50 stig og þreföld tvenna hjá Harden Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 14. desember 2018 07:30 James Harden var frábær í nótt vísir/getty James Harden átti algjöran stórleik í sigri Houston Rockets á Los Angeles Lakers í NBA deildinni í körfubolta í nótt. Harden lauk leik með þrefalda tvennu, skoraði heil 50 stig ásamt því að taka 10 fráköst og gefa 11 stoðsendingar í 126-111 sigri Rockets í Houston. LeBron James setti 29 af stigum Lakers í leiknum og þurfti að sætta sig við tap eftir tvo sigurleiki í röð. James var ósáttur við hversu oft samherjar hans brutu á Harden og sendu hann á vítalínuna. „Þú getur ekki sent hann á línuna, hann er nógu hæfileikaríkur fyrir. Hann getur sett boltann í holuna á marga vegu, þú getur ekki gefið honum svona auðveld stig,“ sagði James í leikslok. James og fleiri félagar hans í liði Lakers voru ósáttir við dómgæsluna í nótt og tóku upp á því í seinni hálfleik að verjast með hendur fyrir aftan bak til þess að sanna fyrir dómurunum að þeir væru ekki að brjóta af sér. „Vorum bara að reyna að verjast án þess að fá villu. Þú þarft að passa þig á því þegar þú spilar við Houston. Þeir geta selt villur mjög vel, Chris Paul og James Harden sérstaklega.“Most 50-point triple-doubles in @NBAHistory (4) 37th career triple-double 2nd triple-double this season James Harden tallies 50 PTS, 10 REB & 11 AST in the @HoustonRockets victory! #Rocketspic.twitter.com/SmYBVBTswz — NBA (@NBA) December 14, 2018 Í San Antonio unnu heimamenn í Spurs sinn fjórða leik í röð og náðu í stærsta sigur tímabilsins til þessa þegar þeir höfðu betur gegn LA Clippers 125-87. LaMarcus Aldridge skoraði 27 stig fyrir Spurs og Rudy Gay setti 21. Vörn hefur verið aðalsmerki San Antonio undir Gregg Popovich en hún hefur ekki látið mikið kræla á sér í vetur. Það hefur hins vegar breyst í síðustu leikjum og hefur andstæðingurinn ekki náð að skora meira en 100 stig í síðustu þremur leikjum Spurs.Follow the ball. @spurs swing it around the horn for a Bertans triple! #GoSpursGopic.twitter.com/Bok2HCVZk0 — NBA (@NBA) December 14, 2018 Lið Phoenix Suns vann í fyrsta skipti í langan tíma í kvöld, tíu stiga sigur á Dallas Mavericks var fyrsti sigurinn eftir 10 tapleiki í röð. Dirk Nowitzki snéri aftur í lið Dallas í leiknum en hann hefur ekkert getað spilað á tímabilinu eftir að hafa gengist undir aðgerð á ökkla. Nowitzki hefur nú spilað á 21 tímabili fyrir Mavericks sem er meira en nokkur hefur gert með einu og sama félaginu í sögu NBA. Lið Dallas virðist ekki geta unnið Phoenix Þetta var sjöunda tapið í röð fyrir Suns og kom eftir 8 sigurleiki úr síðustu 10 í deildinni. Skotnýting gestanna var með því verra sem fyrir finnst, þeir hittu aðeins 5 af 33 þriggja stiga skotum sínum. T.J. Warren átti sinn besta leik á tímabilinu með 30 stig fyrir Phoenix.TJ Warren scores a season-high 30 PTS in the @Suns 99-89 victory! #TimeToRisepic.twitter.com/uVfpbVwlej — NBA (@NBA) December 14, 2018Úrslit næturinnar: Houston Rockets - Los Angeles Lakers 126-111 San Antonio Spurs - LA Clippers 125-87 Orlando Magic - Chicago Bulls 97-91 Phoenix Suns - Dallas Mavericks 99-89 NBA Mest lesið Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Enski boltinn Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Handbolti KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Körfubolti Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Fótbolti Alonso látinn fara frá Real Madrid Fótbolti Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Enski boltinn „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Fótbolti Fleiri fréttir Hetjuþristur er Keflavík sló út ríkjandi bikarmeistara Vals í spennutrylli KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Svarar formanni KKÍ: „Eins og að gráta yfir bensínverði á meðan þú ert á Ferrari“ „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ „Íþróttaskuld“ eða „íþróttasukk“ Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Helgi Már: Lögðumst bara flatir fyrir þeim Hilmar Smári: Gott að spila aftur í Garðabænum Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Pavel hjálpar Grindvíkingum Stólarnir fyrstir í undanúrslit Martin öflugur í öruggum sigri Grátlegt tap Jóns Axels Fá nýjan Kana í harða baráttu Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Frábær sigur Tryggva og félaga Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 97-75| Álftnesingar sigldu fram úr í lokin Njarðvík kveður Kanann og leitar að nýjum Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar NBA félag með mínútuþögn til minningar um „ólýsanlegan harmleik“ Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Steinar: Virðingarleysi sem smitast „Erum búnir að sjá þetta milljón sinnum“ Sjá meira
James Harden átti algjöran stórleik í sigri Houston Rockets á Los Angeles Lakers í NBA deildinni í körfubolta í nótt. Harden lauk leik með þrefalda tvennu, skoraði heil 50 stig ásamt því að taka 10 fráköst og gefa 11 stoðsendingar í 126-111 sigri Rockets í Houston. LeBron James setti 29 af stigum Lakers í leiknum og þurfti að sætta sig við tap eftir tvo sigurleiki í röð. James var ósáttur við hversu oft samherjar hans brutu á Harden og sendu hann á vítalínuna. „Þú getur ekki sent hann á línuna, hann er nógu hæfileikaríkur fyrir. Hann getur sett boltann í holuna á marga vegu, þú getur ekki gefið honum svona auðveld stig,“ sagði James í leikslok. James og fleiri félagar hans í liði Lakers voru ósáttir við dómgæsluna í nótt og tóku upp á því í seinni hálfleik að verjast með hendur fyrir aftan bak til þess að sanna fyrir dómurunum að þeir væru ekki að brjóta af sér. „Vorum bara að reyna að verjast án þess að fá villu. Þú þarft að passa þig á því þegar þú spilar við Houston. Þeir geta selt villur mjög vel, Chris Paul og James Harden sérstaklega.“Most 50-point triple-doubles in @NBAHistory (4) 37th career triple-double 2nd triple-double this season James Harden tallies 50 PTS, 10 REB & 11 AST in the @HoustonRockets victory! #Rocketspic.twitter.com/SmYBVBTswz — NBA (@NBA) December 14, 2018 Í San Antonio unnu heimamenn í Spurs sinn fjórða leik í röð og náðu í stærsta sigur tímabilsins til þessa þegar þeir höfðu betur gegn LA Clippers 125-87. LaMarcus Aldridge skoraði 27 stig fyrir Spurs og Rudy Gay setti 21. Vörn hefur verið aðalsmerki San Antonio undir Gregg Popovich en hún hefur ekki látið mikið kræla á sér í vetur. Það hefur hins vegar breyst í síðustu leikjum og hefur andstæðingurinn ekki náð að skora meira en 100 stig í síðustu þremur leikjum Spurs.Follow the ball. @spurs swing it around the horn for a Bertans triple! #GoSpursGopic.twitter.com/Bok2HCVZk0 — NBA (@NBA) December 14, 2018 Lið Phoenix Suns vann í fyrsta skipti í langan tíma í kvöld, tíu stiga sigur á Dallas Mavericks var fyrsti sigurinn eftir 10 tapleiki í röð. Dirk Nowitzki snéri aftur í lið Dallas í leiknum en hann hefur ekkert getað spilað á tímabilinu eftir að hafa gengist undir aðgerð á ökkla. Nowitzki hefur nú spilað á 21 tímabili fyrir Mavericks sem er meira en nokkur hefur gert með einu og sama félaginu í sögu NBA. Lið Dallas virðist ekki geta unnið Phoenix Þetta var sjöunda tapið í röð fyrir Suns og kom eftir 8 sigurleiki úr síðustu 10 í deildinni. Skotnýting gestanna var með því verra sem fyrir finnst, þeir hittu aðeins 5 af 33 þriggja stiga skotum sínum. T.J. Warren átti sinn besta leik á tímabilinu með 30 stig fyrir Phoenix.TJ Warren scores a season-high 30 PTS in the @Suns 99-89 victory! #TimeToRisepic.twitter.com/uVfpbVwlej — NBA (@NBA) December 14, 2018Úrslit næturinnar: Houston Rockets - Los Angeles Lakers 126-111 San Antonio Spurs - LA Clippers 125-87 Orlando Magic - Chicago Bulls 97-91 Phoenix Suns - Dallas Mavericks 99-89
NBA Mest lesið Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Enski boltinn Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Handbolti KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Körfubolti Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Fótbolti Alonso látinn fara frá Real Madrid Fótbolti Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Enski boltinn „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Fótbolti Fleiri fréttir Hetjuþristur er Keflavík sló út ríkjandi bikarmeistara Vals í spennutrylli KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Svarar formanni KKÍ: „Eins og að gráta yfir bensínverði á meðan þú ert á Ferrari“ „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ „Íþróttaskuld“ eða „íþróttasukk“ Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Helgi Már: Lögðumst bara flatir fyrir þeim Hilmar Smári: Gott að spila aftur í Garðabænum Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Pavel hjálpar Grindvíkingum Stólarnir fyrstir í undanúrslit Martin öflugur í öruggum sigri Grátlegt tap Jóns Axels Fá nýjan Kana í harða baráttu Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Frábær sigur Tryggva og félaga Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 97-75| Álftnesingar sigldu fram úr í lokin Njarðvík kveður Kanann og leitar að nýjum Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar NBA félag með mínútuþögn til minningar um „ólýsanlegan harmleik“ Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Steinar: Virðingarleysi sem smitast „Erum búnir að sjá þetta milljón sinnum“ Sjá meira
Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum