Enginn frestur fyrir May Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 7. desember 2018 06:00 Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, þarf að hafa hraðar hendur. EPA/Andy Rain Þingið mun greiða atkvæði þann 11. desember um samkomulagið sem ríkisstjórn Theresu May forsætisráðherra hefur náð við ESB um útgöngu Breta. Þetta sagði í yfirlýsingu frá embætti forsætisráðherra í gær en The Times hafði greint frá því að ríkisstjórnin hefði beðið þingið um að fresta atkvæðagreiðslunni vegna áhyggja af tapi eins og útlit er fyrir að verði raunin. May leitar nú logandi ljósi að stuðningi en samkvæmt greiningu Bloomberg þarf hún að snúa um 85 þingmönnum til þess að ná samningnum í gegnum þingið. Í útvarpsviðtali við BBC í gær sagði May að það væru bara þrír möguleikar í stöðunni. „Að yfirgefa Evrópusambandið með þessum samningi, að gera það án nokkurs samnings eða að fara ekki neitt,“ sagði ráðherrann. Michel Barnier, sem leiðir samninganefnd ESB, sagði að samningurinn sem liggur fyrir væri sá besti sem Bretum stæði til boða. Þetta er í takt við fyrri yfirlýsingar hans og toppa sambandsins. Philip Hammond, fjármálaráðherra Breta, sagði svo að það væri algjör firra að halda því fram að hægt væri að semja upp á nýtt ef þingið hafnar samningnum. Framtíðarhorfur eru afar óskýrar fyrir May. Ef samningurinn er felldur á þingi má leiða líkur að því að það marki endalok valdatíðar hennar. Þá hefur forysta DUP, norðurírska smáflokksins sem ver stjórn May vantrausti, lýst því yfir að flokkurinn muni endurskoða samstarfið ef samningurinn verður samþykktur. Hvernig sem á það er litið er May sem sagt í erfiðri stöðu. Birtist í Fréttablaðinu Bretland Brexit Evrópusambandið Tengdar fréttir Breska ríkisstjórnin niðurlægð á þingi vegna Brexit Ályktun var samþykkt um að ríkisstjórnin hefði lítilsvirt þingið og þingið fær meiri völd til að hafa áhrif á hvað gerist ef Brexit-samningnum verður hafnað. 5. desember 2018 10:52 Segir Breta geta hætt við Brexit einhliða Bresk stjórnvöld ættu einhliða að gera hætt við útgöngu sína úr Evrópusambandinu. Þetta kemur fram í áliti lögsögumanns (e. advocate general) Evrópudómstólsins. 4. desember 2018 10:51 Mest lesið Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Hommar mega enn ekki gefa blóð Innlent Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Erlent Matargjöfum Fjölskylduhjálpar hætt: „Stingur okkur í hjartastað“ Innlent Tekjur af bjórsölu orðnar meiri en af miðasölu Innlent Umræðum haldið áfram eftir langan fund þingflokksformanna Innlent Magnús Þór lést við strandveiðar Innlent Kviðdómur komst að niðurstöðu í fjórum fimm ákæruliða Diddy Erlent Hvammsvirkjun bíður dóms Hæstaréttar Innlent Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Innlent Fleiri fréttir Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Kviðdómur komst að niðurstöðu í fjórum fimm ákæruliða Diddy „Stóra fallega frumvarpið“ í gegn á einu atkvæði Öldungur dæmdur fyrir meira en hálfrar aldar gamalt morð Forsætisráðherra Taílands vikið úr embætti Fjarlægja loftslagsskýrslur og ætla að hætta að fjármagna rannsóknir Óeirðir í Tyrklandi vegna umdeildrar skopmyndar Rauðar viðvaranir víða í Evrópu vegna hitans Segja niðurskurð á þróunaraðstoð hafa skelfilegar afleiðingar Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Unglingsstúlka lést þegar hestur dró hana eftir jörðinni „Stóra og fallega“ frumvarp repúblikana á tæpasta vaði Skæð hitabylgja velgir Evrópubúum undir uggum Aftur kjörin formaður þrátt fyrir fjárdráttinn sem felldi hana Skaut á slökkviliðsmenn úr launsátri Hefur í hótunum við New York vegna „kommúnistans“ Mamdani Krefjast svara um mögulegar frekari árásir Þúsundir Norðmanna fengu fyrir mistök tilkynningu um að hafa unnið milljónir Hitamet slegið á Spáni um helgina Sæta lögreglurannsókn vegna níðsöngva um ísraelska herinn Hættu leit eftir þrjá tíma að þeim sem féll útbyrðis úr Norrænu Íranir geti aftur byrjað að auðga úran eftir nokkra mánuði Metþátttaka í ólöglegri göngu: „Það er mikill hugur í fólki“ Þúsundir syrgja í Tehran og Trump segir æðstaklerkinn ljúga Hæstaréttardómarar fjarlægðu flein úr holdi Bandaríkjaforseta Lífstíðarfangelsi fyrir að myrða 14 ára dreng með samúræjasverði Finna fyrir fjarveru Bandaríkjanna á loftslagsfundi en sakna þeirra ekki Ungar konur særðust í skotárás í Nuuk Sá sem samdi Mission: Impossible lagið er látinn Stjúpsonur norska krónprinsins grunaður um nauðganir Sjá meira
Þingið mun greiða atkvæði þann 11. desember um samkomulagið sem ríkisstjórn Theresu May forsætisráðherra hefur náð við ESB um útgöngu Breta. Þetta sagði í yfirlýsingu frá embætti forsætisráðherra í gær en The Times hafði greint frá því að ríkisstjórnin hefði beðið þingið um að fresta atkvæðagreiðslunni vegna áhyggja af tapi eins og útlit er fyrir að verði raunin. May leitar nú logandi ljósi að stuðningi en samkvæmt greiningu Bloomberg þarf hún að snúa um 85 þingmönnum til þess að ná samningnum í gegnum þingið. Í útvarpsviðtali við BBC í gær sagði May að það væru bara þrír möguleikar í stöðunni. „Að yfirgefa Evrópusambandið með þessum samningi, að gera það án nokkurs samnings eða að fara ekki neitt,“ sagði ráðherrann. Michel Barnier, sem leiðir samninganefnd ESB, sagði að samningurinn sem liggur fyrir væri sá besti sem Bretum stæði til boða. Þetta er í takt við fyrri yfirlýsingar hans og toppa sambandsins. Philip Hammond, fjármálaráðherra Breta, sagði svo að það væri algjör firra að halda því fram að hægt væri að semja upp á nýtt ef þingið hafnar samningnum. Framtíðarhorfur eru afar óskýrar fyrir May. Ef samningurinn er felldur á þingi má leiða líkur að því að það marki endalok valdatíðar hennar. Þá hefur forysta DUP, norðurírska smáflokksins sem ver stjórn May vantrausti, lýst því yfir að flokkurinn muni endurskoða samstarfið ef samningurinn verður samþykktur. Hvernig sem á það er litið er May sem sagt í erfiðri stöðu.
Birtist í Fréttablaðinu Bretland Brexit Evrópusambandið Tengdar fréttir Breska ríkisstjórnin niðurlægð á þingi vegna Brexit Ályktun var samþykkt um að ríkisstjórnin hefði lítilsvirt þingið og þingið fær meiri völd til að hafa áhrif á hvað gerist ef Brexit-samningnum verður hafnað. 5. desember 2018 10:52 Segir Breta geta hætt við Brexit einhliða Bresk stjórnvöld ættu einhliða að gera hætt við útgöngu sína úr Evrópusambandinu. Þetta kemur fram í áliti lögsögumanns (e. advocate general) Evrópudómstólsins. 4. desember 2018 10:51 Mest lesið Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Hommar mega enn ekki gefa blóð Innlent Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Erlent Matargjöfum Fjölskylduhjálpar hætt: „Stingur okkur í hjartastað“ Innlent Tekjur af bjórsölu orðnar meiri en af miðasölu Innlent Umræðum haldið áfram eftir langan fund þingflokksformanna Innlent Magnús Þór lést við strandveiðar Innlent Kviðdómur komst að niðurstöðu í fjórum fimm ákæruliða Diddy Erlent Hvammsvirkjun bíður dóms Hæstaréttar Innlent Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Innlent Fleiri fréttir Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Kviðdómur komst að niðurstöðu í fjórum fimm ákæruliða Diddy „Stóra fallega frumvarpið“ í gegn á einu atkvæði Öldungur dæmdur fyrir meira en hálfrar aldar gamalt morð Forsætisráðherra Taílands vikið úr embætti Fjarlægja loftslagsskýrslur og ætla að hætta að fjármagna rannsóknir Óeirðir í Tyrklandi vegna umdeildrar skopmyndar Rauðar viðvaranir víða í Evrópu vegna hitans Segja niðurskurð á þróunaraðstoð hafa skelfilegar afleiðingar Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Unglingsstúlka lést þegar hestur dró hana eftir jörðinni „Stóra og fallega“ frumvarp repúblikana á tæpasta vaði Skæð hitabylgja velgir Evrópubúum undir uggum Aftur kjörin formaður þrátt fyrir fjárdráttinn sem felldi hana Skaut á slökkviliðsmenn úr launsátri Hefur í hótunum við New York vegna „kommúnistans“ Mamdani Krefjast svara um mögulegar frekari árásir Þúsundir Norðmanna fengu fyrir mistök tilkynningu um að hafa unnið milljónir Hitamet slegið á Spáni um helgina Sæta lögreglurannsókn vegna níðsöngva um ísraelska herinn Hættu leit eftir þrjá tíma að þeim sem féll útbyrðis úr Norrænu Íranir geti aftur byrjað að auðga úran eftir nokkra mánuði Metþátttaka í ólöglegri göngu: „Það er mikill hugur í fólki“ Þúsundir syrgja í Tehran og Trump segir æðstaklerkinn ljúga Hæstaréttardómarar fjarlægðu flein úr holdi Bandaríkjaforseta Lífstíðarfangelsi fyrir að myrða 14 ára dreng með samúræjasverði Finna fyrir fjarveru Bandaríkjanna á loftslagsfundi en sakna þeirra ekki Ungar konur særðust í skotárás í Nuuk Sá sem samdi Mission: Impossible lagið er látinn Stjúpsonur norska krónprinsins grunaður um nauðganir Sjá meira
Breska ríkisstjórnin niðurlægð á þingi vegna Brexit Ályktun var samþykkt um að ríkisstjórnin hefði lítilsvirt þingið og þingið fær meiri völd til að hafa áhrif á hvað gerist ef Brexit-samningnum verður hafnað. 5. desember 2018 10:52
Segir Breta geta hætt við Brexit einhliða Bresk stjórnvöld ættu einhliða að gera hætt við útgöngu sína úr Evrópusambandinu. Þetta kemur fram í áliti lögsögumanns (e. advocate general) Evrópudómstólsins. 4. desember 2018 10:51