May heldur til Brussel eftir að hafa staðið af sér vantraust Kjartan Kjartansson skrifar 13. desember 2018 08:58 May reynir nú að bæta samninginn við ESB í von um að það fleyti honum í gegnum þingið. Vísir/EPA Fyrirkomulag landamæra Bretlands og Írlands verður efst á baugi þegar Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, fundar með leiðtogum Evrópusambandsins í dag. May, sem stóð af sér vantrauststillögu í eigin flokki í gærkvöldi, er sögð vilja fyrirheit um að málamiðlun um landamærin verði aðeins tímabundin. Staðan í breskum stjórnmálum hefur verið sérlega eldfim undanfarna daga. May frestaði atkvæðagreiðslu í þinginu um útgöngusamning hennar við Evrópusambandið sem fara átti fram á þriðjudag. Útlit var fyrir að þingið kolfelldi samninginn. Ætlaði hún að reyna að herja betri samning út úr evrópskum leiðtogum. Í kjölfarið lýsti hluti þingflokks Íhaldsflokksins yfir vantrausti á May. Hún stóð það af sér í atkvæðagreiðslu þingmanna í gærkvöldi.Breska ríkisútvarpið BBC segir að forysta Evrópusambandið sé ekki tilbúin að semja upp á nýtt við Breta. Hún sé hins vegar opin fyrir því að veita May frekari tryggingar fyrir því að málamiðlun um írsku landamærin verði tímabundin. Málið snýst um landamæri Írlands og Norður-Írlands. Bretar, þar á meðal Norður-Írar, ætla að ganga úr Evrópusambandinu, innri markaði þess og tollasamstarfi. Írar vilja forðast i lengstu lög að koma þurfi upp landamæra- og tollaeftirliti á milli Írlands, sem verður áfram í ESB, og Norður-Írlands. Jafnvel hefur verið óttast að slíkt gæti ýft aftur upp ófrið á Norður-Írlandi. Lausnin í Brexit-samningi May við ESB felur í sér að Norður-Írland verði áfram hluti af tollasamstarfinu og innri markaðinum þar til varanleg lausn finnst um landamærin. May vill fá evrópsku leiðtogana til að veita sér lagalegar skuldbindingar um að sú ráðstöfun verði tímabundin í þeirri von að það vinni samningnum meiri stuðning á þingi. Bretland Brexit Evrópusambandið Tengdar fréttir May leitar á náðir ESB Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, er í erfiðri stöðu. 11. desember 2018 12:08 May lifði gærdaginn af en er áfram völt í sessi Theresa May fékk meirihluta atkvæða með sér í vantraustsatkvæðagreiðslu Íhaldsmanna. Hins vegar er ljóst að May nýtur tæpast stuðnings meirihluta þingsins. 13. desember 2018 08:30 Theresa May stóðst atlöguna Tvö hundruð þingmenn Íhaldsflokksins greiddu atkvæði gegn tillögunni, en 117 með. 12. desember 2018 21:02 Mest lesið Aron Can heill á húfi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Erlent Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Innlent Hneig niður vegna flogakasts Innlent Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Innlent Lögreglan leitar tveggja manna Innlent Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Innlent Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Innlent Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Innlent Fleiri fréttir Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Norskur maður ákærður fyrir njósnir í þágu Rússa og Írana Abrahamska dulspekitrúin sem heyr tilvistarstríð Setjast enn og aftur við samningaborðið en væntingar eru litlar Biden hraunar yfir Clooney: „Hann má fokka sér“ Segjast hafa fengið rangar líkamsleifar Efnt til mótmæla í Úkraínu vegna umdeildrar lagabreytingar Sjá meira
Fyrirkomulag landamæra Bretlands og Írlands verður efst á baugi þegar Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, fundar með leiðtogum Evrópusambandsins í dag. May, sem stóð af sér vantrauststillögu í eigin flokki í gærkvöldi, er sögð vilja fyrirheit um að málamiðlun um landamærin verði aðeins tímabundin. Staðan í breskum stjórnmálum hefur verið sérlega eldfim undanfarna daga. May frestaði atkvæðagreiðslu í þinginu um útgöngusamning hennar við Evrópusambandið sem fara átti fram á þriðjudag. Útlit var fyrir að þingið kolfelldi samninginn. Ætlaði hún að reyna að herja betri samning út úr evrópskum leiðtogum. Í kjölfarið lýsti hluti þingflokks Íhaldsflokksins yfir vantrausti á May. Hún stóð það af sér í atkvæðagreiðslu þingmanna í gærkvöldi.Breska ríkisútvarpið BBC segir að forysta Evrópusambandið sé ekki tilbúin að semja upp á nýtt við Breta. Hún sé hins vegar opin fyrir því að veita May frekari tryggingar fyrir því að málamiðlun um írsku landamærin verði tímabundin. Málið snýst um landamæri Írlands og Norður-Írlands. Bretar, þar á meðal Norður-Írar, ætla að ganga úr Evrópusambandinu, innri markaði þess og tollasamstarfi. Írar vilja forðast i lengstu lög að koma þurfi upp landamæra- og tollaeftirliti á milli Írlands, sem verður áfram í ESB, og Norður-Írlands. Jafnvel hefur verið óttast að slíkt gæti ýft aftur upp ófrið á Norður-Írlandi. Lausnin í Brexit-samningi May við ESB felur í sér að Norður-Írland verði áfram hluti af tollasamstarfinu og innri markaðinum þar til varanleg lausn finnst um landamærin. May vill fá evrópsku leiðtogana til að veita sér lagalegar skuldbindingar um að sú ráðstöfun verði tímabundin í þeirri von að það vinni samningnum meiri stuðning á þingi.
Bretland Brexit Evrópusambandið Tengdar fréttir May leitar á náðir ESB Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, er í erfiðri stöðu. 11. desember 2018 12:08 May lifði gærdaginn af en er áfram völt í sessi Theresa May fékk meirihluta atkvæða með sér í vantraustsatkvæðagreiðslu Íhaldsmanna. Hins vegar er ljóst að May nýtur tæpast stuðnings meirihluta þingsins. 13. desember 2018 08:30 Theresa May stóðst atlöguna Tvö hundruð þingmenn Íhaldsflokksins greiddu atkvæði gegn tillögunni, en 117 með. 12. desember 2018 21:02 Mest lesið Aron Can heill á húfi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Erlent Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Innlent Hneig niður vegna flogakasts Innlent Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Innlent Lögreglan leitar tveggja manna Innlent Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Innlent Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Innlent Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Innlent Fleiri fréttir Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Norskur maður ákærður fyrir njósnir í þágu Rússa og Írana Abrahamska dulspekitrúin sem heyr tilvistarstríð Setjast enn og aftur við samningaborðið en væntingar eru litlar Biden hraunar yfir Clooney: „Hann má fokka sér“ Segjast hafa fengið rangar líkamsleifar Efnt til mótmæla í Úkraínu vegna umdeildrar lagabreytingar Sjá meira
May leitar á náðir ESB Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, er í erfiðri stöðu. 11. desember 2018 12:08
May lifði gærdaginn af en er áfram völt í sessi Theresa May fékk meirihluta atkvæða með sér í vantraustsatkvæðagreiðslu Íhaldsmanna. Hins vegar er ljóst að May nýtur tæpast stuðnings meirihluta þingsins. 13. desember 2018 08:30
Theresa May stóðst atlöguna Tvö hundruð þingmenn Íhaldsflokksins greiddu atkvæði gegn tillögunni, en 117 með. 12. desember 2018 21:02