Ríkisstjórn May býr sig undir að ganga úr ESB án samnings Kjartan Kjartansson skrifar 17. desember 2018 12:35 May ætlar enn að reyna að fá leiðtoga ESB til að gefa eftir svo hún geti komið útgöngusamningi í gegnum þingið. Vísir/EPA Breska ríkisstjórnin hefur samþykkt að verja tveimur milljörðum punda í að undirbúa útgöngu úr Evrópusambandinu án samnings um hvað tekur við í samskiptum þeirra. Theresa May forsætisráðherra reynir enn að ná betri samningi við sambandið en tilraunir hennar hafa ekki borið árangur til þessa. Atkvæðagreiðslu um útgöngusamning May við ESB sem átti að fara fram í breska þinginu á þriðjudag í síðustu viku var frestað þegar ljóst var orðið að hann yrði kolfelldur. May hélt þá til Brussel til að reyna að fá tryggingar frá evrópskum ráðamönnum sem gætu sannfært breska þingmenn til að samþykkja samning hennar. Forsætisráðuneytið segir nú að tilkynnt verði bráðlega um hvernig tveimur milljörðum punda verður varið til að búa Bretland undir að ganga úr ESB í lok mars án þess að samningur liggi fyrir um viðskipti og samskipti við Evrópu. Talsmaður May sagði á fundi með fréttamönnum fyrir hádegið að forsætisráðherrann reyndi enn að semja en að hún væri tilbúin að ganga úr ESB án samnings ef nauðsyn krefði, að sögn The Guardian. Viðræður við ESB haldi áfram í þessari viku. Spurður að því hvort að þingmenn fengju að greiða atkvæði um valkosti við Brexit hafnaði talsmaður forsætisráðherrans því. Útilokaði hann jafnframt að önnur þjóðaratkvæðagreiðsla um útgönguna yrði haldin. Bretland Brexit Evrópusambandið Tengdar fréttir May snýr tómhent heim frá Brussel Breska forsætisráðherranum tókst ekki að fá neitt upp úr fulltrúum ESB sem gæti sannfært breska þingmenn til að greiða útgöngusamningi hennar atkvæði sitt. 14. desember 2018 14:31 Bandamenn sagðir undirbúa þjóðaratkvæðagreiðslu án vitundar May Tveir af nánustu bandamönnum Theresu May forsætisráðherra Bretlands eru sagðir taka þátt baktjaldamakki með þingmönnum Verkamannaflokksins um nýja þjóðaratkvæðagreiðslu um Brexit án vitundar forsætisráðherrans. 16. desember 2018 19:06 Önnur þjóðaratkvæðagreiðsla væri svik við þjóðina May segir að önnur þjóðaratkvæðagreiðsla væri svik við bresku þjóðina sem hafi nú þegar sagt sína meiningu í atkvæðagreiðslunni árið 2015. Þetta segir May í forsíðuviðtali hjá The Guardian sem verður birt á morgun. 16. desember 2018 23:19 Mest lesið Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Stígvél og tækniframfarir Innlent Fleiri fréttir Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Sjá meira
Breska ríkisstjórnin hefur samþykkt að verja tveimur milljörðum punda í að undirbúa útgöngu úr Evrópusambandinu án samnings um hvað tekur við í samskiptum þeirra. Theresa May forsætisráðherra reynir enn að ná betri samningi við sambandið en tilraunir hennar hafa ekki borið árangur til þessa. Atkvæðagreiðslu um útgöngusamning May við ESB sem átti að fara fram í breska þinginu á þriðjudag í síðustu viku var frestað þegar ljóst var orðið að hann yrði kolfelldur. May hélt þá til Brussel til að reyna að fá tryggingar frá evrópskum ráðamönnum sem gætu sannfært breska þingmenn til að samþykkja samning hennar. Forsætisráðuneytið segir nú að tilkynnt verði bráðlega um hvernig tveimur milljörðum punda verður varið til að búa Bretland undir að ganga úr ESB í lok mars án þess að samningur liggi fyrir um viðskipti og samskipti við Evrópu. Talsmaður May sagði á fundi með fréttamönnum fyrir hádegið að forsætisráðherrann reyndi enn að semja en að hún væri tilbúin að ganga úr ESB án samnings ef nauðsyn krefði, að sögn The Guardian. Viðræður við ESB haldi áfram í þessari viku. Spurður að því hvort að þingmenn fengju að greiða atkvæði um valkosti við Brexit hafnaði talsmaður forsætisráðherrans því. Útilokaði hann jafnframt að önnur þjóðaratkvæðagreiðsla um útgönguna yrði haldin.
Bretland Brexit Evrópusambandið Tengdar fréttir May snýr tómhent heim frá Brussel Breska forsætisráðherranum tókst ekki að fá neitt upp úr fulltrúum ESB sem gæti sannfært breska þingmenn til að greiða útgöngusamningi hennar atkvæði sitt. 14. desember 2018 14:31 Bandamenn sagðir undirbúa þjóðaratkvæðagreiðslu án vitundar May Tveir af nánustu bandamönnum Theresu May forsætisráðherra Bretlands eru sagðir taka þátt baktjaldamakki með þingmönnum Verkamannaflokksins um nýja þjóðaratkvæðagreiðslu um Brexit án vitundar forsætisráðherrans. 16. desember 2018 19:06 Önnur þjóðaratkvæðagreiðsla væri svik við þjóðina May segir að önnur þjóðaratkvæðagreiðsla væri svik við bresku þjóðina sem hafi nú þegar sagt sína meiningu í atkvæðagreiðslunni árið 2015. Þetta segir May í forsíðuviðtali hjá The Guardian sem verður birt á morgun. 16. desember 2018 23:19 Mest lesið Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Stígvél og tækniframfarir Innlent Fleiri fréttir Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Sjá meira
May snýr tómhent heim frá Brussel Breska forsætisráðherranum tókst ekki að fá neitt upp úr fulltrúum ESB sem gæti sannfært breska þingmenn til að greiða útgöngusamningi hennar atkvæði sitt. 14. desember 2018 14:31
Bandamenn sagðir undirbúa þjóðaratkvæðagreiðslu án vitundar May Tveir af nánustu bandamönnum Theresu May forsætisráðherra Bretlands eru sagðir taka þátt baktjaldamakki með þingmönnum Verkamannaflokksins um nýja þjóðaratkvæðagreiðslu um Brexit án vitundar forsætisráðherrans. 16. desember 2018 19:06
Önnur þjóðaratkvæðagreiðsla væri svik við þjóðina May segir að önnur þjóðaratkvæðagreiðsla væri svik við bresku þjóðina sem hafi nú þegar sagt sína meiningu í atkvæðagreiðslunni árið 2015. Þetta segir May í forsíðuviðtali hjá The Guardian sem verður birt á morgun. 16. desember 2018 23:19