Akihito Japanskeisari hélt síðustu afmælisræðu sína Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 24. desember 2018 09:00 Michiko keisaraynja og Akihito keisari í afmælisveislunni. vísir/getty Akihito Japanskeisari er þakklátur fyrir að ríkið hafi ekki dregist inn í neina styrjöld á þrjátíu ára valdatíð sinni. Keisarinn, sem fagnaði 85 ára afmæli í gær, lét þessi ummæli falla í síðustu afmælisræðu sinni en Naruhito krónprins tekur við veldinu í apríl. Keisarinn vottaði þeim fjölmörgu Japönum sem hafa slasast eða misst ástvini í náttúruhamförum sem riðið hafa yfir á árinu sömuleiðis samúð og þakkaði öllum fyrir stuðninginn í gegnum tíðina. Nærri hundrað þúsund vottuðu Japanskeisara virðingu sína í gær er hann flutti afmælisræðuna. Akihito hefur, að því er kom fram í umfjöllun BBC, varið tíma sínum í embætti að miklu leyti í að biðjast afsökunar á gjörðum Japana undir stjórn Hirohito föður hans í seinni heimsstyrjöldinni. Japanski herinn fór fram af mikilli hörku, einkum í Kína og á Kóreuskaga. Keisarinn sem slíkur hefur þó engin pólitísk völd og er staðan einungis táknræn. Þegar Akihito lætur af störfum í apríl verður hann fyrsti japanski keisarinn til þess að stíga til hliðar sjálfviljugur í nærri tvær heilar aldir. Keisarinn hefur þurft að gangast undir hjartaskurðaðgerð og meðferð vegna ristilkrabbameins. Valdatíð Akihito er kölluð Hesei-tímabilið í Japan. Segja má, þótt það sé nokkur einföldun, að Hesei þýði einfaldlega friður. Merkingin á bakvið heitið er sú að Akihito tók við að seinni heimsstyrjöld lokinni og hefur setið á keisarastólnum á friðartímum. Birtist í Fréttablaðinu Japan Kóngafólk Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Alls kyns jól um allan heim Erlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Fleiri fréttir Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjá meira
Akihito Japanskeisari er þakklátur fyrir að ríkið hafi ekki dregist inn í neina styrjöld á þrjátíu ára valdatíð sinni. Keisarinn, sem fagnaði 85 ára afmæli í gær, lét þessi ummæli falla í síðustu afmælisræðu sinni en Naruhito krónprins tekur við veldinu í apríl. Keisarinn vottaði þeim fjölmörgu Japönum sem hafa slasast eða misst ástvini í náttúruhamförum sem riðið hafa yfir á árinu sömuleiðis samúð og þakkaði öllum fyrir stuðninginn í gegnum tíðina. Nærri hundrað þúsund vottuðu Japanskeisara virðingu sína í gær er hann flutti afmælisræðuna. Akihito hefur, að því er kom fram í umfjöllun BBC, varið tíma sínum í embætti að miklu leyti í að biðjast afsökunar á gjörðum Japana undir stjórn Hirohito föður hans í seinni heimsstyrjöldinni. Japanski herinn fór fram af mikilli hörku, einkum í Kína og á Kóreuskaga. Keisarinn sem slíkur hefur þó engin pólitísk völd og er staðan einungis táknræn. Þegar Akihito lætur af störfum í apríl verður hann fyrsti japanski keisarinn til þess að stíga til hliðar sjálfviljugur í nærri tvær heilar aldir. Keisarinn hefur þurft að gangast undir hjartaskurðaðgerð og meðferð vegna ristilkrabbameins. Valdatíð Akihito er kölluð Hesei-tímabilið í Japan. Segja má, þótt það sé nokkur einföldun, að Hesei þýði einfaldlega friður. Merkingin á bakvið heitið er sú að Akihito tók við að seinni heimsstyrjöld lokinni og hefur setið á keisarastólnum á friðartímum.
Birtist í Fréttablaðinu Japan Kóngafólk Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Alls kyns jól um allan heim Erlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Fleiri fréttir Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjá meira