Frægir fjölguðu sér árið 2018 Stefán Árni Pálsson skrifar 27. desember 2018 10:30 Mikið barnalán hjá frægum Íslendingum á árinu 2018. Það er ávallt mikið gleðiefni þegar börn koma í heiminn í fyrsta sinn. Lífið hefur greint reglulega frá því þegar þekktir einstaklingar eignast börn og má segja að 2018 hafi verið mikið barnalánsár. Hér að neðan má sjá hvaða börn fæddust á árinu og Vísir og aðrir fjölmiðlar greindu frá.Útgrátinn og fyrsta barnið Árið byrjaði einstaklega vel fyrir samfélagsmiðlastjörnuna Aron Már Ólafsson og Hildi Skúladóttur þegar þau eignuðust dreng þann 17. janúar. Aron gengur helst undir nafninu AronMola á samfélagsmiðlum og er einn sá allra stærsti á landinu. Hann sýnir frá lífi sínu á miðlunum og kemur Hildur þar oft við sögu. View this post on InstagramTil hamingju með daginn Davíð Oddsson. Minn dagur var samt aðeins betri A post shared by Aron Már Ólafsson (@aronmola) on Jan 17, 2018 at 3:47pm PST Aron birti tilfinningaþrungna mynd á Instagram-reikningi sínum og vakti myndin gríðarlega mikla lukku en þegar þessi grein er skrifuð hefur verið líkað við hana um 11.000 sinnum. Á myndinni má sjá útgrátinn Aron Má og barnið í fanginu á móður sinni.Kári er fyrsta barn þeirra saman.Heiðrún Lind Marteinsdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi, og fjölmiðlamaðurinn Hjörvar Hafliðason eignuðust son 19. febrúar og fékk drengurinn nafnið Kári. Hjörvar setti inn tilkynningu um fæðingu barnsins á Facebook en þar kemur fram að móður og barni heilsist vel. Drengurinn var 15 merkur og 51 sentímetri að lengd. Þetta var annað barn Hjörvars og fyrsta barn Heiðarúnar. Hjörvar sagði á léttum nótum að móður og barni heilsaðist vel en hann væri sjálfur hins vegar frekar þreyttur. Febrúar var góður mánuður fyrir barneignir en Snapchat-stjarnan Sólrún Diego og Frans Veigar Garðarsson, eignuðust son 24. febrúar. Fyrir á parið dótturina Maísól en drengurinn fékk nafnið Maron. Sólrún heldur úti vinsælum Snapchat reikningi og er ein af svokölluðum áhrifavöldum hér á landi. Það er fjölmennur hópur sem fylgist náið með lífi og störfum Sólrúnar á samskiptaforritinu en um 25 þúsund manns fylgja henni.Fyrsta barn Dagnýjar og Ómars.VÍSIR/EYÞÓRKom í heiminn á fjörutíu mínútum Í byrjun febrúar eignuðust hjónin Bergur Ebbi Benediktsson og Rán Ingvarsdóttir en mbl.is greindi frá. Bergur greindi frá fæðingunni á Facebook og lét þar hafa eftir sér að það hafi aðeins tekið 40 mínútur að koma drengnum í heiminn. Hjónin áttu tvö börn fyrir. Snorri og Saga eignast sitt fyrsta barn Enn átti eftir að bætast í hópinn en leikkonan Saga Garðarsdóttir og tónlistarmaðurinn Snorri Helgason eignuðust sitt fyrsta barn þann 28. febrúar. Stúlkan var um 3800 grömm og 51 cm á lengd. Þau giftu sig síðan í sumar við hátíðlega athöfn á Suðureyri.Missti vatnið fyrir utan Laugardagsvöllinn Landsliðskonan Dagný Brynjarsdóttir og sambýlismaður hennar Ómar Páll Sigurbjartsson eignuðust son 12. júní og var þetta fyrsta barn parsins. Drengurinn kom í heiminn örlítið á undan áætlun en settur dagur var í júlí. Dagný var álitsgjafi Stöðvar 2 Sport á landsleik Íslands og Slóveníu á mánudeginum 11.júní og missti hún vatnið fyrir utan Laugardalsvöll eftir leikinn. Dagný og Ómar hafa verið saman í rúm tíu ár og byrjuðu saman þegar hún var 16 ára og hann 15 ára. Þau eru búsett á Selfossi. Mynd af parinu frá árinu 2012.Tíu kílómetrar og svo beint á fæðingadeildina Laugardaginn 18. ágúst fór grínistinn í sitt árlega Reykjavíkurmaraþon. Linda Guðrún Karlsdóttir var þá heima og komin vel á leið. Ari kláraði tíu kílómetra, en blaðamaður Vísis sá grínistann koma í mark. Líklega hefur Ari þurft að bruna upp á sjúkrahús eftir hlaupið en hann hljóp til styrktar minningarsjóðs Kristjáns Eldjárns en fjölskylda Ara stofnaði sjóðinn eftir að elsti bróðir hans lést árið 2002. Seinna um daginn kom lítil stúlka í heiminn.Þann 2. ágúst eignuðust þau Kolbrún Vaka Helgadóttir kynningarfulltrúi RÚV og leikarinn Hilmar Guðjónsson son en mbl.is greindi frá. Þetta var þriðja barnið en fyrir áttu þau sitthvort barnið úr fyrra sambandi. Ágúst hélt áfram að vera góður mánuður til að eignas barn en þann 11. ágúst eignaðist Ævar Þór Benediktsson, betur þekktur sem Ævar vísindamaður, sitt fyrsta barn með unnustu sinni, Védísi Kjartansdóttur. DV.is greindi frá.Drengurinn var fimmtán merkur og um 53 sentímetrar þegar hann kom í heiminn.Bræðrabarnalán Tónlistar- og sjónvarpsmaðurinn Unnsteinn Manúel Stefánsson og vöruhönnuðurinn Ágústa Sveinsdóttir eignuðust dreng í lok ágúst en þau greindu frá að von væri á erfingja fyrr á þessu ári. Unnsteinn og Ágústa hafa verið par í nokkur ár en þau fóru að rugla saman reytum árið 2014. Yngri bróðir Unnsteins, Logi Pedro eignaðist strák síðasta haust og því mikið barnalán sem að leikur við tónlistarbræðurna. Unnsteinn birti mynd á Instagram reikningi sínum sem má sjá hér að neðan. View this post on Instagram A post shared by UNNSTEINN (@unistefson) on Sep 1, 2018 at 7:32am PDTAron Einar og Kristbjörg eiga tvo drengi.Mynd/instagram aron einarFótbolta og fitness drengur númer 2 Aron Einar Gunnarsson, fyrirliði íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu, og eiginkona hans, Kristbjörg Jónasdóttir eignuðust eignuðust sitt annað barn 3. september. Aron greindi frá þessu á Instagram og birtir þar fallega mynd af nýja fjölskyldumeðlimnum. Fyrir áttu þau soninn Óliver Breka. Aron og Kristbjörg fóru nýstárlega leið þegar þau tilkynntu um nafn nýja prinsins. Hann fékk nafnið Tristan Þór. Aron tileinkaði sonunum sjálfsævisögu sína sem kom út um jólin.Aron var viðstaddur fæðinguna ólíkt því sem var þegar eldri sonurinn fæddist. Þá var hann í verkefni með karlalandsliðinu í Kasakstan. Hann hefur látið hafa eftir sér að aldrei hafi komið til greina að missa af annarri fæðingu. Þórunn og Harry eiga í dag eina stúlku.Samfélagsmiðlastjarnan Þórunn Ívarsdóttir og Harry Sampsted eignuðust dóttur 9. september en mbl.is greindi frá. Þórunn hún hefur í gegnum tíðina verið óhrædd að segja frá sjúkdómi sínum sem kallast endómetríósa, þeim áhrifum sem hann hefur og erfileikunum við það að eignast barn. Hún opnaði sig um sjúkdóminn í Íslandi í dag á Stöð 2 á dögunum. Stúlkan sem kom í heiminn í september var 3.810 grömm og 54,5 sentímetrar þegar hún kom í heiminn.Loksins kom hún Fjölmiðlakonan Þorbjörg Marinósdóttir og unnusti hennar Baggalúturinn og borgarfulltrúinn fyrrverandi Karl Sigurðsson eignuðust dóttur þann 12. október. Tobba og Kalli áttu fyrir fjögurra ára gamla dóttur. Tobba gekk nokkra daga framyfir og tjáði hún sig um stöðuna í eftirminnilegu viðtali á Bylgjunni í vetur. Hér má hlusta á það en Tobba segir alltaf skemmtilega frá hlutunum. Ég? Bara slakur. pic.twitter.com/X0xU7PnwfG — Karl Sigurðsson (@kallisig) October 13, 2018 Fréttir ársins 2018 Tímamót Mest lesið Stjörnulífið: Framlengdi jólin í Paradís og stórafmæli á Tenerife Lífið Einhleypan: Væri til í steik og rautt með Blö-strákunum Makamál Segir tímann ekki lækna sorgina Lífið Fimmtán daga föstu Reynis að ljúka Lífið Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Lífið Guðrún losnaði við uppþemdan maga og léttist líka Lífið Eldar í Hollywood: Hneyksla sig á tryggingum, leigu og launum Lífið Fjölbreyttar leiðir til að fara inn í nýtt ár Lífið Sonur Gretu Salomé og Elvars kominn með nafn Lífið Í strandbænum Sharm El Sheikh í Egyptalandi nýtur þú sólar, hlýju og menningar Lífið samstarf Fleiri fréttir Guðrún losnaði við uppþemdan maga og léttist líka Fimmtán daga föstu Reynis að ljúka Sonur Gretu Salomé og Elvars kominn með nafn Segir tímann ekki lækna sorgina Eldar í Hollywood: Hneyksla sig á tryggingum, leigu og launum Stjörnulífið: Framlengdi jólin í Paradís og stórafmæli á Tenerife Fjölbreyttar leiðir til að fara inn í nýtt ár Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Krakkatían: Sólskin, dýr og gönguleiðir Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Dóttir Hólmfríðar og Jóhanns Bergs komin með nafn Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Fréttatía vikunnar: Fuglaflensa, Facebook og fjöldi Skilnaður eftir tuttugu ára samband Með þvottaklemmu á sér í beinni frá eldunum Bönnuð innan 12 af ástæðu Óvæntur glaðningur í veggjunum Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Heimili Hanks rétt slapp Tíu góð andlitskrem í vetrarkuldann Heitustu trendin árið 2025 Tónlistarhátíðin Xjazz snýr aftur í Iðnó um helgina Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Þjóðin mætt að hreyfa sig og mömmurnar eru ekki skildar eftir út undan Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Sjá meira
Það er ávallt mikið gleðiefni þegar börn koma í heiminn í fyrsta sinn. Lífið hefur greint reglulega frá því þegar þekktir einstaklingar eignast börn og má segja að 2018 hafi verið mikið barnalánsár. Hér að neðan má sjá hvaða börn fæddust á árinu og Vísir og aðrir fjölmiðlar greindu frá.Útgrátinn og fyrsta barnið Árið byrjaði einstaklega vel fyrir samfélagsmiðlastjörnuna Aron Már Ólafsson og Hildi Skúladóttur þegar þau eignuðust dreng þann 17. janúar. Aron gengur helst undir nafninu AronMola á samfélagsmiðlum og er einn sá allra stærsti á landinu. Hann sýnir frá lífi sínu á miðlunum og kemur Hildur þar oft við sögu. View this post on InstagramTil hamingju með daginn Davíð Oddsson. Minn dagur var samt aðeins betri A post shared by Aron Már Ólafsson (@aronmola) on Jan 17, 2018 at 3:47pm PST Aron birti tilfinningaþrungna mynd á Instagram-reikningi sínum og vakti myndin gríðarlega mikla lukku en þegar þessi grein er skrifuð hefur verið líkað við hana um 11.000 sinnum. Á myndinni má sjá útgrátinn Aron Má og barnið í fanginu á móður sinni.Kári er fyrsta barn þeirra saman.Heiðrún Lind Marteinsdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi, og fjölmiðlamaðurinn Hjörvar Hafliðason eignuðust son 19. febrúar og fékk drengurinn nafnið Kári. Hjörvar setti inn tilkynningu um fæðingu barnsins á Facebook en þar kemur fram að móður og barni heilsist vel. Drengurinn var 15 merkur og 51 sentímetri að lengd. Þetta var annað barn Hjörvars og fyrsta barn Heiðarúnar. Hjörvar sagði á léttum nótum að móður og barni heilsaðist vel en hann væri sjálfur hins vegar frekar þreyttur. Febrúar var góður mánuður fyrir barneignir en Snapchat-stjarnan Sólrún Diego og Frans Veigar Garðarsson, eignuðust son 24. febrúar. Fyrir á parið dótturina Maísól en drengurinn fékk nafnið Maron. Sólrún heldur úti vinsælum Snapchat reikningi og er ein af svokölluðum áhrifavöldum hér á landi. Það er fjölmennur hópur sem fylgist náið með lífi og störfum Sólrúnar á samskiptaforritinu en um 25 þúsund manns fylgja henni.Fyrsta barn Dagnýjar og Ómars.VÍSIR/EYÞÓRKom í heiminn á fjörutíu mínútum Í byrjun febrúar eignuðust hjónin Bergur Ebbi Benediktsson og Rán Ingvarsdóttir en mbl.is greindi frá. Bergur greindi frá fæðingunni á Facebook og lét þar hafa eftir sér að það hafi aðeins tekið 40 mínútur að koma drengnum í heiminn. Hjónin áttu tvö börn fyrir. Snorri og Saga eignast sitt fyrsta barn Enn átti eftir að bætast í hópinn en leikkonan Saga Garðarsdóttir og tónlistarmaðurinn Snorri Helgason eignuðust sitt fyrsta barn þann 28. febrúar. Stúlkan var um 3800 grömm og 51 cm á lengd. Þau giftu sig síðan í sumar við hátíðlega athöfn á Suðureyri.Missti vatnið fyrir utan Laugardagsvöllinn Landsliðskonan Dagný Brynjarsdóttir og sambýlismaður hennar Ómar Páll Sigurbjartsson eignuðust son 12. júní og var þetta fyrsta barn parsins. Drengurinn kom í heiminn örlítið á undan áætlun en settur dagur var í júlí. Dagný var álitsgjafi Stöðvar 2 Sport á landsleik Íslands og Slóveníu á mánudeginum 11.júní og missti hún vatnið fyrir utan Laugardalsvöll eftir leikinn. Dagný og Ómar hafa verið saman í rúm tíu ár og byrjuðu saman þegar hún var 16 ára og hann 15 ára. Þau eru búsett á Selfossi. Mynd af parinu frá árinu 2012.Tíu kílómetrar og svo beint á fæðingadeildina Laugardaginn 18. ágúst fór grínistinn í sitt árlega Reykjavíkurmaraþon. Linda Guðrún Karlsdóttir var þá heima og komin vel á leið. Ari kláraði tíu kílómetra, en blaðamaður Vísis sá grínistann koma í mark. Líklega hefur Ari þurft að bruna upp á sjúkrahús eftir hlaupið en hann hljóp til styrktar minningarsjóðs Kristjáns Eldjárns en fjölskylda Ara stofnaði sjóðinn eftir að elsti bróðir hans lést árið 2002. Seinna um daginn kom lítil stúlka í heiminn.Þann 2. ágúst eignuðust þau Kolbrún Vaka Helgadóttir kynningarfulltrúi RÚV og leikarinn Hilmar Guðjónsson son en mbl.is greindi frá. Þetta var þriðja barnið en fyrir áttu þau sitthvort barnið úr fyrra sambandi. Ágúst hélt áfram að vera góður mánuður til að eignas barn en þann 11. ágúst eignaðist Ævar Þór Benediktsson, betur þekktur sem Ævar vísindamaður, sitt fyrsta barn með unnustu sinni, Védísi Kjartansdóttur. DV.is greindi frá.Drengurinn var fimmtán merkur og um 53 sentímetrar þegar hann kom í heiminn.Bræðrabarnalán Tónlistar- og sjónvarpsmaðurinn Unnsteinn Manúel Stefánsson og vöruhönnuðurinn Ágústa Sveinsdóttir eignuðust dreng í lok ágúst en þau greindu frá að von væri á erfingja fyrr á þessu ári. Unnsteinn og Ágústa hafa verið par í nokkur ár en þau fóru að rugla saman reytum árið 2014. Yngri bróðir Unnsteins, Logi Pedro eignaðist strák síðasta haust og því mikið barnalán sem að leikur við tónlistarbræðurna. Unnsteinn birti mynd á Instagram reikningi sínum sem má sjá hér að neðan. View this post on Instagram A post shared by UNNSTEINN (@unistefson) on Sep 1, 2018 at 7:32am PDTAron Einar og Kristbjörg eiga tvo drengi.Mynd/instagram aron einarFótbolta og fitness drengur númer 2 Aron Einar Gunnarsson, fyrirliði íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu, og eiginkona hans, Kristbjörg Jónasdóttir eignuðust eignuðust sitt annað barn 3. september. Aron greindi frá þessu á Instagram og birtir þar fallega mynd af nýja fjölskyldumeðlimnum. Fyrir áttu þau soninn Óliver Breka. Aron og Kristbjörg fóru nýstárlega leið þegar þau tilkynntu um nafn nýja prinsins. Hann fékk nafnið Tristan Þór. Aron tileinkaði sonunum sjálfsævisögu sína sem kom út um jólin.Aron var viðstaddur fæðinguna ólíkt því sem var þegar eldri sonurinn fæddist. Þá var hann í verkefni með karlalandsliðinu í Kasakstan. Hann hefur látið hafa eftir sér að aldrei hafi komið til greina að missa af annarri fæðingu. Þórunn og Harry eiga í dag eina stúlku.Samfélagsmiðlastjarnan Þórunn Ívarsdóttir og Harry Sampsted eignuðust dóttur 9. september en mbl.is greindi frá. Þórunn hún hefur í gegnum tíðina verið óhrædd að segja frá sjúkdómi sínum sem kallast endómetríósa, þeim áhrifum sem hann hefur og erfileikunum við það að eignast barn. Hún opnaði sig um sjúkdóminn í Íslandi í dag á Stöð 2 á dögunum. Stúlkan sem kom í heiminn í september var 3.810 grömm og 54,5 sentímetrar þegar hún kom í heiminn.Loksins kom hún Fjölmiðlakonan Þorbjörg Marinósdóttir og unnusti hennar Baggalúturinn og borgarfulltrúinn fyrrverandi Karl Sigurðsson eignuðust dóttur þann 12. október. Tobba og Kalli áttu fyrir fjögurra ára gamla dóttur. Tobba gekk nokkra daga framyfir og tjáði hún sig um stöðuna í eftirminnilegu viðtali á Bylgjunni í vetur. Hér má hlusta á það en Tobba segir alltaf skemmtilega frá hlutunum. Ég? Bara slakur. pic.twitter.com/X0xU7PnwfG — Karl Sigurðsson (@kallisig) October 13, 2018
Fréttir ársins 2018 Tímamót Mest lesið Stjörnulífið: Framlengdi jólin í Paradís og stórafmæli á Tenerife Lífið Einhleypan: Væri til í steik og rautt með Blö-strákunum Makamál Segir tímann ekki lækna sorgina Lífið Fimmtán daga föstu Reynis að ljúka Lífið Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Lífið Guðrún losnaði við uppþemdan maga og léttist líka Lífið Eldar í Hollywood: Hneyksla sig á tryggingum, leigu og launum Lífið Fjölbreyttar leiðir til að fara inn í nýtt ár Lífið Sonur Gretu Salomé og Elvars kominn með nafn Lífið Í strandbænum Sharm El Sheikh í Egyptalandi nýtur þú sólar, hlýju og menningar Lífið samstarf Fleiri fréttir Guðrún losnaði við uppþemdan maga og léttist líka Fimmtán daga föstu Reynis að ljúka Sonur Gretu Salomé og Elvars kominn með nafn Segir tímann ekki lækna sorgina Eldar í Hollywood: Hneyksla sig á tryggingum, leigu og launum Stjörnulífið: Framlengdi jólin í Paradís og stórafmæli á Tenerife Fjölbreyttar leiðir til að fara inn í nýtt ár Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Krakkatían: Sólskin, dýr og gönguleiðir Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Dóttir Hólmfríðar og Jóhanns Bergs komin með nafn Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Fréttatía vikunnar: Fuglaflensa, Facebook og fjöldi Skilnaður eftir tuttugu ára samband Með þvottaklemmu á sér í beinni frá eldunum Bönnuð innan 12 af ástæðu Óvæntur glaðningur í veggjunum Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Heimili Hanks rétt slapp Tíu góð andlitskrem í vetrarkuldann Heitustu trendin árið 2025 Tónlistarhátíðin Xjazz snýr aftur í Iðnó um helgina Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Þjóðin mætt að hreyfa sig og mömmurnar eru ekki skildar eftir út undan Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Sjá meira