Sólveig Anna vill kjaramálin strax til ríkissáttasemjara Sighvatur Arnmundsson skrifar 18. desember 2018 07:00 Sólveig Anna segir enga ástæðu til að bíða með að vísa kjaraviðræðum til ríkissáttasemjara. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK „Eins og ég sé þetta er staðan þannig að stundaglasið er orðið tómt. Kjarasamningar eru bara að renna út. Það er ákall frá hinum almenna félagsmanni um að það verði tekin upp öguð og vönduð vinnubrögð sem eru fólgin í því að nýr kjarasamningur taki við af þeim gamla,“ segir Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness og fyrsti varaforseti ASÍ. Hann segir það liggja fyrir að nýr samningur muni ekki liggja fyrir þegar sá gildandi rennur út um áramót. „Það þyrfti allavega algjört kraftaverk til þess. Það liggur fyrir að við höfum ekki fengið að sjá á nein spil SA um hvað er í boði svo ég tali nú ekki um skeytingarleysi stjórnvalda. Við hefðum viljað vísa þessari deilu til ríkissáttasemjara til að koma þessu í eitthvert ferli.“ Af 18 formönnum aðildarfélaga Starfsgreinasambandsins (SGS) vildu sjö vísa málinu strax til ríkissáttasemjara en ellefu vildu bíða og taka stöðuna eftir áramót. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins úr verkalýðshreyfingunni er kominn talsverður brestur í samstöðuna innan SGS en umrædd ákvörðun var tekin fundi á föstudaginn. Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, sem er langstærsta aðildarfélag SGS, var ein þeirra sem vildu vísa málinu strax til ríkissáttasemjara. Heimildarmenn blaðsins búast við því að ákvörðun verði tekin á næstu dögum um næstu skref Eflingar í kjaraviðræðunum. Björn Snæbjörnsson, formaður SGS og Einingar-Iðju á Akureyri, segir það ekkert nýtt að það séu skiptar skoðanir og menn ræði sig venjulega út úr því. „Menn fóru bara í félögin og hittu sínar samninganefndir og þar eru bara mismunandi skoðanir um hvort það eigi að vísa strax eða ekki. Við formennirnir förum bara eftir því sem okkar samninganefndir segja. Mín samninganefnd vildi sjá til.“ Hann segist reikna með því að fundað verði með samninganefnd SA á fimmtudaginn. „Ég er ekki sátt við þessa niðurstöðu og tel hana ranga. Að mínu mati hefðum við átt að vísa málinu strax til ríkissáttasemjara,“ segir Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, um þá ákvörðun formannafundar Starfsgreinasambandsins að vísa kjaraviðræðum ekki til ríkissáttasemjara fyrir jól. Á formannafundinum sem haldinn var á föstudaginn vildu formenn sjö félaga vísa málinu strax til ríkissáttasemjara en formenn ellefu félaga vildu bíða með það fram yfir áramót. Hafa formenn aðildarfélaga Starfsgreinasambandsins jafnan atkvæðisrétt óháð stærð félaganna. Efling er langstærsta aðildarfélagið með um 27 þúsund félagsmenn en heildarfjöldinn í öllum félögum Starfsgreinasambandsins er um 57 þúsund. Sólveig Anna segist ekki sjá neina ástæðu til þess að bíða með að vísa málinu til ríkissáttasemjara. Samtök atvinnulífsins hafi lagt fram hugmyndir um grundvallarbreytingar á íslenskum vinnumarkaði á fundi þar sem samninganefnd Starfsgreinasambandsins hafi búist við að launaliðurinn yrði loksins ræddur. „Þá kom í ljós að til þess að við gætum farið að ræða launaliðinn áttum við fyrst að fara í gegnum hugmyndir um miklar breytingar á allri vinnutímatilhögun á Íslandi. Mér finnst það fráleitur staður til að vera á og af þeim sökum taldi ég langeðlilegast að vísa málinu strax til ríkissáttasemjara.“ Kjarasamningar á almennum markaði renna út um áramót og því ljóst að afar lítill tími er til stefnu eigi aðilar að ná saman án aðkomu ríkissáttasemjara. „Ég er mjög ósátt við þessa uppstillingu, að til þess að við getum fengið svör hjá okkar viðsemjendum um launaliðinn, um hvað sé í boði og hvaða augum þeir líti þessa kröfu okkar um 425 þúsund króna lágmarkslaun við lok samningstímans, þurfum við fyrst að ræða um mikla útvíkkun á dagvinnutíma og breytingar á því hvernig greitt er fyrir yfirvinnu. Mér finnst það ekki eðlilegt og til marks um það að það sé mikill munur á milli þeirra hugmynda sem eru í gangi.“ Birtist í Fréttablaðinu Kjaramál Tengdar fréttir Íhuga að vísa deilunni til ríkissáttasemjara Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, segir að ef ekki fari að sjá til sólar í kjaradeilunni komi vel til greina að vísa henni til ríkissáttasemjara. 17. desember 2018 18:34 Mest lesið „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Erlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Macron vinsamlegur en ákveðinn á fundi með Trump Innlent Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Viðskipti erlent Frambjóðendur spurðu hvor annan: „Ég ætla að hlusta á þá“ Innlent Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Innlent „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Innlent Fleiri fréttir VR greiddi Ragnari Þór hátt í tíu milljónir í biðlaun „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Frambjóðendur spurðu hvor annan: „Ég ætla að hlusta á þá“ Macron vinsamlegur en ákveðinn á fundi með Trump Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Slökkviliðsmenn felldu samninginn Kristrún í Kænugarði: „Mjög tilfinningaþrungið ástand hérna“ Ofbýður hvað Reykjavík er ljót „Ekki sitja í störukeppni á meðan molnar undan unga fólkinu“ Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Þriggja ára stríð, myndband af ráni og ljót borg Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Guðrún nýtur meiri stuðnings hjá almenningi Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Sjá meira
„Eins og ég sé þetta er staðan þannig að stundaglasið er orðið tómt. Kjarasamningar eru bara að renna út. Það er ákall frá hinum almenna félagsmanni um að það verði tekin upp öguð og vönduð vinnubrögð sem eru fólgin í því að nýr kjarasamningur taki við af þeim gamla,“ segir Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness og fyrsti varaforseti ASÍ. Hann segir það liggja fyrir að nýr samningur muni ekki liggja fyrir þegar sá gildandi rennur út um áramót. „Það þyrfti allavega algjört kraftaverk til þess. Það liggur fyrir að við höfum ekki fengið að sjá á nein spil SA um hvað er í boði svo ég tali nú ekki um skeytingarleysi stjórnvalda. Við hefðum viljað vísa þessari deilu til ríkissáttasemjara til að koma þessu í eitthvert ferli.“ Af 18 formönnum aðildarfélaga Starfsgreinasambandsins (SGS) vildu sjö vísa málinu strax til ríkissáttasemjara en ellefu vildu bíða og taka stöðuna eftir áramót. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins úr verkalýðshreyfingunni er kominn talsverður brestur í samstöðuna innan SGS en umrædd ákvörðun var tekin fundi á föstudaginn. Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, sem er langstærsta aðildarfélag SGS, var ein þeirra sem vildu vísa málinu strax til ríkissáttasemjara. Heimildarmenn blaðsins búast við því að ákvörðun verði tekin á næstu dögum um næstu skref Eflingar í kjaraviðræðunum. Björn Snæbjörnsson, formaður SGS og Einingar-Iðju á Akureyri, segir það ekkert nýtt að það séu skiptar skoðanir og menn ræði sig venjulega út úr því. „Menn fóru bara í félögin og hittu sínar samninganefndir og þar eru bara mismunandi skoðanir um hvort það eigi að vísa strax eða ekki. Við formennirnir förum bara eftir því sem okkar samninganefndir segja. Mín samninganefnd vildi sjá til.“ Hann segist reikna með því að fundað verði með samninganefnd SA á fimmtudaginn. „Ég er ekki sátt við þessa niðurstöðu og tel hana ranga. Að mínu mati hefðum við átt að vísa málinu strax til ríkissáttasemjara,“ segir Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, um þá ákvörðun formannafundar Starfsgreinasambandsins að vísa kjaraviðræðum ekki til ríkissáttasemjara fyrir jól. Á formannafundinum sem haldinn var á föstudaginn vildu formenn sjö félaga vísa málinu strax til ríkissáttasemjara en formenn ellefu félaga vildu bíða með það fram yfir áramót. Hafa formenn aðildarfélaga Starfsgreinasambandsins jafnan atkvæðisrétt óháð stærð félaganna. Efling er langstærsta aðildarfélagið með um 27 þúsund félagsmenn en heildarfjöldinn í öllum félögum Starfsgreinasambandsins er um 57 þúsund. Sólveig Anna segist ekki sjá neina ástæðu til þess að bíða með að vísa málinu til ríkissáttasemjara. Samtök atvinnulífsins hafi lagt fram hugmyndir um grundvallarbreytingar á íslenskum vinnumarkaði á fundi þar sem samninganefnd Starfsgreinasambandsins hafi búist við að launaliðurinn yrði loksins ræddur. „Þá kom í ljós að til þess að við gætum farið að ræða launaliðinn áttum við fyrst að fara í gegnum hugmyndir um miklar breytingar á allri vinnutímatilhögun á Íslandi. Mér finnst það fráleitur staður til að vera á og af þeim sökum taldi ég langeðlilegast að vísa málinu strax til ríkissáttasemjara.“ Kjarasamningar á almennum markaði renna út um áramót og því ljóst að afar lítill tími er til stefnu eigi aðilar að ná saman án aðkomu ríkissáttasemjara. „Ég er mjög ósátt við þessa uppstillingu, að til þess að við getum fengið svör hjá okkar viðsemjendum um launaliðinn, um hvað sé í boði og hvaða augum þeir líti þessa kröfu okkar um 425 þúsund króna lágmarkslaun við lok samningstímans, þurfum við fyrst að ræða um mikla útvíkkun á dagvinnutíma og breytingar á því hvernig greitt er fyrir yfirvinnu. Mér finnst það ekki eðlilegt og til marks um það að það sé mikill munur á milli þeirra hugmynda sem eru í gangi.“
Birtist í Fréttablaðinu Kjaramál Tengdar fréttir Íhuga að vísa deilunni til ríkissáttasemjara Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, segir að ef ekki fari að sjá til sólar í kjaradeilunni komi vel til greina að vísa henni til ríkissáttasemjara. 17. desember 2018 18:34 Mest lesið „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Erlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Macron vinsamlegur en ákveðinn á fundi með Trump Innlent Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Viðskipti erlent Frambjóðendur spurðu hvor annan: „Ég ætla að hlusta á þá“ Innlent Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Innlent „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Innlent Fleiri fréttir VR greiddi Ragnari Þór hátt í tíu milljónir í biðlaun „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Frambjóðendur spurðu hvor annan: „Ég ætla að hlusta á þá“ Macron vinsamlegur en ákveðinn á fundi með Trump Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Slökkviliðsmenn felldu samninginn Kristrún í Kænugarði: „Mjög tilfinningaþrungið ástand hérna“ Ofbýður hvað Reykjavík er ljót „Ekki sitja í störukeppni á meðan molnar undan unga fólkinu“ Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Þriggja ára stríð, myndband af ráni og ljót borg Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Guðrún nýtur meiri stuðnings hjá almenningi Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Sjá meira
Íhuga að vísa deilunni til ríkissáttasemjara Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, segir að ef ekki fari að sjá til sólar í kjaradeilunni komi vel til greina að vísa henni til ríkissáttasemjara. 17. desember 2018 18:34