„Siðlaust og stórskaðlegt“ að taka ekki á hnattrænni hlýnun Kjartan Kjartansson skrifar 13. desember 2018 13:31 Guterres gerði sér aðra ferð til Katowice til að hvetja samninganefndir aðildarríkjanna til dáða. Vísir/EPA Framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna varaði samningamenn ríkja heims að það væri ekki aðeins siðlaust heldur einnig stórskaðlegt fyrir jörðina auki þau ekki aðgerðir sínar til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda og vinna gegn loftslagsbreytingum. Loftslagsráðstefna SÞ í Póllandi er nú á lokametrunum. Sumir sjá teikn um að viðræður ríkjanna á COP24-ráðstefnunni í Katowice í Póllandi gangi illa í því að Antonio Guterres, framkvæmdastjóri SÞ, hafi gert sér aðra ferð þangað í dag til að knýja á um hún verði leidd farsællega til lykta, að því er segir í frétt breska ríkisútvarpsins BBC. Aðalverkefni fundarins nú er að samþykkja reglur um hvernig aðildarríki Parísarsamkomulagsins halda utan um losun sína á gróðurhúsalofttegundum og aðgerðir til að draga úr henni. Nokkur ríki eru sögð hafa lofað því að herða loftslagsaðgerðir sínar fyrir árið 2020. Guterres lagði mikla áherslu á mikilvægi þess að auka metnaðinn. Nýlega gaf milliríkjanefnd SÞ um loftslagsbreytingar út vísindaskýrslu þar sem fram kom að ríki heims þyrftu að margfalda aðgerðir sínar ef þau ætluðu að ná markmiði Parísarsamkomulagsins um að halda hnattrænni hlýnun innan við 1,5°C. „Að sóa þessu tækifæri myndi skaða síðasta og besta tækifæri okkar til að koma í veg fyrir óðaloftslagsbreytingar. Það væri ekki aðeins siðlaust, það væri stórskaðlegt,“ sagði Guterres í ræðu á ráðstefnunni og hvatti fulltrúa ríkjanna til að miðla málum og hraða viðræðunum. Varaði framkvæmdastjórinn við því að enn væru stór pólitíska mál óleyst á fundinum.Olíuríkin sett strik í reikninginn Bandaríkin, Rússland, Sádi-Arabía og Kúveit hafa rofið samstöðu ríkjanna í Póllandi en þau neituðu meðal annars að fallast á orðalag í ályktun um vísindaskýrsluna um 1,5°C-markmiðið. Á móti kemur að Evrópusambandið ásamt Kanada, Bretlandi, Noregi ásamt fjölda annarra ríkja segjast ætla að þrýsta á um að landsmarkmið þeirra verði hert enn frá því sem þau hafa boðað. Ísland tekur þátt í sameiginlegu markmiði ESB og Noregs um 40% samdrátt í losun fyrir 2030. Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfisráðherra, lýsti því yfir á ráðstefnunni í gær að Ísland ætlaði sér að ná kolefnishlutleysi fyrir árið 2040. Bandaríkin Loftslagsmál Rússland Sameinuðu þjóðirnar Umhverfismál Tengdar fréttir Bandaríkin, Rússland og Sádi-Arabía sameinuðust gegn loftslagsskýrslu Fjögur ríki komu í veg fyrir að loftslagsráðstefna Sameinuðu þjóðanna samþykkti ályktun þar sem birtingu skýrslu um áhrif 1,5°C hlýnunar var fagnað. 9. desember 2018 08:00 Aukning í losun gróðurhúsalofttegunda sú mesta í sjö ár Váleg tíðindi um afturför í aðgerðum gegn loftslagsbreytingum berast á meðan Sameinuðu þjóðirnar funda um loftslagsmál í kolahéraði í Póllandi. 6. desember 2018 10:57 Umhverfisráðherra sagði hjarta jöklanna að hverfa Ísland fagnar vísindaskýrslu um 1,5°C-markmið Parísarsamkomulagsins sem Bandaríkin og fleiri olíuríki vildu gera minna úr á loftslagsráðstefnunni í Póllandi. 12. desember 2018 14:52 Alvarlegt mál að ríki afneiti loftslagsvísindum Umhverfisráðherra Íslands segir mikilvægt að þjóðir heims sýni samstöðu og festu þrátt fyrir að olíuframleiðsluríki eins og Bandaríkin og Sádar setji strik í reikninginn. 11. desember 2018 15:00 Mest lesið Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Innlent Anna ljósa fallin frá Innlent „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Innlent Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Fyrsta haustlægðin mætt til landsins Veður Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Innlent Fleiri fréttir Fyrrverandi aðstoðarmaður forseta dæmdur fyrir njósnir Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Tekinn af lífi fyrir að myrða stúlkubarn við „særingu“ Comey hvergi banginn þrátt fyrir ákæru Ekki hægt að staðfesta drónaflug við Álaborgarflugvöll Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Keppast við að ákæra Comey Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Macron telur Trump ekki fylgjandi innlimun Vesturbakkans Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Flugvellinum í Álaborg lokað vegna drónaflugs Segja árásina hafa beinst gegn ICE Pútín auki einfaldlega stríðsreksturinn verði hann ekki stöðvaður Sprenging í Osló talin tengjast sænsku glæpagengi Þrír skotnir af leyniskyttu við byggingu ICE í Dallas Biðjast afsökunar á „svörtum kafla“ í sögu Danmerkur og Grænlands Kenna Trump-liðum um bæði rúllustigann og textavélina Ekki staðfest hvort það hafi verið drónar sem röskuðu flugumferð í Osló Ekki pappírstígur heldur alvöru björn Sjá meira
Framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna varaði samningamenn ríkja heims að það væri ekki aðeins siðlaust heldur einnig stórskaðlegt fyrir jörðina auki þau ekki aðgerðir sínar til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda og vinna gegn loftslagsbreytingum. Loftslagsráðstefna SÞ í Póllandi er nú á lokametrunum. Sumir sjá teikn um að viðræður ríkjanna á COP24-ráðstefnunni í Katowice í Póllandi gangi illa í því að Antonio Guterres, framkvæmdastjóri SÞ, hafi gert sér aðra ferð þangað í dag til að knýja á um hún verði leidd farsællega til lykta, að því er segir í frétt breska ríkisútvarpsins BBC. Aðalverkefni fundarins nú er að samþykkja reglur um hvernig aðildarríki Parísarsamkomulagsins halda utan um losun sína á gróðurhúsalofttegundum og aðgerðir til að draga úr henni. Nokkur ríki eru sögð hafa lofað því að herða loftslagsaðgerðir sínar fyrir árið 2020. Guterres lagði mikla áherslu á mikilvægi þess að auka metnaðinn. Nýlega gaf milliríkjanefnd SÞ um loftslagsbreytingar út vísindaskýrslu þar sem fram kom að ríki heims þyrftu að margfalda aðgerðir sínar ef þau ætluðu að ná markmiði Parísarsamkomulagsins um að halda hnattrænni hlýnun innan við 1,5°C. „Að sóa þessu tækifæri myndi skaða síðasta og besta tækifæri okkar til að koma í veg fyrir óðaloftslagsbreytingar. Það væri ekki aðeins siðlaust, það væri stórskaðlegt,“ sagði Guterres í ræðu á ráðstefnunni og hvatti fulltrúa ríkjanna til að miðla málum og hraða viðræðunum. Varaði framkvæmdastjórinn við því að enn væru stór pólitíska mál óleyst á fundinum.Olíuríkin sett strik í reikninginn Bandaríkin, Rússland, Sádi-Arabía og Kúveit hafa rofið samstöðu ríkjanna í Póllandi en þau neituðu meðal annars að fallast á orðalag í ályktun um vísindaskýrsluna um 1,5°C-markmiðið. Á móti kemur að Evrópusambandið ásamt Kanada, Bretlandi, Noregi ásamt fjölda annarra ríkja segjast ætla að þrýsta á um að landsmarkmið þeirra verði hert enn frá því sem þau hafa boðað. Ísland tekur þátt í sameiginlegu markmiði ESB og Noregs um 40% samdrátt í losun fyrir 2030. Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfisráðherra, lýsti því yfir á ráðstefnunni í gær að Ísland ætlaði sér að ná kolefnishlutleysi fyrir árið 2040.
Bandaríkin Loftslagsmál Rússland Sameinuðu þjóðirnar Umhverfismál Tengdar fréttir Bandaríkin, Rússland og Sádi-Arabía sameinuðust gegn loftslagsskýrslu Fjögur ríki komu í veg fyrir að loftslagsráðstefna Sameinuðu þjóðanna samþykkti ályktun þar sem birtingu skýrslu um áhrif 1,5°C hlýnunar var fagnað. 9. desember 2018 08:00 Aukning í losun gróðurhúsalofttegunda sú mesta í sjö ár Váleg tíðindi um afturför í aðgerðum gegn loftslagsbreytingum berast á meðan Sameinuðu þjóðirnar funda um loftslagsmál í kolahéraði í Póllandi. 6. desember 2018 10:57 Umhverfisráðherra sagði hjarta jöklanna að hverfa Ísland fagnar vísindaskýrslu um 1,5°C-markmið Parísarsamkomulagsins sem Bandaríkin og fleiri olíuríki vildu gera minna úr á loftslagsráðstefnunni í Póllandi. 12. desember 2018 14:52 Alvarlegt mál að ríki afneiti loftslagsvísindum Umhverfisráðherra Íslands segir mikilvægt að þjóðir heims sýni samstöðu og festu þrátt fyrir að olíuframleiðsluríki eins og Bandaríkin og Sádar setji strik í reikninginn. 11. desember 2018 15:00 Mest lesið Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Innlent Anna ljósa fallin frá Innlent „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Innlent Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Fyrsta haustlægðin mætt til landsins Veður Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Innlent Fleiri fréttir Fyrrverandi aðstoðarmaður forseta dæmdur fyrir njósnir Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Tekinn af lífi fyrir að myrða stúlkubarn við „særingu“ Comey hvergi banginn þrátt fyrir ákæru Ekki hægt að staðfesta drónaflug við Álaborgarflugvöll Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Keppast við að ákæra Comey Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Macron telur Trump ekki fylgjandi innlimun Vesturbakkans Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Flugvellinum í Álaborg lokað vegna drónaflugs Segja árásina hafa beinst gegn ICE Pútín auki einfaldlega stríðsreksturinn verði hann ekki stöðvaður Sprenging í Osló talin tengjast sænsku glæpagengi Þrír skotnir af leyniskyttu við byggingu ICE í Dallas Biðjast afsökunar á „svörtum kafla“ í sögu Danmerkur og Grænlands Kenna Trump-liðum um bæði rúllustigann og textavélina Ekki staðfest hvort það hafi verið drónar sem röskuðu flugumferð í Osló Ekki pappírstígur heldur alvöru björn Sjá meira
Bandaríkin, Rússland og Sádi-Arabía sameinuðust gegn loftslagsskýrslu Fjögur ríki komu í veg fyrir að loftslagsráðstefna Sameinuðu þjóðanna samþykkti ályktun þar sem birtingu skýrslu um áhrif 1,5°C hlýnunar var fagnað. 9. desember 2018 08:00
Aukning í losun gróðurhúsalofttegunda sú mesta í sjö ár Váleg tíðindi um afturför í aðgerðum gegn loftslagsbreytingum berast á meðan Sameinuðu þjóðirnar funda um loftslagsmál í kolahéraði í Póllandi. 6. desember 2018 10:57
Umhverfisráðherra sagði hjarta jöklanna að hverfa Ísland fagnar vísindaskýrslu um 1,5°C-markmið Parísarsamkomulagsins sem Bandaríkin og fleiri olíuríki vildu gera minna úr á loftslagsráðstefnunni í Póllandi. 12. desember 2018 14:52
Alvarlegt mál að ríki afneiti loftslagsvísindum Umhverfisráðherra Íslands segir mikilvægt að þjóðir heims sýni samstöðu og festu þrátt fyrir að olíuframleiðsluríki eins og Bandaríkin og Sádar setji strik í reikninginn. 11. desember 2018 15:00