Krefjast ekki fangelsisdóms yfir Flynn Stefán Ó. Jónsson skrifar 5. desember 2018 06:52 Michael Flynn laug að FBI um samskipti sem hann átti við sendiherra Rússlands í Bandaríkjunum. Hann sagði af sér og játaði síðar á sig sök. Vísir/AFP Robert Mueller, sérstaki saksóknarinn sem kannað hefur íhlutun Rússa í forsetakosningunum vestanhafs árið 2016, mun ekki fara fram á fangelsisdóm yfir Michael Flynn. Flynn var þjóðaröryggisráðgjafi Bandaríkjaforseta en hann játaði við yfirheyrslur að hafa logið að alríkislögreglunni. Slíkir lygar eru litnir alvarlegum augum en þrátt fyrir það mun Mueller ekki krefjast þungrar refsingar yfir honum. Í minnisblaði sem lekið var til fjölmiðla vestanhafs segir saksóknarinn að Flynn hafi útvegað rannsóknarnefndinni gagnlegar upplýsingar um möguleg tengsl kosningaliðs Donalds Trumps og rússneskra erindreka. Þrátt fyrir að aðeins hluti minniblaðsins sé orðinn opinber telur breska ríkisútvarpið það engu að síður benda til þess að fleiri uppljóstranir séu í vændum sem gætu komið Bandaríkjaforseta illa.Hér má sjá brot úr minnisblaðinu sem gert hefur verið opinbert. Eins og sést er búið að strika yfir stóran hluta þess, sem talinn er innihalda viðkvæmar upplýsingar.Trump hefur dregið réttmæti rannsóknarinnar í efa og sagt hana minna á nornaveiðar. Hann hefur ætíð þvertekið fyrir að nokkur tengsl hafi verið milli kosningaliðs hans og rússneskra stjórnvalda, sem eiga að hafa aðstoðað Trump við að landa sigri í forsetakosningunum árið 2016. Minnisblaðið er ætlað dómaranum sem mun ákvarða örlög Flynn þann 18. desember næstkomandi. Í því segir að Flynn hafi rétt hjálparhönd og útvegað upplýsingar fyrir marga anga rannsóknarinnar, þar með talið um samstarf rússneskra stjórnvalda og kosningaliðsins. Þrátt fyrir að fjöldi einstaklinga hafi verið ákærðir í tengslum við rannsókn Muellers er Flynn sá eini sem hefur gengist við brotum sínum. Þá hefur hann einnig viðurkennt að hafa rætt við sendiherra Rússlands í Washington um að afnema viðskiptaþvinganir Bandaríkjastjórnar gegn Rússum þegar Trump tæki við embætti. Hann átti síðar eftir að segja varaforseta Bandaríkjanna ósatt um efni og eðli samtalsins. Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Rússland Tengdar fréttir Örlagavaldur í rannsókninni á Trump á ráðstefnu í Hörpu Sergei Kislyak, fyrrverandi sendiherra Rússa í Bandaríkjunum, er í hringiðu rannsóknar á meintu samráði framboðs Trump við Rússa. Hann tekur þátt í umræðum á Arctic Circle á morgun. 18. október 2018 09:00 Nornirnar fuðra upp á báli Mueller Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, virðist ekki sáttur við að Michael Cohen, fyrrverandi lögmaður forsetans, hafi játað að hafa logið að þingmönnum um umsvif hans í Rússlandi. 30. nóvember 2018 12:00 Mest lesið „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Borgarstjóra falið að beita sér fyrir því að einkaflug á Reykjavíkurflugvelli fari annað Innlent „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Innlent Engin virkni á gossprungunni en glóð logar í hrauninu Innlent Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Erlent Val Kilmer er látinn Lífið Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Innlent Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Réðust á og hótuðu starfsmönnum verslunar Innlent Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Innlent Fleiri fréttir Telja fórnarlömb raðnauðgarans Zou vera á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Sjá meira
Robert Mueller, sérstaki saksóknarinn sem kannað hefur íhlutun Rússa í forsetakosningunum vestanhafs árið 2016, mun ekki fara fram á fangelsisdóm yfir Michael Flynn. Flynn var þjóðaröryggisráðgjafi Bandaríkjaforseta en hann játaði við yfirheyrslur að hafa logið að alríkislögreglunni. Slíkir lygar eru litnir alvarlegum augum en þrátt fyrir það mun Mueller ekki krefjast þungrar refsingar yfir honum. Í minnisblaði sem lekið var til fjölmiðla vestanhafs segir saksóknarinn að Flynn hafi útvegað rannsóknarnefndinni gagnlegar upplýsingar um möguleg tengsl kosningaliðs Donalds Trumps og rússneskra erindreka. Þrátt fyrir að aðeins hluti minniblaðsins sé orðinn opinber telur breska ríkisútvarpið það engu að síður benda til þess að fleiri uppljóstranir séu í vændum sem gætu komið Bandaríkjaforseta illa.Hér má sjá brot úr minnisblaðinu sem gert hefur verið opinbert. Eins og sést er búið að strika yfir stóran hluta þess, sem talinn er innihalda viðkvæmar upplýsingar.Trump hefur dregið réttmæti rannsóknarinnar í efa og sagt hana minna á nornaveiðar. Hann hefur ætíð þvertekið fyrir að nokkur tengsl hafi verið milli kosningaliðs hans og rússneskra stjórnvalda, sem eiga að hafa aðstoðað Trump við að landa sigri í forsetakosningunum árið 2016. Minnisblaðið er ætlað dómaranum sem mun ákvarða örlög Flynn þann 18. desember næstkomandi. Í því segir að Flynn hafi rétt hjálparhönd og útvegað upplýsingar fyrir marga anga rannsóknarinnar, þar með talið um samstarf rússneskra stjórnvalda og kosningaliðsins. Þrátt fyrir að fjöldi einstaklinga hafi verið ákærðir í tengslum við rannsókn Muellers er Flynn sá eini sem hefur gengist við brotum sínum. Þá hefur hann einnig viðurkennt að hafa rætt við sendiherra Rússlands í Washington um að afnema viðskiptaþvinganir Bandaríkjastjórnar gegn Rússum þegar Trump tæki við embætti. Hann átti síðar eftir að segja varaforseta Bandaríkjanna ósatt um efni og eðli samtalsins.
Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Rússland Tengdar fréttir Örlagavaldur í rannsókninni á Trump á ráðstefnu í Hörpu Sergei Kislyak, fyrrverandi sendiherra Rússa í Bandaríkjunum, er í hringiðu rannsóknar á meintu samráði framboðs Trump við Rússa. Hann tekur þátt í umræðum á Arctic Circle á morgun. 18. október 2018 09:00 Nornirnar fuðra upp á báli Mueller Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, virðist ekki sáttur við að Michael Cohen, fyrrverandi lögmaður forsetans, hafi játað að hafa logið að þingmönnum um umsvif hans í Rússlandi. 30. nóvember 2018 12:00 Mest lesið „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Borgarstjóra falið að beita sér fyrir því að einkaflug á Reykjavíkurflugvelli fari annað Innlent „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Innlent Engin virkni á gossprungunni en glóð logar í hrauninu Innlent Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Erlent Val Kilmer er látinn Lífið Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Innlent Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Réðust á og hótuðu starfsmönnum verslunar Innlent Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Innlent Fleiri fréttir Telja fórnarlömb raðnauðgarans Zou vera á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Sjá meira
Örlagavaldur í rannsókninni á Trump á ráðstefnu í Hörpu Sergei Kislyak, fyrrverandi sendiherra Rússa í Bandaríkjunum, er í hringiðu rannsóknar á meintu samráði framboðs Trump við Rússa. Hann tekur þátt í umræðum á Arctic Circle á morgun. 18. október 2018 09:00
Nornirnar fuðra upp á báli Mueller Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, virðist ekki sáttur við að Michael Cohen, fyrrverandi lögmaður forsetans, hafi játað að hafa logið að þingmönnum um umsvif hans í Rússlandi. 30. nóvember 2018 12:00
Borgarstjóra falið að beita sér fyrir því að einkaflug á Reykjavíkurflugvelli fari annað Innlent
Borgarstjóra falið að beita sér fyrir því að einkaflug á Reykjavíkurflugvelli fari annað Innlent