May snýr tómhent heim frá Brussel Kjartan Kjartansson skrifar 14. desember 2018 14:31 Pólitísk framtíð May forsætisráðherra og útgöngu Breta úr ESB er óljós eftir atburði vikunnar. May svaraði spurningum eftir fund með evrópskum leiðtogum í dag. Vísir/EPA Ætli Bretar sér að ganga úr Evrópusambandinu með útgöngusamningi er sá sem Theresa May forsætisráðherra samdi um það eina sem er í boði. Þetta sagði May eftir viðræður hennar við leiðtoga Evrópusambandsins í Brussel. Hún vildi tryggingar frá ESB til að friða harðlínumenn í eigin flokki en fór bónleið til búðar. May frestaði atkvæðagreiðslu í breska þinginu um útgöngusamning hennar á þriðjudag. Þá var ljóst að samningurinn yrði kolfelldur. Hún stóð af sér vantrauststillögu þingmanna Íhaldsflokksins á miðvikudagskvöld. Forsætisráðherrann hefur síðan freistað þess að fá frekari tryggingar frá Evrópusambandinu um fyrirvara í samningnum til að reyna að vinna honum stuðning í þinginu. Stærsta málið er svonefnd baktrygging um landamæri Írlands og Norður-Írlands. Í samningi May við ESB er kveðið á um að Bretar fari eftir viðskiptareglum á meðan unnið er að varanlegri lausn sem kemur í veg fyrir að koma þurfi upp landamæra- og tollaeftirliti á Írlandi. May reyndi að fá pólitískar og lagalegar skuldbindingar frá ESB um að baktryggingin yrði tímabundin ráðstöfun. Tilraunir hennar til þess virðast engan árangur hafa borið. Höfnuðu Angela Merkel Þýskalandskanslari og Emmanuel Macron Frakklandsforseti að semja upp á nýtt.Töldu May ekki tala skýrt um hvað hún þyrfti Eftir fund með leiðtogum sambandsins í Brussel í dag sagði May að mikið verk væri fyrir höndum um hvernig hægt væri að fá frekari tryggingar sem breska þingið krefðist til að samþykkja samninginn. „Ég segi það aftur, það eru yfirgnæfandi hagsmunir allra þjóða okkar, í Evrópusambandinu og Bretlandi, að ljúka þessu af og eins hratt og auðið verður, sagði hún. Evrópskir leiðtogar eru hins vegar sagði hafa verið lítt móttækilegir fyrir kröfum May eftir það sem þeir töldu þvergirðingshátt breska forsætisráðherrans á fundum þeirra í gær. Hún hafi ekki gefið skýr svör um hvað hún þyrfti nákvæmlega til að koma samningnum í gegn. Hún hafi jafnvel farið með gamalt slagorð sitt um að „Brexit þýðir Brexit“. „Að segja „Brexit þýðir Brexit“ meira en tveimur árum eftir að þetta hófst allt var það sem herti hina leiðtogana í afstöðu sinni,“ hefur Reuters eftir einum evrópskum diplómata. Bretland Brexit Evrópusambandið Tengdar fréttir Íhaldsmenn lýsa vantrausti á Theresu May Breski forsætisráðherrann þarf að berjast fyrir pólitísku lífi sínu í formannskjöri Íhaldsflokksins í kvöld. 12. desember 2018 07:55 May heldur til Brussel eftir að hafa staðið af sér vantraust Breski forsætisráðherrann vill tryggingar um að málamiðlun um írsku landamærin verði aðeins tímabundin. 13. desember 2018 08:58 May lifði gærdaginn af en er áfram völt í sessi Theresa May fékk meirihluta atkvæða með sér í vantraustsatkvæðagreiðslu Íhaldsmanna. Hins vegar er ljóst að May nýtur tæpast stuðnings meirihluta þingsins. 13. desember 2018 08:30 Mest lesið „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Erlent „Ég er sátt“ Innlent Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Innlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Fleiri fréttir Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Þúsundir Kólumbíumanna mótmæltu hótunum Trump „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Gæti leitt til aukinnar íhlutunar í Atlantshafi Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Maduro, Diddy og Mangione í sama fangelsi Danskir og bandarískir erindrekar funda um Grænland í næstu viku „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Tóku einnig skuggaskip í Karíbahafinu Sjá meira
Ætli Bretar sér að ganga úr Evrópusambandinu með útgöngusamningi er sá sem Theresa May forsætisráðherra samdi um það eina sem er í boði. Þetta sagði May eftir viðræður hennar við leiðtoga Evrópusambandsins í Brussel. Hún vildi tryggingar frá ESB til að friða harðlínumenn í eigin flokki en fór bónleið til búðar. May frestaði atkvæðagreiðslu í breska þinginu um útgöngusamning hennar á þriðjudag. Þá var ljóst að samningurinn yrði kolfelldur. Hún stóð af sér vantrauststillögu þingmanna Íhaldsflokksins á miðvikudagskvöld. Forsætisráðherrann hefur síðan freistað þess að fá frekari tryggingar frá Evrópusambandinu um fyrirvara í samningnum til að reyna að vinna honum stuðning í þinginu. Stærsta málið er svonefnd baktrygging um landamæri Írlands og Norður-Írlands. Í samningi May við ESB er kveðið á um að Bretar fari eftir viðskiptareglum á meðan unnið er að varanlegri lausn sem kemur í veg fyrir að koma þurfi upp landamæra- og tollaeftirliti á Írlandi. May reyndi að fá pólitískar og lagalegar skuldbindingar frá ESB um að baktryggingin yrði tímabundin ráðstöfun. Tilraunir hennar til þess virðast engan árangur hafa borið. Höfnuðu Angela Merkel Þýskalandskanslari og Emmanuel Macron Frakklandsforseti að semja upp á nýtt.Töldu May ekki tala skýrt um hvað hún þyrfti Eftir fund með leiðtogum sambandsins í Brussel í dag sagði May að mikið verk væri fyrir höndum um hvernig hægt væri að fá frekari tryggingar sem breska þingið krefðist til að samþykkja samninginn. „Ég segi það aftur, það eru yfirgnæfandi hagsmunir allra þjóða okkar, í Evrópusambandinu og Bretlandi, að ljúka þessu af og eins hratt og auðið verður, sagði hún. Evrópskir leiðtogar eru hins vegar sagði hafa verið lítt móttækilegir fyrir kröfum May eftir það sem þeir töldu þvergirðingshátt breska forsætisráðherrans á fundum þeirra í gær. Hún hafi ekki gefið skýr svör um hvað hún þyrfti nákvæmlega til að koma samningnum í gegn. Hún hafi jafnvel farið með gamalt slagorð sitt um að „Brexit þýðir Brexit“. „Að segja „Brexit þýðir Brexit“ meira en tveimur árum eftir að þetta hófst allt var það sem herti hina leiðtogana í afstöðu sinni,“ hefur Reuters eftir einum evrópskum diplómata.
Bretland Brexit Evrópusambandið Tengdar fréttir Íhaldsmenn lýsa vantrausti á Theresu May Breski forsætisráðherrann þarf að berjast fyrir pólitísku lífi sínu í formannskjöri Íhaldsflokksins í kvöld. 12. desember 2018 07:55 May heldur til Brussel eftir að hafa staðið af sér vantraust Breski forsætisráðherrann vill tryggingar um að málamiðlun um írsku landamærin verði aðeins tímabundin. 13. desember 2018 08:58 May lifði gærdaginn af en er áfram völt í sessi Theresa May fékk meirihluta atkvæða með sér í vantraustsatkvæðagreiðslu Íhaldsmanna. Hins vegar er ljóst að May nýtur tæpast stuðnings meirihluta þingsins. 13. desember 2018 08:30 Mest lesið „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Erlent „Ég er sátt“ Innlent Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Innlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Fleiri fréttir Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Þúsundir Kólumbíumanna mótmæltu hótunum Trump „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Gæti leitt til aukinnar íhlutunar í Atlantshafi Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Maduro, Diddy og Mangione í sama fangelsi Danskir og bandarískir erindrekar funda um Grænland í næstu viku „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Tóku einnig skuggaskip í Karíbahafinu Sjá meira
Íhaldsmenn lýsa vantrausti á Theresu May Breski forsætisráðherrann þarf að berjast fyrir pólitísku lífi sínu í formannskjöri Íhaldsflokksins í kvöld. 12. desember 2018 07:55
May heldur til Brussel eftir að hafa staðið af sér vantraust Breski forsætisráðherrann vill tryggingar um að málamiðlun um írsku landamærin verði aðeins tímabundin. 13. desember 2018 08:58
May lifði gærdaginn af en er áfram völt í sessi Theresa May fékk meirihluta atkvæða með sér í vantraustsatkvæðagreiðslu Íhaldsmanna. Hins vegar er ljóst að May nýtur tæpast stuðnings meirihluta þingsins. 13. desember 2018 08:30