Sannleikur og réttlæti Bjarni Karlsson skrifar 12. desember 2018 08:00 Fátt hefur kennt mér meira í lífinu en eigin mistök. Þegar ég lít yfir farinn veg er ég ekki síst þakklátur því sem ég hef klúðrað. Þó er ein gerð mistaka sem ég get ekki þakkað. Það er þegar ég hef valdið öðru fólki tjóni. Mér verður æ oftar hugsað til fólks sem ég óttast að ég hafi skaðað með einhverjum hætti. Þegar ég íhuga þetta sé ég að sjaldnast var það vegna ofdrykkju, þótt slíkt hafi hent, en furðu oft hef ég valdið persónum tjóni þegar ég var fullur af réttlætiskennd. Réttlæti og sannleikur eru vandmeðfarin fyrirbæri. Í dag sé ég betur en fyrr að ég er ekki handhafi sannleikans og jafnvel þegar ég hef algjörlega rétt fyrir mér get ég ekki treyst því að ég sé sjálfur réttlátur. Við þekkjum flest ástandið sem skapast í húsi þegar barn er nýkomið í heiminn. Allir fara hljóðlega og allt snýst um þarfir barnsins. Kannski var maður aldrei nær því að vera maður sjálfur en fyrstu dagana fullur af kvíða og þakklæti undir valdi hins nýfædda. Getur hugsast að líkt og nýfætt barn er ekki eign foreldra sinna heldur eru ástvinirnir handa barninu, þannig sé heldur aldrei hægt að eigna sér sannleikann og réttlætið? Besta vinnutilgátan við ungbarn er sú að þjóna því. Skyldi það vera eins með sannleikann og réttlætið? Stundum þarf vissulega að bregðast hart við í þágu barna, en allt sem við gerum verður að vera laust við sjálflægni í ljósi þess að barnið á sitt eigið líf sem við getum ekki ákvarðað eða sagt fyrir um. Ég vildi óska að ég hefði alltaf hugsað meira um að þjóna réttlætinu en að framkvæma það og fremur sóst eftir því að vera á valdi sannleikans en að valda honum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Bjarni Karlsson Mest lesið Skattaglufuflokkar hinna betur settu þykjast hafa uppgötvað alla hina Þórður Snær Júlíusson Skoðun Lánið löglega Breki Karlsson Skoðun Þetta er ekki gervigreind Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun Hafa Íslendingar efni á að eiga ekki pening? Jón Páll Haraldsson Skoðun Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Séreignarsparnaðarleiðin fest í sessi Ingvar Þóroddsson Skoðun Íbúðalánasjóður fjármagnaði ekki íbúðalán bankanna! Hallur Magnússon Skoðun Húsnæðisliðurinn í vísitölu neysluverðs Þorsteinn Siglaugsson Skoðun Annarlegar hvatir og óæskilegt fólk Gauti Kristmannsson Skoðun Segið það bara: Þetta var rangt – þá byrjar lækningin Hilmar Kristinsson Skoðun Skoðun Skoðun 3003 Elliði Vignisson skrifar Skoðun Lestin brunar, hraðar, hraðar Haukur Ásberg Hilmarsson skrifar Skoðun Segið það bara: Þetta var rangt – þá byrjar lækningin Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Loftslagsmál á tímamótum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Séreignarsparnaðarleiðin fest í sessi Ingvar Þóroddsson skrifar Skoðun Hafa Íslendingar efni á að eiga ekki pening? Jón Páll Haraldsson skrifar Skoðun Grundvallaratriði að auka lóðaframboð Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Íbúðalánasjóður fjármagnaði ekki íbúðalán bankanna! Hallur Magnússon skrifar Skoðun Húsnæðisliðurinn í vísitölu neysluverðs Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Skattaglufuflokkar hinna betur settu þykjast hafa uppgötvað alla hina Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þakklæti og árangur, uppbygging og samstarf Jóhanna Ýr Johannsdóttir skrifar Skoðun Hver vakir yfir þínum hagsmunum sem fasteignaeiganda? Ívar Halldórsson skrifar Skoðun Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn – Látum verkin tala Karl Gauti Hjaltason skrifar Skoðun Lánið löglega Breki Karlsson skrifar Skoðun Annarlegar hvatir og óæskilegt fólk Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Frostaveturinn mikli Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Allir eru að gera það gott…. Margrét Júlía Rafnsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki gervigreind Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar Skoðun Að taka á móti börnum á forsendum þeirra Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ofbeldislaust ævikvöld Gestur Pálsson skrifar Skoðun Er það þjóðremba að vilja tala sama tungumál? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson skrifar Skoðun Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Óður til frábæra fólksins Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Djíbútí norðursins Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar veikindi mæta vantrú Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Öll börn eiga að geta tekið þátt Þorvaldur Davíð Kristjánsson skrifar Skoðun Krónan úthlutar ekki byggingalóðum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Fátt hefur kennt mér meira í lífinu en eigin mistök. Þegar ég lít yfir farinn veg er ég ekki síst þakklátur því sem ég hef klúðrað. Þó er ein gerð mistaka sem ég get ekki þakkað. Það er þegar ég hef valdið öðru fólki tjóni. Mér verður æ oftar hugsað til fólks sem ég óttast að ég hafi skaðað með einhverjum hætti. Þegar ég íhuga þetta sé ég að sjaldnast var það vegna ofdrykkju, þótt slíkt hafi hent, en furðu oft hef ég valdið persónum tjóni þegar ég var fullur af réttlætiskennd. Réttlæti og sannleikur eru vandmeðfarin fyrirbæri. Í dag sé ég betur en fyrr að ég er ekki handhafi sannleikans og jafnvel þegar ég hef algjörlega rétt fyrir mér get ég ekki treyst því að ég sé sjálfur réttlátur. Við þekkjum flest ástandið sem skapast í húsi þegar barn er nýkomið í heiminn. Allir fara hljóðlega og allt snýst um þarfir barnsins. Kannski var maður aldrei nær því að vera maður sjálfur en fyrstu dagana fullur af kvíða og þakklæti undir valdi hins nýfædda. Getur hugsast að líkt og nýfætt barn er ekki eign foreldra sinna heldur eru ástvinirnir handa barninu, þannig sé heldur aldrei hægt að eigna sér sannleikann og réttlætið? Besta vinnutilgátan við ungbarn er sú að þjóna því. Skyldi það vera eins með sannleikann og réttlætið? Stundum þarf vissulega að bregðast hart við í þágu barna, en allt sem við gerum verður að vera laust við sjálflægni í ljósi þess að barnið á sitt eigið líf sem við getum ekki ákvarðað eða sagt fyrir um. Ég vildi óska að ég hefði alltaf hugsað meira um að þjóna réttlætinu en að framkvæma það og fremur sóst eftir því að vera á valdi sannleikans en að valda honum.
Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun
Skoðun Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar
Skoðun Skattaglufuflokkar hinna betur settu þykjast hafa uppgötvað alla hina Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson skrifar
Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson skrifar
Skoðun Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun