Ítalir lúffa í fjárlagadeilu sinni við ESB Atli Ísleifsson skrifar 12. desember 2018 23:48 Guiseppe Conte tók við embætti forsætisráðherra Ítalíu fyrr á árinu. Getty/Sean Gallup Ítölsk stjórnvöld hafa dregið í land í deilu sinni við Evrópusambandið varðandi fjárlagafrumvarpið fyrir næsta ár. Hefur ítalska ríkisstjórnin ákveðið að draga úr fjárlagahallanum í þeim tilgangi að koma í veg að þurfa að sæta sektargreiðslum af hálfu sambandsins. Mikil spenna hefur verið í samskiptum ítalskra stjórnvalda og framkvæmdastjórnar ESB síðustu tvo mánuði vegna fjárlagafrumvarpsins. Popúlistaflokkar sem eiga sæti í ríkisstjórn Ítalíu, meðal annars Bandalagið og Fimm stjörnu hreyfingin, höfðu áður lagt fram fjárlagafrumvarp sem gerði ráð fyrir miklum útgjöldum. Ítalskir fjölmiðlar greindu þó frá því í dag að Guiseppe Conte, forsætisráðherra Ítalíu, hafi lagt til breytingar sem skili sér í minni fjárlagahalla.Reglur um opinber fjármál Fljótlega eftir að upphaflega frumvarpið kom fram í haust gerði framkvæmdastjórn ESB athugasemdir við frumvarpið og sagði það brjóta í bága við reglur sambandsins um opinber fjármál. Ætlunin með reglunum er að tryggja fjármálastöðugleika til að ríkisstjórnir aðildarríkja freistist ekki til að stórauka ríkisútgjöld, þrátt fyrir kröfu almennings heima fyrir. Reglurnar fela í sér að aðildarríki hafi samráð um gerð fjárlaga og skuldir og útgjöld aðildarríkja þurfi að vera undir ákveðnu viðmiði sem hlutfall af landsframleiðslu.Fékk falleinkunn Ítalía varð í október fyrsta aðildarríkið sem lagði fram fjárlagafrumvarp sem féll falleinkunn hjá framkvæmdastjórn ESB, en hallinn nam þar 2,4 prósent af landsframleiðslu. Ítalía er nú þegar í öðru sæti á lista yfir skuldsettustu aðildarríki ESB og mældust áætlanir stjórnarinnar um borgaralaun og breytingar á lífeyriskerfi ekki vel fyrir. Matteo Salvini, innanríkisráðherra og leiðtogi Bandalagsins, og Luigi Di Maio, efnahagsmálaráðherra og leiðtogi Fimm stjörnu hreyfingarinnar, höfðu hins vegar sagt fyrirhugaðar breytingar nauðsynlegar til að koma stöðnuðu hagkerfi landsins á aftur á ról. Ekki hefur verið greint frá því hvaða breytingar verði gerðar á fjárlagafrumvarpinu, þó að fyrir liggi að fjárlagahallinn sé nú 2,04 prósent af landsframleiðslu. Evrópusambandið Ítalía Tengdar fréttir Ríkisstjórn Ítalíu virðir athugasemdir ESB að vettugi Ríkisstjórn Ítalíu ætlar að virða að vettugi reglur Evrópusambandsins um opinber fjármál og ætlar að skila fjárlagafrumvarpi með halla sem brýtur gegn reglunum þrátt fyrir athugasemdir og aðfinnslur framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins. Forsætisáðherra Ítalíu segir að landið sé ekki á leið út úr ESB. 22. október 2018 18:30 Mest lesið Kom að lokuðum dyrum örfáum dögum eftir að hafa tjáð sig í fjölmiðlum Innlent Þessi troða upp á innsetningarathöfn Trump Erlent Sigurjón lenti fyrir bíl: „Þetta er alveg lygilegt“ Innlent Hafi ekki fengið nauðsynlega hjálp áður en hann varð dóttur sinni að bana Innlent Vill veita björgunarfólkinu viðurkenningu Innlent Stjórnmálamenn þurfa ekki að lepja dauðann úr skel Innlent Hyggjast leggja 100 prósent skatt á eignakaup útlendinga Erlent Krafa um að tré verði felld í Öskjuhlíð eigi ekki að koma á óvart Innlent Óvenjuleg skjálftahrina í Bárðarbungu Innlent Atburðarásin minnir á undanfara eldgossins í Holuhrauni Innlent Fleiri fréttir Hamas-liðar samþykktu drög að friðarsamkomulagi Að minnsta kosti hundrað hafa dáið ofan í lokaðri námu Lögðu kapp á að senda Pútín viðvörun vegna eldsprengja Eldar sagðir loga víða í Rússlandi eftir árásir Flokkur Farage fast á hæla Verkamannaflokksins Segist ítrekað hafa komið í veg fyrir frið á Gasa Segir að Trump hefði verið sakfelldur Þessi troða upp á innsetningarathöfn Trump Búa sig undir það versta Hyggjast leggja 100 prósent skatt á eignakaup útlendinga Bloomberg segir viðræður hafa átt sér stað um sölu TikTok til Musk Biden segir vopnahlésviðræður á lokametrunum Að minnsta kosti 24 látnir Máluðu gröf Charles Darwin í mótmælaskyni Fundu leifar af fíkniefnum í þinghúsinu eftir jólagleði þingflokka Hnjúkaþeyrinn sem knýr áfram eldana mannskæðu í Los Angeles Stjórnmálamenn fá ekki að tjá sig á 80 ára afmæli frelsunar Auschwitz Svíar séu hvorki í stríði né búi þeir við frið Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Tugir slasaðir eftir árekstur tveggja sporvagna Alls sextán látin í eldunum Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Weidel og Scholz kanslaraefni Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Tveir norður-kóreskir hermenn sagðir í haldi Úkraínuhers Anita Bryant er látin Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ Sjá meira
Ítölsk stjórnvöld hafa dregið í land í deilu sinni við Evrópusambandið varðandi fjárlagafrumvarpið fyrir næsta ár. Hefur ítalska ríkisstjórnin ákveðið að draga úr fjárlagahallanum í þeim tilgangi að koma í veg að þurfa að sæta sektargreiðslum af hálfu sambandsins. Mikil spenna hefur verið í samskiptum ítalskra stjórnvalda og framkvæmdastjórnar ESB síðustu tvo mánuði vegna fjárlagafrumvarpsins. Popúlistaflokkar sem eiga sæti í ríkisstjórn Ítalíu, meðal annars Bandalagið og Fimm stjörnu hreyfingin, höfðu áður lagt fram fjárlagafrumvarp sem gerði ráð fyrir miklum útgjöldum. Ítalskir fjölmiðlar greindu þó frá því í dag að Guiseppe Conte, forsætisráðherra Ítalíu, hafi lagt til breytingar sem skili sér í minni fjárlagahalla.Reglur um opinber fjármál Fljótlega eftir að upphaflega frumvarpið kom fram í haust gerði framkvæmdastjórn ESB athugasemdir við frumvarpið og sagði það brjóta í bága við reglur sambandsins um opinber fjármál. Ætlunin með reglunum er að tryggja fjármálastöðugleika til að ríkisstjórnir aðildarríkja freistist ekki til að stórauka ríkisútgjöld, þrátt fyrir kröfu almennings heima fyrir. Reglurnar fela í sér að aðildarríki hafi samráð um gerð fjárlaga og skuldir og útgjöld aðildarríkja þurfi að vera undir ákveðnu viðmiði sem hlutfall af landsframleiðslu.Fékk falleinkunn Ítalía varð í október fyrsta aðildarríkið sem lagði fram fjárlagafrumvarp sem féll falleinkunn hjá framkvæmdastjórn ESB, en hallinn nam þar 2,4 prósent af landsframleiðslu. Ítalía er nú þegar í öðru sæti á lista yfir skuldsettustu aðildarríki ESB og mældust áætlanir stjórnarinnar um borgaralaun og breytingar á lífeyriskerfi ekki vel fyrir. Matteo Salvini, innanríkisráðherra og leiðtogi Bandalagsins, og Luigi Di Maio, efnahagsmálaráðherra og leiðtogi Fimm stjörnu hreyfingarinnar, höfðu hins vegar sagt fyrirhugaðar breytingar nauðsynlegar til að koma stöðnuðu hagkerfi landsins á aftur á ról. Ekki hefur verið greint frá því hvaða breytingar verði gerðar á fjárlagafrumvarpinu, þó að fyrir liggi að fjárlagahallinn sé nú 2,04 prósent af landsframleiðslu.
Evrópusambandið Ítalía Tengdar fréttir Ríkisstjórn Ítalíu virðir athugasemdir ESB að vettugi Ríkisstjórn Ítalíu ætlar að virða að vettugi reglur Evrópusambandsins um opinber fjármál og ætlar að skila fjárlagafrumvarpi með halla sem brýtur gegn reglunum þrátt fyrir athugasemdir og aðfinnslur framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins. Forsætisáðherra Ítalíu segir að landið sé ekki á leið út úr ESB. 22. október 2018 18:30 Mest lesið Kom að lokuðum dyrum örfáum dögum eftir að hafa tjáð sig í fjölmiðlum Innlent Þessi troða upp á innsetningarathöfn Trump Erlent Sigurjón lenti fyrir bíl: „Þetta er alveg lygilegt“ Innlent Hafi ekki fengið nauðsynlega hjálp áður en hann varð dóttur sinni að bana Innlent Vill veita björgunarfólkinu viðurkenningu Innlent Stjórnmálamenn þurfa ekki að lepja dauðann úr skel Innlent Hyggjast leggja 100 prósent skatt á eignakaup útlendinga Erlent Krafa um að tré verði felld í Öskjuhlíð eigi ekki að koma á óvart Innlent Óvenjuleg skjálftahrina í Bárðarbungu Innlent Atburðarásin minnir á undanfara eldgossins í Holuhrauni Innlent Fleiri fréttir Hamas-liðar samþykktu drög að friðarsamkomulagi Að minnsta kosti hundrað hafa dáið ofan í lokaðri námu Lögðu kapp á að senda Pútín viðvörun vegna eldsprengja Eldar sagðir loga víða í Rússlandi eftir árásir Flokkur Farage fast á hæla Verkamannaflokksins Segist ítrekað hafa komið í veg fyrir frið á Gasa Segir að Trump hefði verið sakfelldur Þessi troða upp á innsetningarathöfn Trump Búa sig undir það versta Hyggjast leggja 100 prósent skatt á eignakaup útlendinga Bloomberg segir viðræður hafa átt sér stað um sölu TikTok til Musk Biden segir vopnahlésviðræður á lokametrunum Að minnsta kosti 24 látnir Máluðu gröf Charles Darwin í mótmælaskyni Fundu leifar af fíkniefnum í þinghúsinu eftir jólagleði þingflokka Hnjúkaþeyrinn sem knýr áfram eldana mannskæðu í Los Angeles Stjórnmálamenn fá ekki að tjá sig á 80 ára afmæli frelsunar Auschwitz Svíar séu hvorki í stríði né búi þeir við frið Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Tugir slasaðir eftir árekstur tveggja sporvagna Alls sextán látin í eldunum Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Weidel og Scholz kanslaraefni Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Tveir norður-kóreskir hermenn sagðir í haldi Úkraínuhers Anita Bryant er látin Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ Sjá meira
Ríkisstjórn Ítalíu virðir athugasemdir ESB að vettugi Ríkisstjórn Ítalíu ætlar að virða að vettugi reglur Evrópusambandsins um opinber fjármál og ætlar að skila fjárlagafrumvarpi með halla sem brýtur gegn reglunum þrátt fyrir athugasemdir og aðfinnslur framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins. Forsætisáðherra Ítalíu segir að landið sé ekki á leið út úr ESB. 22. október 2018 18:30