May heldur til Brussel eftir að hafa staðið af sér vantraust Kjartan Kjartansson skrifar 13. desember 2018 08:58 May reynir nú að bæta samninginn við ESB í von um að það fleyti honum í gegnum þingið. Vísir/EPA Fyrirkomulag landamæra Bretlands og Írlands verður efst á baugi þegar Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, fundar með leiðtogum Evrópusambandsins í dag. May, sem stóð af sér vantrauststillögu í eigin flokki í gærkvöldi, er sögð vilja fyrirheit um að málamiðlun um landamærin verði aðeins tímabundin. Staðan í breskum stjórnmálum hefur verið sérlega eldfim undanfarna daga. May frestaði atkvæðagreiðslu í þinginu um útgöngusamning hennar við Evrópusambandið sem fara átti fram á þriðjudag. Útlit var fyrir að þingið kolfelldi samninginn. Ætlaði hún að reyna að herja betri samning út úr evrópskum leiðtogum. Í kjölfarið lýsti hluti þingflokks Íhaldsflokksins yfir vantrausti á May. Hún stóð það af sér í atkvæðagreiðslu þingmanna í gærkvöldi.Breska ríkisútvarpið BBC segir að forysta Evrópusambandið sé ekki tilbúin að semja upp á nýtt við Breta. Hún sé hins vegar opin fyrir því að veita May frekari tryggingar fyrir því að málamiðlun um írsku landamærin verði tímabundin. Málið snýst um landamæri Írlands og Norður-Írlands. Bretar, þar á meðal Norður-Írar, ætla að ganga úr Evrópusambandinu, innri markaði þess og tollasamstarfi. Írar vilja forðast i lengstu lög að koma þurfi upp landamæra- og tollaeftirliti á milli Írlands, sem verður áfram í ESB, og Norður-Írlands. Jafnvel hefur verið óttast að slíkt gæti ýft aftur upp ófrið á Norður-Írlandi. Lausnin í Brexit-samningi May við ESB felur í sér að Norður-Írland verði áfram hluti af tollasamstarfinu og innri markaðinum þar til varanleg lausn finnst um landamærin. May vill fá evrópsku leiðtogana til að veita sér lagalegar skuldbindingar um að sú ráðstöfun verði tímabundin í þeirri von að það vinni samningnum meiri stuðning á þingi. Bretland Brexit Evrópusambandið Tengdar fréttir May leitar á náðir ESB Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, er í erfiðri stöðu. 11. desember 2018 12:08 May lifði gærdaginn af en er áfram völt í sessi Theresa May fékk meirihluta atkvæða með sér í vantraustsatkvæðagreiðslu Íhaldsmanna. Hins vegar er ljóst að May nýtur tæpast stuðnings meirihluta þingsins. 13. desember 2018 08:30 Theresa May stóðst atlöguna Tvö hundruð þingmenn Íhaldsflokksins greiddu atkvæði gegn tillögunni, en 117 með. 12. desember 2018 21:02 Mest lesið „Algjörlega alveg út í hött“ Innlent Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Erlent Umferðin færist inn á íbúðagötur Innlent Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Erlent Vann á öllum deildum leikskólans Innlent Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Innlent Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Innlent Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Innlent Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Erlent Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Erlent Fleiri fréttir Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Hótar helvíti á jörð samþykki Hamas ekki tillögurnar Vísa frá máli á hendur skipverjum sem voru taldir hafa slitið sæstrengi „Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar“ Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Fyrsta konan sem verður erkibiskupinn af Kantaraborg Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Einn hinna látnu skotinn af lögreglu og annar særður Finna mikla nálykt frá rústunum Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Hamas liðar vilja ekki afvopnast Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Nafngreina árásarmanninn í Manchester Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Árásin í Manchester skilgreind sem hryðjuverk Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Sjá meira
Fyrirkomulag landamæra Bretlands og Írlands verður efst á baugi þegar Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, fundar með leiðtogum Evrópusambandsins í dag. May, sem stóð af sér vantrauststillögu í eigin flokki í gærkvöldi, er sögð vilja fyrirheit um að málamiðlun um landamærin verði aðeins tímabundin. Staðan í breskum stjórnmálum hefur verið sérlega eldfim undanfarna daga. May frestaði atkvæðagreiðslu í þinginu um útgöngusamning hennar við Evrópusambandið sem fara átti fram á þriðjudag. Útlit var fyrir að þingið kolfelldi samninginn. Ætlaði hún að reyna að herja betri samning út úr evrópskum leiðtogum. Í kjölfarið lýsti hluti þingflokks Íhaldsflokksins yfir vantrausti á May. Hún stóð það af sér í atkvæðagreiðslu þingmanna í gærkvöldi.Breska ríkisútvarpið BBC segir að forysta Evrópusambandið sé ekki tilbúin að semja upp á nýtt við Breta. Hún sé hins vegar opin fyrir því að veita May frekari tryggingar fyrir því að málamiðlun um írsku landamærin verði tímabundin. Málið snýst um landamæri Írlands og Norður-Írlands. Bretar, þar á meðal Norður-Írar, ætla að ganga úr Evrópusambandinu, innri markaði þess og tollasamstarfi. Írar vilja forðast i lengstu lög að koma þurfi upp landamæra- og tollaeftirliti á milli Írlands, sem verður áfram í ESB, og Norður-Írlands. Jafnvel hefur verið óttast að slíkt gæti ýft aftur upp ófrið á Norður-Írlandi. Lausnin í Brexit-samningi May við ESB felur í sér að Norður-Írland verði áfram hluti af tollasamstarfinu og innri markaðinum þar til varanleg lausn finnst um landamærin. May vill fá evrópsku leiðtogana til að veita sér lagalegar skuldbindingar um að sú ráðstöfun verði tímabundin í þeirri von að það vinni samningnum meiri stuðning á þingi.
Bretland Brexit Evrópusambandið Tengdar fréttir May leitar á náðir ESB Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, er í erfiðri stöðu. 11. desember 2018 12:08 May lifði gærdaginn af en er áfram völt í sessi Theresa May fékk meirihluta atkvæða með sér í vantraustsatkvæðagreiðslu Íhaldsmanna. Hins vegar er ljóst að May nýtur tæpast stuðnings meirihluta þingsins. 13. desember 2018 08:30 Theresa May stóðst atlöguna Tvö hundruð þingmenn Íhaldsflokksins greiddu atkvæði gegn tillögunni, en 117 með. 12. desember 2018 21:02 Mest lesið „Algjörlega alveg út í hött“ Innlent Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Erlent Umferðin færist inn á íbúðagötur Innlent Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Erlent Vann á öllum deildum leikskólans Innlent Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Innlent Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Innlent Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Innlent Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Erlent Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Erlent Fleiri fréttir Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Hótar helvíti á jörð samþykki Hamas ekki tillögurnar Vísa frá máli á hendur skipverjum sem voru taldir hafa slitið sæstrengi „Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar“ Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Fyrsta konan sem verður erkibiskupinn af Kantaraborg Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Einn hinna látnu skotinn af lögreglu og annar særður Finna mikla nálykt frá rústunum Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Hamas liðar vilja ekki afvopnast Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Nafngreina árásarmanninn í Manchester Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Árásin í Manchester skilgreind sem hryðjuverk Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Sjá meira
May leitar á náðir ESB Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, er í erfiðri stöðu. 11. desember 2018 12:08
May lifði gærdaginn af en er áfram völt í sessi Theresa May fékk meirihluta atkvæða með sér í vantraustsatkvæðagreiðslu Íhaldsmanna. Hins vegar er ljóst að May nýtur tæpast stuðnings meirihluta þingsins. 13. desember 2018 08:30
Theresa May stóðst atlöguna Tvö hundruð þingmenn Íhaldsflokksins greiddu atkvæði gegn tillögunni, en 117 með. 12. desember 2018 21:02