Miklar skemmdir eftir jarðskjálfta í Alaska Samúel Karl Ólason skrifar 1. desember 2018 14:00 Ríkisstjóri Alaska segir að það muni taka langan tíma að gera við vegi ríkisins. AP/Marc Lester Yfirvöld Alaska vinna nú hörðum höndum að því að ná utan um hve miklum skaða stórir jarðskjálftar sem skullu á í gær ollu í ríkinu. Skjálftarnir mældust 7,0 og 5,7 stig og urðu skemmdir miklar í Anchorage og nærliggjandi sveitum. Engar fregnir hafa borist af dauðsföllum eða slysum. Í kjölfar skjálftanna var flóðbylgjuviðvörun gefin út en hún var afturkölluð tiltölulega fljótt. Rúður brotnuðu víða, hlutir duttu úr hillum, byggingar urðu fyrir skemmdum og rafmagns- og símastaurar féllu niður. Loka þurfti flugvelli Anchorage um tíma þar sem rýma þurfti flugumferðarturn flugvallarins.Innviðir fóru illa víða.AP/Loren HolmesAP fréttaveitan ræddi við Chris Riekena, sem var að keyra son sinn í skólann þegar fyrsti skjálftinn skall á. Hann hélt í fyrstu að bíllinn væri að bila en áttaði sig þó fljótt. Þá sá hann að vegurinn fyrir framan hann var að sökkva í jörðina. Riekena tók son sinn og hljóp úr bílnum. Þegar jörðin var hætt að skjálfa hafði vegurinn sokkið báðu megin við bílinn, sem sat þá á nokkurskonar malbikseyju. Sheila Bailey, sem starfar í mötuneyti í grunnskóla í Anchorage, segir það hafa verið ómögulegt að standa uppi. Hún og samstarfsmenn hennar hafi fallist í faðm. „Þetta hljómaði og okkur fannst eins og skólinn væri að rifna í tvennt.“ Bill Walker, ríkisstjóri Alaska segir að viðgerðir á vegum ríkisins muni taka langan tíma. Þessir skjálftar hafi valdið meiri skaða en gengur og gerist. Að meðaltali mælast um 40 þúsund jarðskjálftar á ári hverju í Alaska og eru oftar stærri skjálftar í ríkinu en verða samanlagt í öllum hinum 49 ríkjum Bandaríkjanna. Hins vegar er sjaldgæft að skjálftar verði svo nærri byggðum svæðum. Bandaríkin Eldgos og jarðhræringar Norður-Ameríka Tengdar fréttir Stór jarðskjálfti skók stærstu borg Alaska Flóðbylgjuviðvörun var gefin út en síðar dregin til baka vegna jarðskjálftans sem var af stærðinni sjö. 30. nóvember 2018 21:00 Mest lesið „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Innlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana Innlent Skotmennirnir feðgar Erlent Fleiri fréttir Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Sjá meira
Yfirvöld Alaska vinna nú hörðum höndum að því að ná utan um hve miklum skaða stórir jarðskjálftar sem skullu á í gær ollu í ríkinu. Skjálftarnir mældust 7,0 og 5,7 stig og urðu skemmdir miklar í Anchorage og nærliggjandi sveitum. Engar fregnir hafa borist af dauðsföllum eða slysum. Í kjölfar skjálftanna var flóðbylgjuviðvörun gefin út en hún var afturkölluð tiltölulega fljótt. Rúður brotnuðu víða, hlutir duttu úr hillum, byggingar urðu fyrir skemmdum og rafmagns- og símastaurar féllu niður. Loka þurfti flugvelli Anchorage um tíma þar sem rýma þurfti flugumferðarturn flugvallarins.Innviðir fóru illa víða.AP/Loren HolmesAP fréttaveitan ræddi við Chris Riekena, sem var að keyra son sinn í skólann þegar fyrsti skjálftinn skall á. Hann hélt í fyrstu að bíllinn væri að bila en áttaði sig þó fljótt. Þá sá hann að vegurinn fyrir framan hann var að sökkva í jörðina. Riekena tók son sinn og hljóp úr bílnum. Þegar jörðin var hætt að skjálfa hafði vegurinn sokkið báðu megin við bílinn, sem sat þá á nokkurskonar malbikseyju. Sheila Bailey, sem starfar í mötuneyti í grunnskóla í Anchorage, segir það hafa verið ómögulegt að standa uppi. Hún og samstarfsmenn hennar hafi fallist í faðm. „Þetta hljómaði og okkur fannst eins og skólinn væri að rifna í tvennt.“ Bill Walker, ríkisstjóri Alaska segir að viðgerðir á vegum ríkisins muni taka langan tíma. Þessir skjálftar hafi valdið meiri skaða en gengur og gerist. Að meðaltali mælast um 40 þúsund jarðskjálftar á ári hverju í Alaska og eru oftar stærri skjálftar í ríkinu en verða samanlagt í öllum hinum 49 ríkjum Bandaríkjanna. Hins vegar er sjaldgæft að skjálftar verði svo nærri byggðum svæðum.
Bandaríkin Eldgos og jarðhræringar Norður-Ameríka Tengdar fréttir Stór jarðskjálfti skók stærstu borg Alaska Flóðbylgjuviðvörun var gefin út en síðar dregin til baka vegna jarðskjálftans sem var af stærðinni sjö. 30. nóvember 2018 21:00 Mest lesið „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Innlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana Innlent Skotmennirnir feðgar Erlent Fleiri fréttir Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Sjá meira
Stór jarðskjálfti skók stærstu borg Alaska Flóðbylgjuviðvörun var gefin út en síðar dregin til baka vegna jarðskjálftans sem var af stærðinni sjö. 30. nóvember 2018 21:00