Flynn bað um frest á dómsuppkvaðningu Samúel Karl Ólason skrifar 18. desember 2018 18:06 Michael Flynn, fyrrverandi hershöfðingi og þjóðaröryggisráðgjafi Bandaríkjanna. AP/Carolyn Kaster Michael Flynn, fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Donald Trump Bandaríkjaforseti, óskaði eftir því í dómsal í dag að dómsuppkvaðningu hans yrði frestað. Hann hefur játað að hafa logið að rannsakendum Alríkislögreglu Bandaríkjanna, FBI, um fundi hans með Sergei Kislyak, sendiherra Rússlands í Bandaríkjunum. Flynn játaði sekt og sagðist hafa verið meðvitaður um að það væri glæpur að ljúga að rannsakendum FBI, þegar hann var yfirheyrður. Robert Mueller, sérstakur rannsakandi Dómsmálaráðuneytis Bandaríkjanna, hafði farið fram á að Flynn yrði ekki dæmdur til fangelsisvistar vegna þess að hann hefði tekið ábyrgð á brotum sínum og hann hefði veitt rannsakendum Mueller samstarf sitt. Lögmenn Flynn höfðu einnig farið fram á að hann yrði ekki dæmdur til fangelsisvistar. Lögmenn Flynn báðu um að dómsuppkvaðningu yrði frestað, eins og dómarinn hafði stungið upp á, svo Flynn gæti nýtt sér samstarf hans með rannsakendum til að minnka mögulegan dóm sinn. Ekki liggur fyrir dómsuppkvaðning mun fara fram en það verður ekki fyrr en í mars í fyrsta lagi. Dómarinn hafði stungið upp á því að Flynn gæti verið beðinn um frekara samstarf á næstunni og gaf Flynn möguleika á því að fresta dómsuppkvaðningu. Eftir hlé lögðu lögmenn Flynn beiðni um frestun. Áður en beiðni Flynn var lögð fram fór dómarinn Emmet Sullivan hörðum orðum um Flynn og sagði hann í rauninni hafa svikið Bandaríkin. Flynn hefur verið sakaður um að starfa á vegum ríkisstjórnar Tyrklands þó hann hafi ekki verið ákærður fyrir það. Tveir fyrrverandi viðskiptafélagar Flynn hafa verið ákærðir fyrir að vinna á laun fyrir tyrknesk stjórnvöld.Sjá einnig: Viðskiptafélagar fyrrum þjóðaröryggisráðgjafa Trump ákærðirSullivan sagði brot Flynn vera mjög alvarleg. Hann, sem hátt settur embættismaður, hefði logið að rannsakendum og öðrum embættismönnum í Hvíta húsinu. Á meðan hann hafi starfað í Hvíta húsinu hafi hann unnið fyrir önnur stjórnvöld. Dómarinn gekk það langt að spyrja saksóknarann hvort athæfi Flynn væri landráð og hvort saksóknarar hefðu íhugað að ákæra hann fyrir landráð. Þegar saksóknarinn Brandon Van Grack sagði að það hefði ekki verið íhugað spurði Sullivan hvort það væri hægt. Því vildi Grack ekki svara. Seinna tók Sullivan þó fram að hann hefði ekki verið að stinga upp á því að Flynn hefði framið landráð, heldur hefði hann verið forvitinn og bað hann fólk ekki að lesa of mikið í spurningar hans til Flynn og saksóknarans. Dómarinn dró einnig ummæli sín um störf Flynn fyrir stjórnvöld Tyrklands til baka. Hann hefði áttað sig á því að það hefði verið rangt að Flynn hefði unnið fyrir Tyrki á sama tíma og hann var að vinna í Hvíta húsinu. Bandaríkin Donald Trump Norður-Ameríka Rússarannsóknin Mest lesið Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Innlent Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Innlent Ætla að hernema Gasaströndina Erlent Segir réttarríkið standa í vegi sínum Erlent Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Erlent Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Innlent Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Innlent „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Innlent Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Innlent Fleiri fréttir Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Aldrei fleiri stríð í heiminum síðan í síðari heimsstyrjöld Ráðherra segir að Ísraelar muni ekki fara aftur frá Gasa Árásarmaðurinn í Uppsölum handtekinn Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Ætla að hernema Gasaströndina Segir réttarríkið standa í vegi sínum Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Fjarhægrimaður sigurstranglegastur í forsetakosningum Rúmena Fimm handteknir grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ PAP vann stórsigur í Singapúr Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Íbúar Nuuk orðnir tuttugu þúsund Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Birti mynd af sér í páfaskrúða Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Gera úkraínsk ungmenni að sjálfsmorðssprengjumönnum Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Sjá meira
Michael Flynn, fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Donald Trump Bandaríkjaforseti, óskaði eftir því í dómsal í dag að dómsuppkvaðningu hans yrði frestað. Hann hefur játað að hafa logið að rannsakendum Alríkislögreglu Bandaríkjanna, FBI, um fundi hans með Sergei Kislyak, sendiherra Rússlands í Bandaríkjunum. Flynn játaði sekt og sagðist hafa verið meðvitaður um að það væri glæpur að ljúga að rannsakendum FBI, þegar hann var yfirheyrður. Robert Mueller, sérstakur rannsakandi Dómsmálaráðuneytis Bandaríkjanna, hafði farið fram á að Flynn yrði ekki dæmdur til fangelsisvistar vegna þess að hann hefði tekið ábyrgð á brotum sínum og hann hefði veitt rannsakendum Mueller samstarf sitt. Lögmenn Flynn höfðu einnig farið fram á að hann yrði ekki dæmdur til fangelsisvistar. Lögmenn Flynn báðu um að dómsuppkvaðningu yrði frestað, eins og dómarinn hafði stungið upp á, svo Flynn gæti nýtt sér samstarf hans með rannsakendum til að minnka mögulegan dóm sinn. Ekki liggur fyrir dómsuppkvaðning mun fara fram en það verður ekki fyrr en í mars í fyrsta lagi. Dómarinn hafði stungið upp á því að Flynn gæti verið beðinn um frekara samstarf á næstunni og gaf Flynn möguleika á því að fresta dómsuppkvaðningu. Eftir hlé lögðu lögmenn Flynn beiðni um frestun. Áður en beiðni Flynn var lögð fram fór dómarinn Emmet Sullivan hörðum orðum um Flynn og sagði hann í rauninni hafa svikið Bandaríkin. Flynn hefur verið sakaður um að starfa á vegum ríkisstjórnar Tyrklands þó hann hafi ekki verið ákærður fyrir það. Tveir fyrrverandi viðskiptafélagar Flynn hafa verið ákærðir fyrir að vinna á laun fyrir tyrknesk stjórnvöld.Sjá einnig: Viðskiptafélagar fyrrum þjóðaröryggisráðgjafa Trump ákærðirSullivan sagði brot Flynn vera mjög alvarleg. Hann, sem hátt settur embættismaður, hefði logið að rannsakendum og öðrum embættismönnum í Hvíta húsinu. Á meðan hann hafi starfað í Hvíta húsinu hafi hann unnið fyrir önnur stjórnvöld. Dómarinn gekk það langt að spyrja saksóknarann hvort athæfi Flynn væri landráð og hvort saksóknarar hefðu íhugað að ákæra hann fyrir landráð. Þegar saksóknarinn Brandon Van Grack sagði að það hefði ekki verið íhugað spurði Sullivan hvort það væri hægt. Því vildi Grack ekki svara. Seinna tók Sullivan þó fram að hann hefði ekki verið að stinga upp á því að Flynn hefði framið landráð, heldur hefði hann verið forvitinn og bað hann fólk ekki að lesa of mikið í spurningar hans til Flynn og saksóknarans. Dómarinn dró einnig ummæli sín um störf Flynn fyrir stjórnvöld Tyrklands til baka. Hann hefði áttað sig á því að það hefði verið rangt að Flynn hefði unnið fyrir Tyrki á sama tíma og hann var að vinna í Hvíta húsinu.
Bandaríkin Donald Trump Norður-Ameríka Rússarannsóknin Mest lesið Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Innlent Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Innlent Ætla að hernema Gasaströndina Erlent Segir réttarríkið standa í vegi sínum Erlent Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Erlent Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Innlent Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Innlent „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Innlent Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Innlent Fleiri fréttir Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Aldrei fleiri stríð í heiminum síðan í síðari heimsstyrjöld Ráðherra segir að Ísraelar muni ekki fara aftur frá Gasa Árásarmaðurinn í Uppsölum handtekinn Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Ætla að hernema Gasaströndina Segir réttarríkið standa í vegi sínum Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Fjarhægrimaður sigurstranglegastur í forsetakosningum Rúmena Fimm handteknir grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ PAP vann stórsigur í Singapúr Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Íbúar Nuuk orðnir tuttugu þúsund Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Birti mynd af sér í páfaskrúða Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Gera úkraínsk ungmenni að sjálfsmorðssprengjumönnum Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Sjá meira