Morðinginn í Charlottesville dæmdur í lífstíðarfangelsi Kjartan Kjartansson skrifar 12. desember 2018 07:44 Mynd af Heather Heyer, konunni sem lést þegar maðurinn ók bíl sínum inn í hópinn, umkringd blómum og kertum. Vísir/EPA Rúmlega tvítugur nýnasisti sem drap konu á fertugsaldri þegar hann ók bíl sínum inn í hóp mótmælenda í borginni Charlottesville í Bandaríkjunum í fyrra var dæmdur í lífstíðarfangelsi í gær. Hann gæti enn átt dauðadóm yfir höfði sér í máli alríkisstjórnarinnar gegn honum. James A. Fields yngri var á meðal þátttakenda í stærstu samkomu hvítra þjóðernissinna í Bandaríkjunum um árabil sem haldin var í borginni í ágúst í fyrra. Samkoman bar yfirskriftina „Sameinum hægrið“ og beindist að nafninu til gegn því að borgaryfirvöld fjarlægðu styttu af Robert E. Lee, herforingja Suðurríkjanna. Í brýnu sló á milli hvítu þjóðernissinnanna og fólks sem mótmælti þeim. Slógust fylkingarnar á götum úti á meðan lögreglan hafði sig lítið frammi til að stöðva átökin. Í miðri ringulreiðinni ók Fields bíl sínum niður þrönga götu og inn í hóp mótmælenda. Heather Hayer, 32 ára gömul kona, lét lífið og 35 aðrir særðust, sumir þeirra alvarlega. Kviðdómur dæmdi Fields í alls 419 ára fangelsi fyrir glæpi sína og til að greiða tæplega hálfa milljón dollara í sektir í gær. Dómari kveður upp endanlegan dóm yfir honum í lok mars. Hann gæti mildað dóminn en samkvæmt lögum er ekki hægt að þyngja hann, að sögn Washington Post. Alríkisstjórn Bandaríkjanna hefur einnig ákært Fields fyrir hatursglæpi. Við einu brotanna sem hann er ákærður fyrir liggur dauðarefsing. Dómsmálaráðuneytið hefur ekki gefið út hvort það sækist eftir dauðadómi yfir Fields og ekki hefur verið ákveðið hvenær málið verður tekið fyrir. Hvítir þjóðernissinnar, nýnasistar og Kú Klúx Klan-liðar voru á meðal þeirra sem komu saman í „Sameinum hægrið“ í Charlottesville. Hópurinn fór meðal annars í blysför þar sem hrópuð voru rasísk slagorð eins og „gyðingar munu ekki koma í staðinn fyrir okkur“. Donald Trump Bandaríkjaforseti vakti mikla hneykslun og reiði þegar hann þráaðist við að fordæma hvítu þjóðernissinnanna sérstaklega og sagði á endanum að „mjög fínt fólk“ hafi verið í röðum bæði hvítu þjóðernissinnanna og mótmælenda þeirra. Bandaríkin Donald Trump Mótmæli í Charlottesville Tengdar fréttir Nýnasisti dæmdur fyrir morð vegna bílárásarinnar í Charlottesville Kviðdómendur töldu manninn hafa ekið inn í hóp mótmælenda að yfirlögðu ráði. 8. desember 2018 09:04 Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Fleiri fréttir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Sjá meira
Rúmlega tvítugur nýnasisti sem drap konu á fertugsaldri þegar hann ók bíl sínum inn í hóp mótmælenda í borginni Charlottesville í Bandaríkjunum í fyrra var dæmdur í lífstíðarfangelsi í gær. Hann gæti enn átt dauðadóm yfir höfði sér í máli alríkisstjórnarinnar gegn honum. James A. Fields yngri var á meðal þátttakenda í stærstu samkomu hvítra þjóðernissinna í Bandaríkjunum um árabil sem haldin var í borginni í ágúst í fyrra. Samkoman bar yfirskriftina „Sameinum hægrið“ og beindist að nafninu til gegn því að borgaryfirvöld fjarlægðu styttu af Robert E. Lee, herforingja Suðurríkjanna. Í brýnu sló á milli hvítu þjóðernissinnanna og fólks sem mótmælti þeim. Slógust fylkingarnar á götum úti á meðan lögreglan hafði sig lítið frammi til að stöðva átökin. Í miðri ringulreiðinni ók Fields bíl sínum niður þrönga götu og inn í hóp mótmælenda. Heather Hayer, 32 ára gömul kona, lét lífið og 35 aðrir særðust, sumir þeirra alvarlega. Kviðdómur dæmdi Fields í alls 419 ára fangelsi fyrir glæpi sína og til að greiða tæplega hálfa milljón dollara í sektir í gær. Dómari kveður upp endanlegan dóm yfir honum í lok mars. Hann gæti mildað dóminn en samkvæmt lögum er ekki hægt að þyngja hann, að sögn Washington Post. Alríkisstjórn Bandaríkjanna hefur einnig ákært Fields fyrir hatursglæpi. Við einu brotanna sem hann er ákærður fyrir liggur dauðarefsing. Dómsmálaráðuneytið hefur ekki gefið út hvort það sækist eftir dauðadómi yfir Fields og ekki hefur verið ákveðið hvenær málið verður tekið fyrir. Hvítir þjóðernissinnar, nýnasistar og Kú Klúx Klan-liðar voru á meðal þeirra sem komu saman í „Sameinum hægrið“ í Charlottesville. Hópurinn fór meðal annars í blysför þar sem hrópuð voru rasísk slagorð eins og „gyðingar munu ekki koma í staðinn fyrir okkur“. Donald Trump Bandaríkjaforseti vakti mikla hneykslun og reiði þegar hann þráaðist við að fordæma hvítu þjóðernissinnanna sérstaklega og sagði á endanum að „mjög fínt fólk“ hafi verið í röðum bæði hvítu þjóðernissinnanna og mótmælenda þeirra.
Bandaríkin Donald Trump Mótmæli í Charlottesville Tengdar fréttir Nýnasisti dæmdur fyrir morð vegna bílárásarinnar í Charlottesville Kviðdómendur töldu manninn hafa ekið inn í hóp mótmælenda að yfirlögðu ráði. 8. desember 2018 09:04 Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Fleiri fréttir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Sjá meira
Nýnasisti dæmdur fyrir morð vegna bílárásarinnar í Charlottesville Kviðdómendur töldu manninn hafa ekið inn í hóp mótmælenda að yfirlögðu ráði. 8. desember 2018 09:04