Hefur tekið á móti hundruðum barna Sveinn Arnarsson skrifar 3. desember 2018 06:00 Þórdís Ágústsdóttir ljósmóðir hætti fyrir helgi störfum eftir 42 ár í faginu, í þágu verðandi mæðra og barna þeirra. Vísir/Vilhelm Þórdís Ágústsdóttir ljósmóðir hætti fyrir helgi störfum eftir 42 ár í faginu, í þágu verðandi mæðra og barna þeirra. Hún segir gríðarlega margt hafa breyst á þessum rúmu fjórum áratugum og hefur ekki tölu á hve mörgum börnum hún hefur tekið á móti á ferlinum. „Þetta er krefjandi starf en við sem störfum við það höfum ástríðu fyrir starfinu, við elskum starfið okkar,“ segir Þórdís sem nú fagnar því að fá meiri tíma fyrir fjölskyldu og vini auk ritstarfa. „Ég starfaði á Fæðingarheimilinu í Reykjavík þar sem ég vann með hléum til 1992. Þá fór ég á sængurkvennadeildina til 2000. Frá aldamótunum hef ég svo verið á fæðingarvaktinni. Ég hef því komið víða við.“ Ferill hennar spannar mjög áhugaverða tíma þar sem samfélagið gjörbreyttist á þeim tíma sem hún var starfandi. „það hefur mjög margt breyst og við getum sagt að hvergi eru eins miklar öfgar og í okkar fagi.“Þórdís Ágústsdóttir segir að ljósmóðurstarfið hafi ávallt veitt henni ánægju.Þórdís nefnir að minnisstæðast hafi verið sængurlega kvenna í upphafi ferils hennar en þá hafi konur ekki mátt standa upp eftir fæðingu í tvo sólarhringa. „Þegar ég var að læra lágu konur og máttu ekki hreyfa sig eftir barnsburð. Börnin voru tekin af þeim og sett inn á barnastofu. Allar konur að drepast í brjóstunum og ljósmæðurnar að standa í því að laga það með heitum bökstrum og hvaðeina. En til allrar hamingju var þróun til betri vegar í þeim málum,“ segir Þórdís. „Svo er stór breyting að feður fengu að vera þátttakendur í þessu ferli en ekki lokaðir úti. Það er afar dýrmætt fyrir þá.“ Þórdís bætir við að starfið hafi alltaf átt vel við hana og veitt henni ánægju. „Þessi vinna gefur af sér. Stundum kemur þú á vakt og situr yfir sömu konunni sem fæðir ekki á vaktinni en það er jafn gefandi. Þá er það öll aðkoma í ferlinu sem skiptir máli og fæðingin er að okkar mati bónus.“ Birtist í Fréttablaðinu Börn og uppeldi Heilbrigðismál Mest lesið Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Innlent Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Innlent Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Innlent Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Innlent Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Innlent Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Innlent Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Erlent Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Innlent Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Innlent Fleiri fréttir „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Söngnemendur á Hvolsvelli með Kabarett Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Með kíló af kókaíní í farangrinum Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Mikill viðbúnaður vegna sprengingar í mjölverksmiðju Þingfundi lauk á miðnætti: Stjórnarandstaðan sökuð um málþóf Samsköttun og ásakanir um málþóf á Alþingi Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Hætta við uppbyggingu við tjörnina í Seljahverfi Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Fyrsta langreyðurin á vertíðinni háði 35 mínútna dauðastríð Sjá meira
Þórdís Ágústsdóttir ljósmóðir hætti fyrir helgi störfum eftir 42 ár í faginu, í þágu verðandi mæðra og barna þeirra. Hún segir gríðarlega margt hafa breyst á þessum rúmu fjórum áratugum og hefur ekki tölu á hve mörgum börnum hún hefur tekið á móti á ferlinum. „Þetta er krefjandi starf en við sem störfum við það höfum ástríðu fyrir starfinu, við elskum starfið okkar,“ segir Þórdís sem nú fagnar því að fá meiri tíma fyrir fjölskyldu og vini auk ritstarfa. „Ég starfaði á Fæðingarheimilinu í Reykjavík þar sem ég vann með hléum til 1992. Þá fór ég á sængurkvennadeildina til 2000. Frá aldamótunum hef ég svo verið á fæðingarvaktinni. Ég hef því komið víða við.“ Ferill hennar spannar mjög áhugaverða tíma þar sem samfélagið gjörbreyttist á þeim tíma sem hún var starfandi. „það hefur mjög margt breyst og við getum sagt að hvergi eru eins miklar öfgar og í okkar fagi.“Þórdís Ágústsdóttir segir að ljósmóðurstarfið hafi ávallt veitt henni ánægju.Þórdís nefnir að minnisstæðast hafi verið sængurlega kvenna í upphafi ferils hennar en þá hafi konur ekki mátt standa upp eftir fæðingu í tvo sólarhringa. „Þegar ég var að læra lágu konur og máttu ekki hreyfa sig eftir barnsburð. Börnin voru tekin af þeim og sett inn á barnastofu. Allar konur að drepast í brjóstunum og ljósmæðurnar að standa í því að laga það með heitum bökstrum og hvaðeina. En til allrar hamingju var þróun til betri vegar í þeim málum,“ segir Þórdís. „Svo er stór breyting að feður fengu að vera þátttakendur í þessu ferli en ekki lokaðir úti. Það er afar dýrmætt fyrir þá.“ Þórdís bætir við að starfið hafi alltaf átt vel við hana og veitt henni ánægju. „Þessi vinna gefur af sér. Stundum kemur þú á vakt og situr yfir sömu konunni sem fæðir ekki á vaktinni en það er jafn gefandi. Þá er það öll aðkoma í ferlinu sem skiptir máli og fæðingin er að okkar mati bónus.“
Birtist í Fréttablaðinu Börn og uppeldi Heilbrigðismál Mest lesið Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Innlent Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Innlent Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Innlent Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Innlent Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Innlent Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Innlent Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Erlent Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Innlent Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Innlent Fleiri fréttir „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Söngnemendur á Hvolsvelli með Kabarett Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Með kíló af kókaíní í farangrinum Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Mikill viðbúnaður vegna sprengingar í mjölverksmiðju Þingfundi lauk á miðnætti: Stjórnarandstaðan sökuð um málþóf Samsköttun og ásakanir um málþóf á Alþingi Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Hætta við uppbyggingu við tjörnina í Seljahverfi Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Fyrsta langreyðurin á vertíðinni háði 35 mínútna dauðastríð Sjá meira