Attenborough varar þjóðarleiðtoga við hruni siðmenningar manna Kjartan Kjartansson skrifar 3. desember 2018 13:54 Þó að Attenborough sé kominn á tíræðisaldur lætur hann enn til sín taka til að verja lífríki jarðar. Vísir/EPA Loftslagsbreytingar af völdum manna munu leiða til hruns siðmenningar og náttúru grípi menn ekki hratt til aðgerða. David Attenborough, náttúrufræðingurinn heimsfrægi, lýsti loftslagsbreytingum sem mestu ógn mannkynsins í árþúsundir þegar hann ávarpaði loftslagsfund Sameinuðu þjóðanna í Póllandi í dag. Attenborough var valinn til að tala máli íbúa jarðar við fulltrúa tæplega tvö hundruð ríkja sem sækja fundinn í Katowice. Fundinum er ætlað að ákveða reglur um hvernig ríkin ætla að ná og mæla markmið sín um samdrátt í losun gróðurhúsalofttegunda. „Um þessar mundir stöndum við frammi fyrir manngerðum hörmungum á heimsvísu, mestu ógn okkar í þúsundir ára: loftslagsbreytingum,“ sagði Attenborough. „Ef við grípum ekki til aðgerða er hrun siðmenningar okkar og útrýming stórs hluta náttúruheimsins í sjónmáli.“ Krafði enski náttúrufræðingurinn og heimildarmyndargerðarmaðurinn leiðtoga heims um aðgerðir og forystu. Framtíð siðmenningarinnar og náttúrunnar væri í þeirra höndum, að því er segir í frétt The Guardian. Höfundar skýrslu sem Sameinuðu þjóðirnar birtu í síðustu viku komust að þeirri niðurstöðu að ríki heims væri víðsfjarri því að draga úr losun nægilega til að hægt verði að halda hnattrænni hlýnun innan við 1,5-2°C eins og Parísarsamkomulagið kveður á um. Draga þurfi fimmfalt meira úr losun til að hægt verði að ná 1,5°C markmiðinu. Miðað við núverandi losun stefnir hnattræn hlýnun í að minnsta kosti 3°C fyrir lok aldarinnar og jafnvel meira. Þess konar hlýnunar fylgja verri hitabylgjur, þurrkar, úrhelli og veðuröfgar sem geta leitt til uppskerubrests og efnahagslegs og samfélagslegs óstöðugleika. Við þær aðstæður ógnaði hækkun yfirborðs sjávar um metra eða meira fyrir lok aldarinnar samfélögum hundruð milljóna manna á strandsvæðum jarðar.Sir David Attenborough says that we're facing a man-made disaster on a global scale. https://t.co/mnv5BLTo72 Via @ReutersTV #COP24 pic.twitter.com/pz3Pxz9Q1e— Reuters Top News (@Reuters) December 3, 2018 Evrópa Loftslagsmál Sameinuðu þjóðirnar Umhverfismál Tengdar fréttir Hefja loftslagsfund með öflugan meðbyr frá G20 Fulltrúar tæplega 200 landa söfnuðust saman í pólsku borginni Katowice í gær við upphaf árlegrar ráðstefnu Sameinuðu þjóðanna um loftslagsmál. 3. desember 2018 06:15 Losun koltvísýrings jókst aftur eftir stutt hlé Vonir höfðu vaknað um að losun gróðurhúsalofttegunda hefði náð jafnvægi eftir nær óbreytta losun síðustu ár. Ríki heims þurfa að girða sig verulega í brók til að hægt verði að koma í veg fyrir verstu afleiðingar loftslagsbreytinga. 27. nóvember 2018 19:05 Skýrsla um loftslagsmál lýsir erfiðleikum í framtíð Bandaríkjamanna Loftslagsbreytingar munu kosta Bandaríkin hundruð milljarða dala og hætta heilsu og lífsgæðum í landinu. Þetta er niðurstaða nýrrar skýrslu um loftslagsmál sem unnin var fyrir bandarísk yfirvöld. 24. nóvember 2018 09:34 Eldri spár vanmátu áhrif loftslagsbreytinga Þvert á fullyrðingar afneitara loftslagsvísinda hafa fyrri spár vísindamanna vanmetið áhrif loftslagsbreytinga sem nú eru komin fram. 29. nóvember 2018 23:34 2018 fjórða heitasta árið World Meteorological Organization, sem er stofnun innan Sameinuðu þjóðanna, segir bráðnauðsynlegt að grípa til aðgerða til að sporna gegn hlýnun jarðarinnar. 29. nóvember 2018 12:06 Mest lesið Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags Innlent Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Innlent Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Innlent Barinn við barinn en gerandinn farinn Innlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Fleiri fréttir Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Ástralir hyggjast viðurkenna sjálfstæða Palestínu Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Sæti Artúrs logar Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Sjá meira
Loftslagsbreytingar af völdum manna munu leiða til hruns siðmenningar og náttúru grípi menn ekki hratt til aðgerða. David Attenborough, náttúrufræðingurinn heimsfrægi, lýsti loftslagsbreytingum sem mestu ógn mannkynsins í árþúsundir þegar hann ávarpaði loftslagsfund Sameinuðu þjóðanna í Póllandi í dag. Attenborough var valinn til að tala máli íbúa jarðar við fulltrúa tæplega tvö hundruð ríkja sem sækja fundinn í Katowice. Fundinum er ætlað að ákveða reglur um hvernig ríkin ætla að ná og mæla markmið sín um samdrátt í losun gróðurhúsalofttegunda. „Um þessar mundir stöndum við frammi fyrir manngerðum hörmungum á heimsvísu, mestu ógn okkar í þúsundir ára: loftslagsbreytingum,“ sagði Attenborough. „Ef við grípum ekki til aðgerða er hrun siðmenningar okkar og útrýming stórs hluta náttúruheimsins í sjónmáli.“ Krafði enski náttúrufræðingurinn og heimildarmyndargerðarmaðurinn leiðtoga heims um aðgerðir og forystu. Framtíð siðmenningarinnar og náttúrunnar væri í þeirra höndum, að því er segir í frétt The Guardian. Höfundar skýrslu sem Sameinuðu þjóðirnar birtu í síðustu viku komust að þeirri niðurstöðu að ríki heims væri víðsfjarri því að draga úr losun nægilega til að hægt verði að halda hnattrænni hlýnun innan við 1,5-2°C eins og Parísarsamkomulagið kveður á um. Draga þurfi fimmfalt meira úr losun til að hægt verði að ná 1,5°C markmiðinu. Miðað við núverandi losun stefnir hnattræn hlýnun í að minnsta kosti 3°C fyrir lok aldarinnar og jafnvel meira. Þess konar hlýnunar fylgja verri hitabylgjur, þurrkar, úrhelli og veðuröfgar sem geta leitt til uppskerubrests og efnahagslegs og samfélagslegs óstöðugleika. Við þær aðstæður ógnaði hækkun yfirborðs sjávar um metra eða meira fyrir lok aldarinnar samfélögum hundruð milljóna manna á strandsvæðum jarðar.Sir David Attenborough says that we're facing a man-made disaster on a global scale. https://t.co/mnv5BLTo72 Via @ReutersTV #COP24 pic.twitter.com/pz3Pxz9Q1e— Reuters Top News (@Reuters) December 3, 2018
Evrópa Loftslagsmál Sameinuðu þjóðirnar Umhverfismál Tengdar fréttir Hefja loftslagsfund með öflugan meðbyr frá G20 Fulltrúar tæplega 200 landa söfnuðust saman í pólsku borginni Katowice í gær við upphaf árlegrar ráðstefnu Sameinuðu þjóðanna um loftslagsmál. 3. desember 2018 06:15 Losun koltvísýrings jókst aftur eftir stutt hlé Vonir höfðu vaknað um að losun gróðurhúsalofttegunda hefði náð jafnvægi eftir nær óbreytta losun síðustu ár. Ríki heims þurfa að girða sig verulega í brók til að hægt verði að koma í veg fyrir verstu afleiðingar loftslagsbreytinga. 27. nóvember 2018 19:05 Skýrsla um loftslagsmál lýsir erfiðleikum í framtíð Bandaríkjamanna Loftslagsbreytingar munu kosta Bandaríkin hundruð milljarða dala og hætta heilsu og lífsgæðum í landinu. Þetta er niðurstaða nýrrar skýrslu um loftslagsmál sem unnin var fyrir bandarísk yfirvöld. 24. nóvember 2018 09:34 Eldri spár vanmátu áhrif loftslagsbreytinga Þvert á fullyrðingar afneitara loftslagsvísinda hafa fyrri spár vísindamanna vanmetið áhrif loftslagsbreytinga sem nú eru komin fram. 29. nóvember 2018 23:34 2018 fjórða heitasta árið World Meteorological Organization, sem er stofnun innan Sameinuðu þjóðanna, segir bráðnauðsynlegt að grípa til aðgerða til að sporna gegn hlýnun jarðarinnar. 29. nóvember 2018 12:06 Mest lesið Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags Innlent Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Innlent Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Innlent Barinn við barinn en gerandinn farinn Innlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Fleiri fréttir Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Ástralir hyggjast viðurkenna sjálfstæða Palestínu Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Sæti Artúrs logar Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Sjá meira
Hefja loftslagsfund með öflugan meðbyr frá G20 Fulltrúar tæplega 200 landa söfnuðust saman í pólsku borginni Katowice í gær við upphaf árlegrar ráðstefnu Sameinuðu þjóðanna um loftslagsmál. 3. desember 2018 06:15
Losun koltvísýrings jókst aftur eftir stutt hlé Vonir höfðu vaknað um að losun gróðurhúsalofttegunda hefði náð jafnvægi eftir nær óbreytta losun síðustu ár. Ríki heims þurfa að girða sig verulega í brók til að hægt verði að koma í veg fyrir verstu afleiðingar loftslagsbreytinga. 27. nóvember 2018 19:05
Skýrsla um loftslagsmál lýsir erfiðleikum í framtíð Bandaríkjamanna Loftslagsbreytingar munu kosta Bandaríkin hundruð milljarða dala og hætta heilsu og lífsgæðum í landinu. Þetta er niðurstaða nýrrar skýrslu um loftslagsmál sem unnin var fyrir bandarísk yfirvöld. 24. nóvember 2018 09:34
Eldri spár vanmátu áhrif loftslagsbreytinga Þvert á fullyrðingar afneitara loftslagsvísinda hafa fyrri spár vísindamanna vanmetið áhrif loftslagsbreytinga sem nú eru komin fram. 29. nóvember 2018 23:34
2018 fjórða heitasta árið World Meteorological Organization, sem er stofnun innan Sameinuðu þjóðanna, segir bráðnauðsynlegt að grípa til aðgerða til að sporna gegn hlýnun jarðarinnar. 29. nóvember 2018 12:06