Sorpa hafnar ásökunum í myndbandi Íslenska gámafélagsins Kristín Ólafsdóttir skrifar 5. desember 2018 18:17 Tilefnið er nýtt myndband Íslenska gámafélagsins en Sorpa hafnar ásökunum sem þar eru bornar á hendur fyrirtækinu. Framkvæmdastjóri Sorpu hafnar því að fyrirtækið hafi hagsmuni af því að verja plastnotkun. Sorpa hafi aldrei verið „sérstakur talsmaður plastpokans“ heldur sé þvert á móti sammála því að draga þurfi úr plastnotkun, að því er segir í yfirlýsingu. Tilefnið er nýtt myndband Íslenska gámafélagsins þar sem ýjað var að því að Sorpa láti stjórnast af „hagsmunum en ekki hugsjónum“ í afstöðu síðarnefnda fyrirtækisins til banns við notkun á einnota plastpokum. Gámafélagið er þeirrar skoðunar að slíkt bann skuli leitt í lög en Sorpa sagðist ekki sjá rökin fyrir því í umsögn sinni um plastpokabannið.Björn H. Halldórsson, framkvæmdastjóri Sorpu.„Að gefnu tilefni er rétt að taka það fram að SORPA hefur enga hagsmuni af því að verja plastnotkun og hefur aldrei verið sérstakur talsmaður plastpokans, þvert á móti þá erum við öll sammála um að draga þarf úr plastnotkun,“ segir í yfirlýsingu frá Birni H. Halldórssyni, framkvæmdastjóra Sorpu sem send var út síðdegis í dag. Í yfirlýsingunni eru jafnframt talin upp dæmi um aðgerðir Sorpu í gegnum árin í viðleitni til að sporna við notkun á plasti. Þannig hafi fyrirtækið gefið almenningi yfir þrjátíu þúsund fjölnota burðarpoka og haldið úti fræðslu- og kynningarstarfi. „Það eru ekki hagsmunir hjá SORPU að leyfa eða banna notkun plastpoka. Ef banna á notkun þeirra, þá þarf að gera það að yfirveguðu ráði byggðu á vísindalegum grunni þar sem m.a. er tekið tillit til þess hvað kemur í staðinn og með hvaða hætti það er innleitt. Það er ljóst að það að skipta einnota plastburðarpoka út fyrir einnota poka úr öðru efni (t.d. úr lífrænu efni) er engin töfralausn. Ákvörðun um bann við notkun höldupoka verður því að vera byggð á haldbærum rökum sem byggjast á einhvers konar ábatagreiningu,“ segir í yfirlýsingunni. Þá er bent á að endurnýting á plasti hafi margfaldast á undanförnum árum og að nýsköpun hljóti að sjálfsögðu að vera hluti af lausninni. Hana þurfi þó alltaf að byggja á faglegum forsendum og ræða málefnalega hverju sinni. „Í grunninn hljótum við öll að starfa að sömu markmiðum, að minnka plast í umferð og lágmarka allan úrgang.“Umrætt myndband Íslenska gámafélagsins má sjá hér að neðan. Umhverfismál Tengdar fréttir Sérhagsmunir ráði afstöðu Sorpu til plasts Íslenska Gámafélagið ýjar að því að Sorpa láti stjórnast af „hagsmunum en ekki hugsjónum“ í afstöðu síðarnefnda fyrirtækisins til banns við notkun á einnota plastpokum. 4. desember 2018 10:38 Óska eftir umsögnum um plastpokafrumvarp Í frumvarpinu er lagt til að eigi síðar en í árslok 2019 skuli árlegt notkunarmagn plastpoka vera 90 á hvern einstakling. 14. nóvember 2018 18:47 Mest lesið Bíða enn eftir tæpri milljón í endurgreiðslu eftir fall Play Neytendur Jafnvægi heimilis og vinnu: „Lífið er meira en titill“ Atvinnulíf Orkuöryggi sagt standa tæpt gangi ný orkuspá eftir Viðskipti Rekja aukna bílasölu til komandi vörugjaldahækkunar Viðskipti innlent Ágreiningur í Peningastefnunefnd um síðustu vaxtalækkun Viðskipti innlent Einn áhrifamestu markaðsfræðimanna heims með erindi á ÍMARk Samstarf Mango opnar í Smáralind Viðskipti innlent „Eru kannski á mörkunum í siðferðislegri markaðssetningu“ Viðskipti Mikil eftirvænting á Hellu fyrir opnun Bæjarins bestu Viðskipti innlent Orðin hluti af mannlífinu: „Án okkar væri heldur tómlegt að vera til“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Rekja aukna bílasölu til komandi vörugjaldahækkunar Orðin hluti af mannlífinu: „Án okkar væri heldur tómlegt að vera til“ Mango opnar í Smáralind Mikil eftirvænting á Hellu fyrir opnun Bæjarins bestu „Væntingar um hraðari lækkun vaxta hafi aukist“ Högnuðust um rúma tvo milljarða Telja vegið að eignarrétti Sýnar Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Verðbólga hjaðnar hressilega Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni Sjá meira
Framkvæmdastjóri Sorpu hafnar því að fyrirtækið hafi hagsmuni af því að verja plastnotkun. Sorpa hafi aldrei verið „sérstakur talsmaður plastpokans“ heldur sé þvert á móti sammála því að draga þurfi úr plastnotkun, að því er segir í yfirlýsingu. Tilefnið er nýtt myndband Íslenska gámafélagsins þar sem ýjað var að því að Sorpa láti stjórnast af „hagsmunum en ekki hugsjónum“ í afstöðu síðarnefnda fyrirtækisins til banns við notkun á einnota plastpokum. Gámafélagið er þeirrar skoðunar að slíkt bann skuli leitt í lög en Sorpa sagðist ekki sjá rökin fyrir því í umsögn sinni um plastpokabannið.Björn H. Halldórsson, framkvæmdastjóri Sorpu.„Að gefnu tilefni er rétt að taka það fram að SORPA hefur enga hagsmuni af því að verja plastnotkun og hefur aldrei verið sérstakur talsmaður plastpokans, þvert á móti þá erum við öll sammála um að draga þarf úr plastnotkun,“ segir í yfirlýsingu frá Birni H. Halldórssyni, framkvæmdastjóra Sorpu sem send var út síðdegis í dag. Í yfirlýsingunni eru jafnframt talin upp dæmi um aðgerðir Sorpu í gegnum árin í viðleitni til að sporna við notkun á plasti. Þannig hafi fyrirtækið gefið almenningi yfir þrjátíu þúsund fjölnota burðarpoka og haldið úti fræðslu- og kynningarstarfi. „Það eru ekki hagsmunir hjá SORPU að leyfa eða banna notkun plastpoka. Ef banna á notkun þeirra, þá þarf að gera það að yfirveguðu ráði byggðu á vísindalegum grunni þar sem m.a. er tekið tillit til þess hvað kemur í staðinn og með hvaða hætti það er innleitt. Það er ljóst að það að skipta einnota plastburðarpoka út fyrir einnota poka úr öðru efni (t.d. úr lífrænu efni) er engin töfralausn. Ákvörðun um bann við notkun höldupoka verður því að vera byggð á haldbærum rökum sem byggjast á einhvers konar ábatagreiningu,“ segir í yfirlýsingunni. Þá er bent á að endurnýting á plasti hafi margfaldast á undanförnum árum og að nýsköpun hljóti að sjálfsögðu að vera hluti af lausninni. Hana þurfi þó alltaf að byggja á faglegum forsendum og ræða málefnalega hverju sinni. „Í grunninn hljótum við öll að starfa að sömu markmiðum, að minnka plast í umferð og lágmarka allan úrgang.“Umrætt myndband Íslenska gámafélagsins má sjá hér að neðan.
Umhverfismál Tengdar fréttir Sérhagsmunir ráði afstöðu Sorpu til plasts Íslenska Gámafélagið ýjar að því að Sorpa láti stjórnast af „hagsmunum en ekki hugsjónum“ í afstöðu síðarnefnda fyrirtækisins til banns við notkun á einnota plastpokum. 4. desember 2018 10:38 Óska eftir umsögnum um plastpokafrumvarp Í frumvarpinu er lagt til að eigi síðar en í árslok 2019 skuli árlegt notkunarmagn plastpoka vera 90 á hvern einstakling. 14. nóvember 2018 18:47 Mest lesið Bíða enn eftir tæpri milljón í endurgreiðslu eftir fall Play Neytendur Jafnvægi heimilis og vinnu: „Lífið er meira en titill“ Atvinnulíf Orkuöryggi sagt standa tæpt gangi ný orkuspá eftir Viðskipti Rekja aukna bílasölu til komandi vörugjaldahækkunar Viðskipti innlent Ágreiningur í Peningastefnunefnd um síðustu vaxtalækkun Viðskipti innlent Einn áhrifamestu markaðsfræðimanna heims með erindi á ÍMARk Samstarf Mango opnar í Smáralind Viðskipti innlent „Eru kannski á mörkunum í siðferðislegri markaðssetningu“ Viðskipti Mikil eftirvænting á Hellu fyrir opnun Bæjarins bestu Viðskipti innlent Orðin hluti af mannlífinu: „Án okkar væri heldur tómlegt að vera til“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Rekja aukna bílasölu til komandi vörugjaldahækkunar Orðin hluti af mannlífinu: „Án okkar væri heldur tómlegt að vera til“ Mango opnar í Smáralind Mikil eftirvænting á Hellu fyrir opnun Bæjarins bestu „Væntingar um hraðari lækkun vaxta hafi aukist“ Högnuðust um rúma tvo milljarða Telja vegið að eignarrétti Sýnar Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Verðbólga hjaðnar hressilega Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni Sjá meira
Sérhagsmunir ráði afstöðu Sorpu til plasts Íslenska Gámafélagið ýjar að því að Sorpa láti stjórnast af „hagsmunum en ekki hugsjónum“ í afstöðu síðarnefnda fyrirtækisins til banns við notkun á einnota plastpokum. 4. desember 2018 10:38
Óska eftir umsögnum um plastpokafrumvarp Í frumvarpinu er lagt til að eigi síðar en í árslok 2019 skuli árlegt notkunarmagn plastpoka vera 90 á hvern einstakling. 14. nóvember 2018 18:47