Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Sunna Sæmundsdóttir skrifar 4. nóvember 2025 20:01 Yfir helmingur aðspurðra í nýrri könnun Maskínu segist bera lítið traust til Guðmundar Inga Kristinssonar, mennta- og barnamálaráðherra. Vísir/Anton Brink Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins samkvæmt nýrri könnun Maskínu. Í könnuninni var annars vegar mælt hversu mikið traust fólk ber til tiltekinna ráðherra og hins vegar hversu lítið. Vantraust til flestra ráðherra eykst talsvert á milli kannana. Flestir bera lítið traust til Guðmundar Inga Kristinssonar, mennta- og barnamálaráðherra, eða fimmtíu og fimm prósent. Þegar síðasta sambærilega könnun var gerð í janúar gegndi flokkssystir hans Ásthildur Lóa Þórsdóttir embættinu. Á milli kannana og eftir ráðherraskiptin hefur vantraustið aukist tuttugu og þrjú prósent. Næstflestir bera lítið traust til Ingu Sæland, eða um helmingur og breytist það lítið milli kannana. Í þriðja sæti er Eyjólfur Ármannsson, innviðaráðherra, með í kringum fjörutíu prósent. Þorgerður Katrín, utanríkisráðherra fylgir rétt á eftir, og því næst eru þeir Logi Einarsson, ráðherra menningar-, nýsköpunar og háskólamála, og Jóhann Páll umhverfisráðherra, sem öll mælast í kringum þrjátíu og fimm prósent. Forsætisráðherra í eftirsóttu botnsæti Aðrir ráðherrar Viðreisnar skipa sér í næstu sæti á eftir, eða þau Hanna Katrín Friðriksson, atvinnuvegaráðherra Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, dómsmálaráðherra og Daði Már Kristófersson, fjármálaráðherra. Tæplega þrjátíu prósent segjast bera lítið traust til þeirra. Í líklega eftirsóttum botnsætum eru Alma Möller heilbrigðisráðherra og Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra, en um fjórðungur ber lítið traust til þeirra. Röðin er nær alfarið öfug þegar litið er á hversu mikið traust fólk ber til ráðherranna. Kristrún og Alma eru á toppnum, og ráðherrar Viðreisnar fylgja á eftir. Traust til Daða Más eykst umtalsvert á milli kannana, eða um tuttugu og eitt prósent. Ráðherrar Flokks fólksins skipa sér aftur á móti í neðstu sætin. Könnun Maskínu fór fram dagana 8. til 15.október og voru svarendur 1.232 talsins. Skoðanakannanir Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Flokkur fólksins Samfylkingin Viðreisn Mest lesið Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir Innlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Erlent Hækka hitann í Breiðholtslaug Innlent „Við vitum að áföllin munu koma“ Innlent Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Innlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Fleiri fréttir „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Sjá meira
Flestir bera lítið traust til Guðmundar Inga Kristinssonar, mennta- og barnamálaráðherra, eða fimmtíu og fimm prósent. Þegar síðasta sambærilega könnun var gerð í janúar gegndi flokkssystir hans Ásthildur Lóa Þórsdóttir embættinu. Á milli kannana og eftir ráðherraskiptin hefur vantraustið aukist tuttugu og þrjú prósent. Næstflestir bera lítið traust til Ingu Sæland, eða um helmingur og breytist það lítið milli kannana. Í þriðja sæti er Eyjólfur Ármannsson, innviðaráðherra, með í kringum fjörutíu prósent. Þorgerður Katrín, utanríkisráðherra fylgir rétt á eftir, og því næst eru þeir Logi Einarsson, ráðherra menningar-, nýsköpunar og háskólamála, og Jóhann Páll umhverfisráðherra, sem öll mælast í kringum þrjátíu og fimm prósent. Forsætisráðherra í eftirsóttu botnsæti Aðrir ráðherrar Viðreisnar skipa sér í næstu sæti á eftir, eða þau Hanna Katrín Friðriksson, atvinnuvegaráðherra Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, dómsmálaráðherra og Daði Már Kristófersson, fjármálaráðherra. Tæplega þrjátíu prósent segjast bera lítið traust til þeirra. Í líklega eftirsóttum botnsætum eru Alma Möller heilbrigðisráðherra og Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra, en um fjórðungur ber lítið traust til þeirra. Röðin er nær alfarið öfug þegar litið er á hversu mikið traust fólk ber til ráðherranna. Kristrún og Alma eru á toppnum, og ráðherrar Viðreisnar fylgja á eftir. Traust til Daða Más eykst umtalsvert á milli kannana, eða um tuttugu og eitt prósent. Ráðherrar Flokks fólksins skipa sér aftur á móti í neðstu sætin. Könnun Maskínu fór fram dagana 8. til 15.október og voru svarendur 1.232 talsins.
Skoðanakannanir Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Flokkur fólksins Samfylkingin Viðreisn Mest lesið Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir Innlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Erlent Hækka hitann í Breiðholtslaug Innlent „Við vitum að áföllin munu koma“ Innlent Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Innlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Fleiri fréttir „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Sjá meira