May stillir þingmönnum upp við vegg vegna Brexit Kjartan Kjartansson skrifar 6. desember 2018 13:56 Theresa May stendur nú ströngu við að reyna að fá eigin flokksmenn til að styðja Brexit-samning hennar. Vísir/EPA Samþykki breskir þingmenn ekki útgöngusamninginn sem Theresa May forsætisráðherra gerði við Evrópusambandið er mögulegt að ekkert verði af því að Bretar segi skilið við sambandið. May segir að ný þjóðaratkvæðagreiðsla um Brexit sé ekki rétti leikurinn í stöðunni. Útgöngusamningurinn er nú til umræðu í breska þinginu og á endanleg atkvæðagreiðsla um hann að fara fram í næstu viku. Fjöldi þingmanna Íhaldsflokks May hefur hins vegar lýst sig andsnúinn samningnum. May hefur því varið undanförnum dögum í að reyna að sannfæra eigin þingmenn um að styðja samninginn. „Það eru þrír valkostir í boði: einn er að yfirgefa Evrópusambandið með samningi, hinir tveir eru að við förum út án samnings eða að við fáum ekkert Brexit yfir höfuð,“ segist May hafa sagt þingmönnum í dag. Sakaði hún hóp þingmanna í neðri deild þingsins um að reyna að koma í veg fyrir Brexit og efna til nýrrar þjóðaratkvæðagreiðslu, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Sjálf sagðist hún ekki telja það réttu leiðina. Í viðtali við breska ríkisútvarpið BBC veik May sér ítrekað undan því að svara hver varaáætlun ríkisstjórnar hennar væri ef þingið hafnaði samningi hennar. Meðferð samningsins í þinginu hefur gengið brösulega fyrir May. Í fyrradag samþykkti meirihluti þingmanna ályktun um að ríkisstjórn May hafði lítilsvert þingið þegar hún neitað að birta lögfræðiálit sem hún lét vinna um samninginn. Neyddist May til að birta álitið í gær. Einnig samþykktu þingmenn að gefa sjálfum sér heimild til að hafa meira um það að segja hvað gerist ef samningnum verður hafnað. Að óbreyttu ganga Bretar úr Evrópusambandinu í loks mars. Bretland Brexit Evrópusambandið Tengdar fréttir Breska ríkisstjórnin niðurlægð á þingi vegna Brexit Ályktun var samþykkt um að ríkisstjórnin hefði lítilsvirt þingið og þingið fær meiri völd til að hafa áhrif á hvað gerist ef Brexit-samningnum verður hafnað. 5. desember 2018 10:52 Segir Breta geta hætt við Brexit einhliða Bresk stjórnvöld ættu einhliða að gera hætt við útgöngu sína úr Evrópusambandinu. Þetta kemur fram í áliti lögsögumanns (e. advocate general) Evrópudómstólsins. 4. desember 2018 10:51 Mest lesið Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Innlent Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Innlent Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Innlent Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Innlent Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Innlent Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Erlent Fleiri fréttir Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Trans konur fá ekki að keppa og Thomas svipt metunum Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Kviðdómur komst að niðurstöðu í fjórum fimm ákæruliða Diddy „Stóra fallega frumvarpið“ í gegn á einu atkvæði Sjá meira
Samþykki breskir þingmenn ekki útgöngusamninginn sem Theresa May forsætisráðherra gerði við Evrópusambandið er mögulegt að ekkert verði af því að Bretar segi skilið við sambandið. May segir að ný þjóðaratkvæðagreiðsla um Brexit sé ekki rétti leikurinn í stöðunni. Útgöngusamningurinn er nú til umræðu í breska þinginu og á endanleg atkvæðagreiðsla um hann að fara fram í næstu viku. Fjöldi þingmanna Íhaldsflokks May hefur hins vegar lýst sig andsnúinn samningnum. May hefur því varið undanförnum dögum í að reyna að sannfæra eigin þingmenn um að styðja samninginn. „Það eru þrír valkostir í boði: einn er að yfirgefa Evrópusambandið með samningi, hinir tveir eru að við förum út án samnings eða að við fáum ekkert Brexit yfir höfuð,“ segist May hafa sagt þingmönnum í dag. Sakaði hún hóp þingmanna í neðri deild þingsins um að reyna að koma í veg fyrir Brexit og efna til nýrrar þjóðaratkvæðagreiðslu, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Sjálf sagðist hún ekki telja það réttu leiðina. Í viðtali við breska ríkisútvarpið BBC veik May sér ítrekað undan því að svara hver varaáætlun ríkisstjórnar hennar væri ef þingið hafnaði samningi hennar. Meðferð samningsins í þinginu hefur gengið brösulega fyrir May. Í fyrradag samþykkti meirihluti þingmanna ályktun um að ríkisstjórn May hafði lítilsvert þingið þegar hún neitað að birta lögfræðiálit sem hún lét vinna um samninginn. Neyddist May til að birta álitið í gær. Einnig samþykktu þingmenn að gefa sjálfum sér heimild til að hafa meira um það að segja hvað gerist ef samningnum verður hafnað. Að óbreyttu ganga Bretar úr Evrópusambandinu í loks mars.
Bretland Brexit Evrópusambandið Tengdar fréttir Breska ríkisstjórnin niðurlægð á þingi vegna Brexit Ályktun var samþykkt um að ríkisstjórnin hefði lítilsvirt þingið og þingið fær meiri völd til að hafa áhrif á hvað gerist ef Brexit-samningnum verður hafnað. 5. desember 2018 10:52 Segir Breta geta hætt við Brexit einhliða Bresk stjórnvöld ættu einhliða að gera hætt við útgöngu sína úr Evrópusambandinu. Þetta kemur fram í áliti lögsögumanns (e. advocate general) Evrópudómstólsins. 4. desember 2018 10:51 Mest lesið Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Innlent Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Innlent Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Innlent Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Innlent Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Innlent Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Erlent Fleiri fréttir Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Trans konur fá ekki að keppa og Thomas svipt metunum Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Kviðdómur komst að niðurstöðu í fjórum fimm ákæruliða Diddy „Stóra fallega frumvarpið“ í gegn á einu atkvæði Sjá meira
Breska ríkisstjórnin niðurlægð á þingi vegna Brexit Ályktun var samþykkt um að ríkisstjórnin hefði lítilsvirt þingið og þingið fær meiri völd til að hafa áhrif á hvað gerist ef Brexit-samningnum verður hafnað. 5. desember 2018 10:52
Segir Breta geta hætt við Brexit einhliða Bresk stjórnvöld ættu einhliða að gera hætt við útgöngu sína úr Evrópusambandinu. Þetta kemur fram í áliti lögsögumanns (e. advocate general) Evrópudómstólsins. 4. desember 2018 10:51