Hljóp yfir Jagúarana og inn í metabók NFL-deildarinnar Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 7. desember 2018 09:00 Derrick Henry var í rosalegu stuði í nótt. Vísir/Getty Eftir frekar misjafna og oftar en ekki dapra frammistöðu allt þetta tímabil þá átti Derrick Henry ótrúlegan leik með Tennessee Titans í NFL-deildinni í nótt. Tennessee Titans liðið vann þá 30-9 sigur á Jacksonville Jaguars og hélt draumum sínum um sæti í úrslitakeppninni á lífi. Þetta var aftur á móti áttunda tap Jagúarana í síðustu níu leikjum en leikur liðsins hefur gjörsamlega hrunið eftir 30. september.Tennessee Titan. #TitanUppic.twitter.com/9WDLF7dRXO — NFL (@NFL) December 7, 2018Það er óhætt að segja að Derrick Henry sem Títani hafi staðið undir nafni með risavaxni frammistöðu sinni í nótt. Derrick Henry hljóp alls 238 jarda og skoraði á endanum fjögur snertimörk hjá varnarmönnum Jacksonville Jaguars. Í einu snertimarka sinna þá hljóp Derrick Henry heila 99 jarda með boltann þar sem nokkrir varnarmenn Jagúarana hrukku hreinlega af honum. Þetta er metjöfnun því aldrei hefur leikmaður hlaupið lengra með boltann áður en hann skoraði snertimark. Henry jafnaði þarna 35 ára met Tony Dorsett sem skoraði einnig 99 jarda snertimark fyrir Dallas Cowboys á móti Minnesota 3. janúar 1983.DERRICK HENRY WENT BEASTMODE!!! 99 YARDS. #TitanUp : @nflnetwork + @NFLonFOX : https://t.co/DJUityQHC9pic.twitter.com/wOe7cktiyE — NFL (@NFL) December 7, 2018„Þegar ég komst á fulla ferð í þessu 99 jarda hlaupi þá ætlaði ég ekki að láta neinn stoppa mig,“ sagði Derrick Henry sem notaði lausu hendi sína löglega til að bægja aðvífandi varnarmönnum frá. Henry setti líka nýtt félagsmet með þessum 238 hlaupajördum en gamla metið var 228 jardar og frá 2009. Hann jafnaði líka félagsmetið yfir flest snertimörk á jörðinni. Jacksonville kom inn í leikinn í fimmta sæti yfir bestu varnar deildarinnar þegar litið er á stigaskor mótherja. Liðið fékk ekki á sig eitt stig á móti Andrew Luck og félögum í Indianapolis Colts í leiknum á undan. Derrick Henry nýtti sér veiklega varnarinnar til fullnustu og hljóp inn í metabækurnar. Hann fékk eitt tækifæri til viðbótar til að skora fimmta snertimarkið en þá tókst varnarmönnum Jaguars-liðsins að stoppa hann. Kannski kominn tími til. „Þetta verður einn af hápunktunum hjá honum svo lengi sem hann lifir,“ sagði Calais Campbell, varnarmaður í liði Jaguars..@KingHenry_2 ran to history wearing cleats supporting @SpecialOlympics. You can bid on them now @NFLauction. Steve Smith Sr. just opened the bidding at $5,000! #MyCauseMyCleatspic.twitter.com/VvS7kviYN4 — NFL (@NFL) December 7, 2018238 rushing yards. 4 TDs. And a BEASTMODE 99-yard TD. Highlights from @KingHenry_2's career night! #JAXvsTENpic.twitter.com/81RNqWmTTJ — NFL (@NFL) December 7, 2018 NFL Mest lesið Ógeðslega erfitt og ógeðslega vont en brosir oft í viku á eftir Sport Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Enski boltinn „Nú er nóg komið“ Fótbolti Sádar eru ekki að fara að byggja HM-leikvang ofan á skýjakljúfi Fótbolti „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ Körfubolti Hetja Englands á EM sleit krossband Enski boltinn NBA-leikmaður með krabbamein Körfubolti Lofar frekari fjárfestingum Enski boltinn Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Handbolti Eldgos og brjósklos skapa óvissu: „Vonum bara að móðir náttúra leyfi þetta“ Sport Fleiri fréttir Nýr þjálfari Juventus er með Napoli-húðflúr Eldgos og brjósklos skapa óvissu: „Vonum bara að móðir náttúra leyfi þetta“ Ógeðslega erfitt og ógeðslega vont en brosir oft í viku á eftir „Nú er nóg komið“ NBA-leikmaður með krabbamein Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Sádar eru ekki að fara að byggja HM-leikvang ofan á skýjakljúfi Dagskráin í dag: Meistararnir á Króknum, Körfuboltakvöld og allskonar Hetja Englands á EM sleit krossband Lofar frekari fjárfestingum Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val ÍR áfram eftir sigur í Mosfellsbæ „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Juventus ræður Spalletti út tímabilið Tilkynnti um óléttu og nýjan samning á sama tíma Meistaradeildin skiptir um bjór og Heineken snýr sér að padel Aron Einar kominn á toppinn Patrekur hættur eftir dapurt gengi Stjörnunnar Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi Íslandsmeistararnir frá því fyrir sextíu árum heiðursgestir í kvöld Góðvinur þáttarins meiddist illa og menn áttu erfitt með að horfa Hljóp hálft maraþon í Crocs og drakk úr skónum Fantasýn: „Þessi vörn er eitthvað skrímsli“ Sjá meira
Eftir frekar misjafna og oftar en ekki dapra frammistöðu allt þetta tímabil þá átti Derrick Henry ótrúlegan leik með Tennessee Titans í NFL-deildinni í nótt. Tennessee Titans liðið vann þá 30-9 sigur á Jacksonville Jaguars og hélt draumum sínum um sæti í úrslitakeppninni á lífi. Þetta var aftur á móti áttunda tap Jagúarana í síðustu níu leikjum en leikur liðsins hefur gjörsamlega hrunið eftir 30. september.Tennessee Titan. #TitanUppic.twitter.com/9WDLF7dRXO — NFL (@NFL) December 7, 2018Það er óhætt að segja að Derrick Henry sem Títani hafi staðið undir nafni með risavaxni frammistöðu sinni í nótt. Derrick Henry hljóp alls 238 jarda og skoraði á endanum fjögur snertimörk hjá varnarmönnum Jacksonville Jaguars. Í einu snertimarka sinna þá hljóp Derrick Henry heila 99 jarda með boltann þar sem nokkrir varnarmenn Jagúarana hrukku hreinlega af honum. Þetta er metjöfnun því aldrei hefur leikmaður hlaupið lengra með boltann áður en hann skoraði snertimark. Henry jafnaði þarna 35 ára met Tony Dorsett sem skoraði einnig 99 jarda snertimark fyrir Dallas Cowboys á móti Minnesota 3. janúar 1983.DERRICK HENRY WENT BEASTMODE!!! 99 YARDS. #TitanUp : @nflnetwork + @NFLonFOX : https://t.co/DJUityQHC9pic.twitter.com/wOe7cktiyE — NFL (@NFL) December 7, 2018„Þegar ég komst á fulla ferð í þessu 99 jarda hlaupi þá ætlaði ég ekki að láta neinn stoppa mig,“ sagði Derrick Henry sem notaði lausu hendi sína löglega til að bægja aðvífandi varnarmönnum frá. Henry setti líka nýtt félagsmet með þessum 238 hlaupajördum en gamla metið var 228 jardar og frá 2009. Hann jafnaði líka félagsmetið yfir flest snertimörk á jörðinni. Jacksonville kom inn í leikinn í fimmta sæti yfir bestu varnar deildarinnar þegar litið er á stigaskor mótherja. Liðið fékk ekki á sig eitt stig á móti Andrew Luck og félögum í Indianapolis Colts í leiknum á undan. Derrick Henry nýtti sér veiklega varnarinnar til fullnustu og hljóp inn í metabækurnar. Hann fékk eitt tækifæri til viðbótar til að skora fimmta snertimarkið en þá tókst varnarmönnum Jaguars-liðsins að stoppa hann. Kannski kominn tími til. „Þetta verður einn af hápunktunum hjá honum svo lengi sem hann lifir,“ sagði Calais Campbell, varnarmaður í liði Jaguars..@KingHenry_2 ran to history wearing cleats supporting @SpecialOlympics. You can bid on them now @NFLauction. Steve Smith Sr. just opened the bidding at $5,000! #MyCauseMyCleatspic.twitter.com/VvS7kviYN4 — NFL (@NFL) December 7, 2018238 rushing yards. 4 TDs. And a BEASTMODE 99-yard TD. Highlights from @KingHenry_2's career night! #JAXvsTENpic.twitter.com/81RNqWmTTJ — NFL (@NFL) December 7, 2018
NFL Mest lesið Ógeðslega erfitt og ógeðslega vont en brosir oft í viku á eftir Sport Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Enski boltinn „Nú er nóg komið“ Fótbolti Sádar eru ekki að fara að byggja HM-leikvang ofan á skýjakljúfi Fótbolti „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ Körfubolti Hetja Englands á EM sleit krossband Enski boltinn NBA-leikmaður með krabbamein Körfubolti Lofar frekari fjárfestingum Enski boltinn Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Handbolti Eldgos og brjósklos skapa óvissu: „Vonum bara að móðir náttúra leyfi þetta“ Sport Fleiri fréttir Nýr þjálfari Juventus er með Napoli-húðflúr Eldgos og brjósklos skapa óvissu: „Vonum bara að móðir náttúra leyfi þetta“ Ógeðslega erfitt og ógeðslega vont en brosir oft í viku á eftir „Nú er nóg komið“ NBA-leikmaður með krabbamein Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Sádar eru ekki að fara að byggja HM-leikvang ofan á skýjakljúfi Dagskráin í dag: Meistararnir á Króknum, Körfuboltakvöld og allskonar Hetja Englands á EM sleit krossband Lofar frekari fjárfestingum Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val ÍR áfram eftir sigur í Mosfellsbæ „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Juventus ræður Spalletti út tímabilið Tilkynnti um óléttu og nýjan samning á sama tíma Meistaradeildin skiptir um bjór og Heineken snýr sér að padel Aron Einar kominn á toppinn Patrekur hættur eftir dapurt gengi Stjörnunnar Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi Íslandsmeistararnir frá því fyrir sextíu árum heiðursgestir í kvöld Góðvinur þáttarins meiddist illa og menn áttu erfitt með að horfa Hljóp hálft maraþon í Crocs og drakk úr skónum Fantasýn: „Þessi vörn er eitthvað skrímsli“ Sjá meira