.