Skráning og gagnsæi við sölu bankanna eykur traust og eflir markaðinn Páll Harðarson skrifar 19. desember 2018 08:00 Í síðastliðinni viku ritaði ég um margþættan ávinning af sölu og skráningu bankanna fyrir íslenskt efnahagslíf. En hvernig er best að standa að málum til að hámarka ávinning íslensks samfélags? Vel heppnað útboð og tvíhliða skráning Arion banka í Nasdaq kauphallirnar á Íslandi og í Stokkhólmi sýndi með óyggjandi hætti kosti þessarar leiðar. Skráning á heimamarkað greiðir aðgang að íslenskum fjárfestum og skapar aukið traust meðal erlendra fjárfesta. Með skráningu samhliða í Stokkhólmi náðist til dreifðari hóps alþjóðlegra fjárfesta en ella, en breskir og bandarískir fjárfestar voru fyrirferðarmiklir í útboðinu. Raunhæft er að sala á hlutum í bönkunum fari fram í áföngum á nokkrum árum með hliðsjón af umfangi sölunnar. Eignarhlutur ríkisins gæti þó minnkað fljótt en Bankasýsla ríkisins álítur að til að vekja athygli allra helstu fjárfesta þurfi frumútboð að vera um tvöfalt stærra en nýlegt útboð Arion banka, eða 70-105 milljarðar króna. Auk þess að huga að markaðsaðstæðum hverju sinni, þarf ríkið að gera þrennt til að draga úr óvissu og hámarka söluverðmæti hluta sinna. Í fyrsta lagi þarf að huga að aðgerðum til að gera samkeppnisstöðu íslensku bankanna áþekka þeirri sem bankar í nágrannalöndunum búa við. Í öðru lagi þarf að liggja fyrir skýr áætlun um söluferlið og í þriðja lagi greinargóð lýsing á stefnu ríkisins sem eiganda. Í ljósi reynslunnar er eðlilegt að fólk spyrji hvort sagan frá því fyrir fjármálahrunið geti endurtekið sig. Í því sambandi er rétt að hafa í huga að viðamiklar breytingar hafa verið gerðar á regluverki og eftirliti á fjármálamarkaði frá því á árunum fyrir hrun. Meðal þeirra eru auknar kröfur um eiginfjárhlutföll bankanna, bann gegn því að bankarnir láni gegn veði í eigin bréfum, takmarkanir á lánum til venslaðra aðila, þak á kaupaukagreiðslur, stífari reglur um gjaldeyrisjöfnuð bankanna, hertar reglur um lausafjárhlutföll, stóraukið eftirlit með fjármálafyrirtækjum og aukin áhersla á þjóðhagsvarúð ásamt mörgum öðrum breytingum sem sameiginlega styrkja umgjörð um fjármálakerfið og miða að því að girða fyrir þá hegðun sem orsakaði fall bankanna. Sala bankanna er einstakt tækifæri til að auka gagnsæi í fjármálakerfinu og gera íslenskan hlutabréfamarkað að enn betri aflvaka framfara og hagsældar. Sala bankanna gæti einnig aukið þátttöku almennings á hlutabréfamarkaði, en í nágrannaríkjunum hefur þátttaka almennings verið lyftistöng fyrir fjármögnun smárra og meðalstórra fyrirtækja og er því um mikilvæga hagsmuni fyrir íslenskt efnahagslíf að ræða. Hóflegar skattalegar ívilnanir til almennings vegna hlutabréfakaupa gætu riðið baggamuninn en á hinum Norðurlöndunum hafa nú þegar verið innleiddar eða stendur til að innleiða slíkar ívilnanir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen Skoðun Saga Israa á Gaza og hvernig hægt er að verða að liði Katrín Harðardóttir,Israa Saed Skoðun Er aldur bara tala? Teitur Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar Skoðun Saga Israa á Gaza og hvernig hægt er að verða að liði Katrín Harðardóttir,Israa Saed skrifar Skoðun Fordómar frá sálfélagslegu sjónarhorni Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Er aldur bara tala? Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar Skoðun Frans páfi kvaddur eða meðtekinn? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Að hata einhvern sem þú þarft á að halda? Katrín Pétursdóttir skrifar Skoðun Íslenskar pyndingar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun SFS, Exit og norska leiðin þeirra Jón Kaldal skrifar Skoðun Friður - í framsöguhætti eða viðtengingarhætti? Bryndís Schram skrifar Skoðun Næringarfræði er lykillinn að betri heilsu, viltu vera með? Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Löngu þarft samtal um hóp sem gleymist! Katarzyna Kubiś skrifar Skoðun Menntun fyrir öll – nema okkur Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að loka augunum fyrir þessum veruleika Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kirkjugarðsballið: Eiga Íslendingar að mæta þar? Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Að sækja gullið (okkar) Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Til hamingju blaðamenn! Hjálmar Jónsson skrifar Skoðun Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens skrifar Skoðun Börn í skugga stríðs Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra Gunnar Örn Vopnfjörð Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvernig gerum við Grundarhverfi enn betra? Ævar Harðarson skrifar Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson skrifar Sjá meira
Í síðastliðinni viku ritaði ég um margþættan ávinning af sölu og skráningu bankanna fyrir íslenskt efnahagslíf. En hvernig er best að standa að málum til að hámarka ávinning íslensks samfélags? Vel heppnað útboð og tvíhliða skráning Arion banka í Nasdaq kauphallirnar á Íslandi og í Stokkhólmi sýndi með óyggjandi hætti kosti þessarar leiðar. Skráning á heimamarkað greiðir aðgang að íslenskum fjárfestum og skapar aukið traust meðal erlendra fjárfesta. Með skráningu samhliða í Stokkhólmi náðist til dreifðari hóps alþjóðlegra fjárfesta en ella, en breskir og bandarískir fjárfestar voru fyrirferðarmiklir í útboðinu. Raunhæft er að sala á hlutum í bönkunum fari fram í áföngum á nokkrum árum með hliðsjón af umfangi sölunnar. Eignarhlutur ríkisins gæti þó minnkað fljótt en Bankasýsla ríkisins álítur að til að vekja athygli allra helstu fjárfesta þurfi frumútboð að vera um tvöfalt stærra en nýlegt útboð Arion banka, eða 70-105 milljarðar króna. Auk þess að huga að markaðsaðstæðum hverju sinni, þarf ríkið að gera þrennt til að draga úr óvissu og hámarka söluverðmæti hluta sinna. Í fyrsta lagi þarf að huga að aðgerðum til að gera samkeppnisstöðu íslensku bankanna áþekka þeirri sem bankar í nágrannalöndunum búa við. Í öðru lagi þarf að liggja fyrir skýr áætlun um söluferlið og í þriðja lagi greinargóð lýsing á stefnu ríkisins sem eiganda. Í ljósi reynslunnar er eðlilegt að fólk spyrji hvort sagan frá því fyrir fjármálahrunið geti endurtekið sig. Í því sambandi er rétt að hafa í huga að viðamiklar breytingar hafa verið gerðar á regluverki og eftirliti á fjármálamarkaði frá því á árunum fyrir hrun. Meðal þeirra eru auknar kröfur um eiginfjárhlutföll bankanna, bann gegn því að bankarnir láni gegn veði í eigin bréfum, takmarkanir á lánum til venslaðra aðila, þak á kaupaukagreiðslur, stífari reglur um gjaldeyrisjöfnuð bankanna, hertar reglur um lausafjárhlutföll, stóraukið eftirlit með fjármálafyrirtækjum og aukin áhersla á þjóðhagsvarúð ásamt mörgum öðrum breytingum sem sameiginlega styrkja umgjörð um fjármálakerfið og miða að því að girða fyrir þá hegðun sem orsakaði fall bankanna. Sala bankanna er einstakt tækifæri til að auka gagnsæi í fjármálakerfinu og gera íslenskan hlutabréfamarkað að enn betri aflvaka framfara og hagsældar. Sala bankanna gæti einnig aukið þátttöku almennings á hlutabréfamarkaði, en í nágrannaríkjunum hefur þátttaka almennings verið lyftistöng fyrir fjármögnun smárra og meðalstórra fyrirtækja og er því um mikilvæga hagsmuni fyrir íslenskt efnahagslíf að ræða. Hóflegar skattalegar ívilnanir til almennings vegna hlutabréfakaupa gætu riðið baggamuninn en á hinum Norðurlöndunum hafa nú þegar verið innleiddar eða stendur til að innleiða slíkar ívilnanir.
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir Skoðun
Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar
Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir Skoðun