Ungir ökumenn aldrei staðið sig jafn vel og nú Sighvatur Arnmundsson skrifar 15. desember 2018 07:30 Umferðarslysum sem ungir ökumenn eiga aðild að hefur farið fækkandi undanfarin ár þrátt fyrir umtalsvert aukna umferð. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK SAMGÖNGUMÁL „Ungir ökumenn eru í rauninni sá hópur sem er að skera sig úr með sinni góðu hegðun. Þau hafa kannski bara aldrei staðið sig jafn vel og núna,“ segir Þórhildur Elín Elínardóttir, samskiptastjóri Samgöngustofu, en á undanförnum árum hefur dregið úr umferðarslysum sem ungir ökumenn eiga aðild að. Samkvæmt tölum Samgöngustofu, sem ná til fyrstu átta mánaða ársins, hafa orðið 107 umferðarslys sem ungir ökumenn eiga aðild að. Er þar um að ræða ökumenn á aldrinum 17-20 ára. Hafa þessi slys aðeins einu sinni verið færri á sama tíma frá árinu 2002 en fyrstu átta mánuði síðasta árs voru þau 113 og 137 árið áður. Hið sama er uppi á teningnum þegar horft er á alvarleg umferðarslys. Þau voru 12 fyrstu átta mánuði ársins en 19 bæði í fyrra og hittiðfyrra. Umferðarslysum þar sem ungir ökumenn eiga í hlut hefur fækkað umtalsvert frá 2007 og 2008 þegar fjöldi þeirra náði hámarki. Fyrstu átta mánuði þeirra ára voru slysin um 250 talsins. Að sögn Þórhildar má rekja þennan árangur til nokkurra þátta. „Það var gerð breyting á ökunáminu 2010 sem hafði strax merkjanleg áhrif í fækkun slysa hjá ungum ökumönnum. Námið var gert ítarlegra þar sem Ökuskóla 3 var bætt við.“ Annar stór þáttur séu breytingar sem gerðar voru á punktakerfinu 2007. „Það ár var svolítill hápunktur í fjölda slysa. Það var farið í það að nýta punktakerfið skipulega gagnvart ungum ökumönnum þannig að það varð mjög virk endurgjöf á hegðun í umferðinni.“ Þá skipti miklu máli það fræðslu- og forvarnarstarf sem unnið sé. „Krakkar eru alveg frá leikskólaaldri að fá umferðarfræðslu sem hentar þeirra aldri og þroska. Þessi fræðsla heldur áfram alveg upp í framhaldsskólana.“ Þórhildur telur einnig að samfélagsbreytingar eigi þátt í þessari jákvæðu þróun. „Síðast en ekki síst er hægt að nefna ábyrgð foreldra. Samfélagið hefur verið að þróast á þann hátt að foreldrar taka upp til hópa virkari þátt í uppfræðslu barna sinna og hegðun þeirra.“ Það sé merkilegt að þessi þróun eigi sér stað á sama tíma og umferð hafi aukist umtalsvert. „Þessi árangur er sérstaklega eftirtektarverður í því ljósi. Þeim er reyndar pínulítið að fækka sem taka bílpróf 17 ára. Við sjáum þá tilhneigingu í útgáfu ökuskírteina. Það er ekki endilega sama ofuráhersla lögð á það að fá bílpróf 17 ára.“ Birtist í Fréttablaðinu Samgöngur Samgönguslys Umferðaröryggi Mest lesið Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Innlent Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Innlent „Þessi starfsemi er komin til að vera“ Innlent Kannast ekki við gagnrýni á fegurðarsamkeppni ungmenna Innlent Ekki sé gagnlegt að etja Krabbameinsfélaginu og Ljósinu saman Innlent Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Innlent Samþykktu leiðtogaprófkjör hjá Viðreisn í Reykjavík Innlent Stöðva framleiðslu í álverinu á Grundartanga Innlent Fleiri stöðugildi sjúkraþjálfara muni fara í skriffinnsku Innlent Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Innlent Fleiri fréttir Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Fleiri stöðugildi sjúkraþjálfara muni fara í skriffinnsku „Þessi starfsemi er komin til að vera“ Samþykktu leiðtogaprófkjör hjá Viðreisn í Reykjavík Kannast ekki við gagnrýni á fegurðarsamkeppni ungmenna Ekki sé gagnlegt að etja Krabbameinsfélaginu og Ljósinu saman Stöðva framleiðslu í álverinu á Grundartanga Óvissustig vegna snjóflóðahættu í Ólafsfjarðarmúla Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Óttast afleiðingar þess að fjársterkari kaupendur sitji einir að markaðnum Fermingarfræðslan umdeilda stappi nærri sturlun Fundi frestað þar til á morgun Stopp á fasteignamarkaði, Miðflokkur á flugi og fegurðarsamkeppni Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Flugvél snúið til Keflavíkur vegna bilunar Skipta út hraðhleðslustöðinni vegna bilunar Verktakar hyggjast leita réttar síns eftir að ríkið rifti samningi Fuglaflensa greinist í refum Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Eyvindur tekur varanlegt sæti í Landsrétti Hlýða á kröfu um mun þyngri refsingu tvíburanna og Samúels Jóa Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Hefði haldið að Halla gæti vitnað í aðra en Maó og hans líka Nýr landnemi á Íslandi ratar í heimspressuna Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Miðflokkurinn rýkur upp Miðflokkurinn bætir við sig fylgi og flugumferðarstjóra funda Þúsundir félaga í Eflingu segjast líða skort Sjá meira
SAMGÖNGUMÁL „Ungir ökumenn eru í rauninni sá hópur sem er að skera sig úr með sinni góðu hegðun. Þau hafa kannski bara aldrei staðið sig jafn vel og núna,“ segir Þórhildur Elín Elínardóttir, samskiptastjóri Samgöngustofu, en á undanförnum árum hefur dregið úr umferðarslysum sem ungir ökumenn eiga aðild að. Samkvæmt tölum Samgöngustofu, sem ná til fyrstu átta mánaða ársins, hafa orðið 107 umferðarslys sem ungir ökumenn eiga aðild að. Er þar um að ræða ökumenn á aldrinum 17-20 ára. Hafa þessi slys aðeins einu sinni verið færri á sama tíma frá árinu 2002 en fyrstu átta mánuði síðasta árs voru þau 113 og 137 árið áður. Hið sama er uppi á teningnum þegar horft er á alvarleg umferðarslys. Þau voru 12 fyrstu átta mánuði ársins en 19 bæði í fyrra og hittiðfyrra. Umferðarslysum þar sem ungir ökumenn eiga í hlut hefur fækkað umtalsvert frá 2007 og 2008 þegar fjöldi þeirra náði hámarki. Fyrstu átta mánuði þeirra ára voru slysin um 250 talsins. Að sögn Þórhildar má rekja þennan árangur til nokkurra þátta. „Það var gerð breyting á ökunáminu 2010 sem hafði strax merkjanleg áhrif í fækkun slysa hjá ungum ökumönnum. Námið var gert ítarlegra þar sem Ökuskóla 3 var bætt við.“ Annar stór þáttur séu breytingar sem gerðar voru á punktakerfinu 2007. „Það ár var svolítill hápunktur í fjölda slysa. Það var farið í það að nýta punktakerfið skipulega gagnvart ungum ökumönnum þannig að það varð mjög virk endurgjöf á hegðun í umferðinni.“ Þá skipti miklu máli það fræðslu- og forvarnarstarf sem unnið sé. „Krakkar eru alveg frá leikskólaaldri að fá umferðarfræðslu sem hentar þeirra aldri og þroska. Þessi fræðsla heldur áfram alveg upp í framhaldsskólana.“ Þórhildur telur einnig að samfélagsbreytingar eigi þátt í þessari jákvæðu þróun. „Síðast en ekki síst er hægt að nefna ábyrgð foreldra. Samfélagið hefur verið að þróast á þann hátt að foreldrar taka upp til hópa virkari þátt í uppfræðslu barna sinna og hegðun þeirra.“ Það sé merkilegt að þessi þróun eigi sér stað á sama tíma og umferð hafi aukist umtalsvert. „Þessi árangur er sérstaklega eftirtektarverður í því ljósi. Þeim er reyndar pínulítið að fækka sem taka bílpróf 17 ára. Við sjáum þá tilhneigingu í útgáfu ökuskírteina. Það er ekki endilega sama ofuráhersla lögð á það að fá bílpróf 17 ára.“
Birtist í Fréttablaðinu Samgöngur Samgönguslys Umferðaröryggi Mest lesið Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Innlent Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Innlent „Þessi starfsemi er komin til að vera“ Innlent Kannast ekki við gagnrýni á fegurðarsamkeppni ungmenna Innlent Ekki sé gagnlegt að etja Krabbameinsfélaginu og Ljósinu saman Innlent Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Innlent Samþykktu leiðtogaprófkjör hjá Viðreisn í Reykjavík Innlent Stöðva framleiðslu í álverinu á Grundartanga Innlent Fleiri stöðugildi sjúkraþjálfara muni fara í skriffinnsku Innlent Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Innlent Fleiri fréttir Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Fleiri stöðugildi sjúkraþjálfara muni fara í skriffinnsku „Þessi starfsemi er komin til að vera“ Samþykktu leiðtogaprófkjör hjá Viðreisn í Reykjavík Kannast ekki við gagnrýni á fegurðarsamkeppni ungmenna Ekki sé gagnlegt að etja Krabbameinsfélaginu og Ljósinu saman Stöðva framleiðslu í álverinu á Grundartanga Óvissustig vegna snjóflóðahættu í Ólafsfjarðarmúla Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Óttast afleiðingar þess að fjársterkari kaupendur sitji einir að markaðnum Fermingarfræðslan umdeilda stappi nærri sturlun Fundi frestað þar til á morgun Stopp á fasteignamarkaði, Miðflokkur á flugi og fegurðarsamkeppni Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Flugvél snúið til Keflavíkur vegna bilunar Skipta út hraðhleðslustöðinni vegna bilunar Verktakar hyggjast leita réttar síns eftir að ríkið rifti samningi Fuglaflensa greinist í refum Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Eyvindur tekur varanlegt sæti í Landsrétti Hlýða á kröfu um mun þyngri refsingu tvíburanna og Samúels Jóa Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Hefði haldið að Halla gæti vitnað í aðra en Maó og hans líka Nýr landnemi á Íslandi ratar í heimspressuna Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Miðflokkurinn rýkur upp Miðflokkurinn bætir við sig fylgi og flugumferðarstjóra funda Þúsundir félaga í Eflingu segjast líða skort Sjá meira