Viðræður WOW air og Indigo ganga vel en kaup ófrágengin Þorbjörn Þórðarson skrifar 5. desember 2018 17:53 Bill Franke stofnandi og aðaleigandi Indigo Partners og Skúli Mogensen stofnandi og forstjóri WOW air. Vísir/samsett mynd Viðræður milli Indigo Partners og WOW air um kaup fyrrnefnda félagsins á hlut í WOW air ganga vel en eru ekki frágengin. Bill Franke fundaði með Skúla Mogensen og starfsfólki WOW air í dag og í gær. Fram kemur í tilkynningu frá WOW air að fulltrúar félaganna tveggja hafi fundað síðustu daga og Bill Franke, stofnandi og aðaleigandi Indigo Partners, hafi verið hér undanfarna tvo daga að til að kynnast WOW air og fara yfir framtíðartækifæri þess. Í tilkynningu WOW air segir að heimsókn Franke hafi verið liður í áframhaldandi áreiðanleikakönnun sem fjárfesting Indigo Partners í WOW air muni grundvallast á. Báðir aðilar vilji ljúka samningum eins fljótt og auðið er. Áður en hægt sé að ljúka samningum þurfi að liggja fyrir niðurstöður varðandi leiðakerfi WOW air, flugvélaleigusamninga ásamt samningum við skuldabréfaeigendur sem keyptu í útboði WOW air í september. Í tilkynningu er haft eftir Bill Franke að heimsóknin hafi verið „tveir afkastamiklir dagar“ þar sem rætt hafi verið um framtíðarrekstur WOW air. „Stjórnendateymi WOW air er sterkt, vörumerkið öflugt og félagið hefur mikil tækifæri,“ er haft eftir Franke. Haft er eftir Skúla Mogensen en starfsfólk WOW air sé ánægt með heimsókn Indigo Partners. Leitun sé að betri og reyndari samstarfsaðila til þess að efla rekstur og tryggja framtíð WOW air. Ekki liggur fyrir hvenær niðurstöður áreiðanleikakönnunar eiga að liggja fyrir eða hvenær stefnt sé að því að skrifa undir kaupsamning. Bandaríska fyrirtækið Plane View Partners LLC hefur verið WOW air til ráðgjafar í samningaviðræðunum við Indigo Partners. Franke er stjórnarformaður lággjaldaflugfélaganna Wizz air og Frontier Airlines en Indigo er ráðandi fjárfestir í báðum félögum. Á síðasta ári gekk Indigo Partners frá samningi um pöntun á 430 Airbus þotum. Samningurinn hljóðaði upp á 50 milljarða dollara og er um að ræða einn stærsta samning sögunnar í flugiðnaðinum.Viðtal við Skúla Mogensen þar sem hann ræðir bráðabirðgasamkomulagið við Indigo Partners, atburði síðustu vikna og framtíðarhorfur WOW air. Viðtalið var tekið sama dag og greint var frá bráðabirgðasamkomulagi við Indigo Partners. Fréttir af flugi WOW Air Tengdar fréttir Ofstækisfullur faðir lággjaldalíkansins freistar þess að bjarga WOW Air Franke er lýst sem klókum kaupsýslumanni, hörðum í horn að taka - og ofstækisfullum í viðhorfi sínu til verðlagningar. 30. nóvember 2018 14:00 Hluthafi í Wizz air fjárfestir í WOW air Bandarískt eignastýringarfélag er sagt fjárfesta í Wow air. 29. nóvember 2018 22:18 Skúli fundaði með samgönguráðherra Skúli Mogensen, forstjóri og stofnandi WOW air, fundaði með Sigurði Inga Jóhannssyni, samgönguráðherra, í samgönguráðuneytinu eftir hádegi í dag. 30. nóvember 2018 15:34 Gerður áskilnaður um evrópskt eignarhald meðan WOW air starfar hér á landi Ekki liggur fyrir hvenær áreiðanleikakönnun vegna kaupa Indigo Partners á hlut í WOW air á að liggja fyrir. Á meðan WOW air starfar á grundvelli íslensks flugrekstrarleyfis verða evrópskir aðilar að eiga meira en helmingshlut í félaginu samkvæmt reglum sem gilda um leyfið. 4. desember 2018 12:15 Rúmlega fjögurra milljarða króna tap á rekstri Wow air EBITDA flugfélagsins versnaði til muna á milli ára og tapið sömuleiðis. 30. nóvember 2018 22:37 Bill Franke á landinu og fundaði með Skúla í höfuðstöðvum WOW air Bill Franke, stofnandi og aðaleigandi Indigo Partners er nú staddur á Íslandi og fundaði í dag með Skúla Mogensen og öðrum starfsmönnum WOW air vegna kaupa á hlut í félaginu sem eru ófrágengin. 4. desember 2018 17:15 Bjartsýnn á að geta dregið uppsagnir til baka Forstjóri Airport Associates er bjartsýnn á að geta dregið uppsagnir ríflega 200 starfsmanna til baka í ljósi frétta af aðkomu Indigo Partners að rekstri WOW air. 30. nóvember 2018 18:30 Vonar að allt fari vel hjá WOW Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir að ríkissstjórnin fylgist auðvitað vel með gangi mála hjá flugfélaginu WOW air. 30. nóvember 2018 16:36 Skúli átti í viðræðum við Indigo á sama tíma og hann samdi við Icelandair Skúli Mogensen stofnandi og forstjóri WOW air átti í viðræðum við bandaríska fjárfestingarfélagið Indigo Partners á sama tíma og hann var í viðræðum við Icelandair Group um kaup á WOW air og eftir að skrifað var undir kaupsamning. Hann segist hafa vonast til að Icelandair myndi falla frá samrunanum þegar áhugi Indigo Partners var ljós. 30. nóvember 2018 19:45 Fjárfesting Indigo Partners í WOW air hefði jákvæð áhrif á félagið og íslenskt efnahagslíf Það er jákvætt fyrir íslenskt efnahagslíf að WOW air hafi gert bráðabirgðasamkomulag við Indigo Partners um að fjárfesta í félaginu að sögn forstöðumanns hagfræðideildar Landsbankans. Ef annað stóru flugfélaganna færi í þrot gæti það haft sömu áhrif og ef einn stóru bankanna félli. 2. desember 2018 19:00 Koma til með að geta dregið mikið af uppsögnum til baka fjárfesti Indigo í WOW air Airport Associates er stærsti þjónustuaðili WOW air. Fyrirtækið sagði í gær upp 237 starfsmönnum eftir að tilkynnt var um að Icelandair hefði fallið frá áætlunum sínum um að kaupa WOW. 30. nóvember 2018 11:20 WOW air verður „ofurlággjaldaflugfélag“ ef Indigo fylgir sömu stefnu Búast má við miklum breytingum á rekstri WOW air á næstunni ef Indigo Partners mun fylgja sömu stefnu gagnvart WOW air og fyrirtækið hefur fylgt gagnvart öðrum lággjaldaflugfélögum sem það hefur fjárfest í. Þetta segir forstjóri fraktflugfélagsins Bluebird Nordic sem hefur meira en 20 ára reynslu á flugmarkaði. 30. nóvember 2018 12:30 Ríkisstjórnin ætlar ekki að hlaupa undir bagga með WOW Air Formaður viðreisnar vonar að ríkistjórnin sé tilbúin með viðbragðsáætlun fyrir Suðurnes vegna hópuppsagna á Keflavíkurflugvelli, ef þörf verði á. 2. desember 2018 12:45 Mest lesið „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ Viðskipti innlent Tæknirisarnir sjö fengu skell þegar markaðir opnuðu Viðskipti erlent Vaktin: Tollar Trump valda usla Viðskipti erlent Eistnesk að kenna íslensku: „Þúst, ehaggibara og kúka” Atvinnulíf Ætla að skera utan af evrópsku persónuverndarlöggjöfinni Viðskipti innlent Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Viðskipti erlent ÍL-sjóður sýknaður í níu dómsmálum Viðskipti innlent Öll félög lækkuðu nema þrjú Viðskipti innlent 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Viðskipti innlent Bezos sagður hafa boðið í Tiktok Viðskipti erlent Fleiri fréttir „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ ÍL-sjóður sýknaður í níu dómsmálum Öll félög lækkuðu nema þrjú Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Ætla að skera utan af evrópsku persónuverndarlöggjöfinni Framlengja samstarf sem hefur komið tugum sprota á laggirnar Sveinn ráðinn verkefnastjóri erlends samstarfs Arnarlaxi bannað að fullyrða um sjálfbæran lax Tekur yfir rekstur Dollar og Thrifty 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Varaformaður kjörinn formaður Félags tæknifólks „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Bæði vonbrigði og léttir Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Bakkavör metin á 200 milljarða í yfirtöku Narfi frá JBT Marel til Kviku Milljarður í afgang í Garðabæ Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Sjá meira
Viðræður milli Indigo Partners og WOW air um kaup fyrrnefnda félagsins á hlut í WOW air ganga vel en eru ekki frágengin. Bill Franke fundaði með Skúla Mogensen og starfsfólki WOW air í dag og í gær. Fram kemur í tilkynningu frá WOW air að fulltrúar félaganna tveggja hafi fundað síðustu daga og Bill Franke, stofnandi og aðaleigandi Indigo Partners, hafi verið hér undanfarna tvo daga að til að kynnast WOW air og fara yfir framtíðartækifæri þess. Í tilkynningu WOW air segir að heimsókn Franke hafi verið liður í áframhaldandi áreiðanleikakönnun sem fjárfesting Indigo Partners í WOW air muni grundvallast á. Báðir aðilar vilji ljúka samningum eins fljótt og auðið er. Áður en hægt sé að ljúka samningum þurfi að liggja fyrir niðurstöður varðandi leiðakerfi WOW air, flugvélaleigusamninga ásamt samningum við skuldabréfaeigendur sem keyptu í útboði WOW air í september. Í tilkynningu er haft eftir Bill Franke að heimsóknin hafi verið „tveir afkastamiklir dagar“ þar sem rætt hafi verið um framtíðarrekstur WOW air. „Stjórnendateymi WOW air er sterkt, vörumerkið öflugt og félagið hefur mikil tækifæri,“ er haft eftir Franke. Haft er eftir Skúla Mogensen en starfsfólk WOW air sé ánægt með heimsókn Indigo Partners. Leitun sé að betri og reyndari samstarfsaðila til þess að efla rekstur og tryggja framtíð WOW air. Ekki liggur fyrir hvenær niðurstöður áreiðanleikakönnunar eiga að liggja fyrir eða hvenær stefnt sé að því að skrifa undir kaupsamning. Bandaríska fyrirtækið Plane View Partners LLC hefur verið WOW air til ráðgjafar í samningaviðræðunum við Indigo Partners. Franke er stjórnarformaður lággjaldaflugfélaganna Wizz air og Frontier Airlines en Indigo er ráðandi fjárfestir í báðum félögum. Á síðasta ári gekk Indigo Partners frá samningi um pöntun á 430 Airbus þotum. Samningurinn hljóðaði upp á 50 milljarða dollara og er um að ræða einn stærsta samning sögunnar í flugiðnaðinum.Viðtal við Skúla Mogensen þar sem hann ræðir bráðabirðgasamkomulagið við Indigo Partners, atburði síðustu vikna og framtíðarhorfur WOW air. Viðtalið var tekið sama dag og greint var frá bráðabirgðasamkomulagi við Indigo Partners.
Fréttir af flugi WOW Air Tengdar fréttir Ofstækisfullur faðir lággjaldalíkansins freistar þess að bjarga WOW Air Franke er lýst sem klókum kaupsýslumanni, hörðum í horn að taka - og ofstækisfullum í viðhorfi sínu til verðlagningar. 30. nóvember 2018 14:00 Hluthafi í Wizz air fjárfestir í WOW air Bandarískt eignastýringarfélag er sagt fjárfesta í Wow air. 29. nóvember 2018 22:18 Skúli fundaði með samgönguráðherra Skúli Mogensen, forstjóri og stofnandi WOW air, fundaði með Sigurði Inga Jóhannssyni, samgönguráðherra, í samgönguráðuneytinu eftir hádegi í dag. 30. nóvember 2018 15:34 Gerður áskilnaður um evrópskt eignarhald meðan WOW air starfar hér á landi Ekki liggur fyrir hvenær áreiðanleikakönnun vegna kaupa Indigo Partners á hlut í WOW air á að liggja fyrir. Á meðan WOW air starfar á grundvelli íslensks flugrekstrarleyfis verða evrópskir aðilar að eiga meira en helmingshlut í félaginu samkvæmt reglum sem gilda um leyfið. 4. desember 2018 12:15 Rúmlega fjögurra milljarða króna tap á rekstri Wow air EBITDA flugfélagsins versnaði til muna á milli ára og tapið sömuleiðis. 30. nóvember 2018 22:37 Bill Franke á landinu og fundaði með Skúla í höfuðstöðvum WOW air Bill Franke, stofnandi og aðaleigandi Indigo Partners er nú staddur á Íslandi og fundaði í dag með Skúla Mogensen og öðrum starfsmönnum WOW air vegna kaupa á hlut í félaginu sem eru ófrágengin. 4. desember 2018 17:15 Bjartsýnn á að geta dregið uppsagnir til baka Forstjóri Airport Associates er bjartsýnn á að geta dregið uppsagnir ríflega 200 starfsmanna til baka í ljósi frétta af aðkomu Indigo Partners að rekstri WOW air. 30. nóvember 2018 18:30 Vonar að allt fari vel hjá WOW Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir að ríkissstjórnin fylgist auðvitað vel með gangi mála hjá flugfélaginu WOW air. 30. nóvember 2018 16:36 Skúli átti í viðræðum við Indigo á sama tíma og hann samdi við Icelandair Skúli Mogensen stofnandi og forstjóri WOW air átti í viðræðum við bandaríska fjárfestingarfélagið Indigo Partners á sama tíma og hann var í viðræðum við Icelandair Group um kaup á WOW air og eftir að skrifað var undir kaupsamning. Hann segist hafa vonast til að Icelandair myndi falla frá samrunanum þegar áhugi Indigo Partners var ljós. 30. nóvember 2018 19:45 Fjárfesting Indigo Partners í WOW air hefði jákvæð áhrif á félagið og íslenskt efnahagslíf Það er jákvætt fyrir íslenskt efnahagslíf að WOW air hafi gert bráðabirgðasamkomulag við Indigo Partners um að fjárfesta í félaginu að sögn forstöðumanns hagfræðideildar Landsbankans. Ef annað stóru flugfélaganna færi í þrot gæti það haft sömu áhrif og ef einn stóru bankanna félli. 2. desember 2018 19:00 Koma til með að geta dregið mikið af uppsögnum til baka fjárfesti Indigo í WOW air Airport Associates er stærsti þjónustuaðili WOW air. Fyrirtækið sagði í gær upp 237 starfsmönnum eftir að tilkynnt var um að Icelandair hefði fallið frá áætlunum sínum um að kaupa WOW. 30. nóvember 2018 11:20 WOW air verður „ofurlággjaldaflugfélag“ ef Indigo fylgir sömu stefnu Búast má við miklum breytingum á rekstri WOW air á næstunni ef Indigo Partners mun fylgja sömu stefnu gagnvart WOW air og fyrirtækið hefur fylgt gagnvart öðrum lággjaldaflugfélögum sem það hefur fjárfest í. Þetta segir forstjóri fraktflugfélagsins Bluebird Nordic sem hefur meira en 20 ára reynslu á flugmarkaði. 30. nóvember 2018 12:30 Ríkisstjórnin ætlar ekki að hlaupa undir bagga með WOW Air Formaður viðreisnar vonar að ríkistjórnin sé tilbúin með viðbragðsáætlun fyrir Suðurnes vegna hópuppsagna á Keflavíkurflugvelli, ef þörf verði á. 2. desember 2018 12:45 Mest lesið „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ Viðskipti innlent Tæknirisarnir sjö fengu skell þegar markaðir opnuðu Viðskipti erlent Vaktin: Tollar Trump valda usla Viðskipti erlent Eistnesk að kenna íslensku: „Þúst, ehaggibara og kúka” Atvinnulíf Ætla að skera utan af evrópsku persónuverndarlöggjöfinni Viðskipti innlent Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Viðskipti erlent ÍL-sjóður sýknaður í níu dómsmálum Viðskipti innlent Öll félög lækkuðu nema þrjú Viðskipti innlent 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Viðskipti innlent Bezos sagður hafa boðið í Tiktok Viðskipti erlent Fleiri fréttir „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ ÍL-sjóður sýknaður í níu dómsmálum Öll félög lækkuðu nema þrjú Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Ætla að skera utan af evrópsku persónuverndarlöggjöfinni Framlengja samstarf sem hefur komið tugum sprota á laggirnar Sveinn ráðinn verkefnastjóri erlends samstarfs Arnarlaxi bannað að fullyrða um sjálfbæran lax Tekur yfir rekstur Dollar og Thrifty 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Varaformaður kjörinn formaður Félags tæknifólks „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Bæði vonbrigði og léttir Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Bakkavör metin á 200 milljarða í yfirtöku Narfi frá JBT Marel til Kviku Milljarður í afgang í Garðabæ Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Sjá meira
Ofstækisfullur faðir lággjaldalíkansins freistar þess að bjarga WOW Air Franke er lýst sem klókum kaupsýslumanni, hörðum í horn að taka - og ofstækisfullum í viðhorfi sínu til verðlagningar. 30. nóvember 2018 14:00
Hluthafi í Wizz air fjárfestir í WOW air Bandarískt eignastýringarfélag er sagt fjárfesta í Wow air. 29. nóvember 2018 22:18
Skúli fundaði með samgönguráðherra Skúli Mogensen, forstjóri og stofnandi WOW air, fundaði með Sigurði Inga Jóhannssyni, samgönguráðherra, í samgönguráðuneytinu eftir hádegi í dag. 30. nóvember 2018 15:34
Gerður áskilnaður um evrópskt eignarhald meðan WOW air starfar hér á landi Ekki liggur fyrir hvenær áreiðanleikakönnun vegna kaupa Indigo Partners á hlut í WOW air á að liggja fyrir. Á meðan WOW air starfar á grundvelli íslensks flugrekstrarleyfis verða evrópskir aðilar að eiga meira en helmingshlut í félaginu samkvæmt reglum sem gilda um leyfið. 4. desember 2018 12:15
Rúmlega fjögurra milljarða króna tap á rekstri Wow air EBITDA flugfélagsins versnaði til muna á milli ára og tapið sömuleiðis. 30. nóvember 2018 22:37
Bill Franke á landinu og fundaði með Skúla í höfuðstöðvum WOW air Bill Franke, stofnandi og aðaleigandi Indigo Partners er nú staddur á Íslandi og fundaði í dag með Skúla Mogensen og öðrum starfsmönnum WOW air vegna kaupa á hlut í félaginu sem eru ófrágengin. 4. desember 2018 17:15
Bjartsýnn á að geta dregið uppsagnir til baka Forstjóri Airport Associates er bjartsýnn á að geta dregið uppsagnir ríflega 200 starfsmanna til baka í ljósi frétta af aðkomu Indigo Partners að rekstri WOW air. 30. nóvember 2018 18:30
Vonar að allt fari vel hjá WOW Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir að ríkissstjórnin fylgist auðvitað vel með gangi mála hjá flugfélaginu WOW air. 30. nóvember 2018 16:36
Skúli átti í viðræðum við Indigo á sama tíma og hann samdi við Icelandair Skúli Mogensen stofnandi og forstjóri WOW air átti í viðræðum við bandaríska fjárfestingarfélagið Indigo Partners á sama tíma og hann var í viðræðum við Icelandair Group um kaup á WOW air og eftir að skrifað var undir kaupsamning. Hann segist hafa vonast til að Icelandair myndi falla frá samrunanum þegar áhugi Indigo Partners var ljós. 30. nóvember 2018 19:45
Fjárfesting Indigo Partners í WOW air hefði jákvæð áhrif á félagið og íslenskt efnahagslíf Það er jákvætt fyrir íslenskt efnahagslíf að WOW air hafi gert bráðabirgðasamkomulag við Indigo Partners um að fjárfesta í félaginu að sögn forstöðumanns hagfræðideildar Landsbankans. Ef annað stóru flugfélaganna færi í þrot gæti það haft sömu áhrif og ef einn stóru bankanna félli. 2. desember 2018 19:00
Koma til með að geta dregið mikið af uppsögnum til baka fjárfesti Indigo í WOW air Airport Associates er stærsti þjónustuaðili WOW air. Fyrirtækið sagði í gær upp 237 starfsmönnum eftir að tilkynnt var um að Icelandair hefði fallið frá áætlunum sínum um að kaupa WOW. 30. nóvember 2018 11:20
WOW air verður „ofurlággjaldaflugfélag“ ef Indigo fylgir sömu stefnu Búast má við miklum breytingum á rekstri WOW air á næstunni ef Indigo Partners mun fylgja sömu stefnu gagnvart WOW air og fyrirtækið hefur fylgt gagnvart öðrum lággjaldaflugfélögum sem það hefur fjárfest í. Þetta segir forstjóri fraktflugfélagsins Bluebird Nordic sem hefur meira en 20 ára reynslu á flugmarkaði. 30. nóvember 2018 12:30
Ríkisstjórnin ætlar ekki að hlaupa undir bagga með WOW Air Formaður viðreisnar vonar að ríkistjórnin sé tilbúin með viðbragðsáætlun fyrir Suðurnes vegna hópuppsagna á Keflavíkurflugvelli, ef þörf verði á. 2. desember 2018 12:45