Verðlaunablaðamaður viðurkenndi að hafa skáldað fjölda frétta Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 19. desember 2018 19:16 Der Spiegel hefur beðið lesendur sína afsökunar og segir að málið sé mikið áfall og lágpunktur í 70 ára sögu miðilsins. AP/Kay Nietfeld Þýska fréttatímaritið Der Spiegel hefur látið verðlaunablaðamann fjúka eftir ásakanir á hendur honum þess efnis að hann hafi falsað tilvitnanir og smáatriði í fjölda greina. Claas Relotius er þannig talinn hafa falsað fréttir í stórum stíl og jafnvel skáldað einstaklinga að því er kemur fram í yfirlýsingu frá Der Spiegel. Meðal greina sem hann er talinn hafa falsað voru stórar umfjallanir sem höfðu verið tilnefndar eða jafnvel unnið til verðlauna. Relotius, sem er 33 ára gamall, játaði að hafa blekkt lesendur í 14 greinum sem höfðu verið birtar í Der Spiegel. Í yfirlýsingu frá miðlinum sagði að nú væri unnið að því að komast að hversu umfangsmiklar blekkingarnar væru. Samstarfsmaður Relotius vakti athygli á blekkingarleiknum eftir að hafa unnið með honum að grein og þótti honum fréttaöflun hans sérkennileg. Eftir að hafa neitað öllum slíkum ásökunum í fyrstu játaði Relotius í síðustu viku að hafa skáldað heilu málsgreinar í nokkrum greinum.Vitnaði í fólk sem hann hafði aldrei hitt Í einhverjum tilfellum er hann sagður hafa talað um einstaklinga sem hann hafi aldrei hitt eða talað við. „Hann segir sjálfur að það séu minnst fjórtán slík tilfelli,“ segir í tilkynningu frá Der Spiegel og þar er því velt upp að fölsuðu greinarnar geti verið töluvert fleiri. Þar segir jafnframt að Relotius hafi sýnt af sér einbeittan brotavilja. Í ljós hefur komið að grein eftir hann um innflytjendamál og spennuna á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó hafi hann skáldað upplýsingar um handmálað skilti þar sem Mexíkóbúum var sagt að koma sér í burtu. Falsaðar upplýsingar birtust einnig í grein um fanga í Guantanamo Bay og í grein um NFL leikmanninn fyrrverandi Colin Kaepernick. Relotius hóf störf hjá Der Spiegel sem lausamaður árið 2011 og sagðist sjá mjög eftir gjörðum sínum og skammast sín. Hann hefur skrifað rúmlega 60 greinar fyrir tímaritið og segir hann að margar þeirra séu réttar. Der Spiegel hefur beðið lesendur sína afsökunar og segir að málið sé mikið áfall og lágpunktur í 70 ára sögu miðilsins. Fjölmiðlar Þýskaland Mest lesið Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Erlent Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Erlent Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Innlent Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Erlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Fleiri fréttir Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Sjá meira
Þýska fréttatímaritið Der Spiegel hefur látið verðlaunablaðamann fjúka eftir ásakanir á hendur honum þess efnis að hann hafi falsað tilvitnanir og smáatriði í fjölda greina. Claas Relotius er þannig talinn hafa falsað fréttir í stórum stíl og jafnvel skáldað einstaklinga að því er kemur fram í yfirlýsingu frá Der Spiegel. Meðal greina sem hann er talinn hafa falsað voru stórar umfjallanir sem höfðu verið tilnefndar eða jafnvel unnið til verðlauna. Relotius, sem er 33 ára gamall, játaði að hafa blekkt lesendur í 14 greinum sem höfðu verið birtar í Der Spiegel. Í yfirlýsingu frá miðlinum sagði að nú væri unnið að því að komast að hversu umfangsmiklar blekkingarnar væru. Samstarfsmaður Relotius vakti athygli á blekkingarleiknum eftir að hafa unnið með honum að grein og þótti honum fréttaöflun hans sérkennileg. Eftir að hafa neitað öllum slíkum ásökunum í fyrstu játaði Relotius í síðustu viku að hafa skáldað heilu málsgreinar í nokkrum greinum.Vitnaði í fólk sem hann hafði aldrei hitt Í einhverjum tilfellum er hann sagður hafa talað um einstaklinga sem hann hafi aldrei hitt eða talað við. „Hann segir sjálfur að það séu minnst fjórtán slík tilfelli,“ segir í tilkynningu frá Der Spiegel og þar er því velt upp að fölsuðu greinarnar geti verið töluvert fleiri. Þar segir jafnframt að Relotius hafi sýnt af sér einbeittan brotavilja. Í ljós hefur komið að grein eftir hann um innflytjendamál og spennuna á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó hafi hann skáldað upplýsingar um handmálað skilti þar sem Mexíkóbúum var sagt að koma sér í burtu. Falsaðar upplýsingar birtust einnig í grein um fanga í Guantanamo Bay og í grein um NFL leikmanninn fyrrverandi Colin Kaepernick. Relotius hóf störf hjá Der Spiegel sem lausamaður árið 2011 og sagðist sjá mjög eftir gjörðum sínum og skammast sín. Hann hefur skrifað rúmlega 60 greinar fyrir tímaritið og segir hann að margar þeirra séu réttar. Der Spiegel hefur beðið lesendur sína afsökunar og segir að málið sé mikið áfall og lágpunktur í 70 ára sögu miðilsins.
Fjölmiðlar Þýskaland Mest lesið Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Erlent Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Erlent Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Innlent Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Erlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Fleiri fréttir Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Sjá meira