Hljóp yfir Jagúarana og inn í metabók NFL-deildarinnar Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 7. desember 2018 09:00 Derrick Henry var í rosalegu stuði í nótt. Vísir/Getty Eftir frekar misjafna og oftar en ekki dapra frammistöðu allt þetta tímabil þá átti Derrick Henry ótrúlegan leik með Tennessee Titans í NFL-deildinni í nótt. Tennessee Titans liðið vann þá 30-9 sigur á Jacksonville Jaguars og hélt draumum sínum um sæti í úrslitakeppninni á lífi. Þetta var aftur á móti áttunda tap Jagúarana í síðustu níu leikjum en leikur liðsins hefur gjörsamlega hrunið eftir 30. september.Tennessee Titan. #TitanUppic.twitter.com/9WDLF7dRXO — NFL (@NFL) December 7, 2018Það er óhætt að segja að Derrick Henry sem Títani hafi staðið undir nafni með risavaxni frammistöðu sinni í nótt. Derrick Henry hljóp alls 238 jarda og skoraði á endanum fjögur snertimörk hjá varnarmönnum Jacksonville Jaguars. Í einu snertimarka sinna þá hljóp Derrick Henry heila 99 jarda með boltann þar sem nokkrir varnarmenn Jagúarana hrukku hreinlega af honum. Þetta er metjöfnun því aldrei hefur leikmaður hlaupið lengra með boltann áður en hann skoraði snertimark. Henry jafnaði þarna 35 ára met Tony Dorsett sem skoraði einnig 99 jarda snertimark fyrir Dallas Cowboys á móti Minnesota 3. janúar 1983.DERRICK HENRY WENT BEASTMODE!!! 99 YARDS. #TitanUp : @nflnetwork + @NFLonFOX : https://t.co/DJUityQHC9pic.twitter.com/wOe7cktiyE — NFL (@NFL) December 7, 2018„Þegar ég komst á fulla ferð í þessu 99 jarda hlaupi þá ætlaði ég ekki að láta neinn stoppa mig,“ sagði Derrick Henry sem notaði lausu hendi sína löglega til að bægja aðvífandi varnarmönnum frá. Henry setti líka nýtt félagsmet með þessum 238 hlaupajördum en gamla metið var 228 jardar og frá 2009. Hann jafnaði líka félagsmetið yfir flest snertimörk á jörðinni. Jacksonville kom inn í leikinn í fimmta sæti yfir bestu varnar deildarinnar þegar litið er á stigaskor mótherja. Liðið fékk ekki á sig eitt stig á móti Andrew Luck og félögum í Indianapolis Colts í leiknum á undan. Derrick Henry nýtti sér veiklega varnarinnar til fullnustu og hljóp inn í metabækurnar. Hann fékk eitt tækifæri til viðbótar til að skora fimmta snertimarkið en þá tókst varnarmönnum Jaguars-liðsins að stoppa hann. Kannski kominn tími til. „Þetta verður einn af hápunktunum hjá honum svo lengi sem hann lifir,“ sagði Calais Campbell, varnarmaður í liði Jaguars..@KingHenry_2 ran to history wearing cleats supporting @SpecialOlympics. You can bid on them now @NFLauction. Steve Smith Sr. just opened the bidding at $5,000! #MyCauseMyCleatspic.twitter.com/VvS7kviYN4 — NFL (@NFL) December 7, 2018238 rushing yards. 4 TDs. And a BEASTMODE 99-yard TD. Highlights from @KingHenry_2's career night! #JAXvsTENpic.twitter.com/81RNqWmTTJ — NFL (@NFL) December 7, 2018 NFL Mest lesið Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ Handbolti Ógeðslega erfitt og ógeðslega vont en brosir oft í viku á eftir Sport Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Íslenski boltinn „Nú er nóg komið“ Fótbolti Gísli semur við Skagamenn Íslenski boltinn Nefna greinar Íslandsmótsins í CrossFit í höfuðið á íslenskum íþróttakonum Sport Arnór Snær snýr aftur heim Handbolti Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Enski boltinn Besta handboltadeild heims missir aðalstyrktaraðila sinn Handbolti Félagið í greiðslustöðvun en borgaði öll laun degi fyrr Enski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu besta liðið í föstum leikatriðum leika listir sínar Halda HM á hlaupabretti í fyrsta sinn Barcelona skuldar mest en Tottenham er númer tvö Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Andri kallaður inn í hópinn fyrir meiddan Hauk Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Mikilvægt fyrir United að hamra járnið meðan það er heitt Félagið í greiðslustöðvun en borgaði öll laun degi fyrr Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð Arnór Snær snýr aftur heim Besta handboltadeild heims missir aðalstyrktaraðila sinn Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Nefna greinar Íslandsmótsins í CrossFit í höfuðið á íslenskum íþróttakonum Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Nýr þjálfari Juventus er með Napoli-húðflúr Eldgos og brjósklos skapa óvissu: „Vonum bara að móðir náttúra leyfi þetta“ Ógeðslega erfitt og ógeðslega vont en brosir oft í viku á eftir „Nú er nóg komið“ NBA-leikmaður með krabbamein Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Sádar eru ekki að fara að byggja HM-leikvang ofan á skýjakljúfi Dagskráin í dag: Meistararnir á Króknum, Körfuboltakvöld og allskonar Hetja Englands á EM sleit krossband Lofar frekari fjárfestingum Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Sjá meira
Eftir frekar misjafna og oftar en ekki dapra frammistöðu allt þetta tímabil þá átti Derrick Henry ótrúlegan leik með Tennessee Titans í NFL-deildinni í nótt. Tennessee Titans liðið vann þá 30-9 sigur á Jacksonville Jaguars og hélt draumum sínum um sæti í úrslitakeppninni á lífi. Þetta var aftur á móti áttunda tap Jagúarana í síðustu níu leikjum en leikur liðsins hefur gjörsamlega hrunið eftir 30. september.Tennessee Titan. #TitanUppic.twitter.com/9WDLF7dRXO — NFL (@NFL) December 7, 2018Það er óhætt að segja að Derrick Henry sem Títani hafi staðið undir nafni með risavaxni frammistöðu sinni í nótt. Derrick Henry hljóp alls 238 jarda og skoraði á endanum fjögur snertimörk hjá varnarmönnum Jacksonville Jaguars. Í einu snertimarka sinna þá hljóp Derrick Henry heila 99 jarda með boltann þar sem nokkrir varnarmenn Jagúarana hrukku hreinlega af honum. Þetta er metjöfnun því aldrei hefur leikmaður hlaupið lengra með boltann áður en hann skoraði snertimark. Henry jafnaði þarna 35 ára met Tony Dorsett sem skoraði einnig 99 jarda snertimark fyrir Dallas Cowboys á móti Minnesota 3. janúar 1983.DERRICK HENRY WENT BEASTMODE!!! 99 YARDS. #TitanUp : @nflnetwork + @NFLonFOX : https://t.co/DJUityQHC9pic.twitter.com/wOe7cktiyE — NFL (@NFL) December 7, 2018„Þegar ég komst á fulla ferð í þessu 99 jarda hlaupi þá ætlaði ég ekki að láta neinn stoppa mig,“ sagði Derrick Henry sem notaði lausu hendi sína löglega til að bægja aðvífandi varnarmönnum frá. Henry setti líka nýtt félagsmet með þessum 238 hlaupajördum en gamla metið var 228 jardar og frá 2009. Hann jafnaði líka félagsmetið yfir flest snertimörk á jörðinni. Jacksonville kom inn í leikinn í fimmta sæti yfir bestu varnar deildarinnar þegar litið er á stigaskor mótherja. Liðið fékk ekki á sig eitt stig á móti Andrew Luck og félögum í Indianapolis Colts í leiknum á undan. Derrick Henry nýtti sér veiklega varnarinnar til fullnustu og hljóp inn í metabækurnar. Hann fékk eitt tækifæri til viðbótar til að skora fimmta snertimarkið en þá tókst varnarmönnum Jaguars-liðsins að stoppa hann. Kannski kominn tími til. „Þetta verður einn af hápunktunum hjá honum svo lengi sem hann lifir,“ sagði Calais Campbell, varnarmaður í liði Jaguars..@KingHenry_2 ran to history wearing cleats supporting @SpecialOlympics. You can bid on them now @NFLauction. Steve Smith Sr. just opened the bidding at $5,000! #MyCauseMyCleatspic.twitter.com/VvS7kviYN4 — NFL (@NFL) December 7, 2018238 rushing yards. 4 TDs. And a BEASTMODE 99-yard TD. Highlights from @KingHenry_2's career night! #JAXvsTENpic.twitter.com/81RNqWmTTJ — NFL (@NFL) December 7, 2018
NFL Mest lesið Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ Handbolti Ógeðslega erfitt og ógeðslega vont en brosir oft í viku á eftir Sport Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Íslenski boltinn „Nú er nóg komið“ Fótbolti Gísli semur við Skagamenn Íslenski boltinn Nefna greinar Íslandsmótsins í CrossFit í höfuðið á íslenskum íþróttakonum Sport Arnór Snær snýr aftur heim Handbolti Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Enski boltinn Besta handboltadeild heims missir aðalstyrktaraðila sinn Handbolti Félagið í greiðslustöðvun en borgaði öll laun degi fyrr Enski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu besta liðið í föstum leikatriðum leika listir sínar Halda HM á hlaupabretti í fyrsta sinn Barcelona skuldar mest en Tottenham er númer tvö Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Andri kallaður inn í hópinn fyrir meiddan Hauk Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Mikilvægt fyrir United að hamra járnið meðan það er heitt Félagið í greiðslustöðvun en borgaði öll laun degi fyrr Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð Arnór Snær snýr aftur heim Besta handboltadeild heims missir aðalstyrktaraðila sinn Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Nefna greinar Íslandsmótsins í CrossFit í höfuðið á íslenskum íþróttakonum Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Nýr þjálfari Juventus er með Napoli-húðflúr Eldgos og brjósklos skapa óvissu: „Vonum bara að móðir náttúra leyfi þetta“ Ógeðslega erfitt og ógeðslega vont en brosir oft í viku á eftir „Nú er nóg komið“ NBA-leikmaður með krabbamein Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Sádar eru ekki að fara að byggja HM-leikvang ofan á skýjakljúfi Dagskráin í dag: Meistararnir á Króknum, Körfuboltakvöld og allskonar Hetja Englands á EM sleit krossband Lofar frekari fjárfestingum Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Sjá meira