Íhaldsmenn lýsa vantrausti á Theresu May Kjartan Kjartansson skrifar 12. desember 2018 07:55 Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, er í kröppum dansi í eigin flokki. EPA/Andy Rain Þingmenn breska Íhaldsflokksins greiða atkvæði um formann flokksins í kvöld eftir að vantraust var lagt fram gegn Theresu May, forsætisráðherra og leiðtoga flokksins. Greiða átti atkvæði um útgöngusamning May í þinginu í gær en atkvæðagreiðslunni var frestað þegar ljóst var að hann yrði kolfelldur. Samkvæmt reglum Íhaldsflokksins geta 15% þingmanna flokksins krafist formannskjörs ef þeir skrifa formanni nefndar almennra íhaldsþingmanna bréf um að þeir lýsi vantrausti á leiðtogana. The Guardian segir að í það minnsta 48 bréf hafi borist. Harðlínumenn um Brexit eru afar ósáttir við samning hennar og vilja leiðtogann frá. BBC hefur eftir May að hún ætli að berjast gegn vantraustinu „með öllu því sem ég á til“. Að skipta um leiðtoga Íhaldsflokksins nú gæti stefnt framtíð landsins í hættu. „Nýr leiðtogi hefði ekki tíma til að semja upp á nýtt þannig ein af fyrstu aðgerðum hans væri að þurfa að framlengja eða draga til baka 50. greinina,“ sagði May við fréttamenn fyrir utan Downing-stræti 10 og vísaði þar til greinar Lissabonsáttmála Evrópusambandsins varðandi útgöngu ríkja. Atkvæðagreiðslan á að fara fram á milli klukkan 18 og 20 í dag. Atkvæði verða talin beint í kjölfarið og tilkynnt eins fljótt og auðið verður. Vinni May er ekki hægt að lýsa yfir vantrausti á hana aftur fyrr en eftir ár. Tapi hún fer fram önnur atkvæðagreiðsla þar sem hún getur ekki gefið kost á sér, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Til að halda velli þarf May stuðning að minnsta kosti 158 þingmanna Íhaldsflokksins. The Guardian segir að May gæti kosið að segja af sér sigri hún með litlum mun. May hefur verið leiðtogi Íhaldsflokksins og forsætisráðherra frá því skömmu eftir að Bretar kusu að yfirgefa Evrópusambandið í þjóðaratkvæðagreiðslu sumarið 2016. Harðlínumenn í flokki hennar hafa gert henni lífið leitt vegna útgöngunnar úr Evrópusambandinu undanfarna mánuði og hefur fjöldi ráðherra og þingmanna sagt af sér vegna stefnu hennar um hvað taki við. Bretland Brexit Evrópusambandið Tengdar fréttir May leitar á náðir ESB Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, er í erfiðri stöðu. 11. desember 2018 12:08 Corbyn ekki til í vantraust strax Leiðtogi Verkamannaflokksins leggur ekki fram vantrauststillögu fyrr en hann getur verið viss um meirihluta. Æ fleiri Íhaldsmenn snúast gegn Theresu May. Hún fór til Brussel í gær og ræddi við toppa ESB. 12. desember 2018 07:00 Allt í upplausn í Bretlandi Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, mætti fyrir breska þingið í gær og sagðist hafa aflýst atkvæðagreiðslu sem fram átti að fara í dag um samninginn sem náðst hefur við ESB um Brexit. 11. desember 2018 06:30 Mest lesið Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Hommar mega enn ekki gefa blóð Innlent Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Erlent Tekjur af bjórsölu orðnar meiri en af miðasölu Innlent Matargjöfum Fjölskylduhjálpar hætt: „Stingur okkur í hjartastað“ Innlent Umræðum haldið áfram eftir langan fund þingflokksformanna Innlent Magnús Þór lést við strandveiðar Innlent Kviðdómur komst að niðurstöðu í fjórum fimm ákæruliða Diddy Erlent Hvammsvirkjun bíður dóms Hæstaréttar Innlent Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Innlent Fleiri fréttir Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Kviðdómur komst að niðurstöðu í fjórum fimm ákæruliða Diddy „Stóra fallega frumvarpið“ í gegn á einu atkvæði Öldungur dæmdur fyrir meira en hálfrar aldar gamalt morð Forsætisráðherra Taílands vikið úr embætti Fjarlægja loftslagsskýrslur og ætla að hætta að fjármagna rannsóknir Óeirðir í Tyrklandi vegna umdeildrar skopmyndar Rauðar viðvaranir víða í Evrópu vegna hitans Segja niðurskurð á þróunaraðstoð hafa skelfilegar afleiðingar Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Unglingsstúlka lést þegar hestur dró hana eftir jörðinni „Stóra og fallega“ frumvarp repúblikana á tæpasta vaði Skæð hitabylgja velgir Evrópubúum undir uggum Aftur kjörin formaður þrátt fyrir fjárdráttinn sem felldi hana Skaut á slökkviliðsmenn úr launsátri Hefur í hótunum við New York vegna „kommúnistans“ Mamdani Krefjast svara um mögulegar frekari árásir Þúsundir Norðmanna fengu fyrir mistök tilkynningu um að hafa unnið milljónir Hitamet slegið á Spáni um helgina Sæta lögreglurannsókn vegna níðsöngva um ísraelska herinn Hættu leit eftir þrjá tíma að þeim sem féll útbyrðis úr Norrænu Íranir geti aftur byrjað að auðga úran eftir nokkra mánuði Metþátttaka í ólöglegri göngu: „Það er mikill hugur í fólki“ Þúsundir syrgja í Tehran og Trump segir æðstaklerkinn ljúga Hæstaréttardómarar fjarlægðu flein úr holdi Bandaríkjaforseta Lífstíðarfangelsi fyrir að myrða 14 ára dreng með samúræjasverði Finna fyrir fjarveru Bandaríkjanna á loftslagsfundi en sakna þeirra ekki Ungar konur særðust í skotárás í Nuuk Sá sem samdi Mission: Impossible lagið er látinn Stjúpsonur norska krónprinsins grunaður um nauðganir Sjá meira
Þingmenn breska Íhaldsflokksins greiða atkvæði um formann flokksins í kvöld eftir að vantraust var lagt fram gegn Theresu May, forsætisráðherra og leiðtoga flokksins. Greiða átti atkvæði um útgöngusamning May í þinginu í gær en atkvæðagreiðslunni var frestað þegar ljóst var að hann yrði kolfelldur. Samkvæmt reglum Íhaldsflokksins geta 15% þingmanna flokksins krafist formannskjörs ef þeir skrifa formanni nefndar almennra íhaldsþingmanna bréf um að þeir lýsi vantrausti á leiðtogana. The Guardian segir að í það minnsta 48 bréf hafi borist. Harðlínumenn um Brexit eru afar ósáttir við samning hennar og vilja leiðtogann frá. BBC hefur eftir May að hún ætli að berjast gegn vantraustinu „með öllu því sem ég á til“. Að skipta um leiðtoga Íhaldsflokksins nú gæti stefnt framtíð landsins í hættu. „Nýr leiðtogi hefði ekki tíma til að semja upp á nýtt þannig ein af fyrstu aðgerðum hans væri að þurfa að framlengja eða draga til baka 50. greinina,“ sagði May við fréttamenn fyrir utan Downing-stræti 10 og vísaði þar til greinar Lissabonsáttmála Evrópusambandsins varðandi útgöngu ríkja. Atkvæðagreiðslan á að fara fram á milli klukkan 18 og 20 í dag. Atkvæði verða talin beint í kjölfarið og tilkynnt eins fljótt og auðið verður. Vinni May er ekki hægt að lýsa yfir vantrausti á hana aftur fyrr en eftir ár. Tapi hún fer fram önnur atkvæðagreiðsla þar sem hún getur ekki gefið kost á sér, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Til að halda velli þarf May stuðning að minnsta kosti 158 þingmanna Íhaldsflokksins. The Guardian segir að May gæti kosið að segja af sér sigri hún með litlum mun. May hefur verið leiðtogi Íhaldsflokksins og forsætisráðherra frá því skömmu eftir að Bretar kusu að yfirgefa Evrópusambandið í þjóðaratkvæðagreiðslu sumarið 2016. Harðlínumenn í flokki hennar hafa gert henni lífið leitt vegna útgöngunnar úr Evrópusambandinu undanfarna mánuði og hefur fjöldi ráðherra og þingmanna sagt af sér vegna stefnu hennar um hvað taki við.
Bretland Brexit Evrópusambandið Tengdar fréttir May leitar á náðir ESB Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, er í erfiðri stöðu. 11. desember 2018 12:08 Corbyn ekki til í vantraust strax Leiðtogi Verkamannaflokksins leggur ekki fram vantrauststillögu fyrr en hann getur verið viss um meirihluta. Æ fleiri Íhaldsmenn snúast gegn Theresu May. Hún fór til Brussel í gær og ræddi við toppa ESB. 12. desember 2018 07:00 Allt í upplausn í Bretlandi Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, mætti fyrir breska þingið í gær og sagðist hafa aflýst atkvæðagreiðslu sem fram átti að fara í dag um samninginn sem náðst hefur við ESB um Brexit. 11. desember 2018 06:30 Mest lesið Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Hommar mega enn ekki gefa blóð Innlent Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Erlent Tekjur af bjórsölu orðnar meiri en af miðasölu Innlent Matargjöfum Fjölskylduhjálpar hætt: „Stingur okkur í hjartastað“ Innlent Umræðum haldið áfram eftir langan fund þingflokksformanna Innlent Magnús Þór lést við strandveiðar Innlent Kviðdómur komst að niðurstöðu í fjórum fimm ákæruliða Diddy Erlent Hvammsvirkjun bíður dóms Hæstaréttar Innlent Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Innlent Fleiri fréttir Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Kviðdómur komst að niðurstöðu í fjórum fimm ákæruliða Diddy „Stóra fallega frumvarpið“ í gegn á einu atkvæði Öldungur dæmdur fyrir meira en hálfrar aldar gamalt morð Forsætisráðherra Taílands vikið úr embætti Fjarlægja loftslagsskýrslur og ætla að hætta að fjármagna rannsóknir Óeirðir í Tyrklandi vegna umdeildrar skopmyndar Rauðar viðvaranir víða í Evrópu vegna hitans Segja niðurskurð á þróunaraðstoð hafa skelfilegar afleiðingar Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Unglingsstúlka lést þegar hestur dró hana eftir jörðinni „Stóra og fallega“ frumvarp repúblikana á tæpasta vaði Skæð hitabylgja velgir Evrópubúum undir uggum Aftur kjörin formaður þrátt fyrir fjárdráttinn sem felldi hana Skaut á slökkviliðsmenn úr launsátri Hefur í hótunum við New York vegna „kommúnistans“ Mamdani Krefjast svara um mögulegar frekari árásir Þúsundir Norðmanna fengu fyrir mistök tilkynningu um að hafa unnið milljónir Hitamet slegið á Spáni um helgina Sæta lögreglurannsókn vegna níðsöngva um ísraelska herinn Hættu leit eftir þrjá tíma að þeim sem féll útbyrðis úr Norrænu Íranir geti aftur byrjað að auðga úran eftir nokkra mánuði Metþátttaka í ólöglegri göngu: „Það er mikill hugur í fólki“ Þúsundir syrgja í Tehran og Trump segir æðstaklerkinn ljúga Hæstaréttardómarar fjarlægðu flein úr holdi Bandaríkjaforseta Lífstíðarfangelsi fyrir að myrða 14 ára dreng með samúræjasverði Finna fyrir fjarveru Bandaríkjanna á loftslagsfundi en sakna þeirra ekki Ungar konur særðust í skotárás í Nuuk Sá sem samdi Mission: Impossible lagið er látinn Stjúpsonur norska krónprinsins grunaður um nauðganir Sjá meira
May leitar á náðir ESB Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, er í erfiðri stöðu. 11. desember 2018 12:08
Corbyn ekki til í vantraust strax Leiðtogi Verkamannaflokksins leggur ekki fram vantrauststillögu fyrr en hann getur verið viss um meirihluta. Æ fleiri Íhaldsmenn snúast gegn Theresu May. Hún fór til Brussel í gær og ræddi við toppa ESB. 12. desember 2018 07:00
Allt í upplausn í Bretlandi Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, mætti fyrir breska þingið í gær og sagðist hafa aflýst atkvæðagreiðslu sem fram átti að fara í dag um samninginn sem náðst hefur við ESB um Brexit. 11. desember 2018 06:30