Mueller eitt skotmarka samfélagsmiðlaherferðar Rússa Kjartan Kjartansson skrifar 18. desember 2018 12:37 Robert Mueller var skipaður sérstakur rannsakandi dómsmálaráðuneytisins í maí í fyrra. Hann rannsakar meðal annars tilraunir Rússa til að hafa áhrif á forsetakosningarnar árið 2016. Vegna þess varð hann að skotmarki herðferðar Rússa. Vísir/Getty Útsendarar rússneskra stjórnvalda beittu samfélagsmiðlum til þess að reyna að rýra traust á Robert Mueller og rannsókn hans á meintu samráði forsetaframboðs Donald Trump við Rússa. Í skýrslu um afskipti Rússa af bandarískum stjórnmálum sem öldungadeild Bandaríkjaþings hefur fengið í hendur kemur fram hvernig þeir notuðu nær alla samfélagsmiðla í áróðursherferð sinni. Greining á fleiri en tíu milljónum færslna og skilaboða á stærstu samfélagsmiðlum heims leiddi í ljós að tilraunir rússnesku útsendarana til þess að hafa áhrif á bandaríska kjósendur hófust fyrr en almennt er talið og stóðu lengur yfir, að sögn Washington Post sem komst yfir skýrsluna. Rússarnir notuðu meðal annars gervireikninga á Facebook, Twitter og fleiri miðlum til þess að deila rangfærslum um Mueller, sérstaka rannsakanda dómsmálaráðuneytisins. Hann var sakaður um að vera spilltur og fullyrt að ásakanir um tilraunir Rússa til að hafa áhrif á forsetakosningarnar árið 2016 væru brjálaðar samsæriskenningar. Mueller var jafnvel vændur um að hafa unnið með „róttækum íslömskum hópum“.Hlutur Instagram lítt skoðaður til þessa Samfélagsmiðlarnir eru sagðir hafa verið notaðir til að ná til ólíkra hópa. Þannig hafi Rússarnir beitt Twitter til að ná til stjórnmála- og fjölmiðlamanna. Facebook og auglýsingatól þess hafi verið notuð til að skipta almenningi upp í þýði eftir hugmyndafræði og menningarhópi. Reyndu Rússarnir að virkja íhaldssama kjósendur en letja blökkumenn sem eru líklegri til að styðja demókrata í að kjósa. Myndasíðan Instagram, sem er í eigu Facebook, virðist hafa verið gjöfulustu miðin fyrir rússnesku útsendarana. Færslur sem þeir deildu þar fengu 187 milljónir ummæla, „læka“ og annarra viðbragða. Það var meira en á Facebook og Twitter til samans. Sérstaklega jókst notkunin á Instagram til að dreifa áróðri hálfu ári eftir að Trump náði kjöri sem forseti. Þar deildu Rússarnir um 116.000 færslum, tvöfalt fleiri en á Facebook. Mueller hefur ákært hóp Rússa sem tengjast félaginu Internet Research Agency sem er talið hafa stýrt samfélagsmiðlaherferð rússneskra stjórnvalda í kringum kosningarnar fyrir tveimur árum. Stjórnendur Facebook hafa lofað bót og betrun í að koma í veg fyrir að samfélagsmiðillinn sé notaðu til að hafa áhrif á kosningar á óeðlilegan hátt. Washington Post bendir hins vegar á að fyrirtækið hafi gert lítið úr athöfnum Rússa á Instagram þegar fulltrúar þess gáfu Bandaríkjaþingi skýrslu um áróðursherferðina í fyrra. Þá sagði það að færslur Rússa á Instagram hefðu náð til tuttugu milljóna manna og á Facebook til 126 milljóna. Bandaríkin Donald Trump Facebook Rússarannsóknin Rússland Tengdar fréttir Minnst fjórtán Rússar ræddu við Trump-liða í kosningabaráttunni Samskiptin voru fjölmörg og Trump-liðar hafa ítrekað verið gómaðir við að segja ósatt um samskipti sín við rússneska aðila. 11. desember 2018 11:00 Fyrrverandi lögmaður Trump játar að hafa logið um viðskipti í Rússlandi Michael Cohen kom fyrir dómara í dag og játaði að hafa logið að þingnefndum um fasteignaverkefni í Moskvu sem hélt áfram eftir að forsetaframboð Trump hófst. 29. nóvember 2018 21:08 Giuliani kennir Twitter um eigin mistök og hrekk Rudy Giuliani, fyrrverandi borgarstjóri New York, og einn af æðstu lögmönnum Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, er sannfærður um að starfsmenn Twitter hati Donald Trump. 5. desember 2018 14:49 Mest lesið Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Innlent Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Innlent Gagnrýnir að auglýsingaskilti sé sett framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Erlent Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Erlent Fjögur börn á Íslandi getin með sæði mannsins Innlent Helmingur ríkisstofnana hafi stytt opnunartíma Innlent Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Innlent „Stóra-Hraun mun rísa“ Innlent Stormur gengur yfir sunnan- og vestanvert landið Veður Fleiri fréttir Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sökuð um að drepa barnið sitt með basísku mataræði Hraunar yfir „hnignandi“ heimsálfu Efnahagsráðherra Kúbu í lífstíðarfangelsi fyrir óljósar sakir Litháar lýsa yfir neyðarástandi vegna belgja frá Belarús Þingmenn hyggjast þvinga Hegseth til upplýsingagjafar Átökin magnast á landamærum Kambódíu og Taílands Bílstjórinn meðvitundarlaus þegar rútan lenti á biðskýlinu Fjórir látnir á Tenerife eftir að alda sópaði þeim úr saltvatnslaug Afdráttarlaus stuðningur við Úkraínu og aukinn þrýstingur á Rússa Vöruðu við flóðbylgjum eftir stærðarinnar jarðskjálfta Kallar Greene heimskan svikara Segir að taka þurfi mikilvægar ákvarðanir Sjá meira
Útsendarar rússneskra stjórnvalda beittu samfélagsmiðlum til þess að reyna að rýra traust á Robert Mueller og rannsókn hans á meintu samráði forsetaframboðs Donald Trump við Rússa. Í skýrslu um afskipti Rússa af bandarískum stjórnmálum sem öldungadeild Bandaríkjaþings hefur fengið í hendur kemur fram hvernig þeir notuðu nær alla samfélagsmiðla í áróðursherferð sinni. Greining á fleiri en tíu milljónum færslna og skilaboða á stærstu samfélagsmiðlum heims leiddi í ljós að tilraunir rússnesku útsendarana til þess að hafa áhrif á bandaríska kjósendur hófust fyrr en almennt er talið og stóðu lengur yfir, að sögn Washington Post sem komst yfir skýrsluna. Rússarnir notuðu meðal annars gervireikninga á Facebook, Twitter og fleiri miðlum til þess að deila rangfærslum um Mueller, sérstaka rannsakanda dómsmálaráðuneytisins. Hann var sakaður um að vera spilltur og fullyrt að ásakanir um tilraunir Rússa til að hafa áhrif á forsetakosningarnar árið 2016 væru brjálaðar samsæriskenningar. Mueller var jafnvel vændur um að hafa unnið með „róttækum íslömskum hópum“.Hlutur Instagram lítt skoðaður til þessa Samfélagsmiðlarnir eru sagðir hafa verið notaðir til að ná til ólíkra hópa. Þannig hafi Rússarnir beitt Twitter til að ná til stjórnmála- og fjölmiðlamanna. Facebook og auglýsingatól þess hafi verið notuð til að skipta almenningi upp í þýði eftir hugmyndafræði og menningarhópi. Reyndu Rússarnir að virkja íhaldssama kjósendur en letja blökkumenn sem eru líklegri til að styðja demókrata í að kjósa. Myndasíðan Instagram, sem er í eigu Facebook, virðist hafa verið gjöfulustu miðin fyrir rússnesku útsendarana. Færslur sem þeir deildu þar fengu 187 milljónir ummæla, „læka“ og annarra viðbragða. Það var meira en á Facebook og Twitter til samans. Sérstaklega jókst notkunin á Instagram til að dreifa áróðri hálfu ári eftir að Trump náði kjöri sem forseti. Þar deildu Rússarnir um 116.000 færslum, tvöfalt fleiri en á Facebook. Mueller hefur ákært hóp Rússa sem tengjast félaginu Internet Research Agency sem er talið hafa stýrt samfélagsmiðlaherferð rússneskra stjórnvalda í kringum kosningarnar fyrir tveimur árum. Stjórnendur Facebook hafa lofað bót og betrun í að koma í veg fyrir að samfélagsmiðillinn sé notaðu til að hafa áhrif á kosningar á óeðlilegan hátt. Washington Post bendir hins vegar á að fyrirtækið hafi gert lítið úr athöfnum Rússa á Instagram þegar fulltrúar þess gáfu Bandaríkjaþingi skýrslu um áróðursherferðina í fyrra. Þá sagði það að færslur Rússa á Instagram hefðu náð til tuttugu milljóna manna og á Facebook til 126 milljóna.
Bandaríkin Donald Trump Facebook Rússarannsóknin Rússland Tengdar fréttir Minnst fjórtán Rússar ræddu við Trump-liða í kosningabaráttunni Samskiptin voru fjölmörg og Trump-liðar hafa ítrekað verið gómaðir við að segja ósatt um samskipti sín við rússneska aðila. 11. desember 2018 11:00 Fyrrverandi lögmaður Trump játar að hafa logið um viðskipti í Rússlandi Michael Cohen kom fyrir dómara í dag og játaði að hafa logið að þingnefndum um fasteignaverkefni í Moskvu sem hélt áfram eftir að forsetaframboð Trump hófst. 29. nóvember 2018 21:08 Giuliani kennir Twitter um eigin mistök og hrekk Rudy Giuliani, fyrrverandi borgarstjóri New York, og einn af æðstu lögmönnum Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, er sannfærður um að starfsmenn Twitter hati Donald Trump. 5. desember 2018 14:49 Mest lesið Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Innlent Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Innlent Gagnrýnir að auglýsingaskilti sé sett framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Erlent Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Erlent Fjögur börn á Íslandi getin með sæði mannsins Innlent Helmingur ríkisstofnana hafi stytt opnunartíma Innlent Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Innlent „Stóra-Hraun mun rísa“ Innlent Stormur gengur yfir sunnan- og vestanvert landið Veður Fleiri fréttir Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sökuð um að drepa barnið sitt með basísku mataræði Hraunar yfir „hnignandi“ heimsálfu Efnahagsráðherra Kúbu í lífstíðarfangelsi fyrir óljósar sakir Litháar lýsa yfir neyðarástandi vegna belgja frá Belarús Þingmenn hyggjast þvinga Hegseth til upplýsingagjafar Átökin magnast á landamærum Kambódíu og Taílands Bílstjórinn meðvitundarlaus þegar rútan lenti á biðskýlinu Fjórir látnir á Tenerife eftir að alda sópaði þeim úr saltvatnslaug Afdráttarlaus stuðningur við Úkraínu og aukinn þrýstingur á Rússa Vöruðu við flóðbylgjum eftir stærðarinnar jarðskjálfta Kallar Greene heimskan svikara Segir að taka þurfi mikilvægar ákvarðanir Sjá meira
Minnst fjórtán Rússar ræddu við Trump-liða í kosningabaráttunni Samskiptin voru fjölmörg og Trump-liðar hafa ítrekað verið gómaðir við að segja ósatt um samskipti sín við rússneska aðila. 11. desember 2018 11:00
Fyrrverandi lögmaður Trump játar að hafa logið um viðskipti í Rússlandi Michael Cohen kom fyrir dómara í dag og játaði að hafa logið að þingnefndum um fasteignaverkefni í Moskvu sem hélt áfram eftir að forsetaframboð Trump hófst. 29. nóvember 2018 21:08
Giuliani kennir Twitter um eigin mistök og hrekk Rudy Giuliani, fyrrverandi borgarstjóri New York, og einn af æðstu lögmönnum Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, er sannfærður um að starfsmenn Twitter hati Donald Trump. 5. desember 2018 14:49