Söguleg stund þegar Angela Merkel steig úr formannsstól Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 8. desember 2018 08:00 Landsfundargestir risu á fætur í gær og klöppuðu fyrir Angelu Merkel, fráfarandi formanni. Nordicphotos/AFP Angela Merkel, kanslari Þýskalands, hélt í gær sína síðustu ræðu sem formaður Kristilegra demókrata (CDU) eftir átján ára formannstíð. Ræðuna hélt Merkel á landsfundi flokksins þar sem nýr formaður verður valinn. Merkel lætur þó ekki af störfum sem kanslari fyrr en að kjörtímabilinu loknu, árið 2021 að öllu óbreyttu. Þá mun hún sigla upp að hlið Helmuts Kohl sem þaulsætnasti kanslari ríkisins. Þrjú bitust um að taka við af Merkel. Annegret Kramp-Karrenbauer bar sigur úr býtum. Hún fékk 45 prósent í fyrri lotu atkvæðagreiðslunnar í gær, vann síðari umferðina með 51,8 prósentum atkvæða, er ritari flokksins, kölluð „Mini-Merkel“ og afar náin kanslaranum. Næstvinsælastur var svo Friedrich Merz, athafnamaður sem var valdamikill í flokknum um aldamótin en fjarlægðist hann þegar Merkel tók við völdum. Hann þykir íhaldssamari og hægrisinnaðri en Merkel og fékk 39,2 prósent í fyrri umferð í gær og 48,2 prósent í þeirri síðari. Heilbrigðisráðherrann Jens Spahn, ein vonarstjarna CDU, íhaldssamur, samkynhneigður og kaþólskur, fékk tæp sextán prósent og datt út í fyrstu umferð. Formaðurinn fráfarandi stiklaði á stóru í fortíð, nútíð og framtíð bæði CDU og Þýskalands í ræðu sinni. Hún minntist þess þegar hún tók við flokknum árið 2000 þegar CDU var í mikilli krísu vegna fjármögnunarhneykslis. „Okkar CDU er allt annar flokkur en sá sem ég tók við árið 2000. Og það er gott. Við getum ekki haldið áfram að lifa í fortíðinni heldur þurfum við að horfa til framtíðar,“ sagði Merkel en Deutsche Welle sagði að túlka mætti þessi ummæli kanslarans sem skot á Friedrich Merz. Merkel sagði að með því að tryggja samstöðu innan flokksins gætu Kristilegir demókratar haldið sæti sínu sem stærsti flokkur Þýskalands. Vert er að nefna að flokkurinn mælist í mikilli lægð í könnunum og hefur komið illa út úr ríkiskosningum að undanförnu. Þá varði hún sitt umdeildasta stefnumál innan flokksins, jákvæða afstöðu til flóttafólks í neyð. Hún sagði Þýskaland hafa svarað „mikilli mannúðarkrísu“ á réttan hátt en viðurkenndi vissulega að málið hefði valdið miklum illdeilum innan flokksins. Aukinheldur sagði hún að Þýskaland stæði frammi fyrir mörgum erfiðum málum. Hún nefndi útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu, loftslagsbreytingar og almenna samstöðu innan Evrópusambandsins sem dæmi. „Þetta starf hefur fært mér ómælda gleði. Þetta hefur verið mér sannur heiður. Takk kærlega fyrir,“ sagði Angela Merkel svo að ræðu lokinni undir tíu mínútna standandi lófaklappi samflokksmanna sinna. Birtist í Fréttablaðinu Evrópusambandið Þýskaland Tengdar fréttir Merkel kom frjálslyndum viðhorfum til varnar í kveðjuræðu Í kveðjuræðu sinni sem leiðtogi Kristilegra demókrata varaði Angela Merkel við áskorunum framundan eins og loftslagsbreytingum og útgöngu Breta úr Evrópusambandinu. 7. desember 2018 13:40 Stærsti flokkur Þýskalands valdi sér nýjan formann Kristilegir demókratar, flokkur Angelu Merkel Þýskalandskanslara og stærsti þingflokkur Þýskalands, kaus í dag nýjan formann. Nýi formaðurinn tekur við formannsembættinu af Merkel sem mun þó sitja sem kanslari út kjörtímabilið, eða til ársins 2021, í seinasta lagi. 7. desember 2018 17:32 Mest lesið Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Guðmundur Ingi á sjúkrahúsi Innlent Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Innlent Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Innlent Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Innlent Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Innlent Tjáir sig um símtalið margfræga: „Hún var ekki í neinu jafnvægi“ Innlent Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Koma Ársæli til varnar og telja ráðherra refsa honum fyrir skoðanir sínar Innlent Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Innlent Fleiri fréttir Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Telja Pútín siðferðislega ábyrgan fyrir dauða breskrar konu Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Rússneskur geimfari sakaður um njósnir Náðar Demókrata sakaðan um mútuþægni Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Stöðva afgreiðslu umsókna innflytjenda frá nítján ríkjum Hefja aftur leit að MH370 Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Íhuga að banna stjórnmálaflokkum að taka við rafmyntum Forstjórar Volvo og Polestar vara við frestun „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Adolf ekki lengur Hitler Annar sonur „El Chapo“ sagður ætla að játa brot sín Fleiri en þúsund látnir vegna gífurlegra flóða Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Yfirvöld í Georgíu grunuð um efnavopnanotkun gegn mótmælendum Sjá meira
Angela Merkel, kanslari Þýskalands, hélt í gær sína síðustu ræðu sem formaður Kristilegra demókrata (CDU) eftir átján ára formannstíð. Ræðuna hélt Merkel á landsfundi flokksins þar sem nýr formaður verður valinn. Merkel lætur þó ekki af störfum sem kanslari fyrr en að kjörtímabilinu loknu, árið 2021 að öllu óbreyttu. Þá mun hún sigla upp að hlið Helmuts Kohl sem þaulsætnasti kanslari ríkisins. Þrjú bitust um að taka við af Merkel. Annegret Kramp-Karrenbauer bar sigur úr býtum. Hún fékk 45 prósent í fyrri lotu atkvæðagreiðslunnar í gær, vann síðari umferðina með 51,8 prósentum atkvæða, er ritari flokksins, kölluð „Mini-Merkel“ og afar náin kanslaranum. Næstvinsælastur var svo Friedrich Merz, athafnamaður sem var valdamikill í flokknum um aldamótin en fjarlægðist hann þegar Merkel tók við völdum. Hann þykir íhaldssamari og hægrisinnaðri en Merkel og fékk 39,2 prósent í fyrri umferð í gær og 48,2 prósent í þeirri síðari. Heilbrigðisráðherrann Jens Spahn, ein vonarstjarna CDU, íhaldssamur, samkynhneigður og kaþólskur, fékk tæp sextán prósent og datt út í fyrstu umferð. Formaðurinn fráfarandi stiklaði á stóru í fortíð, nútíð og framtíð bæði CDU og Þýskalands í ræðu sinni. Hún minntist þess þegar hún tók við flokknum árið 2000 þegar CDU var í mikilli krísu vegna fjármögnunarhneykslis. „Okkar CDU er allt annar flokkur en sá sem ég tók við árið 2000. Og það er gott. Við getum ekki haldið áfram að lifa í fortíðinni heldur þurfum við að horfa til framtíðar,“ sagði Merkel en Deutsche Welle sagði að túlka mætti þessi ummæli kanslarans sem skot á Friedrich Merz. Merkel sagði að með því að tryggja samstöðu innan flokksins gætu Kristilegir demókratar haldið sæti sínu sem stærsti flokkur Þýskalands. Vert er að nefna að flokkurinn mælist í mikilli lægð í könnunum og hefur komið illa út úr ríkiskosningum að undanförnu. Þá varði hún sitt umdeildasta stefnumál innan flokksins, jákvæða afstöðu til flóttafólks í neyð. Hún sagði Þýskaland hafa svarað „mikilli mannúðarkrísu“ á réttan hátt en viðurkenndi vissulega að málið hefði valdið miklum illdeilum innan flokksins. Aukinheldur sagði hún að Þýskaland stæði frammi fyrir mörgum erfiðum málum. Hún nefndi útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu, loftslagsbreytingar og almenna samstöðu innan Evrópusambandsins sem dæmi. „Þetta starf hefur fært mér ómælda gleði. Þetta hefur verið mér sannur heiður. Takk kærlega fyrir,“ sagði Angela Merkel svo að ræðu lokinni undir tíu mínútna standandi lófaklappi samflokksmanna sinna.
Birtist í Fréttablaðinu Evrópusambandið Þýskaland Tengdar fréttir Merkel kom frjálslyndum viðhorfum til varnar í kveðjuræðu Í kveðjuræðu sinni sem leiðtogi Kristilegra demókrata varaði Angela Merkel við áskorunum framundan eins og loftslagsbreytingum og útgöngu Breta úr Evrópusambandinu. 7. desember 2018 13:40 Stærsti flokkur Þýskalands valdi sér nýjan formann Kristilegir demókratar, flokkur Angelu Merkel Þýskalandskanslara og stærsti þingflokkur Þýskalands, kaus í dag nýjan formann. Nýi formaðurinn tekur við formannsembættinu af Merkel sem mun þó sitja sem kanslari út kjörtímabilið, eða til ársins 2021, í seinasta lagi. 7. desember 2018 17:32 Mest lesið Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Guðmundur Ingi á sjúkrahúsi Innlent Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Innlent Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Innlent Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Innlent Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Innlent Tjáir sig um símtalið margfræga: „Hún var ekki í neinu jafnvægi“ Innlent Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Koma Ársæli til varnar og telja ráðherra refsa honum fyrir skoðanir sínar Innlent Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Innlent Fleiri fréttir Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Telja Pútín siðferðislega ábyrgan fyrir dauða breskrar konu Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Rússneskur geimfari sakaður um njósnir Náðar Demókrata sakaðan um mútuþægni Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Stöðva afgreiðslu umsókna innflytjenda frá nítján ríkjum Hefja aftur leit að MH370 Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Íhuga að banna stjórnmálaflokkum að taka við rafmyntum Forstjórar Volvo og Polestar vara við frestun „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Adolf ekki lengur Hitler Annar sonur „El Chapo“ sagður ætla að játa brot sín Fleiri en þúsund látnir vegna gífurlegra flóða Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Yfirvöld í Georgíu grunuð um efnavopnanotkun gegn mótmælendum Sjá meira
Merkel kom frjálslyndum viðhorfum til varnar í kveðjuræðu Í kveðjuræðu sinni sem leiðtogi Kristilegra demókrata varaði Angela Merkel við áskorunum framundan eins og loftslagsbreytingum og útgöngu Breta úr Evrópusambandinu. 7. desember 2018 13:40
Stærsti flokkur Þýskalands valdi sér nýjan formann Kristilegir demókratar, flokkur Angelu Merkel Þýskalandskanslara og stærsti þingflokkur Þýskalands, kaus í dag nýjan formann. Nýi formaðurinn tekur við formannsembættinu af Merkel sem mun þó sitja sem kanslari út kjörtímabilið, eða til ársins 2021, í seinasta lagi. 7. desember 2018 17:32