Trump gæti leyst Huawei-stýru úr haldi Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 13. desember 2018 08:00 Meng Wanzhou, fjármálastjóri Huawei. Fréttablaðið/EPA Meng Wanzhou, fjármálastjóri Huawei, var látin laus gegn tryggingu í Kanada í gær. Ellefu dagar eru nú liðnir frá því hún var handtekin, að beiðni Bandaríkjamanna, grunuð um að hafa afvegaleitt banka um ítök Huawei í Íran og þar með þá í hættu á því að brjóta gegn viðskiptaþvingunum. Bandaríkin fara fram á framsal hennar en málið hefur haft slæm áhrif á samband Bandaríkjanna og Kanada við risann í austri. Samkvæmt Reuters þarf Meng nú að vera með ökklaband og þá þurftu fimm vinir hennar að ábyrgjast að hún myndi ekki flýja með veði í húsum sínum. Dómari í Kanada á eftir að úrskurða um framsalið. Komist hann að því að málið gegn Meng sé nógu sterkt mun hún verða send til Bandaríkjanna þar sem hún á væntanlega ákæru í vændum og mögulega allt að þrjátíu ára fangelsisdóm. Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, tjáði sig um málið í samtali við Reuters. Sagði að ef það þjónaði þjóðarhagsmunum eða stuðlaði að nýjum viðskiptasamningi við Kína myndi hann taka fram fyrir hendur dómsmálaráðuneytisins í málinu. Lu Kang, upplýsingafulltrúi kínverska utanríkisráðuneytisins, sagði á blaðamannafundi að handtakan hefði verið stór mistök. „Við höfum tjáð Bandaríkjunum og Kanada að við lítum þannig á málið og förum fram á að ríkin leiðrétti þetta þegar í stað og leysi Meng Wanzhou úr haldi,“ sagði Lu og bætti því við að það væri jákvætt ef forseti Bandaríkjanna beitti sér fyrir lausn fjármálastjórans. Birtist í Fréttablaðinu Donald Trump Kína Norður-Ameríka Tengdar fréttir Kínverjar segja réttarhöld yfir Huawei-stýru sýndarmennsku Meng Wanzhou, fjármálastjóri Huawei og dóttir stofnanda kínverska tæknifyrirtækisins, mætti fyrir dóm í Vancouver í Kanada í gær og á sunnudag. 11. desember 2018 07:00 Kanada sver af sér tengsl við handtökuna Justin Trudeau, forsætisráðherra Kanada, segir að ríkisstjórn hans hafi ekki komið nálægt handtökunni á Meng Wanzhou, fjármálastjóra kínverska tæknifyrirtækisins Huawei. Meng var handtekinn á flugvellinum í Vancouver á laugardag. 6. desember 2018 23:15 Kína handtekur kanadískan diplómata Yfirvöld í Kína vildu ekki svara fyrirspurnum miðilsins um málið. 12. desember 2018 07:00 Mest lesið Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Fleiri fréttir Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sjá meira
Meng Wanzhou, fjármálastjóri Huawei, var látin laus gegn tryggingu í Kanada í gær. Ellefu dagar eru nú liðnir frá því hún var handtekin, að beiðni Bandaríkjamanna, grunuð um að hafa afvegaleitt banka um ítök Huawei í Íran og þar með þá í hættu á því að brjóta gegn viðskiptaþvingunum. Bandaríkin fara fram á framsal hennar en málið hefur haft slæm áhrif á samband Bandaríkjanna og Kanada við risann í austri. Samkvæmt Reuters þarf Meng nú að vera með ökklaband og þá þurftu fimm vinir hennar að ábyrgjast að hún myndi ekki flýja með veði í húsum sínum. Dómari í Kanada á eftir að úrskurða um framsalið. Komist hann að því að málið gegn Meng sé nógu sterkt mun hún verða send til Bandaríkjanna þar sem hún á væntanlega ákæru í vændum og mögulega allt að þrjátíu ára fangelsisdóm. Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, tjáði sig um málið í samtali við Reuters. Sagði að ef það þjónaði þjóðarhagsmunum eða stuðlaði að nýjum viðskiptasamningi við Kína myndi hann taka fram fyrir hendur dómsmálaráðuneytisins í málinu. Lu Kang, upplýsingafulltrúi kínverska utanríkisráðuneytisins, sagði á blaðamannafundi að handtakan hefði verið stór mistök. „Við höfum tjáð Bandaríkjunum og Kanada að við lítum þannig á málið og förum fram á að ríkin leiðrétti þetta þegar í stað og leysi Meng Wanzhou úr haldi,“ sagði Lu og bætti því við að það væri jákvætt ef forseti Bandaríkjanna beitti sér fyrir lausn fjármálastjórans.
Birtist í Fréttablaðinu Donald Trump Kína Norður-Ameríka Tengdar fréttir Kínverjar segja réttarhöld yfir Huawei-stýru sýndarmennsku Meng Wanzhou, fjármálastjóri Huawei og dóttir stofnanda kínverska tæknifyrirtækisins, mætti fyrir dóm í Vancouver í Kanada í gær og á sunnudag. 11. desember 2018 07:00 Kanada sver af sér tengsl við handtökuna Justin Trudeau, forsætisráðherra Kanada, segir að ríkisstjórn hans hafi ekki komið nálægt handtökunni á Meng Wanzhou, fjármálastjóra kínverska tæknifyrirtækisins Huawei. Meng var handtekinn á flugvellinum í Vancouver á laugardag. 6. desember 2018 23:15 Kína handtekur kanadískan diplómata Yfirvöld í Kína vildu ekki svara fyrirspurnum miðilsins um málið. 12. desember 2018 07:00 Mest lesið Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Fleiri fréttir Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sjá meira
Kínverjar segja réttarhöld yfir Huawei-stýru sýndarmennsku Meng Wanzhou, fjármálastjóri Huawei og dóttir stofnanda kínverska tæknifyrirtækisins, mætti fyrir dóm í Vancouver í Kanada í gær og á sunnudag. 11. desember 2018 07:00
Kanada sver af sér tengsl við handtökuna Justin Trudeau, forsætisráðherra Kanada, segir að ríkisstjórn hans hafi ekki komið nálægt handtökunni á Meng Wanzhou, fjármálastjóra kínverska tæknifyrirtækisins Huawei. Meng var handtekinn á flugvellinum í Vancouver á laugardag. 6. desember 2018 23:15
Kína handtekur kanadískan diplómata Yfirvöld í Kína vildu ekki svara fyrirspurnum miðilsins um málið. 12. desember 2018 07:00