50 stig og þreföld tvenna hjá Harden Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 14. desember 2018 07:30 James Harden var frábær í nótt vísir/getty James Harden átti algjöran stórleik í sigri Houston Rockets á Los Angeles Lakers í NBA deildinni í körfubolta í nótt. Harden lauk leik með þrefalda tvennu, skoraði heil 50 stig ásamt því að taka 10 fráköst og gefa 11 stoðsendingar í 126-111 sigri Rockets í Houston. LeBron James setti 29 af stigum Lakers í leiknum og þurfti að sætta sig við tap eftir tvo sigurleiki í röð. James var ósáttur við hversu oft samherjar hans brutu á Harden og sendu hann á vítalínuna. „Þú getur ekki sent hann á línuna, hann er nógu hæfileikaríkur fyrir. Hann getur sett boltann í holuna á marga vegu, þú getur ekki gefið honum svona auðveld stig,“ sagði James í leikslok. James og fleiri félagar hans í liði Lakers voru ósáttir við dómgæsluna í nótt og tóku upp á því í seinni hálfleik að verjast með hendur fyrir aftan bak til þess að sanna fyrir dómurunum að þeir væru ekki að brjóta af sér. „Vorum bara að reyna að verjast án þess að fá villu. Þú þarft að passa þig á því þegar þú spilar við Houston. Þeir geta selt villur mjög vel, Chris Paul og James Harden sérstaklega.“Most 50-point triple-doubles in @NBAHistory (4) 37th career triple-double 2nd triple-double this season James Harden tallies 50 PTS, 10 REB & 11 AST in the @HoustonRockets victory! #Rocketspic.twitter.com/SmYBVBTswz — NBA (@NBA) December 14, 2018 Í San Antonio unnu heimamenn í Spurs sinn fjórða leik í röð og náðu í stærsta sigur tímabilsins til þessa þegar þeir höfðu betur gegn LA Clippers 125-87. LaMarcus Aldridge skoraði 27 stig fyrir Spurs og Rudy Gay setti 21. Vörn hefur verið aðalsmerki San Antonio undir Gregg Popovich en hún hefur ekki látið mikið kræla á sér í vetur. Það hefur hins vegar breyst í síðustu leikjum og hefur andstæðingurinn ekki náð að skora meira en 100 stig í síðustu þremur leikjum Spurs.Follow the ball. @spurs swing it around the horn for a Bertans triple! #GoSpursGopic.twitter.com/Bok2HCVZk0 — NBA (@NBA) December 14, 2018 Lið Phoenix Suns vann í fyrsta skipti í langan tíma í kvöld, tíu stiga sigur á Dallas Mavericks var fyrsti sigurinn eftir 10 tapleiki í röð. Dirk Nowitzki snéri aftur í lið Dallas í leiknum en hann hefur ekkert getað spilað á tímabilinu eftir að hafa gengist undir aðgerð á ökkla. Nowitzki hefur nú spilað á 21 tímabili fyrir Mavericks sem er meira en nokkur hefur gert með einu og sama félaginu í sögu NBA. Lið Dallas virðist ekki geta unnið Phoenix Þetta var sjöunda tapið í röð fyrir Suns og kom eftir 8 sigurleiki úr síðustu 10 í deildinni. Skotnýting gestanna var með því verra sem fyrir finnst, þeir hittu aðeins 5 af 33 þriggja stiga skotum sínum. T.J. Warren átti sinn besta leik á tímabilinu með 30 stig fyrir Phoenix.TJ Warren scores a season-high 30 PTS in the @Suns 99-89 victory! #TimeToRisepic.twitter.com/uVfpbVwlej — NBA (@NBA) December 14, 2018Úrslit næturinnar: Houston Rockets - Los Angeles Lakers 126-111 San Antonio Spurs - LA Clippers 125-87 Orlando Magic - Chicago Bulls 97-91 Phoenix Suns - Dallas Mavericks 99-89 NBA Mest lesið Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs Fótbolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Fótbolti Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Fótbolti Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Íslenski boltinn Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París Fótbolti Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Fótbolti Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Fótbolti „Þetta mark átti klárlega að fá að standa“ Fótbolti „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Fótbolti Fleiri fréttir Grikkland í undanúrslit á EM Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Nýi ríkisborgarinn leiddi Pólverja til sigurs Angel Reese í hálfs leiks bann Kobe Bryant á ennþá langvinsælustu skóna í NBA Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Stórleikur Porzingis dugði Lettum skammt Unnu lokaleikhlutann með 26 stigum Sengün stórkostlegur þegar Tyrkir komust í átta liða úrslit Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Myndir frá endalokum Íslands á EM Luka skaut Ísrael í kaf EM í dag: Flenging og stór bossi í kveðjuþætti Skýrsla Henrys: Eins og lömb leidd til slátrunar „Heilinn var að öskra á mig og líkaminn svaraði ekki“ Hilmar Smári til Litáens Craig vill halda áfram: „Vona að þetta hafi ekki verið síðasti leikurinn“ Síðasti landsleikur Ægis?: „Það eru góðar líkur á því“ „Þetta er búið að vera eins og lífið er“ „Þegar maður klæðist þessari treyju er maður stór“ Einkunnir á móti Frakklandi: Engin orka og engin trú Myndaveisla: Gleði fyrir síðasta leikinn á EM Leik lokið: Ísland - Frakkland 114 - 74 | Afleitur endir á EM Skandall í NBA: Borguðu honum milljarða fyrir að gera ekki neitt Sjá meira
James Harden átti algjöran stórleik í sigri Houston Rockets á Los Angeles Lakers í NBA deildinni í körfubolta í nótt. Harden lauk leik með þrefalda tvennu, skoraði heil 50 stig ásamt því að taka 10 fráköst og gefa 11 stoðsendingar í 126-111 sigri Rockets í Houston. LeBron James setti 29 af stigum Lakers í leiknum og þurfti að sætta sig við tap eftir tvo sigurleiki í röð. James var ósáttur við hversu oft samherjar hans brutu á Harden og sendu hann á vítalínuna. „Þú getur ekki sent hann á línuna, hann er nógu hæfileikaríkur fyrir. Hann getur sett boltann í holuna á marga vegu, þú getur ekki gefið honum svona auðveld stig,“ sagði James í leikslok. James og fleiri félagar hans í liði Lakers voru ósáttir við dómgæsluna í nótt og tóku upp á því í seinni hálfleik að verjast með hendur fyrir aftan bak til þess að sanna fyrir dómurunum að þeir væru ekki að brjóta af sér. „Vorum bara að reyna að verjast án þess að fá villu. Þú þarft að passa þig á því þegar þú spilar við Houston. Þeir geta selt villur mjög vel, Chris Paul og James Harden sérstaklega.“Most 50-point triple-doubles in @NBAHistory (4) 37th career triple-double 2nd triple-double this season James Harden tallies 50 PTS, 10 REB & 11 AST in the @HoustonRockets victory! #Rocketspic.twitter.com/SmYBVBTswz — NBA (@NBA) December 14, 2018 Í San Antonio unnu heimamenn í Spurs sinn fjórða leik í röð og náðu í stærsta sigur tímabilsins til þessa þegar þeir höfðu betur gegn LA Clippers 125-87. LaMarcus Aldridge skoraði 27 stig fyrir Spurs og Rudy Gay setti 21. Vörn hefur verið aðalsmerki San Antonio undir Gregg Popovich en hún hefur ekki látið mikið kræla á sér í vetur. Það hefur hins vegar breyst í síðustu leikjum og hefur andstæðingurinn ekki náð að skora meira en 100 stig í síðustu þremur leikjum Spurs.Follow the ball. @spurs swing it around the horn for a Bertans triple! #GoSpursGopic.twitter.com/Bok2HCVZk0 — NBA (@NBA) December 14, 2018 Lið Phoenix Suns vann í fyrsta skipti í langan tíma í kvöld, tíu stiga sigur á Dallas Mavericks var fyrsti sigurinn eftir 10 tapleiki í röð. Dirk Nowitzki snéri aftur í lið Dallas í leiknum en hann hefur ekkert getað spilað á tímabilinu eftir að hafa gengist undir aðgerð á ökkla. Nowitzki hefur nú spilað á 21 tímabili fyrir Mavericks sem er meira en nokkur hefur gert með einu og sama félaginu í sögu NBA. Lið Dallas virðist ekki geta unnið Phoenix Þetta var sjöunda tapið í röð fyrir Suns og kom eftir 8 sigurleiki úr síðustu 10 í deildinni. Skotnýting gestanna var með því verra sem fyrir finnst, þeir hittu aðeins 5 af 33 þriggja stiga skotum sínum. T.J. Warren átti sinn besta leik á tímabilinu með 30 stig fyrir Phoenix.TJ Warren scores a season-high 30 PTS in the @Suns 99-89 victory! #TimeToRisepic.twitter.com/uVfpbVwlej — NBA (@NBA) December 14, 2018Úrslit næturinnar: Houston Rockets - Los Angeles Lakers 126-111 San Antonio Spurs - LA Clippers 125-87 Orlando Magic - Chicago Bulls 97-91 Phoenix Suns - Dallas Mavericks 99-89
NBA Mest lesið Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs Fótbolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Fótbolti Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Fótbolti Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Íslenski boltinn Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París Fótbolti Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Fótbolti Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Fótbolti „Þetta mark átti klárlega að fá að standa“ Fótbolti „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Fótbolti Fleiri fréttir Grikkland í undanúrslit á EM Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Nýi ríkisborgarinn leiddi Pólverja til sigurs Angel Reese í hálfs leiks bann Kobe Bryant á ennþá langvinsælustu skóna í NBA Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Stórleikur Porzingis dugði Lettum skammt Unnu lokaleikhlutann með 26 stigum Sengün stórkostlegur þegar Tyrkir komust í átta liða úrslit Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Myndir frá endalokum Íslands á EM Luka skaut Ísrael í kaf EM í dag: Flenging og stór bossi í kveðjuþætti Skýrsla Henrys: Eins og lömb leidd til slátrunar „Heilinn var að öskra á mig og líkaminn svaraði ekki“ Hilmar Smári til Litáens Craig vill halda áfram: „Vona að þetta hafi ekki verið síðasti leikurinn“ Síðasti landsleikur Ægis?: „Það eru góðar líkur á því“ „Þetta er búið að vera eins og lífið er“ „Þegar maður klæðist þessari treyju er maður stór“ Einkunnir á móti Frakklandi: Engin orka og engin trú Myndaveisla: Gleði fyrir síðasta leikinn á EM Leik lokið: Ísland - Frakkland 114 - 74 | Afleitur endir á EM Skandall í NBA: Borguðu honum milljarða fyrir að gera ekki neitt Sjá meira