Breska ríkisstjórnin niðurlægð á þingi vegna Brexit Kjartan Kjartansson skrifar 5. desember 2018 10:52 Stuðningsmaður aðildar að ESB mótmælir fyrir utan breska þinghúsið í London. Vísir/EPA Þingmenn á breska þinginu samþykktu fordæmalitla ályktun þess efnis að ríkisstjórn Theresu May forsætisráðherra hefði lítilsvirt þingið þegar hún neitaði að birta lögfræðilega ráðgjöf um útgönguna úr Brexit. Þingið ræðir nú Brexit-samning May sem samþykkt var í gær að þingið fengið lokaorðið um. Ríkisstjórn May varð fyrir miklum skakkaföllum í þinginu í gær. Meirihluti þingmanna samþykkti ályktun um að hún hefði lítilsvirt þingið þegar hún hunsaði fyrri ályktun neðri deildarinnar þar sem þess var krafist að ríkisstjórnin birti lögfræðilegt álit sem hún lét vinna um Brexit-samninginn við Evrópusambandið. Í annarri atkvæðagreiðslu í gær gerðu þingmenn breytingar á þinglegri meðferð Brexit-samnings May verði honum hafnað í þinginu í næstu viku. Samþykktu þingmennirnir að þingið fengi að gera breytingatillögur við álit ríkisstjórnarinnar og hafa áhrif á hvaða skref yrðu tekin næst. Með þeirri breytingu gæti þingið tekið völdin af ráðherrum ef samningnum verður hafnað og komið í veg fyrir að þeir dragi Bretland úr ESB án samnings. Alls hafa fimm dagar verið teknir frá til að ræða Brexit-samninginn í þinginu og er annar dagur umræðnanna í dag. Breska ríkisútvarpið BBC segir að öryggismál verði rædd í dag eftir að þingfundur í gær dróst langt fram á nótt. May er nú sögð róa að því öllum árum að sannfæra hóp eigin þingmanna til að styðja samninginn sem hún geri við Evrópusambandið um útgönguna. Búist er við að ríkisstjórnin birti lögfræðilegu álitin sem þingið snupraði hana fyrir klukkan 11:30 í dag. Bretland Brexit Evrópa Evrópusambandið Tengdar fréttir Efnahagur Bretlands verður minni utan ESB Ríkisstjórn Bretlands áætlar að verg landsframleiðsla Bretlands verði minni eftir fimmtán ár, samanborið við hver landsframleiðslan yrði ef Bretlandi yrði áfram í Evrópusambandinu. 28. nóvember 2018 12:15 Þarf að snúa 85 þingmönnum Leiðtogar Evrópusambandsríkja samþykktu Brexit-plöggin í gær. Segja betri samning ekki mögulegan fyrir Breta. Stærðfræðin á breska þinginu erfið fyrir forsætisráðherra sem þarf að snúa 85 þingmönnum. 26. nóvember 2018 06:30 Hætta á kreppu gangi Bretar úr ESB án samnings Pundið myndi falla og húsnæðiverð hrynja ef Bretar ganga úr Evrópusambandinu án samnings. 28. nóvember 2018 17:54 Segir Breta geta hætt við Brexit einhliða Bresk stjórnvöld ættu einhliða að gera hætt við útgöngu sína úr Evrópusambandinu. Þetta kemur fram í áliti lögsögumanns (e. advocate general) Evrópudómstólsins. 4. desember 2018 10:51 Mest lesið Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Innlent Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Erlent „Algjört þjófstart á sumrinu“ Innlent Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Innlent Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Innlent Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Innlent Fleiri fréttir „Við getum ekki hlaupið um heiminn í leit að Pútín“ Undirbúa að verja mun meira til varnarmála Hnattræn hlýnun nær í skottið á einni af perlum Patagóníu ESB tapar máli um samskipti von der Leyen og Pfizer-forstjóra Vill gera Gasa að „frelsissvæði“ Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Loftárásir héldu áfram og segja enn harðari árásir framundan Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí „Fátækasti forseti heims“ látinn Einn lifði rúmlega hundrað metra fall af og gekk eftir hjálp Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Tugir sagðir liggja í valnum eftir loftárásir Fingrafar leiddi til handtöku hálfri öld eftir morð Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Trump hitti Sýrlandsforseta í Sádi-Arabíu Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Tveir frambjóðendur myrtir á nokkrum dögum Hóta að standa í vegi „fallegs“ frumvarps Mætir ræningjunum í fyrsta sinn Segja ekki hvort Pútín ætli að hitta Selenskí Sakfelldur fyrir að hafa beitt konur kynferðisofbeldi Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Sjá meira
Þingmenn á breska þinginu samþykktu fordæmalitla ályktun þess efnis að ríkisstjórn Theresu May forsætisráðherra hefði lítilsvirt þingið þegar hún neitaði að birta lögfræðilega ráðgjöf um útgönguna úr Brexit. Þingið ræðir nú Brexit-samning May sem samþykkt var í gær að þingið fengið lokaorðið um. Ríkisstjórn May varð fyrir miklum skakkaföllum í þinginu í gær. Meirihluti þingmanna samþykkti ályktun um að hún hefði lítilsvirt þingið þegar hún hunsaði fyrri ályktun neðri deildarinnar þar sem þess var krafist að ríkisstjórnin birti lögfræðilegt álit sem hún lét vinna um Brexit-samninginn við Evrópusambandið. Í annarri atkvæðagreiðslu í gær gerðu þingmenn breytingar á þinglegri meðferð Brexit-samnings May verði honum hafnað í þinginu í næstu viku. Samþykktu þingmennirnir að þingið fengi að gera breytingatillögur við álit ríkisstjórnarinnar og hafa áhrif á hvaða skref yrðu tekin næst. Með þeirri breytingu gæti þingið tekið völdin af ráðherrum ef samningnum verður hafnað og komið í veg fyrir að þeir dragi Bretland úr ESB án samnings. Alls hafa fimm dagar verið teknir frá til að ræða Brexit-samninginn í þinginu og er annar dagur umræðnanna í dag. Breska ríkisútvarpið BBC segir að öryggismál verði rædd í dag eftir að þingfundur í gær dróst langt fram á nótt. May er nú sögð róa að því öllum árum að sannfæra hóp eigin þingmanna til að styðja samninginn sem hún geri við Evrópusambandið um útgönguna. Búist er við að ríkisstjórnin birti lögfræðilegu álitin sem þingið snupraði hana fyrir klukkan 11:30 í dag.
Bretland Brexit Evrópa Evrópusambandið Tengdar fréttir Efnahagur Bretlands verður minni utan ESB Ríkisstjórn Bretlands áætlar að verg landsframleiðsla Bretlands verði minni eftir fimmtán ár, samanborið við hver landsframleiðslan yrði ef Bretlandi yrði áfram í Evrópusambandinu. 28. nóvember 2018 12:15 Þarf að snúa 85 þingmönnum Leiðtogar Evrópusambandsríkja samþykktu Brexit-plöggin í gær. Segja betri samning ekki mögulegan fyrir Breta. Stærðfræðin á breska þinginu erfið fyrir forsætisráðherra sem þarf að snúa 85 þingmönnum. 26. nóvember 2018 06:30 Hætta á kreppu gangi Bretar úr ESB án samnings Pundið myndi falla og húsnæðiverð hrynja ef Bretar ganga úr Evrópusambandinu án samnings. 28. nóvember 2018 17:54 Segir Breta geta hætt við Brexit einhliða Bresk stjórnvöld ættu einhliða að gera hætt við útgöngu sína úr Evrópusambandinu. Þetta kemur fram í áliti lögsögumanns (e. advocate general) Evrópudómstólsins. 4. desember 2018 10:51 Mest lesið Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Innlent Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Erlent „Algjört þjófstart á sumrinu“ Innlent Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Innlent Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Innlent Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Innlent Fleiri fréttir „Við getum ekki hlaupið um heiminn í leit að Pútín“ Undirbúa að verja mun meira til varnarmála Hnattræn hlýnun nær í skottið á einni af perlum Patagóníu ESB tapar máli um samskipti von der Leyen og Pfizer-forstjóra Vill gera Gasa að „frelsissvæði“ Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Loftárásir héldu áfram og segja enn harðari árásir framundan Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí „Fátækasti forseti heims“ látinn Einn lifði rúmlega hundrað metra fall af og gekk eftir hjálp Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Tugir sagðir liggja í valnum eftir loftárásir Fingrafar leiddi til handtöku hálfri öld eftir morð Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Trump hitti Sýrlandsforseta í Sádi-Arabíu Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Tveir frambjóðendur myrtir á nokkrum dögum Hóta að standa í vegi „fallegs“ frumvarps Mætir ræningjunum í fyrsta sinn Segja ekki hvort Pútín ætli að hitta Selenskí Sakfelldur fyrir að hafa beitt konur kynferðisofbeldi Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Sjá meira
Efnahagur Bretlands verður minni utan ESB Ríkisstjórn Bretlands áætlar að verg landsframleiðsla Bretlands verði minni eftir fimmtán ár, samanborið við hver landsframleiðslan yrði ef Bretlandi yrði áfram í Evrópusambandinu. 28. nóvember 2018 12:15
Þarf að snúa 85 þingmönnum Leiðtogar Evrópusambandsríkja samþykktu Brexit-plöggin í gær. Segja betri samning ekki mögulegan fyrir Breta. Stærðfræðin á breska þinginu erfið fyrir forsætisráðherra sem þarf að snúa 85 þingmönnum. 26. nóvember 2018 06:30
Hætta á kreppu gangi Bretar úr ESB án samnings Pundið myndi falla og húsnæðiverð hrynja ef Bretar ganga úr Evrópusambandinu án samnings. 28. nóvember 2018 17:54
Segir Breta geta hætt við Brexit einhliða Bresk stjórnvöld ættu einhliða að gera hætt við útgöngu sína úr Evrópusambandinu. Þetta kemur fram í áliti lögsögumanns (e. advocate general) Evrópudómstólsins. 4. desember 2018 10:51