„Krabbamein sálarinnar“ Ole Anton Bieltvedt skrifar 18. desember 2018 07:00 Í grundvallaratriðum drepa dýr önnur dýr sér aðeins til matar og lífsviðurværis. Sköpunarverkið er byggt á þann veg. Líf og afkoma margra dýra byggist á slíkri lífskeðju náttúrunnar. Við því er vitaskuld ekkert að segja. Maðurinn er hér þó undantekning. Hann er eina dýrið, sem drepur önnur dýr og lífverur að gamni sínu; sér til fróunar, gleði og skemmtunar. Um daginn var afmælisgrein í blaði um lækni á Austfjörðum, sem varð sextugur þann dag. Lagði læknirinn blaðinu til mynd, sem fylgdi greininni, þar sem hann krýpur yfir dauðu hreindýri, sem hann hafði skotið. Heldur hann drápsvopninu hátt í vinstri hendi, en lyftir höfði dauðs dýrsins með þeirri hægri, sperrir sig svo og brosir glaðhlakkalega framan í myndavélina, eins og hann væri hetja, sem hefði verið að vinna stórvirki. Var hér um fullorðinn og væntanlega þroskaðan mann, sextugan lækni, að ræða, sem ætti að hlúa að lífi, leitast við að vernda það og lækna, ekki bara mannlífi, heldur öllu lífi, einkum lífi þess, sem ekkert hefur sér til saka unnið; er ekki aðeins saklaust og varnarlaust, heldur á sér líka engrar undankomu auðið, en hefur tilfinningar; finnur til, fyllist kvíða og ótta, lætur sér annt um afkvæmi sitt og fjölskyldu, eins og við. Þessi læknir er ekki einn um það, að hafa fróun og gleði af því, að ofsækja, meiða og limlesta saklaus og varnarlaus dýr, og loks – ef sært dýrið getur ekki forðað sér í bili, til þess eins að deyja skemmri eða lengri kvaladauða – drepa það. Þessir svokölluðu veiðimenn, sem eru í öllum störfum og stéttum, oft hámenntaðir og háttsettir í þjóðfélaginu, skipta hér mörgum þúsundum. Þörf þessara manna á veiðunum er yfirleitt engin. Þetta virðist snúast um annarlegar innri hvatir; þörfina fyrir að eyðileggja og drepa, án þarfar eða tilgangs. Hvað er þetta; drápsfýsn, blóðþorsti, drápslosti? Einna verst er dýraníðið einmitt í garð hreindýra. Í ár mátti drepa fleiri dýr en nokkru sinni fyrr; 1.450 dýr, þar af 1.061 kú. Voru þeir veiðimenn, sem í þetta dráp vildu komast, yfir 3.000. Hvað býr í hjarta og tilfinningalífi þessara manna? Er siðmenningin og mannúðin ekki komin á hærra stig en svo, að drápslosti ræður för? Er þetta kannske drápssýki, sem líkja má við áfengissýki og tóbakssýki? Kannske er þetta krabbamein sálarinnar. Hreindýrakálfar fæðast margir um mánaðamótin maí/júní. Þeir eru því ekki nema 8 vikna, þegar byrjað er að drepa mæðurnar frá þeim, með og frá 1. ágúst. Við eðlileg skilyrði þyrfti hreindýrakálfur á móður sinni að halda fram á næsta vor. Rannsóknir frá Noregi sýna, að þegar hreindýrakálfar eru 8 vikna, drekka þeir enn móðurmjólk 8 sinnum í hálfa mínútu á dag, 11 vikna 6 sinnum og 16 vikna eru þeir enn að drekka móðurmjólk 5 sinnum á dag. Hvernig má það þá vera, að verið sé að drepa mæður þeirra frá þeim 8 vikna gömlum!? Er þá tilfinningalegt áfall og sorg, streita, ótti, óvissa og kvíði umkomulausra og hrakinna ungviða ótalið. Auk þess eru hreindýrakálfar mjög háðir mæðrum sínum, þegar snjóa tekur og hjarn leggst yfir land, með það að gera krafsholur, þannig, að dýrin komist í fléttur, gras, lyng og annað æti. Þarf til þess stóra, sterka og beitta hófa, sem ungviðið skortir. Þetta dráp hreindýrakúa, upphaflega frá 8 vikna kálfum þeirra, er því ómannúðlegt og siðlaust, og í raun þeim, sem þessar veiðar stunda, til smánar og skammar. Mættu veiðimenn hugsa til þess, að þetta þarflausa og ljóta dráp, fer vitaskuld inn í þeirra karma, og verða menn – fyrr eða síðar – að standa því illa, sem þar er komið, skil. Kann þá kvölin og sorgin, sem þeir ollu saklausum lífverum, að hitta þá sjálfa. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Ole Anton Bieltvedt Mest lesið Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Er komið að næsta skrefi í jafnréttisbaráttu kvenna? Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson Skoðun Sögulegur dagur Inga Lind Karlsdóttir Skoðun Erfðafjárskattur hækkar Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lesblindir og vinnustaður framtíðarinnar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kaffistofa Samhjálpar og minnstu bræður okkar Einar Baldvin skrifar Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson skrifar Skoðun Sagan um þorskinn og sjálfstæðið Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar Skoðun Réttlæti í almannatryggingum Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar Skoðun Er komið að næsta skrefi í jafnréttisbaráttu kvenna? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mikilvægi málumhverfis í leikskólum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Framlög aukin til fjölmargra málaflokka Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hver á nektarmynd af þér? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Spörum við áfram aurinn og hendum krónunni? Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur grefur undan EES Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Samvirkni íslenskrar ferðaþjónustu mun fyrst nást með skemmtiferðaskipum Unnur Elva Arnardóttir,Emma Kjartansdóttir skrifar Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic skrifar Skoðun Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Samvera er heilsuefling Þröstur V. Söring skrifar Skoðun Skuldaskellir, nýr jólasveinn sveitarfélaga? Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fullveldi á okkar forsendum Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Gagnaver – reynsla frá Danmörku Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Ofbeldi barna og verkferlar Kennarasambandsins Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Móðurást milli rimlanna Rósa Líf Darradóttir,Darri Gunnarsson skrifar Skoðun Sögulegur dagur Inga Lind Karlsdóttir skrifar Sjá meira
Í grundvallaratriðum drepa dýr önnur dýr sér aðeins til matar og lífsviðurværis. Sköpunarverkið er byggt á þann veg. Líf og afkoma margra dýra byggist á slíkri lífskeðju náttúrunnar. Við því er vitaskuld ekkert að segja. Maðurinn er hér þó undantekning. Hann er eina dýrið, sem drepur önnur dýr og lífverur að gamni sínu; sér til fróunar, gleði og skemmtunar. Um daginn var afmælisgrein í blaði um lækni á Austfjörðum, sem varð sextugur þann dag. Lagði læknirinn blaðinu til mynd, sem fylgdi greininni, þar sem hann krýpur yfir dauðu hreindýri, sem hann hafði skotið. Heldur hann drápsvopninu hátt í vinstri hendi, en lyftir höfði dauðs dýrsins með þeirri hægri, sperrir sig svo og brosir glaðhlakkalega framan í myndavélina, eins og hann væri hetja, sem hefði verið að vinna stórvirki. Var hér um fullorðinn og væntanlega þroskaðan mann, sextugan lækni, að ræða, sem ætti að hlúa að lífi, leitast við að vernda það og lækna, ekki bara mannlífi, heldur öllu lífi, einkum lífi þess, sem ekkert hefur sér til saka unnið; er ekki aðeins saklaust og varnarlaust, heldur á sér líka engrar undankomu auðið, en hefur tilfinningar; finnur til, fyllist kvíða og ótta, lætur sér annt um afkvæmi sitt og fjölskyldu, eins og við. Þessi læknir er ekki einn um það, að hafa fróun og gleði af því, að ofsækja, meiða og limlesta saklaus og varnarlaus dýr, og loks – ef sært dýrið getur ekki forðað sér í bili, til þess eins að deyja skemmri eða lengri kvaladauða – drepa það. Þessir svokölluðu veiðimenn, sem eru í öllum störfum og stéttum, oft hámenntaðir og háttsettir í þjóðfélaginu, skipta hér mörgum þúsundum. Þörf þessara manna á veiðunum er yfirleitt engin. Þetta virðist snúast um annarlegar innri hvatir; þörfina fyrir að eyðileggja og drepa, án þarfar eða tilgangs. Hvað er þetta; drápsfýsn, blóðþorsti, drápslosti? Einna verst er dýraníðið einmitt í garð hreindýra. Í ár mátti drepa fleiri dýr en nokkru sinni fyrr; 1.450 dýr, þar af 1.061 kú. Voru þeir veiðimenn, sem í þetta dráp vildu komast, yfir 3.000. Hvað býr í hjarta og tilfinningalífi þessara manna? Er siðmenningin og mannúðin ekki komin á hærra stig en svo, að drápslosti ræður för? Er þetta kannske drápssýki, sem líkja má við áfengissýki og tóbakssýki? Kannske er þetta krabbamein sálarinnar. Hreindýrakálfar fæðast margir um mánaðamótin maí/júní. Þeir eru því ekki nema 8 vikna, þegar byrjað er að drepa mæðurnar frá þeim, með og frá 1. ágúst. Við eðlileg skilyrði þyrfti hreindýrakálfur á móður sinni að halda fram á næsta vor. Rannsóknir frá Noregi sýna, að þegar hreindýrakálfar eru 8 vikna, drekka þeir enn móðurmjólk 8 sinnum í hálfa mínútu á dag, 11 vikna 6 sinnum og 16 vikna eru þeir enn að drekka móðurmjólk 5 sinnum á dag. Hvernig má það þá vera, að verið sé að drepa mæður þeirra frá þeim 8 vikna gömlum!? Er þá tilfinningalegt áfall og sorg, streita, ótti, óvissa og kvíði umkomulausra og hrakinna ungviða ótalið. Auk þess eru hreindýrakálfar mjög háðir mæðrum sínum, þegar snjóa tekur og hjarn leggst yfir land, með það að gera krafsholur, þannig, að dýrin komist í fléttur, gras, lyng og annað æti. Þarf til þess stóra, sterka og beitta hófa, sem ungviðið skortir. Þetta dráp hreindýrakúa, upphaflega frá 8 vikna kálfum þeirra, er því ómannúðlegt og siðlaust, og í raun þeim, sem þessar veiðar stunda, til smánar og skammar. Mættu veiðimenn hugsa til þess, að þetta þarflausa og ljóta dráp, fer vitaskuld inn í þeirra karma, og verða menn – fyrr eða síðar – að standa því illa, sem þar er komið, skil. Kann þá kvölin og sorgin, sem þeir ollu saklausum lífverum, að hitta þá sjálfa.
Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar
Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar
Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson skrifar
Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Samvirkni íslenskrar ferðaþjónustu mun fyrst nást með skemmtiferðaskipum Unnur Elva Arnardóttir,Emma Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar
Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar