Hljóp yfir Jagúarana og inn í metabók NFL-deildarinnar Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 7. desember 2018 09:00 Derrick Henry var í rosalegu stuði í nótt. Vísir/Getty Eftir frekar misjafna og oftar en ekki dapra frammistöðu allt þetta tímabil þá átti Derrick Henry ótrúlegan leik með Tennessee Titans í NFL-deildinni í nótt. Tennessee Titans liðið vann þá 30-9 sigur á Jacksonville Jaguars og hélt draumum sínum um sæti í úrslitakeppninni á lífi. Þetta var aftur á móti áttunda tap Jagúarana í síðustu níu leikjum en leikur liðsins hefur gjörsamlega hrunið eftir 30. september.Tennessee Titan. #TitanUppic.twitter.com/9WDLF7dRXO — NFL (@NFL) December 7, 2018Það er óhætt að segja að Derrick Henry sem Títani hafi staðið undir nafni með risavaxni frammistöðu sinni í nótt. Derrick Henry hljóp alls 238 jarda og skoraði á endanum fjögur snertimörk hjá varnarmönnum Jacksonville Jaguars. Í einu snertimarka sinna þá hljóp Derrick Henry heila 99 jarda með boltann þar sem nokkrir varnarmenn Jagúarana hrukku hreinlega af honum. Þetta er metjöfnun því aldrei hefur leikmaður hlaupið lengra með boltann áður en hann skoraði snertimark. Henry jafnaði þarna 35 ára met Tony Dorsett sem skoraði einnig 99 jarda snertimark fyrir Dallas Cowboys á móti Minnesota 3. janúar 1983.DERRICK HENRY WENT BEASTMODE!!! 99 YARDS. #TitanUp : @nflnetwork + @NFLonFOX : https://t.co/DJUityQHC9pic.twitter.com/wOe7cktiyE — NFL (@NFL) December 7, 2018„Þegar ég komst á fulla ferð í þessu 99 jarda hlaupi þá ætlaði ég ekki að láta neinn stoppa mig,“ sagði Derrick Henry sem notaði lausu hendi sína löglega til að bægja aðvífandi varnarmönnum frá. Henry setti líka nýtt félagsmet með þessum 238 hlaupajördum en gamla metið var 228 jardar og frá 2009. Hann jafnaði líka félagsmetið yfir flest snertimörk á jörðinni. Jacksonville kom inn í leikinn í fimmta sæti yfir bestu varnar deildarinnar þegar litið er á stigaskor mótherja. Liðið fékk ekki á sig eitt stig á móti Andrew Luck og félögum í Indianapolis Colts í leiknum á undan. Derrick Henry nýtti sér veiklega varnarinnar til fullnustu og hljóp inn í metabækurnar. Hann fékk eitt tækifæri til viðbótar til að skora fimmta snertimarkið en þá tókst varnarmönnum Jaguars-liðsins að stoppa hann. Kannski kominn tími til. „Þetta verður einn af hápunktunum hjá honum svo lengi sem hann lifir,“ sagði Calais Campbell, varnarmaður í liði Jaguars..@KingHenry_2 ran to history wearing cleats supporting @SpecialOlympics. You can bid on them now @NFLauction. Steve Smith Sr. just opened the bidding at $5,000! #MyCauseMyCleatspic.twitter.com/VvS7kviYN4 — NFL (@NFL) December 7, 2018238 rushing yards. 4 TDs. And a BEASTMODE 99-yard TD. Highlights from @KingHenry_2's career night! #JAXvsTENpic.twitter.com/81RNqWmTTJ — NFL (@NFL) December 7, 2018 NFL Mest lesið „Endanlegt ippon fyrir Slot“ Enski boltinn Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Enski boltinn Komst ekki í landsleik af því að konan treysti sér ekki til að halda afmæli ein Fótbolti Ráðleggur leikmanni United að hætta sóa tíma sínum þar Enski boltinn Sjáðu vítadóminn sem bjargaði Liverpool og mörk úr Meistaradeildinni Fótbolti Ofsótt af milljarðamæringi Enski boltinn „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Íslenski boltinn Stórar breytingar og tímamót hjá Red Bull Formúla 1 Hóta því að skrópa á Ólympíuleikana Sport Dramatískur sigur Liverpool án Salah Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu fullkomna þrennu Söndru Maríu „Hvað getur Slot gert?“ Komst ekki í landsleik af því að konan treysti sér ekki til að halda afmæli ein „Endanlegt ippon fyrir Slot“ Sjáðu vítadóminn sem bjargaði Liverpool og mörk úr Meistaradeildinni „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Lögregla með rassíu hjá argentínska sambandinu Ráðleggur leikmanni United að hætta sóa tíma sínum þar Hóta því að skrópa á Ólympíuleikana Dagskráin í dag: Stórleikur í Meistaradeildinni og Bónus deildin Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Stórar breytingar og tímamót hjá Red Bull Stefán Teitur spilaði í jafntefli gegn toppliðinu Öruggur sigur Tottenham og markaveisla í Hollandi Leik lokið: Ármann 70 - 106 Grindavík | Stórsigur Grindavíkur á lánlausum nýliðum Leik Lokið: Haukar 86 - 92 KR | Nýliðarnir höfðu betur gegn meisturunum Chelsea glutraði niður forystu og tapaði Kounde kveikti í endurkomu Börsunga Dramatískur sigur Liverpool án Salah Norska landsliðið flaug áfram í undanúrslit Fyrsti sigur Hamars/Þórs kom gegn Keflavík Stórleikur Birgis Steins í sex marka sigri Bæjarar lentu undir en komu til baka Fjögur mörk Elvars dugðu skammt í þungu tapi Tindastóll með fellu gegn Keilu í Eistlandi Saka forseta FIFA um ítrekuð brot og fara fram á rannsókn Þýska stálið flaug áfram í undanúrslit Annar írskur sundmaður á Steraleikana Toppkonur Íslands á HM í handbolta 2025 „Þegar kemur að mér fer fólk alltaf aðeins yfir strikið“ Sjá meira
Eftir frekar misjafna og oftar en ekki dapra frammistöðu allt þetta tímabil þá átti Derrick Henry ótrúlegan leik með Tennessee Titans í NFL-deildinni í nótt. Tennessee Titans liðið vann þá 30-9 sigur á Jacksonville Jaguars og hélt draumum sínum um sæti í úrslitakeppninni á lífi. Þetta var aftur á móti áttunda tap Jagúarana í síðustu níu leikjum en leikur liðsins hefur gjörsamlega hrunið eftir 30. september.Tennessee Titan. #TitanUppic.twitter.com/9WDLF7dRXO — NFL (@NFL) December 7, 2018Það er óhætt að segja að Derrick Henry sem Títani hafi staðið undir nafni með risavaxni frammistöðu sinni í nótt. Derrick Henry hljóp alls 238 jarda og skoraði á endanum fjögur snertimörk hjá varnarmönnum Jacksonville Jaguars. Í einu snertimarka sinna þá hljóp Derrick Henry heila 99 jarda með boltann þar sem nokkrir varnarmenn Jagúarana hrukku hreinlega af honum. Þetta er metjöfnun því aldrei hefur leikmaður hlaupið lengra með boltann áður en hann skoraði snertimark. Henry jafnaði þarna 35 ára met Tony Dorsett sem skoraði einnig 99 jarda snertimark fyrir Dallas Cowboys á móti Minnesota 3. janúar 1983.DERRICK HENRY WENT BEASTMODE!!! 99 YARDS. #TitanUp : @nflnetwork + @NFLonFOX : https://t.co/DJUityQHC9pic.twitter.com/wOe7cktiyE — NFL (@NFL) December 7, 2018„Þegar ég komst á fulla ferð í þessu 99 jarda hlaupi þá ætlaði ég ekki að láta neinn stoppa mig,“ sagði Derrick Henry sem notaði lausu hendi sína löglega til að bægja aðvífandi varnarmönnum frá. Henry setti líka nýtt félagsmet með þessum 238 hlaupajördum en gamla metið var 228 jardar og frá 2009. Hann jafnaði líka félagsmetið yfir flest snertimörk á jörðinni. Jacksonville kom inn í leikinn í fimmta sæti yfir bestu varnar deildarinnar þegar litið er á stigaskor mótherja. Liðið fékk ekki á sig eitt stig á móti Andrew Luck og félögum í Indianapolis Colts í leiknum á undan. Derrick Henry nýtti sér veiklega varnarinnar til fullnustu og hljóp inn í metabækurnar. Hann fékk eitt tækifæri til viðbótar til að skora fimmta snertimarkið en þá tókst varnarmönnum Jaguars-liðsins að stoppa hann. Kannski kominn tími til. „Þetta verður einn af hápunktunum hjá honum svo lengi sem hann lifir,“ sagði Calais Campbell, varnarmaður í liði Jaguars..@KingHenry_2 ran to history wearing cleats supporting @SpecialOlympics. You can bid on them now @NFLauction. Steve Smith Sr. just opened the bidding at $5,000! #MyCauseMyCleatspic.twitter.com/VvS7kviYN4 — NFL (@NFL) December 7, 2018238 rushing yards. 4 TDs. And a BEASTMODE 99-yard TD. Highlights from @KingHenry_2's career night! #JAXvsTENpic.twitter.com/81RNqWmTTJ — NFL (@NFL) December 7, 2018
NFL Mest lesið „Endanlegt ippon fyrir Slot“ Enski boltinn Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Enski boltinn Komst ekki í landsleik af því að konan treysti sér ekki til að halda afmæli ein Fótbolti Ráðleggur leikmanni United að hætta sóa tíma sínum þar Enski boltinn Sjáðu vítadóminn sem bjargaði Liverpool og mörk úr Meistaradeildinni Fótbolti Ofsótt af milljarðamæringi Enski boltinn „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Íslenski boltinn Stórar breytingar og tímamót hjá Red Bull Formúla 1 Hóta því að skrópa á Ólympíuleikana Sport Dramatískur sigur Liverpool án Salah Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu fullkomna þrennu Söndru Maríu „Hvað getur Slot gert?“ Komst ekki í landsleik af því að konan treysti sér ekki til að halda afmæli ein „Endanlegt ippon fyrir Slot“ Sjáðu vítadóminn sem bjargaði Liverpool og mörk úr Meistaradeildinni „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Lögregla með rassíu hjá argentínska sambandinu Ráðleggur leikmanni United að hætta sóa tíma sínum þar Hóta því að skrópa á Ólympíuleikana Dagskráin í dag: Stórleikur í Meistaradeildinni og Bónus deildin Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Stórar breytingar og tímamót hjá Red Bull Stefán Teitur spilaði í jafntefli gegn toppliðinu Öruggur sigur Tottenham og markaveisla í Hollandi Leik lokið: Ármann 70 - 106 Grindavík | Stórsigur Grindavíkur á lánlausum nýliðum Leik Lokið: Haukar 86 - 92 KR | Nýliðarnir höfðu betur gegn meisturunum Chelsea glutraði niður forystu og tapaði Kounde kveikti í endurkomu Börsunga Dramatískur sigur Liverpool án Salah Norska landsliðið flaug áfram í undanúrslit Fyrsti sigur Hamars/Þórs kom gegn Keflavík Stórleikur Birgis Steins í sex marka sigri Bæjarar lentu undir en komu til baka Fjögur mörk Elvars dugðu skammt í þungu tapi Tindastóll með fellu gegn Keilu í Eistlandi Saka forseta FIFA um ítrekuð brot og fara fram á rannsókn Þýska stálið flaug áfram í undanúrslit Annar írskur sundmaður á Steraleikana Toppkonur Íslands á HM í handbolta 2025 „Þegar kemur að mér fer fólk alltaf aðeins yfir strikið“ Sjá meira