Fjárfesting Indigo Partners í WOW air hefði jákvæð áhrif á félagið og íslenskt efnahagslíf Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 2. desember 2018 19:00 Það er jákvætt fyrir íslenskt efnahagslíf að WOW air hafi gert bráðabirgðasamkomulag við Indigo Partners um að fjárfesta í félaginu að sögn forstöðumanns hagfræðideildar Landsbankans. Ef annað stóru flugfélaganna færi í þrot gæti það haft sömu áhrif og ef einn stóru bankanna félli. Í vikunni var tilkynnt að flugfélagið Wow air hefði gert bráðabirgðasamkomulag um að bandaríska eignastýringarfélagið Indigo Partners fjárfesti í flugfélaginu Til stendur að ljúka við gerð samkomulagsins eins og fljótt og auðið er eftir áreiðanleikakönnun. Daníel Svavarsson doktor í hagfræði og forstöðumaður hagfræðideildar Landsbankans segir þetta afar jákvæð tíðindi. „Þetta eru alveg gríðarlega góðar fréttir og kannski einmitt það sem WOW vantaði að fá eigið fé inn í félagið en lánsfé. Að fá þarna sterkan fjárfesti á bak við sig til að styðja við áframhaldandi rekstur félagsins og vöxt,“ segir Daníel. Þetta hafi líka mikil áhrif á íslenskt efnahagslíf. „Með þessu eru verið að afstýra neikvæðum áhrifum á íslenskan efnahag. Það er alveg ljóst ef annað íslensku flugfélaganna færi í þrot þá hefði það gríðarlega neikvæð áhrif á íslenskt efnahagslíf,“ segir hann. Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra sagði á Sprengisandi í morgun að ekki stæði til að stjórnvöld stigi inní rekstur fyrirtækja á markaði. Þeim verði ekki bjargað af stjórnvöldum. Daníel segir að ef illa fari hjá stóru flugfélögunum þurfi ríkið að bregðast við. „Menn verða að gera sér grein fyrir því að þetta eru svolítið sérstök fyrirtæki. Flug til og frá landinu er þjóðvegur okkar og tenging við umheiminn þannig að það gilda kannski aðeins aðrar reglur þar en um flestar aðrar atvinnugreinar þannig að það er alveg ljóst að ríkið mun alltaf þurfa að hafa einhverja aðkomu ef annað stóru flugfélaganna lendir í erfiðleikum ef ekki á illa að fara,“ segir Daníel. Hann segir að olíuverð hafi verið að lækka sem eigi eftir að hafa jákvæð áhrif á rekstur íslensku flugfélaganna. Fréttir af flugi Sprengisandur WOW Air Mest lesið Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljónir fyrir dvöl á spítalanum Neytendur Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Linkedin sektað um tugi milljarða Viðskipti erlent Fleiri fréttir Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Sjá meira
Það er jákvætt fyrir íslenskt efnahagslíf að WOW air hafi gert bráðabirgðasamkomulag við Indigo Partners um að fjárfesta í félaginu að sögn forstöðumanns hagfræðideildar Landsbankans. Ef annað stóru flugfélaganna færi í þrot gæti það haft sömu áhrif og ef einn stóru bankanna félli. Í vikunni var tilkynnt að flugfélagið Wow air hefði gert bráðabirgðasamkomulag um að bandaríska eignastýringarfélagið Indigo Partners fjárfesti í flugfélaginu Til stendur að ljúka við gerð samkomulagsins eins og fljótt og auðið er eftir áreiðanleikakönnun. Daníel Svavarsson doktor í hagfræði og forstöðumaður hagfræðideildar Landsbankans segir þetta afar jákvæð tíðindi. „Þetta eru alveg gríðarlega góðar fréttir og kannski einmitt það sem WOW vantaði að fá eigið fé inn í félagið en lánsfé. Að fá þarna sterkan fjárfesti á bak við sig til að styðja við áframhaldandi rekstur félagsins og vöxt,“ segir Daníel. Þetta hafi líka mikil áhrif á íslenskt efnahagslíf. „Með þessu eru verið að afstýra neikvæðum áhrifum á íslenskan efnahag. Það er alveg ljóst ef annað íslensku flugfélaganna færi í þrot þá hefði það gríðarlega neikvæð áhrif á íslenskt efnahagslíf,“ segir hann. Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra sagði á Sprengisandi í morgun að ekki stæði til að stjórnvöld stigi inní rekstur fyrirtækja á markaði. Þeim verði ekki bjargað af stjórnvöldum. Daníel segir að ef illa fari hjá stóru flugfélögunum þurfi ríkið að bregðast við. „Menn verða að gera sér grein fyrir því að þetta eru svolítið sérstök fyrirtæki. Flug til og frá landinu er þjóðvegur okkar og tenging við umheiminn þannig að það gilda kannski aðeins aðrar reglur þar en um flestar aðrar atvinnugreinar þannig að það er alveg ljóst að ríkið mun alltaf þurfa að hafa einhverja aðkomu ef annað stóru flugfélaganna lendir í erfiðleikum ef ekki á illa að fara,“ segir Daníel. Hann segir að olíuverð hafi verið að lækka sem eigi eftir að hafa jákvæð áhrif á rekstur íslensku flugfélaganna.
Fréttir af flugi Sprengisandur WOW Air Mest lesið Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljónir fyrir dvöl á spítalanum Neytendur Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Linkedin sektað um tugi milljarða Viðskipti erlent Fleiri fréttir Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Sjá meira