Unglingar beðnir um ögrandi myndir Jóhann Óli Eiðsson skrifar 4. desember 2018 07:00 Um sjö prósent barna í áttunda bekk hafa sent ögrandi eða nektarmynd af sér. VÍSIR/AFP Tæplega önnur hver stúlka í 10. bekk hér á landi hefur verið beðin um að senda nektarmynd eða ögrandi mynd af sér. Þá hafa þrjátíu prósent stúlkna og um fimmtungur drengja í tíunda bekk sent slíka mynd af sér til einhvers. Þetta er meðal þess sem fram kemur í nýlegri rannsókn sem unnin var af Rannsókn og greiningu. Um er að ræða rannsóknina Ungt fólk sem unnin hefur verið á Íslandi frá árinu 1997 og er lögð fyrir á landsvísu. Rannsóknin hefur meðal annars að geyma spurningar um fjölskylduaðstæður, skipulagt íþrótta- og tómstundastarf, neyslu vímuefna og félagslegar aðstæður.Salvör Nordal, umboðsmaður barnaÍ ár var í fyrsta skipti spurt um notkun snjalltækja til að senda og biðja um ögrandi myndir eða nektarmyndir. Niðurstöðurnar leiða í ljós að um sjö prósent barna í áttunda bekk hafa sent slíka mynd af sér. Gildir það óháð kyni. Tæplega tólf prósent stráka og tæpur fjórðungur stúlkna á sama aldri hafa fengið beiðni um að senda slíka mynd. Tæplega fjórðungur drengja í tíunda bekk hefur beðið einhvern um að senda slíka mynd en hlutfallið hjá stúlkunum er fjórtán prósent. „Það er nýr veruleiki að börn séu að senda svona myndir á milli sín og til annarra. Þetta eru háar tölur sem benda til að það þurfi að vera umræða og fræðsla fyrir börn, bæði innan skóla og heimilis, um möguleg áhrif slíkra sendinga,“ segir Salvör Nordal, umboðsmaður barna. Sem fyrr segir er þetta í fyrsta sinn sem slíkur spurningalisti er lagður fyrir þennan aldurshóp hér á landi. Þá hefur slíkt ekki verið gert í löndum sem Ísland ber sig saman við. Á forsíðu Fréttablaðsins 8. nóvember 2016 var sagt frá niðurstöðum könnunar sem gerð var á 1.867 framhaldsskólanemum. Þar kom fram að rúmlega helmingur kvenna og tæplega helmingur karla hefði sent nektarmyndir af sér. Birtist í Fréttablaðinu Börn og uppeldi Samfélagsmiðlar Tengdar fréttir „Meiri niðurlæging en nokkur manneskja á að upplifa“ Helga Sigrún Hermannsdóttir varð fyrir stafrænu kynferðisofbeldi í formi myndar sem fór í dreifingu á netinu og dúkkaði reglulega upp yfir fimm ára tímabil. Erfitt var fyrir Helgu að aðhafast nokkuð í málinu þar eð myndin var ekki af henni, en nafn hennar var þó ávallt samofið dreifingunni. 8. júlí 2018 09:00 Vilja gera stafrænt kynferðisofbeldi refsivert 23 þingmenn standa á bakvið frumvarp um breytingu á almennum hegningarlögum sem felur í sér að stafrænt kynferðisofbeldi verði gert refsivert. 19. desember 2017 10:22 Var tólf ára þegar nektarmynd var lekið á netið Erna Mist Pétursdóttir var í sjöunda bekk þegar strákur sem hún var skotin í braut á henni og tók af henni nektarmynd án samþykkis. Myndinni var dreift á milli fólks og endaði hún loks á vefsíðu sem er vettvangur fyrir dreifingu á hrellliklámi. Erna Mist leikur aðalhlutverk í nýrri mynd um afleiðingar stafræns kynferðisofbeldis. 13. janúar 2018 09:00 Mest lesið Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Innlent Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Innlent Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Innlent Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Innlent Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Erlent Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Innlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Fleiri fréttir „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Sjá meira
Tæplega önnur hver stúlka í 10. bekk hér á landi hefur verið beðin um að senda nektarmynd eða ögrandi mynd af sér. Þá hafa þrjátíu prósent stúlkna og um fimmtungur drengja í tíunda bekk sent slíka mynd af sér til einhvers. Þetta er meðal þess sem fram kemur í nýlegri rannsókn sem unnin var af Rannsókn og greiningu. Um er að ræða rannsóknina Ungt fólk sem unnin hefur verið á Íslandi frá árinu 1997 og er lögð fyrir á landsvísu. Rannsóknin hefur meðal annars að geyma spurningar um fjölskylduaðstæður, skipulagt íþrótta- og tómstundastarf, neyslu vímuefna og félagslegar aðstæður.Salvör Nordal, umboðsmaður barnaÍ ár var í fyrsta skipti spurt um notkun snjalltækja til að senda og biðja um ögrandi myndir eða nektarmyndir. Niðurstöðurnar leiða í ljós að um sjö prósent barna í áttunda bekk hafa sent slíka mynd af sér. Gildir það óháð kyni. Tæplega tólf prósent stráka og tæpur fjórðungur stúlkna á sama aldri hafa fengið beiðni um að senda slíka mynd. Tæplega fjórðungur drengja í tíunda bekk hefur beðið einhvern um að senda slíka mynd en hlutfallið hjá stúlkunum er fjórtán prósent. „Það er nýr veruleiki að börn séu að senda svona myndir á milli sín og til annarra. Þetta eru háar tölur sem benda til að það þurfi að vera umræða og fræðsla fyrir börn, bæði innan skóla og heimilis, um möguleg áhrif slíkra sendinga,“ segir Salvör Nordal, umboðsmaður barna. Sem fyrr segir er þetta í fyrsta sinn sem slíkur spurningalisti er lagður fyrir þennan aldurshóp hér á landi. Þá hefur slíkt ekki verið gert í löndum sem Ísland ber sig saman við. Á forsíðu Fréttablaðsins 8. nóvember 2016 var sagt frá niðurstöðum könnunar sem gerð var á 1.867 framhaldsskólanemum. Þar kom fram að rúmlega helmingur kvenna og tæplega helmingur karla hefði sent nektarmyndir af sér.
Birtist í Fréttablaðinu Börn og uppeldi Samfélagsmiðlar Tengdar fréttir „Meiri niðurlæging en nokkur manneskja á að upplifa“ Helga Sigrún Hermannsdóttir varð fyrir stafrænu kynferðisofbeldi í formi myndar sem fór í dreifingu á netinu og dúkkaði reglulega upp yfir fimm ára tímabil. Erfitt var fyrir Helgu að aðhafast nokkuð í málinu þar eð myndin var ekki af henni, en nafn hennar var þó ávallt samofið dreifingunni. 8. júlí 2018 09:00 Vilja gera stafrænt kynferðisofbeldi refsivert 23 þingmenn standa á bakvið frumvarp um breytingu á almennum hegningarlögum sem felur í sér að stafrænt kynferðisofbeldi verði gert refsivert. 19. desember 2017 10:22 Var tólf ára þegar nektarmynd var lekið á netið Erna Mist Pétursdóttir var í sjöunda bekk þegar strákur sem hún var skotin í braut á henni og tók af henni nektarmynd án samþykkis. Myndinni var dreift á milli fólks og endaði hún loks á vefsíðu sem er vettvangur fyrir dreifingu á hrellliklámi. Erna Mist leikur aðalhlutverk í nýrri mynd um afleiðingar stafræns kynferðisofbeldis. 13. janúar 2018 09:00 Mest lesið Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Innlent Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Innlent Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Innlent Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Innlent Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Erlent Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Innlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Fleiri fréttir „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Sjá meira
„Meiri niðurlæging en nokkur manneskja á að upplifa“ Helga Sigrún Hermannsdóttir varð fyrir stafrænu kynferðisofbeldi í formi myndar sem fór í dreifingu á netinu og dúkkaði reglulega upp yfir fimm ára tímabil. Erfitt var fyrir Helgu að aðhafast nokkuð í málinu þar eð myndin var ekki af henni, en nafn hennar var þó ávallt samofið dreifingunni. 8. júlí 2018 09:00
Vilja gera stafrænt kynferðisofbeldi refsivert 23 þingmenn standa á bakvið frumvarp um breytingu á almennum hegningarlögum sem felur í sér að stafrænt kynferðisofbeldi verði gert refsivert. 19. desember 2017 10:22
Var tólf ára þegar nektarmynd var lekið á netið Erna Mist Pétursdóttir var í sjöunda bekk þegar strákur sem hún var skotin í braut á henni og tók af henni nektarmynd án samþykkis. Myndinni var dreift á milli fólks og endaði hún loks á vefsíðu sem er vettvangur fyrir dreifingu á hrellliklámi. Erna Mist leikur aðalhlutverk í nýrri mynd um afleiðingar stafræns kynferðisofbeldis. 13. janúar 2018 09:00