Hótar lokun verði múrinn ekki fjármagnaður Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 11. desember 2018 22:59 Trump var ekki sáttur þegar Pelosi (t.v.) kallaði mögulega lokun alríkisstjórnarinnar Trump-lokun. Mike Pence, varaforseti, sat þögull hjá. Vísir/ap Til snarpra orðaskipta kom á milli Bandaríkjaforseta og tveggja þingmanna Demókrataflokksins í Hvíta húsinu í kvöld þegar fjármögnun múrs á landamærum Mexíkó og Bandaríkjanna barst í tal. Forsetinn sagðist stoltur loka stofnunum alríkisstjórnarinnar tímabundið til að knýja á um fjármögnun múrsins en bygging hans var eitt af aðalkosningaloforðum Trumps. Rifrildið átti sér stað frammi fyrir blaðamönnum og myndatökumönnum en á upptöku má sjá Bandaríkjaforseta eiga snörp orðaskipti við Chuck Schumer leiðtoga demókrata í öldungardeild þingsins og Nancy Pelosi leiðtoga demókrata í fulltrúadeildinni, um fjármögnun veggjarins. „Ef við fáum ekki það sem við viljum, með einum eða öðrum hætti – hvort sem það er í gegnum ykkur, í gegnum herinn, í gegnum hvað sem er, þá mun ég loka öllum stofnunum alríkisstjórnarinnar“. Schumer sagði þá að það væri óábyrgt útspil vegna ágreinings við demókrata að því er Reuters greinir frá. „Ég myndi stoltur loka stofnunum alríkisstjórnarinnar til að tryggja örugg landamæri, Chuck, vegna þess að fólkið í þessu landi vill ekki glæpamenn og fólk sem glímir við vandamál og eitulyfjafíkn rigni inn í landið,“ sagði Trump. Í kosningabaráttunni árið 2016 hét Trump því að múrinn yrði reistur og ennfremur að stjórnvöld í Mexíkó myndu fjármagna hann að fullu. Fundurinn stóð ekki yfir lengi en Sarah Sanders, blaðafulltrúi Hvíta hússins, sagði í yfirlýsingu að á fundinum hefði farið fram uppbyggileg umræða og að Trump væri þakklátur fyrir að það hefði náðst á myndband þegar hann barðist fyrir því að vernda landamærin. Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Fleiri fréttir Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Sjá meira
Til snarpra orðaskipta kom á milli Bandaríkjaforseta og tveggja þingmanna Demókrataflokksins í Hvíta húsinu í kvöld þegar fjármögnun múrs á landamærum Mexíkó og Bandaríkjanna barst í tal. Forsetinn sagðist stoltur loka stofnunum alríkisstjórnarinnar tímabundið til að knýja á um fjármögnun múrsins en bygging hans var eitt af aðalkosningaloforðum Trumps. Rifrildið átti sér stað frammi fyrir blaðamönnum og myndatökumönnum en á upptöku má sjá Bandaríkjaforseta eiga snörp orðaskipti við Chuck Schumer leiðtoga demókrata í öldungardeild þingsins og Nancy Pelosi leiðtoga demókrata í fulltrúadeildinni, um fjármögnun veggjarins. „Ef við fáum ekki það sem við viljum, með einum eða öðrum hætti – hvort sem það er í gegnum ykkur, í gegnum herinn, í gegnum hvað sem er, þá mun ég loka öllum stofnunum alríkisstjórnarinnar“. Schumer sagði þá að það væri óábyrgt útspil vegna ágreinings við demókrata að því er Reuters greinir frá. „Ég myndi stoltur loka stofnunum alríkisstjórnarinnar til að tryggja örugg landamæri, Chuck, vegna þess að fólkið í þessu landi vill ekki glæpamenn og fólk sem glímir við vandamál og eitulyfjafíkn rigni inn í landið,“ sagði Trump. Í kosningabaráttunni árið 2016 hét Trump því að múrinn yrði reistur og ennfremur að stjórnvöld í Mexíkó myndu fjármagna hann að fullu. Fundurinn stóð ekki yfir lengi en Sarah Sanders, blaðafulltrúi Hvíta hússins, sagði í yfirlýsingu að á fundinum hefði farið fram uppbyggileg umræða og að Trump væri þakklátur fyrir að það hefði náðst á myndband þegar hann barðist fyrir því að vernda landamærin.
Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Fleiri fréttir Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Sjá meira