Laug um samskipti við Hvíta húsið og starfsmann með Rússatengsl Kjartan Kjartansson skrifar 8. desember 2018 12:05 Paul Manafort (t.v.) og Michael Cohen (t.h.), fyrrverandi starfsmenn Donalds Trump, eru í vondum málum. Vísir/AP Fyrrverandi kosningastjóri Donalds Trump Bandaríkjaforseta laug að saksóknurum um samskipti sín við starfsmann sinn sem er talinn hafa tengsl við rússnesku leyniþjónustuna og við embættismenn Hvíta hússins eftir að hann Trump varð forseti. Í minnisblaði sem Robert Mueller, sérstaki rannsakandinn sem kannar meint samráð framboðs Trump við Rússa, lagði fyrir dómstól í Washington-borg í gær kemur fram að Paul Manafort, sem stýrði framboðinu þar til í ágúst árið 2016, hafi sagt „fjölda greinilegra lyga“ í viðtölum við saksóknara. Þannig hafi Manafort sagt þeim að hann hefði ekki verið í neinu beinu eða óbeinu sambandi við Hvíta húsið frá því að Trump sór embættiseið í janúar í fyrra. Í ljós hafi hins vegar komið að hann hafi haldið áfram að tala við embættismenn Trump að minnsta kosti fram á vor. Manafort hafði gert samkomulag við saksóknarana um samstarf gegn því að þeir mæltu með vægari refsingu vegna fjársvika sem hann var dæmdur fyrir í haust. Saksóknarar Mueller telja hins vegar Manafort hafi brotið gegn samkomulaginu með lygum sínum. Verjendur hans segja hann hafa staðið við samkomulagið að fullu en saksóknarnir ætla að leggja fram sönnunargöng sem eiga að sýna fram á lygar hans. Auk lyganna um samskiptin við embættismenn Hvíta hússins er Manafort sagður hafa logið um samskipti við Konstantín Kilimnik, rússneskan starfsmanna ráðgjafarfyrirtækis Manafort. Kilimnik er grunaður um að hafa tengsl við rússnesku leyniþjónustuna. Þeir Manafort hittust að minnsta kosti tvisvar á meðan á kosningabaráttunni stóð.Washington Post hefur eftir Kilimnik að þeir hafi rætt um framboðið. Kilimnik er ákærður fyrir að hafa í félagi við Manafort reynt að hindra framgang rannsóknarinnar á störfum þeirra í Úkraínu fyrir ríkisstjórn Viktors Janúkóvitsj, fyrrverandi forseta.Segir Trump hafa skipað fyrir um ólöglegar greiðslur Saksóknarar Mueller og í New York lögðu einnig fram hvorir fram sín minnisblöð í máli Michaels Cohen, fyrrverandi lögmanns Trump, í gær. Í þeim skjölum kemur fram að Trump hafi sjálfur gefið Cohen fyrirmæli um ólöglegar greiðslur til að þagga niður í tveimur konum sem halda því fram að þær hafi átt í kynferðislegu sambandi við forsetann, að sögn New York Times. Þær greiðslur eru taldar hafa brotið gegn kosningalögum. Í minnisblaði rannsakenda Mueller kom fram að Cohen hefði verið í samskiptum við ónefndan Rússa sem hafi boðið samvinnu á milli Rússlands og forsetaframboðs Trump á „ríkisstjórnarstiginu“ í nóvember árið 2015, nokkrum mánuðum áður en önnur samskipti Rússa við framboð Trump sem fjallað hefur verið um opinberlega áttu sér stað. Saksóknararnir í New York höfnuðu beiðni lögmanna Cohen um að þeir mæltu ekki með fangelsisdómi yfir honum í skiptum fyrir samvinnu hans. Mæltu saksóknararnir þess í stað með „verulegri fangelsisvist“. Refsing Cohen vegna brota á kosningalögum, fjárglæpa og fyrir að hafa logið að Bandaríkjaþingi verður ákvörðuð í næstu viku. Cohen játaði sök. Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Rússland Tengdar fréttir Saksóknarar vilja koma Cohen bak við lás og slá Saksóknarar í máli Michaels Cohen, fyrrum lögmanns Donald Trump, telja æskilegt að Cohen, verði dæmdur til talsverðrar fangelsisvistar fyrir glæpi sem "Rússarannsóknin“ svokallaða hefur leitt í ljós að hann framdi. 8. desember 2018 00:05 Mest lesið Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Innlent Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Erlent Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Erlent Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Innlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Erlent Fleiri fréttir Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Á sjöunda tug drepin í stórtækum árásum Ríkisstjóri Illinois sakar Trump um valdníðslu Sjá meira
Fyrrverandi kosningastjóri Donalds Trump Bandaríkjaforseta laug að saksóknurum um samskipti sín við starfsmann sinn sem er talinn hafa tengsl við rússnesku leyniþjónustuna og við embættismenn Hvíta hússins eftir að hann Trump varð forseti. Í minnisblaði sem Robert Mueller, sérstaki rannsakandinn sem kannar meint samráð framboðs Trump við Rússa, lagði fyrir dómstól í Washington-borg í gær kemur fram að Paul Manafort, sem stýrði framboðinu þar til í ágúst árið 2016, hafi sagt „fjölda greinilegra lyga“ í viðtölum við saksóknara. Þannig hafi Manafort sagt þeim að hann hefði ekki verið í neinu beinu eða óbeinu sambandi við Hvíta húsið frá því að Trump sór embættiseið í janúar í fyrra. Í ljós hafi hins vegar komið að hann hafi haldið áfram að tala við embættismenn Trump að minnsta kosti fram á vor. Manafort hafði gert samkomulag við saksóknarana um samstarf gegn því að þeir mæltu með vægari refsingu vegna fjársvika sem hann var dæmdur fyrir í haust. Saksóknarar Mueller telja hins vegar Manafort hafi brotið gegn samkomulaginu með lygum sínum. Verjendur hans segja hann hafa staðið við samkomulagið að fullu en saksóknarnir ætla að leggja fram sönnunargöng sem eiga að sýna fram á lygar hans. Auk lyganna um samskiptin við embættismenn Hvíta hússins er Manafort sagður hafa logið um samskipti við Konstantín Kilimnik, rússneskan starfsmanna ráðgjafarfyrirtækis Manafort. Kilimnik er grunaður um að hafa tengsl við rússnesku leyniþjónustuna. Þeir Manafort hittust að minnsta kosti tvisvar á meðan á kosningabaráttunni stóð.Washington Post hefur eftir Kilimnik að þeir hafi rætt um framboðið. Kilimnik er ákærður fyrir að hafa í félagi við Manafort reynt að hindra framgang rannsóknarinnar á störfum þeirra í Úkraínu fyrir ríkisstjórn Viktors Janúkóvitsj, fyrrverandi forseta.Segir Trump hafa skipað fyrir um ólöglegar greiðslur Saksóknarar Mueller og í New York lögðu einnig fram hvorir fram sín minnisblöð í máli Michaels Cohen, fyrrverandi lögmanns Trump, í gær. Í þeim skjölum kemur fram að Trump hafi sjálfur gefið Cohen fyrirmæli um ólöglegar greiðslur til að þagga niður í tveimur konum sem halda því fram að þær hafi átt í kynferðislegu sambandi við forsetann, að sögn New York Times. Þær greiðslur eru taldar hafa brotið gegn kosningalögum. Í minnisblaði rannsakenda Mueller kom fram að Cohen hefði verið í samskiptum við ónefndan Rússa sem hafi boðið samvinnu á milli Rússlands og forsetaframboðs Trump á „ríkisstjórnarstiginu“ í nóvember árið 2015, nokkrum mánuðum áður en önnur samskipti Rússa við framboð Trump sem fjallað hefur verið um opinberlega áttu sér stað. Saksóknararnir í New York höfnuðu beiðni lögmanna Cohen um að þeir mæltu ekki með fangelsisdómi yfir honum í skiptum fyrir samvinnu hans. Mæltu saksóknararnir þess í stað með „verulegri fangelsisvist“. Refsing Cohen vegna brota á kosningalögum, fjárglæpa og fyrir að hafa logið að Bandaríkjaþingi verður ákvörðuð í næstu viku. Cohen játaði sök.
Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Rússland Tengdar fréttir Saksóknarar vilja koma Cohen bak við lás og slá Saksóknarar í máli Michaels Cohen, fyrrum lögmanns Donald Trump, telja æskilegt að Cohen, verði dæmdur til talsverðrar fangelsisvistar fyrir glæpi sem "Rússarannsóknin“ svokallaða hefur leitt í ljós að hann framdi. 8. desember 2018 00:05 Mest lesið Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Innlent Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Erlent Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Erlent Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Innlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Erlent Fleiri fréttir Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Á sjöunda tug drepin í stórtækum árásum Ríkisstjóri Illinois sakar Trump um valdníðslu Sjá meira
Saksóknarar vilja koma Cohen bak við lás og slá Saksóknarar í máli Michaels Cohen, fyrrum lögmanns Donald Trump, telja æskilegt að Cohen, verði dæmdur til talsverðrar fangelsisvistar fyrir glæpi sem "Rússarannsóknin“ svokallaða hefur leitt í ljós að hann framdi. 8. desember 2018 00:05