Enginn frestur fyrir May Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 7. desember 2018 06:00 Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, þarf að hafa hraðar hendur. EPA/Andy Rain Þingið mun greiða atkvæði þann 11. desember um samkomulagið sem ríkisstjórn Theresu May forsætisráðherra hefur náð við ESB um útgöngu Breta. Þetta sagði í yfirlýsingu frá embætti forsætisráðherra í gær en The Times hafði greint frá því að ríkisstjórnin hefði beðið þingið um að fresta atkvæðagreiðslunni vegna áhyggja af tapi eins og útlit er fyrir að verði raunin. May leitar nú logandi ljósi að stuðningi en samkvæmt greiningu Bloomberg þarf hún að snúa um 85 þingmönnum til þess að ná samningnum í gegnum þingið. Í útvarpsviðtali við BBC í gær sagði May að það væru bara þrír möguleikar í stöðunni. „Að yfirgefa Evrópusambandið með þessum samningi, að gera það án nokkurs samnings eða að fara ekki neitt,“ sagði ráðherrann. Michel Barnier, sem leiðir samninganefnd ESB, sagði að samningurinn sem liggur fyrir væri sá besti sem Bretum stæði til boða. Þetta er í takt við fyrri yfirlýsingar hans og toppa sambandsins. Philip Hammond, fjármálaráðherra Breta, sagði svo að það væri algjör firra að halda því fram að hægt væri að semja upp á nýtt ef þingið hafnar samningnum. Framtíðarhorfur eru afar óskýrar fyrir May. Ef samningurinn er felldur á þingi má leiða líkur að því að það marki endalok valdatíðar hennar. Þá hefur forysta DUP, norðurírska smáflokksins sem ver stjórn May vantrausti, lýst því yfir að flokkurinn muni endurskoða samstarfið ef samningurinn verður samþykktur. Hvernig sem á það er litið er May sem sagt í erfiðri stöðu. Birtist í Fréttablaðinu Bretland Brexit Evrópusambandið Tengdar fréttir Breska ríkisstjórnin niðurlægð á þingi vegna Brexit Ályktun var samþykkt um að ríkisstjórnin hefði lítilsvirt þingið og þingið fær meiri völd til að hafa áhrif á hvað gerist ef Brexit-samningnum verður hafnað. 5. desember 2018 10:52 Segir Breta geta hætt við Brexit einhliða Bresk stjórnvöld ættu einhliða að gera hætt við útgöngu sína úr Evrópusambandinu. Þetta kemur fram í áliti lögsögumanns (e. advocate general) Evrópudómstólsins. 4. desember 2018 10:51 Mest lesið Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Innlent Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Erlent Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir Innlent Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Erlent Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Innlent „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Fleiri fréttir Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Sjá meira
Þingið mun greiða atkvæði þann 11. desember um samkomulagið sem ríkisstjórn Theresu May forsætisráðherra hefur náð við ESB um útgöngu Breta. Þetta sagði í yfirlýsingu frá embætti forsætisráðherra í gær en The Times hafði greint frá því að ríkisstjórnin hefði beðið þingið um að fresta atkvæðagreiðslunni vegna áhyggja af tapi eins og útlit er fyrir að verði raunin. May leitar nú logandi ljósi að stuðningi en samkvæmt greiningu Bloomberg þarf hún að snúa um 85 þingmönnum til þess að ná samningnum í gegnum þingið. Í útvarpsviðtali við BBC í gær sagði May að það væru bara þrír möguleikar í stöðunni. „Að yfirgefa Evrópusambandið með þessum samningi, að gera það án nokkurs samnings eða að fara ekki neitt,“ sagði ráðherrann. Michel Barnier, sem leiðir samninganefnd ESB, sagði að samningurinn sem liggur fyrir væri sá besti sem Bretum stæði til boða. Þetta er í takt við fyrri yfirlýsingar hans og toppa sambandsins. Philip Hammond, fjármálaráðherra Breta, sagði svo að það væri algjör firra að halda því fram að hægt væri að semja upp á nýtt ef þingið hafnar samningnum. Framtíðarhorfur eru afar óskýrar fyrir May. Ef samningurinn er felldur á þingi má leiða líkur að því að það marki endalok valdatíðar hennar. Þá hefur forysta DUP, norðurírska smáflokksins sem ver stjórn May vantrausti, lýst því yfir að flokkurinn muni endurskoða samstarfið ef samningurinn verður samþykktur. Hvernig sem á það er litið er May sem sagt í erfiðri stöðu.
Birtist í Fréttablaðinu Bretland Brexit Evrópusambandið Tengdar fréttir Breska ríkisstjórnin niðurlægð á þingi vegna Brexit Ályktun var samþykkt um að ríkisstjórnin hefði lítilsvirt þingið og þingið fær meiri völd til að hafa áhrif á hvað gerist ef Brexit-samningnum verður hafnað. 5. desember 2018 10:52 Segir Breta geta hætt við Brexit einhliða Bresk stjórnvöld ættu einhliða að gera hætt við útgöngu sína úr Evrópusambandinu. Þetta kemur fram í áliti lögsögumanns (e. advocate general) Evrópudómstólsins. 4. desember 2018 10:51 Mest lesið Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Innlent Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Erlent Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir Innlent Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Erlent Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Innlent „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Fleiri fréttir Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Sjá meira
Breska ríkisstjórnin niðurlægð á þingi vegna Brexit Ályktun var samþykkt um að ríkisstjórnin hefði lítilsvirt þingið og þingið fær meiri völd til að hafa áhrif á hvað gerist ef Brexit-samningnum verður hafnað. 5. desember 2018 10:52
Segir Breta geta hætt við Brexit einhliða Bresk stjórnvöld ættu einhliða að gera hætt við útgöngu sína úr Evrópusambandinu. Þetta kemur fram í áliti lögsögumanns (e. advocate general) Evrópudómstólsins. 4. desember 2018 10:51