Gunnar Nelson með augun á ákveðnu bardagakvöldi í mars Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 11. desember 2018 09:30 Gunnar Nelson. Vísir/Getty Gunnar Nelson fer sigurreifur inn í jólin eftir glæsilegan sigur á Brasilíumanninum Alex Oliveira á laugardaginn. Nú bíða menn spenntir að sjá hvar næsti bardagi íslenska víkingsins verður. Gunnar stimplaði sig aftur inn eftir langa fjarveru frá UFC búrinu og það var mikilvægt fyrir framtíðarplönin hans að vinna góðan sigur um helgina. Þetta var fyrsti bardagi Gunnars í 510 daga eða síðan að hann tapaði á móti Santiago Ponzinibbio í Glasgow 16. júlí 2017. Santiago Ponzinibbio svindlaði í þeim bardaga þegar hann potaði í augun á Gunnari. Aftur var reynt að svindla á Gunnari núna en hann komst í gegnum það og vann sannfærandi sigur. Nú er stóra spurninginn hvar Gunnar Nelson keppir næst innan UFC. Í viðtali við MMA Fréttir viðrar Gunnar þá hugmynd sína um að keppa næst á bardagakvöldi í London í mars. Gunnar kemur þó ekki alveg heill út úr þessum bardaga við Alex Oliveira eða öllu heldur úr aðdraganda hans. „Hann þarf þó fyrst að fara í myndatöku á hnénu en Gunnar varð fyrir smá meiðslum á hnénu í aðdraganda bardagans. Gunnar telur þó að þetta sé ekki neitt stórmál en ætlar að sjá hvað þetta er,“ segir í frétt á mmafrettir.is. Síðustu tveir bardagar Gunnars hafa verið í Toronto í Kanada og í Glasgow í Skotlandi en í millitíðinni átti hann að keppa á móti Neil Magny í Liverpool í Englandi. Gunnar meiddist á hné í aðdraganda þessa bardaga og þurfti að fara í aðgerð. Bardaginn á móti Alex Oliveira var því eini bardagi Gunnars á árinu 2018. Íslenski bardagakappinn á góðar minningar frá bardögum sínum í London og það er því ekkert skrýtið að óskastaða hans sé að berjast aftur þar. Gunnar Nelson keppti síðast í London þegar hann vann Alan Jouban 18. mars 2017. Hann vann þar líka á móti þeim Omari Akhmedov (8. mars 2014) og Jorge Santiago (16. febrúar 2013). Gunnar Nelson hefur þannig unnið alla þrjá UFC-bardaga sína í London. Allt viðtalið við Gunnar Nelson í MMAfréttum má sjá hér fyrir neðan. MMA Tengdar fréttir Sjáðu olnbogaskot Oliveira í hnakka Gunnars Gunnar Nelson fékk tvö þung högg í hnakkann snemma í bardaga sínum gegn Alex Oliveira í UFC bardaga þeirra í Toronto um helgina. 10. desember 2018 14:00 Kavanagh spáir því að Gunnar Nelson fái titilbardaga á næsta ári Það stoppa fáir Gunnar Nelson í dag nema með svindli að mati hins virta þjálfara hans John Kavanagh. 10. desember 2018 10:30 Conor McGregor óskaði Gunnari til hamingju með sigurinn Írska bardagakappinn Conor McGregor er ánægður með sigur Gunnars Nelson á Brasilíumanninum Alex Oliveira í UFC bardaga þeirra í Toronto um helgina. 10. desember 2018 11:15 Gunnar sneri aftur með látum Bardagakappinn Gunnar Nelson vann sannfærandi sigur á Alex Oliveira í Toronto um helgina. Eftir jafna fyrstu lotu náði Gunnar undirtökum undir lok annarrar lotu þar sem hann lét höggin dynja og innbyrti sigur. 10. desember 2018 08:45 Mest lesið Segja Sölva hæðast að Bröndby Fótbolti Segir hetju Evrópumeistaranna ljúga Fótbolti Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Enski boltinn Fékk flugeld í punginn í leik Fótbolti Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Enski boltinn Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Íslenski boltinn Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Golf Hafþór Júlíus í öðru sæti eftir fyrri daginn Sport Stórstjörnur Barcelona sektaðar fyrir brot á lyfjaprófsreglum Fótbolti Fleiri fréttir Gyökeres byrjaður að skora fyrir Arsenal Völsungur kom til baka og nældi í stig Björgvin Karl: Settið sem kom að sunnan ekki í Bestu deildar klassa Uppgjör: FHL-FH 0-2 | Þolinmæði vann þraut FH gegn FHL Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Diljá með stoðsendingu í fyrsta byrjunarliðsleiknum Eir Chang sjöunda á EM Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Daníel Tristan lagði upp mark en það var ekki nóg gegn toppliðinu Gerrard: Owen var betri sem táningur en Yamal og Mbappé Albert lagði upp á Old Trafford í síðasta leik United fyrir tímabilið Stelpurnar spila um sjöunda sætið á Eurobasket Strákarnir unnu Brassa og fóru áfram með fullt hús Draumabyrjun Wrexham breyttist í martröð í lokin Hafþór Júlíus í öðru sæti eftir fyrri daginn Eir komin í úrslitahlaupið á EM Isak verður áfram í frystikistunni í fyrsta leik Newcastle Bæði lið stóðu saman í hring þar til leiknum var aflýst Meiðsli Rodri verri en menn héldu Segir hetju Evrópumeistaranna ljúga Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Stórstjörnur Barcelona sektaðar fyrir brot á lyfjaprófsreglum „Þeir eiga allir skilið að fara í lokahópinn“ Manchester United staðfestir kaupin á Sesko Segja Sölva hæðast að Bröndby Fá íþróttahæfileikana sína frekar frá móður sinni Fékk flugeld í punginn í leik Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Stelpurnar Norðurlandameistarar og strákarnir fengu silfur Tom Brady steyptur í brons Sjá meira
Gunnar Nelson fer sigurreifur inn í jólin eftir glæsilegan sigur á Brasilíumanninum Alex Oliveira á laugardaginn. Nú bíða menn spenntir að sjá hvar næsti bardagi íslenska víkingsins verður. Gunnar stimplaði sig aftur inn eftir langa fjarveru frá UFC búrinu og það var mikilvægt fyrir framtíðarplönin hans að vinna góðan sigur um helgina. Þetta var fyrsti bardagi Gunnars í 510 daga eða síðan að hann tapaði á móti Santiago Ponzinibbio í Glasgow 16. júlí 2017. Santiago Ponzinibbio svindlaði í þeim bardaga þegar hann potaði í augun á Gunnari. Aftur var reynt að svindla á Gunnari núna en hann komst í gegnum það og vann sannfærandi sigur. Nú er stóra spurninginn hvar Gunnar Nelson keppir næst innan UFC. Í viðtali við MMA Fréttir viðrar Gunnar þá hugmynd sína um að keppa næst á bardagakvöldi í London í mars. Gunnar kemur þó ekki alveg heill út úr þessum bardaga við Alex Oliveira eða öllu heldur úr aðdraganda hans. „Hann þarf þó fyrst að fara í myndatöku á hnénu en Gunnar varð fyrir smá meiðslum á hnénu í aðdraganda bardagans. Gunnar telur þó að þetta sé ekki neitt stórmál en ætlar að sjá hvað þetta er,“ segir í frétt á mmafrettir.is. Síðustu tveir bardagar Gunnars hafa verið í Toronto í Kanada og í Glasgow í Skotlandi en í millitíðinni átti hann að keppa á móti Neil Magny í Liverpool í Englandi. Gunnar meiddist á hné í aðdraganda þessa bardaga og þurfti að fara í aðgerð. Bardaginn á móti Alex Oliveira var því eini bardagi Gunnars á árinu 2018. Íslenski bardagakappinn á góðar minningar frá bardögum sínum í London og það er því ekkert skrýtið að óskastaða hans sé að berjast aftur þar. Gunnar Nelson keppti síðast í London þegar hann vann Alan Jouban 18. mars 2017. Hann vann þar líka á móti þeim Omari Akhmedov (8. mars 2014) og Jorge Santiago (16. febrúar 2013). Gunnar Nelson hefur þannig unnið alla þrjá UFC-bardaga sína í London. Allt viðtalið við Gunnar Nelson í MMAfréttum má sjá hér fyrir neðan.
MMA Tengdar fréttir Sjáðu olnbogaskot Oliveira í hnakka Gunnars Gunnar Nelson fékk tvö þung högg í hnakkann snemma í bardaga sínum gegn Alex Oliveira í UFC bardaga þeirra í Toronto um helgina. 10. desember 2018 14:00 Kavanagh spáir því að Gunnar Nelson fái titilbardaga á næsta ári Það stoppa fáir Gunnar Nelson í dag nema með svindli að mati hins virta þjálfara hans John Kavanagh. 10. desember 2018 10:30 Conor McGregor óskaði Gunnari til hamingju með sigurinn Írska bardagakappinn Conor McGregor er ánægður með sigur Gunnars Nelson á Brasilíumanninum Alex Oliveira í UFC bardaga þeirra í Toronto um helgina. 10. desember 2018 11:15 Gunnar sneri aftur með látum Bardagakappinn Gunnar Nelson vann sannfærandi sigur á Alex Oliveira í Toronto um helgina. Eftir jafna fyrstu lotu náði Gunnar undirtökum undir lok annarrar lotu þar sem hann lét höggin dynja og innbyrti sigur. 10. desember 2018 08:45 Mest lesið Segja Sölva hæðast að Bröndby Fótbolti Segir hetju Evrópumeistaranna ljúga Fótbolti Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Enski boltinn Fékk flugeld í punginn í leik Fótbolti Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Enski boltinn Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Íslenski boltinn Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Golf Hafþór Júlíus í öðru sæti eftir fyrri daginn Sport Stórstjörnur Barcelona sektaðar fyrir brot á lyfjaprófsreglum Fótbolti Fleiri fréttir Gyökeres byrjaður að skora fyrir Arsenal Völsungur kom til baka og nældi í stig Björgvin Karl: Settið sem kom að sunnan ekki í Bestu deildar klassa Uppgjör: FHL-FH 0-2 | Þolinmæði vann þraut FH gegn FHL Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Diljá með stoðsendingu í fyrsta byrjunarliðsleiknum Eir Chang sjöunda á EM Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Daníel Tristan lagði upp mark en það var ekki nóg gegn toppliðinu Gerrard: Owen var betri sem táningur en Yamal og Mbappé Albert lagði upp á Old Trafford í síðasta leik United fyrir tímabilið Stelpurnar spila um sjöunda sætið á Eurobasket Strákarnir unnu Brassa og fóru áfram með fullt hús Draumabyrjun Wrexham breyttist í martröð í lokin Hafþór Júlíus í öðru sæti eftir fyrri daginn Eir komin í úrslitahlaupið á EM Isak verður áfram í frystikistunni í fyrsta leik Newcastle Bæði lið stóðu saman í hring þar til leiknum var aflýst Meiðsli Rodri verri en menn héldu Segir hetju Evrópumeistaranna ljúga Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Stórstjörnur Barcelona sektaðar fyrir brot á lyfjaprófsreglum „Þeir eiga allir skilið að fara í lokahópinn“ Manchester United staðfestir kaupin á Sesko Segja Sölva hæðast að Bröndby Fá íþróttahæfileikana sína frekar frá móður sinni Fékk flugeld í punginn í leik Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Stelpurnar Norðurlandameistarar og strákarnir fengu silfur Tom Brady steyptur í brons Sjá meira
Sjáðu olnbogaskot Oliveira í hnakka Gunnars Gunnar Nelson fékk tvö þung högg í hnakkann snemma í bardaga sínum gegn Alex Oliveira í UFC bardaga þeirra í Toronto um helgina. 10. desember 2018 14:00
Kavanagh spáir því að Gunnar Nelson fái titilbardaga á næsta ári Það stoppa fáir Gunnar Nelson í dag nema með svindli að mati hins virta þjálfara hans John Kavanagh. 10. desember 2018 10:30
Conor McGregor óskaði Gunnari til hamingju með sigurinn Írska bardagakappinn Conor McGregor er ánægður með sigur Gunnars Nelson á Brasilíumanninum Alex Oliveira í UFC bardaga þeirra í Toronto um helgina. 10. desember 2018 11:15
Gunnar sneri aftur með látum Bardagakappinn Gunnar Nelson vann sannfærandi sigur á Alex Oliveira í Toronto um helgina. Eftir jafna fyrstu lotu náði Gunnar undirtökum undir lok annarrar lotu þar sem hann lét höggin dynja og innbyrti sigur. 10. desember 2018 08:45
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti