Gunnar Nelson með augun á ákveðnu bardagakvöldi í mars Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 11. desember 2018 09:30 Gunnar Nelson. Vísir/Getty Gunnar Nelson fer sigurreifur inn í jólin eftir glæsilegan sigur á Brasilíumanninum Alex Oliveira á laugardaginn. Nú bíða menn spenntir að sjá hvar næsti bardagi íslenska víkingsins verður. Gunnar stimplaði sig aftur inn eftir langa fjarveru frá UFC búrinu og það var mikilvægt fyrir framtíðarplönin hans að vinna góðan sigur um helgina. Þetta var fyrsti bardagi Gunnars í 510 daga eða síðan að hann tapaði á móti Santiago Ponzinibbio í Glasgow 16. júlí 2017. Santiago Ponzinibbio svindlaði í þeim bardaga þegar hann potaði í augun á Gunnari. Aftur var reynt að svindla á Gunnari núna en hann komst í gegnum það og vann sannfærandi sigur. Nú er stóra spurninginn hvar Gunnar Nelson keppir næst innan UFC. Í viðtali við MMA Fréttir viðrar Gunnar þá hugmynd sína um að keppa næst á bardagakvöldi í London í mars. Gunnar kemur þó ekki alveg heill út úr þessum bardaga við Alex Oliveira eða öllu heldur úr aðdraganda hans. „Hann þarf þó fyrst að fara í myndatöku á hnénu en Gunnar varð fyrir smá meiðslum á hnénu í aðdraganda bardagans. Gunnar telur þó að þetta sé ekki neitt stórmál en ætlar að sjá hvað þetta er,“ segir í frétt á mmafrettir.is. Síðustu tveir bardagar Gunnars hafa verið í Toronto í Kanada og í Glasgow í Skotlandi en í millitíðinni átti hann að keppa á móti Neil Magny í Liverpool í Englandi. Gunnar meiddist á hné í aðdraganda þessa bardaga og þurfti að fara í aðgerð. Bardaginn á móti Alex Oliveira var því eini bardagi Gunnars á árinu 2018. Íslenski bardagakappinn á góðar minningar frá bardögum sínum í London og það er því ekkert skrýtið að óskastaða hans sé að berjast aftur þar. Gunnar Nelson keppti síðast í London þegar hann vann Alan Jouban 18. mars 2017. Hann vann þar líka á móti þeim Omari Akhmedov (8. mars 2014) og Jorge Santiago (16. febrúar 2013). Gunnar Nelson hefur þannig unnið alla þrjá UFC-bardaga sína í London. Allt viðtalið við Gunnar Nelson í MMAfréttum má sjá hér fyrir neðan. MMA Tengdar fréttir Sjáðu olnbogaskot Oliveira í hnakka Gunnars Gunnar Nelson fékk tvö þung högg í hnakkann snemma í bardaga sínum gegn Alex Oliveira í UFC bardaga þeirra í Toronto um helgina. 10. desember 2018 14:00 Kavanagh spáir því að Gunnar Nelson fái titilbardaga á næsta ári Það stoppa fáir Gunnar Nelson í dag nema með svindli að mati hins virta þjálfara hans John Kavanagh. 10. desember 2018 10:30 Conor McGregor óskaði Gunnari til hamingju með sigurinn Írska bardagakappinn Conor McGregor er ánægður með sigur Gunnars Nelson á Brasilíumanninum Alex Oliveira í UFC bardaga þeirra í Toronto um helgina. 10. desember 2018 11:15 Gunnar sneri aftur með látum Bardagakappinn Gunnar Nelson vann sannfærandi sigur á Alex Oliveira í Toronto um helgina. Eftir jafna fyrstu lotu náði Gunnar undirtökum undir lok annarrar lotu þar sem hann lét höggin dynja og innbyrti sigur. 10. desember 2018 08:45 Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Sport Annað dauðsfall í CrossFit keppni Sport Bakgarður 101: „Ætla að níðast á þessum líkama og sjá hvað hann getur“ Sport Vill að Arsenal neiti að standa heiðursvörð fyrir Liverpool Enski boltinn Uppgjörið: Porrino - Valur 29-29 | Jafnt í fyrri leiknum Handbolti „Heyrðu, það þarf einhver að skutla syni okkar á leikskólann“ Sport Dreymir um að fá að heiðra dóttur sína heitna í úrslitaleiknum Fótbolti Uppgjörið: Vestri-Afturelding 2-0 | Vestramenn aftur á toppinn Íslenski boltinn Fundu myndband af páfanum á hafnaboltaleik Sport Bakgarður 101: Heilagir hringir hjá biskup Íslands Sport Fleiri fréttir Sunneva Hrönn og stöllur í FCK tryggðu sig upp um deild Alexander Rafn yngsti markaskorari í sögu efstu deildar Skjöldur á loft í Bæjaralandi Watkins hélt Meistaradeildardraum Villa á lífi Í beinni: Valur - ÍA | Valsmenn í vandræðum Í beinni: Njarðvík - Haukar | Hafnfirðingar geta orðið meistarar Í beinni: Stjarnan - Fram | Stjörnumenn þurfa viðspyrnu Í beinni: KR - ÍBV | Bjóða KR-ingar til enn einnar markaveislunnar? Fínn leikur íslensku landsliðskvennanna dugði ekki Fjölnir fékk ekki minnisblaðið fyrir fyrsta heimaleik Grindvíkinga „Sigur liðsheildarinnar“ „Vörðust og vörðust meira ásamt því að tefja tímann“ Uppgjörið: Porrino - Valur 29-29 | Jafnt í fyrri leiknum Man. City tapaði mjög óvænt stigum á móti botnliðinu Uppgjörið: Vestri-Afturelding 2-0 | Vestramenn aftur á toppinn Íslensku stelpurnar redduðu málunum fyrir Kristianstad Amanda varð bikarmeistari og Sædís lagði upp mark í stórsigri „Mikilvægt að okkar uppöldu KR-ingar spili með félaginu“ Ísak góður þegar Düsseldorf hélt voninni á lífi Fundu myndband af páfanum á hafnaboltaleik Dreymir um að fá að heiðra dóttur sína heitna í úrslitaleiknum Helena í ham í Bestu mörkunum: „Mér finnst þetta vera algjört bull“ Bakgarður 101: Heilagir hringir hjá biskup Íslands Annað dauðsfall í CrossFit keppni Haaland hreinskilinn: Ég hef ekki verið nægilega góður „Maður veit alveg hver gulrótin er“ Vill að Arsenal neiti að standa heiðursvörð fyrir Liverpool Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Bakgarður 101: „Ætla að níðast á þessum líkama og sjá hvað hann getur“ Dagskráin: Fer Íslandsmeistarbikarinn á loft í Njarðvík? Sjá meira
Gunnar Nelson fer sigurreifur inn í jólin eftir glæsilegan sigur á Brasilíumanninum Alex Oliveira á laugardaginn. Nú bíða menn spenntir að sjá hvar næsti bardagi íslenska víkingsins verður. Gunnar stimplaði sig aftur inn eftir langa fjarveru frá UFC búrinu og það var mikilvægt fyrir framtíðarplönin hans að vinna góðan sigur um helgina. Þetta var fyrsti bardagi Gunnars í 510 daga eða síðan að hann tapaði á móti Santiago Ponzinibbio í Glasgow 16. júlí 2017. Santiago Ponzinibbio svindlaði í þeim bardaga þegar hann potaði í augun á Gunnari. Aftur var reynt að svindla á Gunnari núna en hann komst í gegnum það og vann sannfærandi sigur. Nú er stóra spurninginn hvar Gunnar Nelson keppir næst innan UFC. Í viðtali við MMA Fréttir viðrar Gunnar þá hugmynd sína um að keppa næst á bardagakvöldi í London í mars. Gunnar kemur þó ekki alveg heill út úr þessum bardaga við Alex Oliveira eða öllu heldur úr aðdraganda hans. „Hann þarf þó fyrst að fara í myndatöku á hnénu en Gunnar varð fyrir smá meiðslum á hnénu í aðdraganda bardagans. Gunnar telur þó að þetta sé ekki neitt stórmál en ætlar að sjá hvað þetta er,“ segir í frétt á mmafrettir.is. Síðustu tveir bardagar Gunnars hafa verið í Toronto í Kanada og í Glasgow í Skotlandi en í millitíðinni átti hann að keppa á móti Neil Magny í Liverpool í Englandi. Gunnar meiddist á hné í aðdraganda þessa bardaga og þurfti að fara í aðgerð. Bardaginn á móti Alex Oliveira var því eini bardagi Gunnars á árinu 2018. Íslenski bardagakappinn á góðar minningar frá bardögum sínum í London og það er því ekkert skrýtið að óskastaða hans sé að berjast aftur þar. Gunnar Nelson keppti síðast í London þegar hann vann Alan Jouban 18. mars 2017. Hann vann þar líka á móti þeim Omari Akhmedov (8. mars 2014) og Jorge Santiago (16. febrúar 2013). Gunnar Nelson hefur þannig unnið alla þrjá UFC-bardaga sína í London. Allt viðtalið við Gunnar Nelson í MMAfréttum má sjá hér fyrir neðan.
MMA Tengdar fréttir Sjáðu olnbogaskot Oliveira í hnakka Gunnars Gunnar Nelson fékk tvö þung högg í hnakkann snemma í bardaga sínum gegn Alex Oliveira í UFC bardaga þeirra í Toronto um helgina. 10. desember 2018 14:00 Kavanagh spáir því að Gunnar Nelson fái titilbardaga á næsta ári Það stoppa fáir Gunnar Nelson í dag nema með svindli að mati hins virta þjálfara hans John Kavanagh. 10. desember 2018 10:30 Conor McGregor óskaði Gunnari til hamingju með sigurinn Írska bardagakappinn Conor McGregor er ánægður með sigur Gunnars Nelson á Brasilíumanninum Alex Oliveira í UFC bardaga þeirra í Toronto um helgina. 10. desember 2018 11:15 Gunnar sneri aftur með látum Bardagakappinn Gunnar Nelson vann sannfærandi sigur á Alex Oliveira í Toronto um helgina. Eftir jafna fyrstu lotu náði Gunnar undirtökum undir lok annarrar lotu þar sem hann lét höggin dynja og innbyrti sigur. 10. desember 2018 08:45 Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Sport Annað dauðsfall í CrossFit keppni Sport Bakgarður 101: „Ætla að níðast á þessum líkama og sjá hvað hann getur“ Sport Vill að Arsenal neiti að standa heiðursvörð fyrir Liverpool Enski boltinn Uppgjörið: Porrino - Valur 29-29 | Jafnt í fyrri leiknum Handbolti „Heyrðu, það þarf einhver að skutla syni okkar á leikskólann“ Sport Dreymir um að fá að heiðra dóttur sína heitna í úrslitaleiknum Fótbolti Uppgjörið: Vestri-Afturelding 2-0 | Vestramenn aftur á toppinn Íslenski boltinn Fundu myndband af páfanum á hafnaboltaleik Sport Bakgarður 101: Heilagir hringir hjá biskup Íslands Sport Fleiri fréttir Sunneva Hrönn og stöllur í FCK tryggðu sig upp um deild Alexander Rafn yngsti markaskorari í sögu efstu deildar Skjöldur á loft í Bæjaralandi Watkins hélt Meistaradeildardraum Villa á lífi Í beinni: Valur - ÍA | Valsmenn í vandræðum Í beinni: Njarðvík - Haukar | Hafnfirðingar geta orðið meistarar Í beinni: Stjarnan - Fram | Stjörnumenn þurfa viðspyrnu Í beinni: KR - ÍBV | Bjóða KR-ingar til enn einnar markaveislunnar? Fínn leikur íslensku landsliðskvennanna dugði ekki Fjölnir fékk ekki minnisblaðið fyrir fyrsta heimaleik Grindvíkinga „Sigur liðsheildarinnar“ „Vörðust og vörðust meira ásamt því að tefja tímann“ Uppgjörið: Porrino - Valur 29-29 | Jafnt í fyrri leiknum Man. City tapaði mjög óvænt stigum á móti botnliðinu Uppgjörið: Vestri-Afturelding 2-0 | Vestramenn aftur á toppinn Íslensku stelpurnar redduðu málunum fyrir Kristianstad Amanda varð bikarmeistari og Sædís lagði upp mark í stórsigri „Mikilvægt að okkar uppöldu KR-ingar spili með félaginu“ Ísak góður þegar Düsseldorf hélt voninni á lífi Fundu myndband af páfanum á hafnaboltaleik Dreymir um að fá að heiðra dóttur sína heitna í úrslitaleiknum Helena í ham í Bestu mörkunum: „Mér finnst þetta vera algjört bull“ Bakgarður 101: Heilagir hringir hjá biskup Íslands Annað dauðsfall í CrossFit keppni Haaland hreinskilinn: Ég hef ekki verið nægilega góður „Maður veit alveg hver gulrótin er“ Vill að Arsenal neiti að standa heiðursvörð fyrir Liverpool Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Bakgarður 101: „Ætla að níðast á þessum líkama og sjá hvað hann getur“ Dagskráin: Fer Íslandsmeistarbikarinn á loft í Njarðvík? Sjá meira
Sjáðu olnbogaskot Oliveira í hnakka Gunnars Gunnar Nelson fékk tvö þung högg í hnakkann snemma í bardaga sínum gegn Alex Oliveira í UFC bardaga þeirra í Toronto um helgina. 10. desember 2018 14:00
Kavanagh spáir því að Gunnar Nelson fái titilbardaga á næsta ári Það stoppa fáir Gunnar Nelson í dag nema með svindli að mati hins virta þjálfara hans John Kavanagh. 10. desember 2018 10:30
Conor McGregor óskaði Gunnari til hamingju með sigurinn Írska bardagakappinn Conor McGregor er ánægður með sigur Gunnars Nelson á Brasilíumanninum Alex Oliveira í UFC bardaga þeirra í Toronto um helgina. 10. desember 2018 11:15
Gunnar sneri aftur með látum Bardagakappinn Gunnar Nelson vann sannfærandi sigur á Alex Oliveira í Toronto um helgina. Eftir jafna fyrstu lotu náði Gunnar undirtökum undir lok annarrar lotu þar sem hann lét höggin dynja og innbyrti sigur. 10. desember 2018 08:45