Tók frekar Inook en sína eigin skútu sem einnig var í höfninni Kristín Ólafsdóttir skrifar 6. desember 2018 20:07 Skútan Inook við höfn á Rifi, þar sem maðurinn var handtekinn þann 14. október. Vísir Maðurinn sem ákærður er fyrir að hafa stolið skútunni Inook í Ísafjarðarhöfn í október sagðist fyrir dómi að hann hefði ætlað að nota skútuna til að komast frá Ísafirði til Reykjavíkur. Þá gaf hann fyrst upp nafn annars manns við áhöfn Landhelgisgæslunnar. Þetta kemur fram í frétt RÚV um aðalmeðferð í málinu sem fór fram í Héraðsdómi Ísafjarðar í dag. Maðurinn er á fimmtugsaldri og þá greinir RÚV jafnframt frá því að hann sé þýskur. Hann er ákærður fyrir þjófnað, en til vara fyrir nytjastuld, á skútunni. Þá er honum gefið að sök að hafa í auðgunarskyni og heimildarleysi siglt skútunni úr Ísafjarðarhöfn og inn á Breiðafjörð, á leið sinni til Skotlands eða Færeyja. Skútan er metin á 750 þúsund evrur eða um hundrað milljónir króna. Samkvæmt frétt RÚV fór verjandi mannsins fram á sýknun fyrir þjófnað en hæfilega refsingu fyrir nytjastuld. Þá sé ekki hægt að sanna að maðurinn hafi ætlað að taka skútuna í hagnaðarskyni.Inook eina skútan sem kom til greina Framburður mannsins er jafnframt rekinn í frétt RÚV en maðurinn játaði að hafa stolið skútunni í skjóli nætur. Hann sagðist þó ekki hafa ætlað að sigla henni til annarra landa eða auðgast á henni. Maðurinn bar því jafnframt fyrir sig að hugmyndin að því að taka skútuna Inook og sigla henni til Reykjavíkur hafi kviknað á nokkrum sekúndum. Þar hafi hann ætlað að stoppa í nokkra daga. Honum hugnaðist hins vegar ekki að taka sína eigin skútu, sem einnig lá við Ísafjarðarhöfn og hann býr í, heldur hafi Inook verið eina skútan sem honum fannst koma til greina að taka. Hann sagðist jafnframt ekki tengjast frönskum eiganda skútunnar. Svaraði ekki og gaf svo upp nafn annars manns Þá er greint frá frásögn stýrimanns Landhelgisgæslunnar fyrir dómi í dag. Hann sagði að áhöfn þyrlu Gæslunnar, sem sótti skútuna umrætt kvöld í október, hafa reynt í nokkrar mínútur að kalla í ákærða á skútunni þangað til hann svaraði. Þá hafi maðurinn gefið upp rangt nafn, sem var á persónuskilríkjum annars erlends manns sem ákærði hafði undir höndum. Kvaðst ákærði vera að flytja skútuna, kannski til Reykjavíkur. Kærastan með asperger og þurfti að vita af honum Einnig var maðurinn spurður út í skilaboð sem hann sendi kærustu sinni að morgni sunnudagsins 14. október. Maðurinn segir í skilaboðunum að hann sé á leið til Færeyja eða Skotlands með skútu í flutningi ásamt öðrum manni. Maðurinn sagði skilaboðin hvíta lygi og þau hafi verið ætluð til þess að halda kærustunni í rónni, þar sem hún sé með asperger-einhverfu og hann þurfi sífellt að láta vita af sér. Ákærði var úrskurðaður í farbann til 10. desember næstkomandi. Þá hefur dómari fjórar vikur til að kveða upp dóm.Frétt RÚV. Dómsmál Ísafjarðarbær Lögreglumál Snæfellsbær Tengdar fréttir Meintur skútuþjófur ekki búinn að vera lengi á Íslandi Rannsókn á skútuþjófnaðinum á Ísafirði miðar vel, að sögn lögreglu á Vestfjörðum. 16. október 2018 13:28 Meintur skútuþjófur í fjögurra vikna farbann Grunaður um að taka skútu ófrjálsri hendi á Ísafirði. 15. október 2018 22:28 Sér fyrir endann á rannsókn á skútuþjófnaði Erlendur karlmaður hefur einn réttarstöðu sakbornings í málinu. 2. nóvember 2018 11:24 Mest lesið Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Innlent Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Innlent Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent „Stjórnlausar dvalarleyfisveitingar eru ekki hagur neins“ Innlent Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Innlent Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Erlent Fleiri fréttir „Stjórnlausar dvalarleyfisveitingar eru ekki hagur neins“ Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Sjá meira
Maðurinn sem ákærður er fyrir að hafa stolið skútunni Inook í Ísafjarðarhöfn í október sagðist fyrir dómi að hann hefði ætlað að nota skútuna til að komast frá Ísafirði til Reykjavíkur. Þá gaf hann fyrst upp nafn annars manns við áhöfn Landhelgisgæslunnar. Þetta kemur fram í frétt RÚV um aðalmeðferð í málinu sem fór fram í Héraðsdómi Ísafjarðar í dag. Maðurinn er á fimmtugsaldri og þá greinir RÚV jafnframt frá því að hann sé þýskur. Hann er ákærður fyrir þjófnað, en til vara fyrir nytjastuld, á skútunni. Þá er honum gefið að sök að hafa í auðgunarskyni og heimildarleysi siglt skútunni úr Ísafjarðarhöfn og inn á Breiðafjörð, á leið sinni til Skotlands eða Færeyja. Skútan er metin á 750 þúsund evrur eða um hundrað milljónir króna. Samkvæmt frétt RÚV fór verjandi mannsins fram á sýknun fyrir þjófnað en hæfilega refsingu fyrir nytjastuld. Þá sé ekki hægt að sanna að maðurinn hafi ætlað að taka skútuna í hagnaðarskyni.Inook eina skútan sem kom til greina Framburður mannsins er jafnframt rekinn í frétt RÚV en maðurinn játaði að hafa stolið skútunni í skjóli nætur. Hann sagðist þó ekki hafa ætlað að sigla henni til annarra landa eða auðgast á henni. Maðurinn bar því jafnframt fyrir sig að hugmyndin að því að taka skútuna Inook og sigla henni til Reykjavíkur hafi kviknað á nokkrum sekúndum. Þar hafi hann ætlað að stoppa í nokkra daga. Honum hugnaðist hins vegar ekki að taka sína eigin skútu, sem einnig lá við Ísafjarðarhöfn og hann býr í, heldur hafi Inook verið eina skútan sem honum fannst koma til greina að taka. Hann sagðist jafnframt ekki tengjast frönskum eiganda skútunnar. Svaraði ekki og gaf svo upp nafn annars manns Þá er greint frá frásögn stýrimanns Landhelgisgæslunnar fyrir dómi í dag. Hann sagði að áhöfn þyrlu Gæslunnar, sem sótti skútuna umrætt kvöld í október, hafa reynt í nokkrar mínútur að kalla í ákærða á skútunni þangað til hann svaraði. Þá hafi maðurinn gefið upp rangt nafn, sem var á persónuskilríkjum annars erlends manns sem ákærði hafði undir höndum. Kvaðst ákærði vera að flytja skútuna, kannski til Reykjavíkur. Kærastan með asperger og þurfti að vita af honum Einnig var maðurinn spurður út í skilaboð sem hann sendi kærustu sinni að morgni sunnudagsins 14. október. Maðurinn segir í skilaboðunum að hann sé á leið til Færeyja eða Skotlands með skútu í flutningi ásamt öðrum manni. Maðurinn sagði skilaboðin hvíta lygi og þau hafi verið ætluð til þess að halda kærustunni í rónni, þar sem hún sé með asperger-einhverfu og hann þurfi sífellt að láta vita af sér. Ákærði var úrskurðaður í farbann til 10. desember næstkomandi. Þá hefur dómari fjórar vikur til að kveða upp dóm.Frétt RÚV.
Dómsmál Ísafjarðarbær Lögreglumál Snæfellsbær Tengdar fréttir Meintur skútuþjófur ekki búinn að vera lengi á Íslandi Rannsókn á skútuþjófnaðinum á Ísafirði miðar vel, að sögn lögreglu á Vestfjörðum. 16. október 2018 13:28 Meintur skútuþjófur í fjögurra vikna farbann Grunaður um að taka skútu ófrjálsri hendi á Ísafirði. 15. október 2018 22:28 Sér fyrir endann á rannsókn á skútuþjófnaði Erlendur karlmaður hefur einn réttarstöðu sakbornings í málinu. 2. nóvember 2018 11:24 Mest lesið Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Innlent Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Innlent Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent „Stjórnlausar dvalarleyfisveitingar eru ekki hagur neins“ Innlent Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Innlent Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Erlent Fleiri fréttir „Stjórnlausar dvalarleyfisveitingar eru ekki hagur neins“ Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Sjá meira
Meintur skútuþjófur ekki búinn að vera lengi á Íslandi Rannsókn á skútuþjófnaðinum á Ísafirði miðar vel, að sögn lögreglu á Vestfjörðum. 16. október 2018 13:28
Meintur skútuþjófur í fjögurra vikna farbann Grunaður um að taka skútu ófrjálsri hendi á Ísafirði. 15. október 2018 22:28
Sér fyrir endann á rannsókn á skútuþjófnaði Erlendur karlmaður hefur einn réttarstöðu sakbornings í málinu. 2. nóvember 2018 11:24